Morgunblaðið - 04.05.2007, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 49
✝ Ingibjörg Bene-diktsdóttir
fæddist í Hafnar-
firði 21. september
1949. Hún lést á
Kanaríeyjum 26.
mars síðastliðinn.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Soffía H. Haralds-
dóttir, f. 1930, d.
1984, og Benedikt
K.G. Kjartansson, f.
1929, d. 2005.
Systkini Ingibjarg-
ar: Haraldur Þór, f.
1952, Benedikt, f. 1958, Viðar, f.
1959 og Birna f. 1964.
Ingibjörg giftist 14. apríl 1973
Sigmundi Sigfússyni, f. 1945. Þau
slitu samvistum 1997, fengu lög-
skilnað 1999. Synir þeirra eru: 1)
Marjón Pétur, f. 1969, 2) Sigfús
Þór, f. 1973, maki Erna Hjalte-
sted, 3) Benedikt, f. 1980 og 4)
og skrifstofustarf í heildverslun .
Hún lauk sjúkraliðaprófi 1983 og
starfaði við það fag samhliða hús-
móðurstörfum með hléum, t.d. á
Vífilsstaðaspítala, Kristnesspít-
ala, Dvalarheimilinu Hlíð á Akur-
eyri, Sólvangi í Hafnarfirði og á
norskum geðsjúkrahúsum í sum-
arafleysingum. Síðast starfaði
hún sem sjúkraliði árið 2003 en
þurfti að hætta vegna alvar-
legrar vanheilsu sem hún hafði
glímt við frá 1992. Myndlist var
eitt áhugamála Ingibjargar og
hafði hún hæfileika á því sviði.
Hún stundaði um skeið nám við
Myndlistarskólann á Akureyri.
Síðustu árin gat hún látið gamlan
draum rætast og dvalið að vetr-
inum á Kanaríeyjum þar sem hún
naut sólar, hlýju og góðs félags-
skapar.
Útför Ingibjargar verður gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Haraldur, f. 1980,
sonur hans og Karen-
ar Mjallar Birgis-
dóttur er Estefan
Leó, f. 2005.
Ingibjörg ólst upp
hjá foreldrum sínum
og systkinum á heim-
ili þeirra í Hafnar-
firði. Hún lauk
skyldunámi frá
Lækjarskóla og
stundaði nám í Flens-
borgarskóla einn vet-
ur. Eftir að hún
stofnaði sjálf fjöl-
skyldu bjó hún í Noregi 1974 til
1978 og í Hafnarfirði 1978 til 1984
, en þá flutti fjölskyldan til Ak-
ureyrar. Síðustu 10 æviárin átti
Ingibjörg heimili í Hafnarfirði.
Frá unglingsárum stundaði Ingi-
björg fjölbreytt störf, t.d. fisk-
verkun, þjónustustörf í Englandi,
þrif og umönnun á sjúkrahúsum
Elsku mamma. Mikið tekur það
mig sárt að þurfa að kveðja þig svo
snemma. Hin alvarlegu veikindi
sem þú áttir við að stríða allt frá
árinu 1992 og svo slysið sem við
lentum í saman árið 1997 hefur allt
tekið sinn toll og á endanum þurfti
eitthvað undan að láta. Þú gafst
okkur bræðrunum svo margt. Þú
gafst okkur ást, hlýju og um-
hyggju. Þú kenndir okkur að bera
virðingu fyrir fólki sama hvar það
væri statt í lífinu. Þú hvattir okkur
til mennta og lagðir áherslu á að
við færum út í heim og kynntumst
honum.
Minning þín mun ávallt lifa með
okkur bræðrunum fjórum og við
munum elska þig áfram þótt þú
sért nú farin úr þessu jarðlífi. Við
vitum að þú ert á góðum stað,
sennilega ertu engill sem flýgur
um og hjálpar fólki enda hjálpsöm
með eindæmum.
Þú komst út til okkar Ernu í
Miami í tvær vikur síðastliðið
haust. Sá tími er okkur nú ákaflega
dýrmætur enda áttum við þá frá-
bæran tíma saman í sólinni í Flór-
ída. Þá ræddum við saman um
ýmsa hluti og böndin styrktust. Þú
naust þín best í sól og í Miami var
nóg af henni.
Augun mín og augun þín.
Ó þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
(Vatnsenda-Rósa)
Þennan kvæðabút fórstu oft með
fyrir mig í æsku. Hann átti að und-
irstrika tengsl okkar og það að við
myndum standa saman í gegnum
lífið. Nú ert þú farin en við munum
samt standa saman áfram og ég
veit að þú munt fylgjast með okkur
bræðrum og halda yfir okkur
verndarhendi þinni.
Guð geymi þig mamma mín.
Við bræður viljum þakka öllum
þeim fjölmörgu sem hjálpuðu okk-
ur úti á Kanaríeyjum en þar hefur
myndast einstakt samfélag sem er
samheldið þegar kemur að svona
sorgarstundum. Viljum við sér-
staklega þakka Kristínu farar-
stjóra hjá Sumarferðum sem vann
gríðarlega mikið og óeigingjarnt
starf fyrir okkur, Jónu Lísu presti
sem sá um bálförina, Klöru á Klö-
rubar sem hjálpaði okkur mikið,
Helgu frænku sem kynnti okkur
fyrir öllum, og öllum öðrum sem
hjálpuðu okkur á þessari erfiðu
stundu í fjarlægu landi. Þessi hjálp
var ómetanleg og verður seint full-
þakkað fyrir hana.
Sigfús Þ. Sigmundsson.
Jæja, elsku besta mamma mín.
Nú ertu alveg farin frá okkur.
Mér finnst þú hafa verið ein ást-
ríkasta móðir í allri veröldinni.
Svo umhyggjusöm og góð.
Vildir öllum vel.
Og áður en þú veiktist varstu
duglegasta kona sem ég þekkti.
Get aldrei þakkað þér nógu mik-
ið fyrir hvað þú gerðir fyrir mig.
Þú hafðir dálæti á englum og
safnaðir þeim, vonandi eru þeir
margir þar sem þú ert núna.
Þú býrð alltaf í huga mínum það
sem eftir er.
Áttir svo mikið í mér og mótaðir
persónu mína.
Þú gafst mér trúna á guð og
sjálfan mig.
Varst svo dugleg að hrósa mér
og hvetja mig.
Sýndir styrk við að koma okkur
bræðrunum upp, ekki síst okkur
tvíburabræðrunum..
Í sumardvöl á Ástjörn þegar við
tvíburarnir vorum litlir lærðum við
að syngja sálm.
Þú baðst okkur oft að syngja
hann fyrir þig.
Við sungum hann oftast fyrir þig
þegar þú óskaðir þess.
Og við sungum:
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Þegar ég kom núna um páskana
til Kanaríeyja til að kveðja þig
fannst mér ég vera að koma loksins
í heimsókn til þín, en aðeins of
seint.
Við skoðuðuðum staðina sem þú
hélst þig oftast á og líkaði best.
Þetta var svolítið erfitt en samt
gott að feta í fótspor þín þarna sem
þú kaust að dvelja síðustu veturna.
Gaman að fá svona hlýjar móttökur
frá öllum sem þekktu þig þarna úti.
Óska þess að þér líði vel þar sem
þú ert núna.
Benedikt Sigmundsson.
Inga Ben. mín gamla vinkona til
30 ára, er látin.
Inga var að mörgu leyti afar sér-
stök kona. Hún kom alltaf til dyr-
anna eins og hún var klædd,
hræddist ekki að segja sína mein-
ingu, hver sem hún var. Ég sagði
einhverju sinni við hana að hún
væri rétti „karakterinn“ í pólitík,
með fastmótaðar skoðanir og
munninn fyrir neðan nefið. En hún
vildi heldur vinna baksviðs á þess-
um vettvangi. Og það gerði hún
m.a. með því að hjálpa okkur hjón-
um í prófkjörsbaráttum fyrr á ár-
um. Og þar munaði um minna.
Inga gat verið ótrúlega skemmti-
leg og smitandi hlátur hennar
gleymist engum. En að sama skapi
gat hún verið beinskeytt og hrein-
skilinn um menn og málefni – jafn-
vel svo að undan sveið. En það var
hennar háttur, að segja hlutina
eins og þeir voru.
Oftar en ekki sneru hins vegar
samtöl okkar að lífinu og dauðan-
um. Þau samtöl urðu stundum
löng. Þar hafði Inga svo margt og
merkilegt að segja, hafði lesið
fjölda bóka um andleg málefni og
oft leitaði ég til hennar þegar
spurningar vöknuðu í huga mínum
og efinn læddist að. Inga hafði allt-
af svör. Fáa hefi ég hitt jafn sann-
færða og Inga var um líf að loknu
þessu.
Lífið var henni Ingu Ben. ekki
alltaf auðvelt. En hún tók því sem
að höndum bar af miklu æðruleysi,
svo sem erfiðum skilnaði og mjög
alvarlegum veikindum. Hún veikt-
ist af krabbameini fyrir um 14 ár-
um síðan og dómurinn var harður,
henni voru gefnir 6 mánuðir. En
Inga var ákveðin í að sigrast á
sjúkdómnum og tók málin í eigin
hendur án þess þó að hafna hefð-
bundnum meðferðum. Þrátt fyrir
að lenda í mjög alvarlegu bílslysi á
þessum tíma, þar sem hún hlaut
lífshættulega áverka, lét hún ekki
deigan síga. Hún var menntaður
sjúkraliði og fyrri maður hennar,
Sigmundur Sigfússon, er geðlækn-
ir. Þekkinguna sem þau bjuggu
bæði yfir í þessum fræðum, nýtti
hún sér til að fræðast sem mest og
best um sjúkdóminn. En ekki síst
kynnti hún sér og nýtti til hlítar
óhefðbundnar lækningar. Inga
sigraðist á krabbameininu öllum að
óvörum.
Inga var mikill sóldýrkandi og
valdi að verja síðustu árum, meira
og minna, á Spánarströndum og
Kanaríeyjum. Samband okkar
minnkaði því til muna og nokkuð
orðið um liðið frá því við hittumst
síðast. En ég fylgdist með henni úr
fjarska og vissi að dofnað hafði yfir
minni gömlu vinkonu.
Inga hafði sterka trú. Í sínum
fórum átti hún ótal falleg ljóð
tengd kærleika og trú. Eitt slíkt
gaf hún mér á erfiðum tíma í mínu
lífi, það var hennar leið til að hugga
og styrkja.
Ekki er ég í vafa um að nú hefir
hún hitt á ný foreldra sína sem
voru henni svo kærir. Hún saknaði
þeirra mikið.
Ég kveð mína gömlu vinkonu
Ingu Ben. að sinni. Hafðu þökk fyr-
ir allt og allt. Við hittumst á ný.
Sonum Ingu, Marjóni, Sigfúsi,
Halla og Benna, Birnu systur
hennar, bræðrum og ástvinum
hennar öllum sendum við Guð-
mundur Árni og börnin okkar sam-
úðarkveðjur og biðjum Guð að
styðja þau og styrkja á sorgartím-
um.
Guð blessi minningu Ingibjargar
Benediktsdóttur.
Jóna Dóra Karlsdóttir,
Stokkhólmi, Svíþjóð.
Frá því að ég var lítill strákur
leit ég á Ingu sem samherja minn.
Þegar mér fannst ég beittur órétti
af foreldrum mínum kom hún mér
til hjálpar. Hún var ekki síður vin-
kona mín en Sigfús æskuvinur
minn. Þeirra heimili var líka mitt
heimili. Þangað var ég alltaf vel-
kominn og þar leið mér alltaf vel.
Í minningunni átti það sama við
um alla aðra. Inga tók öllum fagn-
andi – og brosandi. Það var líf og
fjör í kringum hana. Og hláturinn
var aldrei langt undan. Hún gerði
gott úr hlutunum og vildi að allir
væru sáttir.
Minningarbrotin eru mörg. Ég
man þegar hún tilkynnti okkur Sig-
fúsi hlæjandi fyrir utan Landspít-
alann að hún gengi með tvíbura.
Ég man þegar hún sagði okkur að
hún hefði fengið pláss fyrir okkur í
sveit á Litla-Garði í Eyjafirði. Ég
man eftir góðu stundunum okkar
við eldhúsborðið eftir skóla þegar
hún bjó heima hjá mér í fyrstu
veikindunum sínum. Inga gaf alltaf
eins mikið af sér og hún gat.
Strákarnir hennar Ingu kveðja
mömmu sína í dag. Hugur okkar er
með þeim. Ég taldi mig oft tilheyra
þeim strákahópi og kveð Ingu með
söknuði. Minning hennar lifir.
Björgvin Guðmundsson.
Langt fyrir aldur fram hefur
Ingibjörg Benediksdóttir nú kvatt
þennan heim og horfið á vit feðr-
anna. Ég kynntist henni fyrst fyrir
alvöru á Akureyri fyrir u.þ.b. 20 ár-
um. Það var í gegnum Birnu systur
hennar en hin upphaflegu kynni
lágu í gegnum feður okkar sem
voru æskuvinir.
Það er margs að minnast frá
samskiptum okkar við Ingibjörgu.
Sterkast í minningunni er fjörið og
stuðið sem fylgdi henni og gest-
risnin. Heimili hennar og Sigmund-
ar í Þórunnarstrætinu var afar
gestkvæmt, öllum var tekið opnum
örmum og þau voru ófá matarboðin
sem þau buðu til og þá var ekkert
til sparað í gleðinni. Ingibjörg var
félagslynd, opin og skemmtileg og
alltaf voru einhverjar uppákomur í
gangi, strákarnir hennar í ein-
hverjum prakkarastrikum og littli
púðluhundurinn Lubbi gelti með.
Mér er sérstaklega minnisstætt
hve stolt Ingibjörg var af teikni-
kunnáttu strákanna þegar hún
sýndi okkur heilu myndasögurnar
eftir þá sem voru ótrúlega vel gerð-
ar. Seinna tóku ýmsir erfiðleikar
að bjáta á hjá Ingibjörgu, illvígur
sjúkdómur, bílslys og skilnaður.
Hún tók öllu þessu með ótrúlegum
styrk, flutti til gamla heimabæjar
síns Hafnarfjarðar og byrjaði nýtt
líf. Ingibjörg elskaði sólina og hit-
ann og dvaldi mikið í sólarlöndum
síðustu árin. Heilsuleysið og ýmsir
erfiðleikar báru hana að lokum of-
urliði og nú á vordögum var þessi
sérlega lítríka og eftirminnilega
persóna á brott kölluð, allt of ung.
Ég votta Birnu og öðrum að-
stendendum Ingibjargar mína
dýpstu samúð.
Ívar Aðalsteinsson.
Ég fékk að kynnast Ingibjörgu
eftir að ég kynntist Sigfúsi félaga
mínum í Gagnfræðaskóla Akureyr-
ar. Þá voru þau nýlega flutt til
Akureyrar. Við Sigfús urðum fljót-
lega mjög góðir vinir og því varð ég
reglulegur gestur á heimili þeirra í
glæsilegu húsi í Þórunnarstræti.
Ég bjó í næstu götu þannig að sam-
gangur á milli okkar Sigfúsar var
mikill. Ég fékk því fljótt að kynn-
ast Ingu, mömmu Sigfúsar, hún var
iðulega hress og í góðu skapi og
sýndi því sem við vorum að gera á
hverjum tíma mikinn áhuga. Við
spiluðum m.a. borðtennis í bíl-
skúrnum og hún kom reglulega og
færði okkur einhverjar veitingar og
athugaði hvernig staðan væri.
Á árum okkar Sigfúsar í MA
stækkaði vinahópurinn talsvert og
þegar hópurinn ákvað að hittast ut-
an skóla þá var í flestum tilfellum
hist í Þórunnarstrætinu því við
vissum að þar vorum við velkomn-
ir. Inga tók alltaf vel á móti okkur
og brosti sínu breiðasta þegar við
komum. Stundum gekk mikið á hjá
okkur félögunum en það hafði lítil
áhrif á viðmót hennar sem alltaf
var gott og vinalegt.
Þegar ég læt hugann reika til
baka til þessara ára þá minnist ég
glaðlegrar og skemmtilegrar konu
sem ég þakka fyrir að hafa fengið
að kynnast. Blessuð sé minning
hennar.
Ég votta fjölskyldu hennar sam-
úðar vegna fráfalls hennar.
Sævar Helgason.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
En það er margt um manninn á svona stað,
og meðal gestanna er sífelldur þys og læti.
Allt lendir í stöðugri keppni’ um að koma sér
að
og krækja sér í nógu þægilegt sæti.
Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn,
og viðbúnaður, er gestirnir koma í bæinn,
og margir í allsnægtum una þar fyrst um
sinn.
En áhyggjan vex, er menn nálgast
burtferðardaginn.
Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur
foss,
að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss,
er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss
reikninginn yfir það sem var skrifað hjá oss.
Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst –
í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.
(Tómas Guðmundsson)
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst Ingu minni sem hafði fal-
lega sál og stórt hjarta. Blessuð sé
minning hennar.
Ég sendi Marjóni, Sigmundi og
Ernu, Benedikt, Haraldi og litla
barnabarninu, sem og öðrum ást-
vinum mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Áslaug vinkona.
Ingibjörg Benediktsdóttir
Bless, mamma mín. Þú
kenndir mér að elska og
ég elska þig. Þegar Estef-
an Leó verður stærri þá
segi ég honum frá öllum
góðu minningunum um
þig.
Við sjáumst aftur! Þinn
sonur,
Haraldur Sigmundsson.
Mamma mín. Ég kveð
þig í kærleika. Blessuð sé
minning þín. Þinn sonur,
Marjón Pétur
Sigmundsson.
HINSTA KVEÐJA
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og
útför systur okkar, mágkonu og frænku,
KOLBRÚNAR JÓHANNSDÓTTUR,
Löngumýri 10,
Akureyri.
Hörður Jóhannsson, Sigríður Hreiðarsdóttir,
Þóra Jóhannsdóttir,
Hrafnhildur Jóhannsdóttir,
Guðný Jóhannsdóttir, Stefán Sveinsson,
Margrét Jóhannsdóttir, Sveinbjörn Gunnlaugsson,
systkinabörn og fjölskyldur.