Morgunblaðið - 04.05.2007, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Páll Hall-dórsson fædd-
ist í Hvammi í
Eyjafirði 19. nóv-
ember 1927. Hann
lést á Fjórungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 14. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin frá
Hvammi, Guðný
Pálsdóttir, f. 1892,
d. 1965, og Halldór
Guðlaugsson, f.
1889, d. 1969.
Systkini Páls eru Baldur, f.
1916, d. 1982, Snorri, f. 1919,
Páll, f. 1921, d. 1927, Guð-
laugur, f. 1923, d. 2001, Krist-
björg, f. 1930, Aðalsteinn, f.
1931, d. 1995, og Guðný, f.
1933.
Árið 1954 kvæntist Páll, f.v.
eiginkonu sinni Ólöfu Ásthildi
Þórhallsdóttur, f. 1926. Börn
þeirra eru: 1) Þórhallur, f. 1955.
2) Guðný Þuríður, f. 1959, gift
Guðjóni Sigurðssyni, f. 1958,
börn þeirra eru a) Ólöf Edda, f.
1986, unnusti Daníel Sigrún-
arson Hjörvar, f. 1985, dóttir
þeirra er Aþena Sif, f. 2006 og
b) Einar Orri, f. 1992.
3) Halldóra, f. 1965, gift
Kristgeiri Friðgeirssyni, f. 1963,
dóttir þeirra er er Elísa Þór-
hildur, f. 2003.
Sonur Halldóru
og Bjarna Há-
konarsonar, f.
1961, f.v. sam-
býlismanns henn-
ar, er Birgir Páll,
f. 1987.
Sambýliskona
Páls er Ragnheið-
ur Kristjánsdóttir,
f. 1931. Sonur
hennar og Nobu
Ogata, f. 1924, fv.
eiginmanns henn-
ar, er Snorri Alan,
f. 1962, kvæntur
Melissu Ogata, f. 1965, börn
þeirra eru Tyler Milne, f. 1991,
Ryan, f. 1995 og Kathryn 1996.
Eftir nám við Menntaskólann
á Akureyri hóf Páll störf sem
skrifstofumaður hjá KEA. Síðar
starfaði hann hjá Bæjarfóg-
etanum á Akureyri, fyrst sem
gjaldkeri og síðan yfirbókari.
Hann var umboðsmaður Trygg-
ingamiðstöðvarinnar um árabil
og starfaði einnig um tíma sem
fasteignasölumaður á Akureyri.
Páll var mikill áhugamaður um
golfíþróttina og gegndi m.a.
formennsku í Golfklúbbi Ak-
ureyrar um tíma. Hann var fé-
lagi í Oddfellowstúkunni á Ak-
ureyri frá 1957. Útför Páls
verður gerð frá Akureyr-
arkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Þegar við minnumst föður okkar
koma margar minningar fram. Hann
hafði ánægju af lestri góðra bók-
mennta, vísindum og listum sem
vakti með okkur áhuga. Pabba var
umhugað um að við vönduðum mál
okkar, því höfum við reynt að fylgja
eftir við okkar börn. Þetta ómetan-
lega veganesti skilar sér því vonandi
áfram til næstu kynslóða.
Pabbi lagði áherslu á að við systk-
inin stunduðum nám okkar af kost-
gæfni. Við fengum tækifæri til að
finna okkar eigin farveg í námi og
starfi með stuðningi hans. Hann
gladdist við hvern áfanga í lífi okkar
systkinanna og barnabarnanna.
Pabbi kenndi okkur hvað það er mik-
ilvægt að hafa áhugamál svo sem
golf og stunda það sér til skemmt-
unar og hreyfingar. Fyrir um það bil
13 árum missti hann annan fótinn en
stigarnir í Skipagötunni reyndust
honum frekar áskorun en hindrun.
Sama má segja um golfið, hann fékk
sér sérstakan golffót og hélt sínu
striki. Barnabörnin nutu þess líka að
fá að fara með afa sínum í golfbíln-
um.
Dugnaður pabba var mikill, hann
var umhyggjusamur, jákvæður og
alltaf tilbúinn að hvetja okkur áfram.
Þannig var hann okkur góð fyrir-
mynd.
Minningin um föður okkar mun
lifa áfram.
Við vottum Ragnheiði innilega
samúð okkar.
Þórhallur, Guðný og Halldóra.
Í dag kveð ég tengdaföður minn
Pál Halldórsson sem lést 14. apríl sl.
eftir stutta legu á Fjórðungssjúkra-
húsi Akureyrar.
Mín fyrsta minning af Páli er þeg-
ar ég sem ungur maður, fyrir liðlega
30 árum, heimsótti núverandi konu
mína á Akureyri. Páll heilsaði mér
með þéttu handtaki og glettnislegu
brosi og spurði mig hverra manna ég
væri, hvort ég væri í skóla eða við
hvað ég starfaði. Ég reyndi eftir
bestu getu að svara spurningum hans
enda fann ég að hann hafði einlægan
áhuga á að kynnast þessum pilti sem
hér var kominn sunnan úr Reykjavík
til að hitta dóttur hans.
Páll var fæddur og uppalinn í Eyja-
firði og bjó mestan hluta ævinnar á
Akureyri. Hann var mjög stoltur af
heimabæ sínum Akureyri og gat
hvergi annars staðar hugsað sér að
búa.
Fljótlega eftir fyrstu kynni okkar
Páls þá flytjum við, dóttir hans og ég,
til Reykjavíkur og hefjum þar bæði
nám í framhaldsskóla. Það var ekki
nóg með að piltur að sunnan hefði
komið og tekið upp samband við dótt-
ur hans heldur nam hann hana á
brott með sér til Reykjavíkur. Aldrei
fann ég þó að Páll væri ósáttur við
þetta enda hann tók mér strax sem
jafningja og lét mig ævinlega finna að
ég gæti ávallt leitað til hans með góð
ráð ef á þyrfti að halda.
Ég kynntist því snemma að Páll
var mikill áhugamaður um golf og
stundaði hann þá íþrótt reglulega sér
til heilsubótar og skemmtunar. Hann
tók einnig þátt í golfmótum og stóð
sig oft vel í þeim enda fannst mér æv-
inlega vera stutt í keppnisskapið hjá
honum. Oftar en ekki þegar við kom-
um í heimsókn til Akureyrar var Páll
tilbúinn að fara með okkur út á golf-
völl til slá nokkur högg. Hann var ið-
inn við að benda á hvað mætti betur
fara í sveiflunni hjá okkur enda á
hann að miklu leyti heiðurinn af
framförum okkar í golfi.
Páll hafði bæði hlýja og góða nær-
veru og var ávallt nærgætinn í sam-
skiptum sínum við aðra. Mér þótti því
strax vænt um tengdaföður minn sem
alltaf reyndist mér og minni fjöl-
skyldu vel. Það er því með söknuði
sem ég kveð Pál í dag um leið og ég
votta Ragnheiði sambýliskonu hans
mína dýpstu samúð.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Guðjón Sigurðsson.
Ástarstjörnu
yfir Hraundranga
skýla næturský.
Hló hún á himni,
hryggur þráir
sveinn í djúpum dali.
Fjær er nú fagurri
fylgd þinni
sveinn í djúpum dali.
Ástarstjarna
yfir Hraundranga
skín á bak við ský.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg.
En anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgrímsson)
Blessuð sé minning þín,
Ragnheiður Kristjánsdóttir.
Hinn 14. apríl sl. var á brott kall-
aður einn af traustustu liðsmönnum
golfklúbbs okkar, Páll Halldórsson
fv. aðalbókari. Hann var fæddur 19.
nóv. 1927, sonur hjónanna Guðnýjar
Pálsdóttur og Halldórs Guðlaugsson-
ar hreppstjóra að Hvammi í Eyja-
firði. Skömmu eftir gagnfræðapróf
frá MA 1947 réðst hann til skrifstofu-
starfa hjá KEA og síðan á sýsluskrif-
stofuna og hin síðari árin hjá bók-
halds- og fasteignafyrirtækjum hér í
bæ. Hann þótti traustur og reyndur
bókfærslumaður og hafði listræna
rithönd.
Páll var glaðvær og félagslyndur
og hvarvetna munaði um liðsinni
hans. Hann starfaði um áratuga skeið
í Oddfellowreglunni og um hríð tók
hann þátt í leiksýningum LA. En
golfíþróttin varð snemma hans helsta
hugðarefni og lék hann golf um hálfr-
ar aldar skeið. Hann var gæddur and-
legu þreki svo eftirtekt vakti því þrátt
fyrir slaka heilsu og fótarmissi fyrir
allmörgum árum rækti hann daglega
vinnu sína og lét hvergi bugast á golf-
vellinum en þar vann hann oft til
verðlauna í flokki hinna eldri. Páll var
kjörinn formaður GA árið 1966, ritari
1967 og gjaldkeri 1968 og er hann eini
maður í sögu GA sem hefur gegnt öll-
um þessum ábyrgðarstörfum og sýn-
ir það vel hversu félagarnir mátu
golfáhuga hans og ritfærni. En það
var einmitt í formannstíð Páls, hinn
17. sept. 1966 er Helgi Skúlason tók
fyrstu skóflustunguna að hinum fyr-
irhugaða golfvelli á Jaðri. Næsti for-
maður, Frímann Gunnlaugsson dreif
síðan áfram alla undirbúningsvinnu
sem var undir stjórn Magnúsar Guð-
mundssonar og Sigtryggs Júlíusson-
ar. Sólnesfeðgar studdu málið svo um
munaði og Ólafur Stefánsson var
gjaldkeri GA þessi spennandi um-
brotaár 1966 og 1967.
Nú er leiðir skilja um sinn minn-
umst við Páls með þakklæti og virð-
ingu og vottum fjölskyldu hans okkar
innilegustu samúð.
F.h. Stjórnar Golfklúbbs Akureyr-
ar
Halldór M. Rafnsson formaður.
Páll Halldórsson
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
RAGNAR STEFÁNSSON,
áður til heimilis í Hrafnagilsstræti 29,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 20. apríl sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins
Hlíðar.
Þökkum auðsýnda samúð.
Guð blessi ykkur öll.
Sigfríð Erla Ragnarsdóttir,
Jón Þorsteins Ragnarsson, Dionisia Cacayuran Bautista,
Úlfar Ragnarsson, Stefanía Gústafsdóttir,
Anna Ragnarsdóttir, Ólafur Björnsson,
Ragna Ósk Ragnarsdóttir, Jóhann Gunnar Jóhannsson,
Sigríður Ragnarsdóttir, Frosti Frostason,
Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir, Jón Ingi Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR TRYGGVADÓTTIR
frá Gröf,
Gránufélagsgötu 7,
Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
þriðjudaginn 24. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Regína Ragnarsdóttir,
Tryggvi Ragnarsson,
Erling Ragnarsson, Dagbjört Sigrún Torfadóttir,
Örn Ragnarsson, Svanhvít Ingjaldsdóttir,
Úlfar Ragnarsson,
Stefán Ragnarsson,
Fríður Jónsdóttir, Svanberg Gunnlaugsson,
Börkur Ragnarsson,
Jóhannes Stefánsson,
Anna Ragnarsdóttir,
Þröstur Ragnarsson,
Anna Tryggvadóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
VALDIMAR LÁRUSSON
fv. aðstoðarvarðstjóri,
Kópavogsbraut 1b,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga að
morgni þriðjudagsins 1. maí.
Kristrún Jónsdóttir,
Sigrún Valdimarsdóttir, Víglundur Gunnþórsson,
Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Haraldur B. Þorkelsson,
Vilmar Þór Víglundsson, Anna Nordberg,
Kristinn Rúnar Víglundsson.
✝
JÓN SIGURÐSSON
hljómlistarmaður
frá Söndum í Dýrafirði,
Jón bassi,
sem varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn
30. apríl, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
mánudaginn 7. maí kl. 15.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er vinsamlega bent á félagið Einstök börn.
Jóhanna G. Erlingson,
Sigurður Rúnar Jónsson, Ásgerður Ólafsdóttir,
Margrét Rannveig Jónsdóttir,
Birgir Már Ragnarsson, Silja Hrund Júlíusdóttir,
Hildur Jónsdóttir, Hjörtur O. Aðalsteinsson,
Guðrún Ólöf Jónsdóttir, Michael Valdimarsson,
Sigrún Hjartardóttir, Björn Geir Leifsson,
Jón Hörður Jónsson, Sigríður Anna E. Nikulásdóttir,
Jóhanna Kristín Jónsdóttir, Jón Benediktsson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BALDUR HJÁLMTÝSSON,
Arahólum 4,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn
2. maí.
Útförin auglýst síðar.
Bragi Baldursson, Kristina Bergqvist,
Jóna Kristín Baldursdóttir, Sigþór Ágústsson,
Hjálmtýr Baldursson,
Friðrik Baldursson, Njála Laufdal,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur okkar og bróðir,
MAGNÚS ÓLI GUÐBJARGARSON,
lést miðvikudaginn 2. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðbjörg Magnúsdóttir, Kristján Már Hauksson,
Birta Ósk Kristjánsdóttir,
Sigrún Lilja Kristjánsdóttir,
Haukur Jarl Kristjánsson.