Morgunblaðið - 24.06.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.06.2007, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is www.uu.is ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS á mann m.v. tvo í studio á Helios 18. ágúst Innifalið: Flug, flugvallaskattar, gisting í sjö nætur og íslensk fararstjórn. Á Krít skín sólin flesta daga ársins og hægur andvari frá hafi gerir loftslagið eitt hið besta í Evrópu. Stórbrotin náttúrufegurð og einstök menningarsaga eyjunnar blasir við hvarvetna. Gist er á úrvals hótelum í bæjunum Chania og Rethymnon og boðið er upp á fjölbreyttar skoðunarferðir. Komdu til Krítar og drekktu í þig menninguna. 55.039 kr. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu HLJÓMSVEITN Cannibal Corpse hefur leikið dauðarokk í næstum 20 ár og ætlar að halda tvenna tón- leika á NASA um næstu helgi. Í samtali við Morgunblaðið greinir bassaleikarinn Alex Webster frá því að þeir fimmmenn- ingar hafi ennþá jafn gaman af rokkinu. „Persónulega lagði ég ríka áherslu á að við myndum halda okkur við það sem við mótuðum okkur strax í upphafi,“ segir Webster jafnframt og telur hljóm- sveitina hafa verið heppna að hafa verið vinsæla svona lengi, þrátt fyrir að vinsældir dauðarokks sveiflist upp og niður. Fyrri tónleikar sveitarinnar fara fram næstkomandi laugardag og þá sjá Mínus og Changer um upp- hitun. 20 ára aldurstakmark er á tónleikana. Sunnudagskvöldið 1. júlí eru það svo Forgarður helvítis, Momentum og Severed Crotch sem hita upp á tónleikum sem leyfðir eru öllum aldurshópum. | 64 Ómeng- að dauða- rokk Cannibal Corpse heldur tvenna tón- leika hér á landi Síðhærðir Cannibal Corpse. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is JÖKLAMÆRIN svokallaða, orr- ustuflugvél úr seinni heimsstyrjöld- inni sem bjargað var úr Grænlands- jökli árið 1992, er væntanleg til Íslands á fimmtudaginn. Íslenskt hugvit átti stóran þátt í björguninni en þeir Íslendingar sem komu að verkinu áttu ekki von á að vélin myndi fljúga á ný. Jöklamærin er af gerðinni Lock- heed P-38F og tilheyrði hinni svoköll- uðu „Týndu flugsveit“ sem nauðlenti á Grænlandsjökli árið 1942. Í sveit- inni voru 6 vélar sömu gerðar og Jöklamærin en einnig tvær sprengju- vélar af gerðinni B-17. Vélarnar voru á leið til Bretlands frá Bandaríkj- unum en urðu að nauðlenda á jökl- inum vegna eldsneytisskorts. Með tíð og tíma grófust vélarnar síðan ofan í jökulinn þaðan sem ekkert spurðist til þeirra þar til íslenskum jökla- sérfræðingum tókst að finna þær árið 1983 þar sem þær lágu undir 90 metra þykkri íshellu. Arngrímur Hermannsson er einn þeirra sem unnu að björgun vél- arinnar og segir hann að bandarískir leitarmenn hafi verið búnir að leita töluvert lengi áður en Íslendingarnir buðu fram krafta sína til verksins. Árið 1992 var síðan ákveðið að ná einni vélinni upp úr jöklinum og segir Arngrímur að þá hafi íslensk hug- mynd verið notuð til að bræða gat niður að vélinni. „Við notuðum heitt vatn til að mynda gat alla leið niður sem var u.þ.b. 40 tomma breitt. Síðan var vélin bútuð niður og hífð upp í pörtum.“ Vélin hefur verið endurbyggð og er nú ein fárra sinnar gerðar í heiminum og ætla menn nú að ljúka flugferðinni sem lagt var í fyrir 65 árum. Arn- grímur segir að þótt vélin hafi varð- veist vel undir jöklinum hafi hann ekki grunað á sínum tíma að hún gæti flogið aftur. „Við sáum samt að tækjabúnaður vélarinnar hafði varð- veist ótrúlega vel. Mótorarnir voru í lagi og vélbyssurnar virkuðu eftir að við höfðum dregið þær upp.“ Lýkur fluginu sem hófst fyrir 65 árum Reuters Flýgur enn Jöklamærin lagði af stað í fyrradag frá Teterboro í Bandaríkj- unum en einungis tvær vélar sömu tegundar eru í flughæfu ástandi. Jöklamærin lá undir jökli í 50 ár en lagði af stað til Bretlands í fyrradag ♦♦♦ TVEIR farþegar bifreiðarinnar, sem skall á húsvegg á gatnamótum Mýrargötu og Geirsgötu aðfaranótt föstudags, liggja enn alvarlega slasaðir á gjörgæsludeild. Að sögn læknis á deildinni var einn hinna slösuðu settur í öndunarvél, en hann er nú kominn úr henni. Sá þriðji sem slasaðist við áreksturinn hefur verið útskrifaður af gjör- gæsludeild. Tveir enn þungt haldnir GUNNAR Þorláksson tekur hér fyrsta kast sum- arsins í Grímsá í Borgarfirði, í Laxfoss seinni- partinn á föstudag. Jón Þór Júlíusson, leigutaki árinnar, segir honum til, en laxar voru að renna sér upp í hylinn. Það var hins vegar Jón Þór sem veiddi fyrsta laxinn í ánni, seint á föstudags- kvöldið, 72 cm langa hrygnu, í veiðistað með það óvenjulega nafn Viðbjóður. Veiði hefur hafist í hverri ánni á fætur annarri síðustu daga en víðast munu fáir fiskar mættir. Pétur Pétursson leigutaki veiddi fyrsta laxinn í Vatnsdalsá, 12 punda hrygnu í Hnausastreng. Tveir veiddust á fyrstu vaktinni í Miðfjarðará, sá fyrsti í Laxá í Aðaldal náðist á annarri vaktinni og tveimur var landað í Stóru-Laxá. Morgunblaðið/Einar Falur Kastað fyrir laxinn í Grímsá ICELANDAIR kynnti í gær ný far- gjöld í áætlunarflugi sínu og er upp- bygging fargjaldanna breytt. Eitt af því sem breytist er að nú verður hægt að kaupa farmiða aðra leiðina á hagstæðu verði, að sögn Gunnars Más Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra sölu- og mark- aðssviðs Icelandair. Annar flötur á þeirri breytingu er sá að nú verður mögulegt að kaupa mismunandi þjónustu á ferðum sínum, t.d. er hægt að kaupa aðra leiðina á tilboðs- verði, en hina leiðina á viðskiptafar- rými. Það er útgangspunktur nýja fargjaldakerfisins að þeir sem bóka með góðum fyrirvara fá hagstæðasta verðið. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair, segir breytinguna vera lið í stærra umbreytingarferli sem nú stendur yfir. Hann segir að hluti þeirra breytinga muni birtast í vetur þegar öllum innviðum flugflota fyr- irtækisins verði breytt. Þá verða sett upp ný sæti þar sem verður afþrey- ingar- og skemmtikerfi í sætisbök- um fyrir alla farþega. Í ár fagnar Icelandair 70 ára af- mæli sínu. Á þessum tímamótum er boðið upp á langumfangsmestu flug- áætlun í sögu fyrirtækisins, en flogið er til 25 áfangastaða í reglulegu áætlunarflugi. Vélar félagsins fara um 160 ferðir á viku frá Keflavík í sumar, eða um þrjá tugi ferða á degi hverjum. Í tilefni af breytingunum á far- gjaldakerfinu býður félagið flugfar- miða til London, Kaupmannahafnar, Óslóar, Stokkhólms, Helsinki og Bergen á tilboðsverði. Nýtt fargjalda- kerfi Icelandair Breytingunum ætlað að auka sveigjan- leika og gera kerfið gegnsærra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.