Morgunblaðið - 04.05.2007, Page 39

Morgunblaðið - 04.05.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 39 argrein um ungan frænda sinn. Dreng sem við héldum að ekkert fengi grandað. Við erum að tala um litla frænda okkar sem stóð af sér tvo lífshættulega sjúkdóma í barn- æsku. Harðduglegur, ósérhlífinn og ótrúlega hraustur eins og kom best í ljós þegar hann vann í bygging- arvinnu hjá Ágústi frænda sínum. Hann lagði allt í sölurnar fyrir verkið, hékk í steypumótum í vond- um veðrum svo að manni stóð ekki á sama. Vinmargur var hann enda einlægur og sérstaklega hlýlegur í viðmóti. Hann var mikil barnagæla og nutu systkini hans þess að vera í kringum hann þar sem faðmur hans var ávallt opinn. Það er mjög sérstakt að svona ungur maður skuli leggja á sig að hefjast handa við að reisa lítið hús fyrir systkini sín í sveitinni til þess að leika sér í og sýndi það hug hans og vænt- umþykju til þeirra. Hann var svo- lítill grallari þar sem alltaf var stutt í brosið og framtíðin blasti við honum. Við munum sérstaklega eftir því þegar fjölskyldan sat að snæðingi á kínverskum veitinga- stað úti á Kanarí fyrir tveimur ár- um. Þá hafði Benni laumað sér út svo að lítið bar á og kveikti í sver- um kínverja og sprengdi við inn- gang veitingahússins svo að allir á staðnum hrukku í kút. Inn kom svo Benni með sitt glettna bros eins og honum einum var lagið. Hann var mikill áhugamaður um knatt- spyrnu, skotveiði og stangveiði og saman áttum við margar skemmti- legar stundir við árbakkann. Við fáum það ekki skilið að lífið skuli bjóða upp á það að við getum átt von á því að missa svo ungan og góðan dreng eins og hann Benna okkar og söknuðurinn er óbærileg- ur. Eftir að við fengum fréttina af fráfalli hans höfum við lært að meta hlutina í nýju ljósi. Það er gott að staldra aðeins við og meta það að verðleikum sem við eigum í dag því að á morgun getur það ver- ið horfið. Það er okkur einstaklega þung- bært að kveðja elsku Benna okkar en um leið fyllumst við gleði og þakklæti fyrir að hafa haft hann hjá okkur þennan stutta tíma. Minningin um þennan góða dreng mun aldrei hverfa, hún mun ávallt lifa áfram í hjörtum okkar. Elsku Björk, Hreggviður, Stein- þór, Hildur og systkini, það er lítil huggun gegn harmi þessum en þið áttuð yndislegan dreng sem var ykkur til sóma. Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Ágúst og Anna, Guðlaug og Gunnar og börn Þegar myrk örlög henda gott fólk. Svo nefnist bók eftir Harold S. Kushner rabbía og kennimann sem sjálfur hefur brotist í gegnum þungar sorgir. Hann reynir að leiða sorgbitna úr raunum sínum og huggar fólk. Benni var ljós af þessum heimi. Greindur, hjartahlýr og sérstak- lega glæsilegur. Hreggviður og Guðrún eru gott fólk. Þau bjuggu Benna og fjöl- skyldunni fagurt heimili. Og gátu verið stolt af Benna og kostum hans. Systkini Benna áttu góðan bróður. Ég líkti Benna við Höskuld Hvítanesgoða, öðrum fremri í sið- um og háttum. Það er óskiljanlegt að sá góði ungi maður skuli hrifinn frá elsk- andi fjölskyldu og vinum. Sárið sem eftir stendur, örin sem sitja síðan í sálinni rista niður í rætur okkar – allra sem þekktu Benna. Fjölskyldur okkar Benna voru saman á Kanaríeyjum jólin 1989. Þá hafði nýverið uppgötvast hjá Benna lífshættulegur sjúkdómur. Hann fór í strangar meðferðir sem hann tókst á við með sálarró og óvenjulegu þreki. Benna batnaði og þegar fimm ár voru liðin útskrifaðist hann alheill. Ég man fögnuð okkar yfir sigri Benna á sjúkdómnum. Veikindin dýpkuðu vináttuna, samskipti voru einlæg – við vorum þakklát. Nú þegar Benni er horfinn okk- ur verður eftir minningin um fal- legan, glæsilegan dreng sem hefur auðgað tilfinningu okkar fyrir sam- úð og lífi. Jón Gunnar Hannesson. Elsku Benni minn, ég trúi því varla að þú sért farinn, sú hugsun að ég muni aldrei aftur geta hitt þig, elsku vinur, er óviðunandi. En svona er víst þetta blessaða líf og ekkert hægt að breyta því. Þegar ég hugsa til baka og minn- ist þess er við vorum að kynnast, við tveir samferða á körfuboltaæf- ingu, sá ég strax að um var að ræða algjört gull af manni. Ekki leið á löngu áður en þú varst orðinn hluti af vinahópnum, þessum sterka mikla vinahópi sem að hægt er að líkja við sterka keðju þar sem nýr hlekkur er ekki vel- kominn á hverjum degi. Þú varst þó ekki lengi að koma þér fyrir, því að allir sáu hvílíkur vinur var á ferð, svo traustur, vildir allt fyrir alla gera, stóðst með þínum í gegn- um súrt og sætt, svo hress, fyndinn og skemmtilegur. Svoleiðis hlekkur er alltaf velkominn. Ég vissi það jafn vel og næsti maður að ein- hvern daginn mundi einn og einn hlekkur slitna, en aldrei átti ég von á því svona snemma. Það eina sem er hægt að gera í stöðunni er að strekkja á keðjunni og standa sam- an í einu og öllu. Ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa kynnst þér. Eins sárt og það er að missa þig þá hefði ég aldrei viljað vera án þess að kynn- ast þér. Þú skilur eftir þig ótal góð- ar minningar sem ég á aldrei eftir að gleyma. Allar þær stundir sem við strákarnir áttum í Malarásnum. En þar hittumst við oftar en ekki og lögðum á ráðin um hvað við ætl- uðum að taka okkur fyrir hendur hverja stundina. Allar þær ferðir sem við fórum saman í voru æv- intýri sem væru nóg til að fylla heila bók. Þú skalt vita það, Benni minn, að við munum aldrei gleyma þér og við munum heiðra minningu þína um ókomna tíð. Ég kveð þig því, kæri vinur, með mikinn söknuð í hjarta, megi Guð vera með þér, sem og fjölskyldu þinni sem ég votta alla mína sam- úð. Þinn vinur Stefán Pétur. Mjök erum tregt tungu at hræra. Leiðir okkar Benedikts eða Benna, eins og hann var ætíð kallaður, lágu fyrst saman þegar hann bauð mér heim til sín í Malarás að spila tölvuleiki. Kom á daginn að þær stundir áttu eftir að verða mun fleiri. Heimboðið varð kveikjan að langri og góðri vináttu. Oftar en ekki var heimili Benna líka helsti samkomustaður okkar félaganna og ýmislegt annað brallað en að spila tölvuleiki. Við félagarnir, sem ólumst upp í Ártúnsholtinu, höfum í daglegu tali kallað okkar vinahóp „Holtara“. Eins og nafnið gefur til kynna gátu einungis strákar úr Ártúnsholtinu verið góðir og gegnir „Holtarar“ – nema Benni. Hann var sá eini utan Ártúnsholtsins sem náði þeim áfanga. Þegar mér verður hugsað til Benna kemur fyrst upp í hugann hversu mikið gæðablóð og drengur góður hann var. Ef mann vantaði góðan félagsskap, hvers kyns að- stoð eða hreinlega góðan vin var alltaf hægt að leita til Benna enda vildi hann öllum gott gera. Benni var sannur vinur vina sinna. Hann var líka einstaklega ljúfur og geð- prúður maður sem ekki fór mikið fyrir í daglega lífinu. Þúsundþjalasmiður er líka ágæt- is orð ef lýsa á Benna. Hann gekk að hverju verki með sama mark- miði; það átti að vanda til verksins. Þegar við feðgarnir fórum saman í hestaferðir var Benni fastur ferðafélagi. Venju samkvæmt var nýliðinn settur á Geysi. Geysir er gamall, góður og þægur klár og varð þeim Benna snemma vel til vina. Þó kom að því að Benna fannst Geysir vera bæði latur og hastur, og vildi fjörugri fola. Var hann þá settur á Prata. Virtist það vera markmið þess klárs í lífinu að koma Benna af sér. Rokur og óút- skýrð fælni litu dagsins ljós en allt kom fyrir ekki, knapinn sat sem fastast. Benni brosti bara sínu breiðasta og hrópaði: „Þetta kalla ég almennilegan hest.“ Skemmti hann sér konunglega og gleðin skein hreinlega af honum. Gæsaveiðar voru eitt af þeim mörgu áhugamálum sem við Benni helltum okkur út í. Heimilið á Litla-Moshvoli, þar sem fjölskylda Benna hefur sitt annað aðsetur, stóð veiðigörpunum ætíð opið. Alla tíð var mér tekið þar með opnum örmum sem einum af fjölskyldunni. Margar góðar minningar eru bundnar við Litla-Moshvol. Reynd- ist fjölskylda Benna líka furðu þol- góð gagnvart ýmsum hugmyndum um það sem betur mætti fara á landareigninni til þess að hún yrði að paradís fyrir okkur félagana. Þannig tengjast margar af mín- um bestu minningum síðustu ára Benna með einum eða öðrum hætti. Hvort sem um var að ræða veiði- ferðir, hestaferðir, réttir, útilegur eða hvers kyns svaðilfarir sem ung- ir menn eiga til að lenda í. Ekki vorum við fyrr búnir að ljúka einni ferð en við vorum farnir að huga að þeirri næstu. Ferðir okkar félag- anna verða hins vegar ekki fleiri. Í dag kveð ég vin minn Benna með miklum söknuði en með þá von í brjósti að leiðir okkar eigi eft- ir að liggja saman þó að síðar verði. Vil ég votta fjölskyldu hans og ættingjum mína dýpstu samúð og vona að minningin um góðan dreng megi styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Ófeigur Ólafsson. ✝ Bjarni Þorkels-son Vigfússon fæddist í Reykjavík 28. október 1919. Hann lést á Land- spítalanum 24. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Vigfús Lúðvík Árnason pakk- húsmaður í Reykja- víkurapóteki, f. 18. sept. 1891, d. 2. apríl 1957 og kona hans Vilborg Elín Magnúsdóttir, f. 19. júní 1892, d. 30. jan. 1951. Systk- ini Bjarna eru: Hulda, f. 5. nóv. 1912, d. 15. ágúst 1913, Árni Ingvar, f. 10. júlí 1914, d. 16. apr- íl 1982, Guðrún Ingibjörg, f. 6. des. 1916, d. 15. nóv. 1918, Að- alheiður Hulda, f. 10. ágúst 1918, d. 17. nóv. 1918, Bára Ingibjörg, f. 25. maí 1921, d. 2. mars 2007, Vilborg Matthildur, f. 24. okt. Þorgils Jónassyni. Börn Bjarni, f. 1972, Óskar Páll, f. 1977 og Þor- björg Una, f. 1981. 3) Gunn- hildur, f. 27. nóv. 1953, var gift Ólafi Torfasyni. Synir Gunnar Örn, f. 1979 og Ásgeir, f. 1981. Æskuheimili Bjarna var á Bergstaðastræti 31A í Reykjavík. Hann var bílstjóri á yngri árum hjá Tóbakseinkasölu ríkisins, síð- an afgreiðslumaður í verslun Halla Þórarins, fyrst á Vest- urgötu svo á Hverfisgötu. Bjarni var lengi leigubifreiðarstjóri, nokkur ár hjá Bifreiðastöð Stein- dórs en síðan með sinn eigin bíl hjá Bifreiðastöð Reykjavíkur (BSR) frá vori 1970 til 1994. Bjarni og Bára bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, fyrst í Máva- hlíð 17, svo lengi í Sólheimum 47 og loks í Mávahlíð 32. Frá febr- úar 2006 var Bjarni heim- ilismaður á Hrafnistu í Reykja- vík. Útför Bjarna verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufu- neskirkjugarði. 1922, Guðrún, f. 4. mars 1924, Gestur, f. 8. mars 1926, Jó- hann, f. 28. nóv. 1927, d. 31. júlí 1979 og Ægir, f. 26. febr. 1930. Bjarni kvæntist 28. október 1944 Báru Gunnarsdóttur, f. á Akureyri 14. október 1925, d. í Reykjavík 3. nóv- ember 1992. For- eldrar hennar voru Gunnar Jónsson skipasmíðameistari á Akureyri, f. 1. apríl 1899, d. 27. okt. 1960 og fyrri kona hans Ingibjörg Veró- nika Ásbjörnsdóttir, f. 12. mars 1901, d. 1. jan. 1932. Dætur Bjarna og Báru eru: 1) Ingibjörg, f. 16. jan. 1947, var gift Einari Baxter. Börn Bára, f. 1967, Grettir, f. 1971 og Jóna, f. 1975. 2) Vilborg, f. 21. jan. 1950, gift Tengdafaðir minn, Bjarni Þ. Vigfússon, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 24. apríl sl. Nú á kveðjustund langar mig að minn- ast hans nokkrum orðum og kveðja hann. Fullt nafn hans var Bjarni Þor- kelsson Vigfússon. Hann bar nafn Bjarna Þorkelssonar báta- og skipasmiðs, fyrr á Hellissandi en síðast í Reykjavík, sem var fóst- urfaðir Vilborgar móður Bjarna. Ég hitti Bjarna fyrst fyrir 38 ár- um síðan – á þorra árið 1969 – um það leyti sem kynni tókust með okkur Vilborgu, miðdóttur hans. Bjarni var þá á besta aldri, með- almaður á hæð, ljós yfirlitum og samsvaraði sér nokkuð vel. Hann var greindur maður eins og hann átti kyn til, með góða athyglisgáfu, alla ævi léttur á fæti og röskur svo af bar. Leti var ekki til í hans fari. Bjarni hafði lipra og glaða lund, góða kímnigáfu en einnig fastmót- aðar skoðanir sem hann lét í ljós feimnislaust, skýrt og skorinort. Hann var heiðarlegur, reglusamur í öllu líferni, vinnusamur og svo háttvís og kurteis að eftir var tek- ið. Bjarni var annálað snyrtimenni og smekkmaður í klæðaburði og kunni vel að meta félagsskap með góðu fólki, vel að sér í allri tónlist og eftirsóttur dansmaður fram á síðasta mánuð, Reykvíkingur í orðsins bestu merkingu. Bjarni var með stálminni og kunni góð skil á mönnum og atburðum í sögu Reykjavíkur. Ættfróður var hann án þess að hafa nokkurn áhuga á ættfræði. Hann var og góður smið- ur á tré og járn eins og margir af- komendur Illuga Jónssonar stað- arsmiðs í Skálholti. Ég tel mig hafa kynnst Bjarna nokkuð vel gegnum árin. Við fór- um í mörg ár í Sundlaugarnar í Laugardal. Stundum kom það fyrir að menn þar viku sér að Bjarna og erindið var að segja að þeir myndu vel eftir honum síðan hann var af- greiðslumaður hjá Halla Þórarins á Vesturgötunni eða Hverfisgöt- unni. Í sundlaugarferðunum töluð- um við saman um marga hluti. Undirritaður er fyrir vikið t.d. mun fróðari um viðhorf kynslóð- arinnar sem lærði að duga og bjarga sér í fátæku samfélagi sem líkist lítið allsnægtasamfélagi nú- tímans. Við hjónin ferðuðumst nokkuð innanlands og utan með Bjarna eftir að hann var orðinn ekkjumað- ur. Alltaf kom jafnmikið á óvart hversu kunnugur hann var hér á landi. Staðfræðin og örnefnin voru öll á hreinu þrátt fyrir það að hann hefði stundum aðeins einu sinni áður farið um sveitina – jafnvel fyrir 40 eða 50 árum. Síðast fórum við í september 2006 austur í Grímsnes – á málverkasýningu í Sólheimum. Afabörnin og langafabörnin hændust sjálfkrafa að Bjarna. Hann hafði lag á því að láta hvert og eitt þeirra muna eftir afa Bjarna. Hann var síðast viðstadd- ur fermingu langafabarns síns á annan í páskum og enginn sá þá á honum neitt fararsnið. Lán Bjarna var að vera lengst af heilsugóður og geta haldið sínu striki þrátt fyrir að árin væru orð- in mörg. Hann átti alltaf sinn bíl og fór allra sinna ferða – líka eftir að hann átti heimili á Hrafnistu. Ég er afar þakklátur Bjarna fyr- ir samfylgdina. Fjölskylda mín þakkar fyrir allt gegnum árin. Guð blessi minningu Bjarna Þ.Vigfús- sonar. Þorgils Jónasson. Elsku afi, við minnumst þín með söknuði og þökkum þér fyrir að hafa verið í lífi okkar alla ævi. Þú varst fastur á skoðunum þínum, kátur, blíður og hávær. Þú fylgdist svo vel með okkur, komst í öll afmæli, færðir okkur glænýja, slétta peninga og fallega rós sem við munum svo vel eftir. Þú varst alltaf svo glæsilegur til fara. Alltaf í fínum jakkafötum, vel greiddur og á flottum bíl. Mik- inn áhuga hafðir þú á börnum okk- ar enda með ólíkindum hvernig þú kenndir þeim að bakka skríðandi niður stiga, snýta nefið og greiða hárið eldsnemma á lífsleiðinni. Mikið skarð er í hjörtum okkar eftir að þú fórst en við lítum svo á að þú sért kominn í ömmufaðm sem þú þráðir svo heitt. Elsku afi, við söknum þín og elskum en við vitum að þú ert kominn á góðan stað og fylgist með okkur öllum. Elsku bestu mömmur okkar, megi góður Guð hjálpa ykkur í ykkar miklu sorg. Kveðja. Barnabörnin. Enn fækkar úr syskinahópnum af Bergstaðastrætinu. Bjarni frændi minn er látinn eftir stutt veikindi og ekki er nema rúmur mánuður síðan að systir hans Stúfa lést. Einhvern veginn þrátt fyrir aldur fannst manni ekki vera komið að kveðjustund. Bjarni var ern og hress og hélt ég að langur tími væri þangað til hann myndi kveðja, því í raun var hann ekki gamall og eins og máltækið segir þá er aldur afstæður. Ekki eru nema rúmir 2 mánuðir síðan í afmæli pabba að ég skemmti mér konunglega yfir sög- um Bjarna af Hrafnistu, dansinum og hvernig hann valdi úr sína dansfélaga. Bjarni var einstakur, hreinn og beinn. Hvernig hann talaði, takt- arnir var nákvæmlega eins og hjá pabba og því ekki skrýtið hversu vænt manni þótti um hann. Fyrir rúmum 30 árum var ég svo heppin að vera tekin með í úti- legur af Bjarna og Báru konu hans sem lést fyrir 15 árum. Barnabörn þeirra, Bára sem er jafngömul mér og Grettir voru með. Þessar ferðir voru mikil upplifun og þegar hug- urinn reikar til baka dáist ég af þolinmæði Bjarna og Báru að taka mig með í ferðirnar, því ég var með einsdæmum vatnshrædd á þessum árum og þurfti að halda á mér í sundlaugunum og ásamt því þá þorði ég ekki að vera nema í það minnsta 10 metra frá öllu dýraríkinu. Samt sem áður var aldrei pirringur í gangi . Piparkökubakstur í Sólheimun- um var fastur liður í tilverunni fyr- ir hver jól, sem ég fékk að taka þátt í og var mikil tilhlökkun þeg- ar að þeim tíma leið. Alltaf var passað upp á að ég fengi myndir úr ferðalögunum og piparköku- bakstrinum, sem í dag hjálpar mér að rifja upp þessar góðu minn- ingar. Þessum hjónum, Bjarna og Báru, á ég mikið að þakka. Ég votta Ingu, Villu, Gunnhildi og fjölskyldum þeirra mína inni- legustu samúð Minningin um góðan mann lifir. Aldís B. Ægisdóttir. Bjarni Þ. Vigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.