Morgunblaðið - 04.05.2007, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 45
árið 1942. Veturinn 1946-47 dvelur
hún ásamt manni sínum í Svíþjóð
og fullnumar sig eins og það heitir
á íslensku. Allar götur síðan vann
María við sitt fag hjá ýmsum tann-
læknum hér í borginni, fyrstu árin
lengst af hjá Matthíasi Hreiðars-
syni, Skúla Hansen, Jóni K. Haf-
stein, Kristjáni Ingólfssyni og síð-
ustu 25 til 26 árin hjá
undirrituðum. Höfðum við María
og samstarfsfólk okkar mjög
ánægjuleg samskipti enda var
María snillingur í höndunum og
fóru fáir í fötin hennar þegar leysa
þurfti vandasamar uppstillingar á
gervitönnum. Hún hafði óvenju-
næmt auga fyrir þessum þætti
tannsmíðinnar og gat oft töfrað
fram þau aðalatriði sem best hentu
viðkomandi einstaklingi. Sumir
telja tannuppstillingar til listgrein-
ar. Það á áreiðanlega við þegar
María lagði sig fram. María var
alltaf glöð og kát á vinnustað og í
öll þessi ár sem hún hafði unnið
með mér minnist ég þess ekki að
hún hafi mætt of seint, þvert á
móti, því að oftast var ilmandi
kaffilykt á kaffistofunni þegar ég
kom til vinnu.
María var með afbrigðum hús-
bóndaholl og aldrei neitaði hún mér
ef ég þurfti á henni að halda. Minn-
ist ég þess sérstaklega er frú nokk-
ur glataði efri tanngarði sínum að-
faranótt Þorláksmessu. Hringdi
hún í mig í öngum sínum og bað um
hjálp því ella væru jólin glötuð.
Tjáði ég henni að einungis með
hjálp Maríu væri unnt að leysa
málið en þannig stæði á að við bæði
ætluðum að eiga frí þennan Þor-
láksmessudag. Það var auðsótt mál
eins og venjulega að fá Maríu til að
gera sér greiða. Við unnum síðan
allan þann dag og konan fékk sinn
tanngarð að kvöldi. Svona var
María ávallt tilbúin. Það má ekki
gleyma því að þeir eru ófáir nem-
arnir sem hafa notið handleiðslu
hennar fyrstu árin og það veit ég að
frændi minn Daníel Jónasson,
tannsmiður, er henni ævinlega
þakklátur fyrir þau 10 ár sem hann
sat við hlið hennar, fyrst sem nemi
og síðar sem tannsmiður.
María var dóttir Helgu Jónas-
dóttur og Tryggva Gunnarssonar
en ólst upp hjá móður sinni og
tveimur systrum á Laufásvegi.
Hún var með afbrigðum mann-
glögg og kunni skil á flestum ef
ekki öllum Reykvíkingum af eldri
kynslóðinni. María var gift ágæt-
ismanni, Gunnari Kristinssyni,
verslunarmanni og söngvara, sem
látinn er fyrir tveimur árum. Eign-
uðust þau saman tvo syni sem báðir
hafa komið sér vel áfram og það
veit ég að barnabörnin þrjú punt-
uðu mjög vel upp á tilveruna hjá
henni.
Með samstarfi á tannlækninga-
stofum í 60 ár má segja að María
hafi upplifað sögu tannlækninga á
Íslandi og má segja að það sé á
engan hallað að hún hafi lengst
allra Íslendinga unnið að störfum
tengdum tannlækningum. Að lok-
um þakka ég Maríu samstarfið og
góða vináttu. Aðstandendum sendi
ég mínar samúðarkveðjur.
Hörður Sævaldsson.
ljós annars vegar hvað hún var stór
í sniðum, hvað hún hugsaði stórt og
hins vegar hvað form- og litaskyn
hennar var þroskað. Það er engu
líkara en fegurðarskyn sé sumum í
blóð borið, fegurðarskyn og þrá.
Slík kennd er miklu meira en
skraut, ytra borð, óþarfi eins og
margir virðast halda. Fegurðarskyn
er kjarni tilverunnar og hefur ekki
bara persónulegt gildi heldur sam-
félagslegt, í raun hápólitískt.
Andlát móður snertir djúpt. Allt-
af. Aldur skiptir ekki öllu máli,
dauði móður er handan við alla lóg-
ík, hann er ávallt sársaukafullur.
Eigi að síður er þakklæti efst í huga
allra sem kynntust Sigurbjörgu
Þorvaldsdóttur. Að leiðarlokum læt
ég hér fylgja ljóð sem ég orti til
hennar á áttræðisafmælinu, 8.10.
1998.
Ef hlúð er að rótunum
fara englar að hvískra
í liminu
Þannig er jafnvægi þess sem vex
Þannig springur norðrið út
í suðrinu
Ungar nætur í gömlum dögum
Haust í vori
Og sú sem hlúir að rótum
má alltaf búast við
hvískri engla
í liminu
Sigurður Pálsson.
Sigurbjörg amma mín lék stórt
hlutverk í lífi mínu. Eins og stund-
um var fékkst ekki leikskólapláss
nema hluta úr degi og þess vegna
var amma dagmamman mín fyrstu
árin. Hún sótti mig þegar leikskól-
inn var búinn um hádegi og fór með
mig heim til sín. Mínar fyrstu minn-
ingar um ömmu eru frá þessum
ferðum okkar. Leikskólinn var í
göngufæri og hún sótti mig með
kerruna mína með sér. Hún rétti
mér alltaf stórt og fallegt epli til að
maula á heimleiðinni og svo sungum
við saman nokkur lög.
Ég var í fyrsta sæti þegar ég var
hjá ömmu og við lékum okkur sam-
an. Við lékum hlutverkaleiki þar
sem við skiptum um hlutverk, hún
var barnið og ég var amma hennar.
Amma stóð sig vel í hlutverkinu en
gleymdi sér stundum og var þá
minnt á að hún gæti nú ekki drukk-
ið kaffi þar sem hún væri barn. Við
hjálpuðumst líka að við að leita að
gleraugunum hennar sem virtust
alltaf vera týnd. Það var gert að leik
þar sem ég átti að reyna að muna
hvar ég sá þau síðast og svo var at-
hugað hvort þau væru þar, leitin var
hafin. Hún var alltaf tilbúin að fara
skrefi lengra með mér í leikjunum
og það var ekkert sem hún gat ekki
gert. Hún skreið með mér undir
sófaborð af því að þar var sumarbú-
staðurinn minn í þykjustunni. Þar
héldum við svo kaffiboð með fína
stellinu og silfrinu, liggjandi á mag-
anum.
Amma hélt mikið upp á garðinn
sinn og var þar löngum stundum.
Þar ræktaði hún ýmsar rósategund-
ir sem hún var mjög stolt af. Við
vorum oft saman í garðinum og hún
sýndi mér allar rósirnar og athugaði
hvernig þeim liði þann daginn,
klippti og snyrti. Hún lagði líka
mikið upp úr menntun og kennslu
og sagði mér alltaf hvað rósirnar
hétu og hlýddi mér stundum yfir
það næsta dag. Hún vildi að ég
gengi menntaveginn og fór mjög
fljótlega að spyrja mig hvað ég ætl-
aði að verða þegar ég yrði stór. Við
ræddum þetta stundum og hún
hafði sínar skoðanir á þessu. Amma
vildi að ég yrði skurðlæknir eða
hjúkrunarkona eins og Florence
Nightingale, sem hún sagði mér
stundum frá. Það gladdi því hjarta
ömmu þegar ég loks ákvað að verða
hjúkrunarfræðingur.
Þegar ég varð eldri var alltaf jafn
gott að koma til ömmu. Þar var allt
svo hlýtt og öruggt, ekki síst faðmur
ömmu. Hún var svo ánægð að sjá
mig og vildi fá fréttir af því hvernig
gengi í skólanum og hvað hefði drif-
ið á daga mína síðan við hittumst
síðast. Við héldum áfram að ganga
saman um garðinn og huga að rós-
unum. Það var eins og það væri allt-
af gott veður í garðinum hennar
ömmu.
Nú eru blómin í garðinum að lifna
við og vorið heilsar þegar amma
kveður þennan heim. Ég sit eftir
með söknuð í hjarta, en þar geymi
ég líka yndislegar minningar um
ömmu.
Sigurbjörg.
Þegar ég var minni sagði
amma mér iðulega söguna af
Rauðhettu áður en ég lagðist
til svefns. Nú þegar amma
leggst til hinstu hvílu fer ég
frá henni eins og Rauðhetta
fór til ömmu sinnar, með
körfuna fulla.
Jóhannes Páll
Sigurðarson.
HINSTA KVEÐJA
✝ Herbert Ólafs-son fæddist á
Gjögri í Árnes-
hreppi á Ströndum
23. september 1920.
Hann lést 26. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Ólafur Magn-
ússon sjómaður og
Þórunn Samson-
ardóttir, húsfreyja á
Gjögri. Systkini
Herberts eru Bern-
ódus, f. 17. mars
1919, d. 18. sept-
ember 1996, Björg Jóhanna, f. 18.
október 1924, d. 1. mars 2007, og
Karitas Laufey, f. 7. júní 1936.
Herbert lét sér alla tíð mjög
annt um systkini sín, systkinabörn
og fjölskyldur þeirra. Sem ung-
lingur vann hann
við uppbygginguna
á Síldarverksmiðj-
unni í Djúpavík á
Ströndum. Hann
fluttist ungur mað-
ur til Skagastrand-
ar með móður sinni
og systrum og vann
við sjómennsku og
verkamannastörf.
Um miðjan aldur
flutti Herbert til
Reykjavíkur og
vann lengst af við
Íþróttahús Jóns
Þorsteinssonar á Lindargötunni
og hjá Náttúrulækningafélagi Ís-
lands.
Útför Herberts verður gerð frá
Áskirkju í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Það er skrítið að hugsa til þess
að Hebbi frændi komi ekki oftar í
heimsókn með myndirnar sínar.
Hebbi var ferðalangur af guðs
náð og fór ótal sumarferðir með
Strandamönnum og fleirum um
landið. Hann var afar áhugasamur
um ljósmyndun sem var aðal tóm-
stundagaman hans ásamt ferðalög-
um og gönguferðum. Ungur fór
hann að taka myndir og til er mik-
ið safn ljósmynda eftir hann sem
eru góðar heimildir um umhverfið
og tíðaranda liðinnar aldar. Eftir
að Hebbi flutti til Reykjavíkur
kom hann í heimsókn heim til
Skagastrandar flest sumur til að
hitta fjölskyldur Kaju og Benna og
var þá gjarnan með sýningu á
myndunum sínum. Í þessum heim-
sóknum bætti hann við mynda-
safnið sitt með því að taka fleiri
myndir af Borginni, Strandafjöll-
unum og mannlífinu hér á Skaga-
strönd. Mér, og ég veit um fleiri,
fannst að nú væri sumarið virki-
lega komið þegar við sáum Hebba
arka brosandi og glaður um göt-
urnar með myndavélina framan á
sér.
Hebba frænda var gefið ótrúlegt
gott skapferli og æðruleysi og þeg-
ar við systkinabörnin hans berum
saman bækur okkar munum við
ekki eftir að hafa séð hann í vondu
skapi. Hann sá alltaf hið góða í
fólki og var ákveðinn í að láta nei-
kvæðni ekki hafa áhrif á sig og
sagði gjarnan ef rætt var um nei-
kvæða atburði: „Ég veit það ekki,
en það er líka allt í lagi þó ég viti
það ekki“ og hló. Hann sá fegurð í
hinu smáa og ég á minningu um
það þegar hann kallaði á mig eitt
sumarið til að sýna mér stoltur að
begóníulaukarnir sem hann hafði
sett niður í blómabeðið sitt við Ak-
ur höfðu náð að blómstra og stóðu
þarna, í beinni röð í beðinu, með
sín litríku blóm.
Elsku Hebbi frændi hefur nú
lokið 86 ára ferðalagi sínu hér á
jörð og er lagður af stað í stóra
ferðalagið sitt og ef ég þekki hann
rétt hefur hann gott auga fyrir
myndefnum og fegurðinni á þessu
ferðalagi sem öðrum. Um leið og
ég og mínir þökkum honum sam-
fylgina og vináttuna á liðnum ár-
um bið ég honum velfarnaðar á
þessu nýja ferðalagi.
Þórunn Bernódusdóttir og
fjölskylda, Skagaströnd.
Það var um miðjan sjöunda ára-
tug síðustu aldar að Herbert
Ólafsson var ráðinn húsvörður að
Íþróttahúsi afa okkar Jóns Þor-
steinssonar við Lindargötu. Þar
var þá fyrir Oddur Kristjánsson
sem látinn er fyrir allmörgum ár-
um. Oddur og Herbert urðu vinir
okkar og umgengni við þá varð
stór þáttur í lífi okkar bræðra. Það
kom strax í ljós hvern öðling Her-
bert hafði að geyma. Samvisku-
semi og trúmennska ásamt glað-
værð og kímnigáfu einkenndu öll
hans störf og viðmót.
Það eru viss forréttindi að hafa
fengið að alast upp með annan fót-
inn á Lindargötu 7. Þar var mikill
erill og líf og fjör frá morgni til
kvölds. Ýmsir skólar höfðu afnot
af stærri sal hússins en afi okkar
var með sjúkraleikfimi í litla saln-
um og svo var það gufubaðsstofan
sem ár eftir ár hafði sína föstu við-
skiptavini. Það var því mikilvægt
fyrir afa að hafa traust starfsfólk.
Herbert var svo sannarlega
traustur maður og hafði gott lag á
að umgangast þá fjölmörgu sem
komu í íþróttahúsið. Við bræður
sóttum mikið í að vera í kringum
Herbert því hann gaf sér alltaf
tíma til að spjalla við okkur. Við
áttum með honum fjölmargar góð-
ar stundir er hann sinnti störfum
sínum. Herbert hafði yndi af að
kynnast landinu og ferðaðist mik-
ið. Á ferðum sínum tók hann ljós-
myndir sem hann hafði ánægju af
að sýna okkur bræðrum. Herbert
varpaði myndunum upp á vegg og
breyttist þá húsvarðarherbergið á
Lindargötu 7 í kennslustofu í
landafræði. Áhugi kennarans var
mikill og hrifumst við af skemmti-
legum myndum Herberts.
Eftir að Herbert kvaddi Lind-
argötu 7 lágu leiðir okkar sjaldan
saman en það var gaman að hitta
hann á góðviðrisdögum og rifja
upp gamla tíma. Síðast heimsótti
einn okkar hann á Hrafnistu er
hann hafði flutt þangað.
Það er með miklu þakklæti sem
við kveðjum Herbert Ólafsson
hinstu kveðju.
Blessuð sé minning hans.
Jón Guðmundsson,
Halldór Guðmundsson,
Árni Guðmundsson,
Einar Rúnar Guðmunds-
son.
Herbert Ólafsson
Manni verður alltaf
jafnhverft við þegar
maður fréttir af andláti
vinar og minningum
skýtur upp í kollinn.
Við félagarnir kynntumst Jóa
Björns, eða Jóa gamla eins og við
unglingarnir kölluðum hann, í bygg-
ðalínuflokknum hjá RARIK.
Við þessir línumenn hjá RARIK
(sem byrjuðum í flokknum sem ung-
lingar) vorum í línuflokki Sigmundar
Eiríkssonar og eftir að Simmi and-
aðist tók Hallgrímur Scheving við
flokknum og síðan Árni Jón Elíasson
sem stýrði sínum mönnum þar til
flokkurinn var lagður niður.
Þetta samfélag línumanna var eins
og stór fjölskylda, menn stóðu saman
eins og einn maður hvort sem þeir
voru í vinnunni eða farið var að
skemmta sér en það gerðist örsjald-
an!
Jói var eins og pabbinn í hópnum,
hann var flokksstjórinn og hafði bíl-
inn eins og menn sögðu og sá alfarið
um hann. Það var svo skrítið með bíl-
inn hans Jóa, það var eins og hann bil-
aði miklu sjaldnar en aðrir bílar og
hann var ævinlega stífbónaður, einn-
ig var það þannig að það var alveg
sama hversu mikilli drulluvinnu við
vorum í, það vorum bara við sem vor-
um drullugir upp fyrir haus en ekki
Jói.
Jóhannes Björnsson
✝ JóhannesBjörnsson fædd-
ist á Litlu-Borg í
Vesturhópi 5. apríl
1934. Hann lést á
Landspítalanum 24.
mars síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Fríkirkjunni í
Reykjavík 30. mars.
Já, hann Jói kenndi
okkur guttunum að
vinna, ekki með neinum
látum heldur með sinni
hægð og lagni eins og
hans var háttur, Jói var
nefnilega ákaflega nær-
gætinn maður og
traustur.
Hann kenndi okkur
að það þurfti að passa
að hafa allt með út á
línu, það þýddi ekki að
fara að hugsa þegar út
á línu var komið og
hefjast átti handa við
verkið og kannski um langan veg og
torsóttan að fara. Hann tók hlutina til
þegar heim var komið að kveldi og
gerði allt klárt þannig að hægt væri að
leggja af stað tímanlega á morgnana
enda var Jói ævinlega kominn út í bíl
löngu á undan okkur hinum og jafnvel
búinn að kveikja í pípunni og setja í
gang og svo beið hann bara með glott
á vör þar til hans menn loks mættu.
Mórallinn var því þannig, að menn
lærðu það fljótt að vera stundvísir ef
þeir voru í liði með Jóa. Hann sagði
aldrei styggðaryrði um nokkurn
mann, en ef hann vildi láta gera hlut-
ina á annan veg þá kom hann því að
með hægðinni. Manni fannst Jói aldr-
ei hamast við verkin, en hann var æv-
inlega fyrstur að klára og höfðum við
guttarnir mjög gaman af að keppast
við og reyna að hafa í við kallinn,
hann hafði gott lag á því að láta hlut-
ina ganga.
Við minnumst Jóa með hlýhug og
þökkum fyrir skemmtilegt tímabil í
lífi okkar með honum og munum
örugglega halda áfram að rifja upp
sögur frá þessum tímum þegar við
guttarnir hittumst.
Við vottum fjölskyldu hans okkar
innilegustu samúð.
Viggó Jónsson
rafvélavirkjameistari,
Elfar Bjarnason tæknistjóri.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli, sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar