Morgunblaðið - 04.05.2007, Side 51

Morgunblaðið - 04.05.2007, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 51 Endað með veglegu lokahófi í Siglufirði Lokaspilakvöld Brids- félags Siglufjarðar var fyrir skömmu. Auk heimafólks bættust nokkrir bridsarar af Sauðárkróki í hópinn. Spilaður var léttur tví- menningur með þáttöku 16 para. Sigurvegarar urðu heimafólk, Reynir Karlsson og Júlía Óladótttir. Næstir urðu feðgarnir Jón Sigurðs- son og Gísli Rúnar Jónsson frá Sauðárkróki og þriðju urðu bræðurnir Anton og Bogi Sigurbjörnssynir. Gert var hlé á spila- mennskunni í hálfnuðu móti og notið glæsilegra veitinga og einnig afhent verðlaun fyrir öll mót vetrarins þar sem heill haugur af bikur- um var í boði. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Kátir Sigurvegarar í aðalsveitakeppni Bridsfélags Siglu- fjarðar 2007. Frá vinstri Anton Sigurbjörnsson,Hreinn Magnússon,Friðfinnur Hauksson og Bogi Sigurbjörnsson. Óvænt lokastaða í keppninni um Súgfirðingaskálina Eigi er enn sopið kálið þó að í aus- una sé komið. Því fengu Guðbjörn og Steinþór að kenna á í lokalotu Súg- firðingaskálarinnar. Þeir félagar höfðu leitt mótið og með vænlega stöðu en í lokalotu skutust Arnar Barðason og Hlynur Antonsson á toppinn með góðu 64% skori. Keppnin var í 5 lotum og giltu fjögur beztu skorin til verðlauna. Alls spiluðu 14 pör á mótinu. Úrslit í 5. lotu, meðalskor 110 stig. Arnar Barðason - Hlynur Antonsson 141 Þorleifur Hallbertss. - Eðvarð Sturlus. 133 Már Hinriksson - Þorvarður Ragnarss. 122 Sveinbjörn Jónsson - Birgir Berndsen 118 Gróa Guðnad. - Guðrún K. Jóhannesd. 106 Lokastaðan sýnir þá sem náðu yfir meðalskor, 440 stig: Arnar Barðason - Hlynur Antonss. 518 Guðbj. Björnss. - Steinþór Benediktss. 499 Gróa Guðnad. - Guðrún . Jóhannesd. 483 Sveinbjörn Jónss. - Birgir Berndsen 473 Már Hinrikss. - Guðm. J. Gissurarson 471 Eínar Ólafsson - Þorsteinn Þorsteinss. 467 Helgi Sigurðsson - Lilja Kristjánsdóttir 448 Í mótslok afhenti nýkjörinn for- maður Súgfirðingafélagsins, Sigur- þór Ómarsson, sigurvegurum Súg- firðingaskálina. Spilastjóri var Sigurpáll Ingibergsson. Sigurvegarar frá upphafi, en keppnin um skálina hófst um haustið árið 2002. 2007 Arnar Barðason - Hlynur Antonsson 2006 Karl Bjarnason - Valdimar Ólafsson 2005 Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafsson 2004 Gróa Guðnad. - Guðrún K. Jóhannesd. 2003 Guðbj.Björnss. - Steinþór Benediktss. 2002 Guðbj. Björnss. - Steinþór Benediktss. Bridsdeild FEB í Reykjavík vann FEB í Kópavogi Árleg keppni Bridsdeildar FEB í Reykjavík og Bridsdeildar FEB í Kópavogi var háð mánud. 30.4. í Ás- garði, Stangarhyl, og spiluðu 10 sveit- ir, frá hvorri deild, 24 spil. Keppt er um veglegan bikar sem FEB í Kópavogi hefur unnið tvö síð- astliðin ár. Úrslit að þessu sinni urðu þau að FEB í Reykjavík sigraði með 175 stigum gegn 120. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Nú er lokið þriggja kvölda tví- menningskeppni hjá Breiðfirðingum. Úrslit urðu eftirfarandi. Unnar Guðmss.–Jóhannes Guðmannss. 1.109 Garðar Jónsson–Guttorm Vik 1.097 Jón Jóhannsson–Birgir Kristjánsson 1.093 Magnús Sverriss.–Halldór Þorvaldss. 1.088 Gabríel Gíslason–Sveinn Þorvaldsson 1.082 Sunnudaginn 29/4 var spilað á 12 borðum. Meðalskor 330. Hæstu skor kvöldsins voru eftirfarandi. N/S Magnús Sverriss.–Halldór Þorvaldss. 377 Gabríel Gíslason–Jóhann Sigurðarson 376 Magnús Oddsson–Sigríður Pálsdóttir 342 Gunnar Guðmundsson–Sveinn Sveinss. 342 A/V Jón Jóhannsson–Sveinn Kristinsson 399 Garðar Jónsson–Guttorm Vik 370 Áróra Jóhannsdóttir–Guðni Harðarson 360 Síðasta spilakvöld hjá Breiðfirðing- um á þessi vori verður sunnudaginn 6. maí. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14, á sunnudögum kl. 19. Sigurvegarar Þau urðu í efstu sætunum í keppninni um Súgfirðingaskálina. Frá Vinstri: Guðrún Jóhannesdóttir, Gróa Guðnadóttir, Hlynur Antonsson, Arnar Barðason, Steinþór Benediktsson og Guðbjörn Björnsson. Sigurþór Ómarsson formaður lengst t.h. afhenti verðlaunin. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is „ ... gjörhugull höfundur með óvenjulegar stílgáfur ... “ Páll Baldvin Baldvinsson, Fbl. „ ... þrungið tilfinningum og átökum í mannlegri tilveru.“ Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson fékk frábærar viðtökur lesenda fyrir síðustu jól og í ársbyrjun hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. Í febrúar kom Aldingarðurinn út í Bandaríkjunum undir heitinu Valentines og hefur hlotið mikið lof í helstu blöðum vestan hafs. KOMIN Í KILJU „ ... gífurlega áhrifamikil ... skelfilega heillandi.“ Publishers Weekly „ ... þrungnar stigmagnandi spennu.“ Boston Globe „ ... gagnorður og áhrifamikill sögumaður.“ Kirkus Review „ Maður getur ekki hætt að lesa ... Óttar M. Norðfjörð, DV Ólafur Jóhann Ólafsson „Skelfilega heillandi og þrungnar spennu“ 2006

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.