Morgunblaðið - 24.06.2007, Page 6

Morgunblaðið - 24.06.2007, Page 6
6 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hringdu í 530 2400 og kynntu þér málið! www.oryggi.is Prófaðu Heimaöryggi í tvo mánuði í sumar – ókeypis! H im in n o g h a f / S ÍA Engin krafa er gerð um framhaldsviðskipti, gríptu því tækifærið núna. Tilboðið gildir til 15. júlí og er í boði á þeim þéttbýlisstöðum landsins þar sem Öryggismiðstöðin hefur þjónustuaðila og sinnir útkallsþjónustu. SKILYRÐI fyrir framleiðslu endur- nýjanlegrar orku á Norðurlöndum batna væntanlega eftir því sem lofts- lag á jörðinni hlýnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, Impacts of Climate Change on Renewable Energy Sources, sem Norræna ráð- herranefndin lét gera. Í henni eru áhrif þess metin á orkubúskap ef hitastig á Norðurlöndum hækkar að jafnaði um þrjár gráður, úrkoma eykst um tíu prósent og yfirborð sjávar hækkar um fjörutíu sentí- metra fram til ársins 2100. Rekstur vatnsaflsvirkjana verður auðveldari því með mildari vetrum verður vatns- flæðið jafnara. Jafnframt er gert ráð fyrir vexti í framleiðslu lífræns elds- neytis því að skógar muni vaxa hrað- ar eftir því sem hitastig hækkar, þá sérstaklega á nyrstu svæðum. Samkvæmt rannsókninni verða áhrifin af hlýnun jarðar sama og eng- in á vindorkuver en óljóst er hvernig skilyrði til virkjunar sólarorku breyt- ast. Þau gætu versnað eftir því sem skýjahulan þéttist. Ráðherranefndin hefur frá árinu 1999 rekið sérstaka stofnun, Nor- rænar orkurannsóknir, sem staðsett er í Ósló og leggja Norðurlandaþjóð- irnar samtals um 315 milljónir króna til rekstursins á ári. Markmið hennar er að vinna að sameiginlegum hags- munum Norðurlandanna á sviði orkumála, sérstaklega með því að styðja við hverskonar rannsóknar- og þróunarverkefni. Stofnunin hyggst á næstu árum einbeita sér að verkefnum á sviði endurnýjanlegrar orku, orkusparnaðar og þróun vetn- issamfélags. Virkjunar- skilyrði batna HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga ungri konu á salerni hótels í Reykjavík, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó ekki lengur en til 1. ágúst. Í gæsluvarðhaldi frá 19. mars Ríkissaksóknari höfðaði mál gegn manninum um síðustu mánaðamót og hefur aðalmeðferð í málinu farið fram í héraðsdómi. Maðurinn hefur sætt gæsluvarð- haldi frá 19. mars, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Gæsluvarðhald framlengt Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MINJASAFN Reykjavíkur opnar í dag fræðslustofu um viðgerð og endurgerð eldri húsa. Verkefnið er unnið í samvinnu við Húsafriðunar- nefnd ríkisins og IÐUN- fræðsluset- ur. Fræðslumiðstöðin er staðsett í Kjöthúsinu, en það er annað tveggja svokallaðra Vopnafjarðarhúsa á Ár- bæjarsafni. Fræðslustofan er framhald af sýningu sem var sett upp á Ár- bæjarsafni á síðasta ári og ber nafn- ið „Saga byggingatækni í Reykjavík frá 1840-1940“. Þetta var samvinnu- verkefni Árbæjarsafns og Mennta- félags byggingamanna. Nú hefur Húsafriðunarnefnd ríkisins komið til liðs við verkefnið og Menntafé- lagið heitir í dag IÐUN-fræðsluset- ur. „Þetta er hugsað sem vinnuað- staða fyrir fólk sem vill afla sér þekkingar um viðgerð á gömlum húsum,“ segir Dagný Guðmunds- dóttir, sem unnið hefur að verkefn- inu ásamt Jon Nordsteien arkitekt. „Þarna verður bókasafn með alls kyns bókum, ritum, ljósmyndabók- um, námsbókum, bæklingum og öllu mögulegu sem við finnum sem teng- ist eldri húsum. Við höfum rætt við mörg fyrir- tæki sem eru að flytja inn efni sem eru notuð í þessi gömlu hús og þá er ég að tala um timburhús og allt yfir í funkishúsin. Við höfum síðan valið byggingahluti sem við sýnum þarna. Fyrirtækin hafa gefið þetta, en um leið eru þau að kynna sína vöru.“ Auk bóksafnsins og bygginga- hlutanna verða á sýningunni, lita- prufur, textaskýringar á veggjum, tölva þar sem bent er á gagnlegar heimasíður og fleira. Dagný sagði að lögð væri áhersla á að búa til vinnuaðstöðu fyrir fólk sem vildi gefa sér tíma til að kynna sér við- gerðir á eldri húsum. Þessi aðstaða væri fyrir venjulegt fólk, fagmenn, arkitekta og þá sem vinna að skipu- lagi. Aðstaðan yrði opin yfir vetr- artímann eftir að hefðbundnu sum- arstarfi safnsins lýkur. Haldið yrði áfram að bæta og þróa þessa vinnu- aðstöðu. Dagný sagðist hafa áhuga á að iðnskólarnir nýttu sér þessa aðstöðu með því að senda nemendur til að vinna verkefni í fræðslumiðstöðinni. Þarna yrðu einnig haldin námskeið um gömul hús sem hafa verið sam- vinnuverkefni Húsafriðunarnefnd- ar og iðnaðarmanna. Ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir Dagný tók fram að fræðslumið- stöðin væri ekki eingöngu hugsuð fyrir þá sem væru að gera upp göm- ul timburhús heldur ekki síður eldri hús, timbur- og steinhús, sem byggð voru t.d. á árunum 1940-1950. Dagný sagðist hafa fundið fyrir miklum áhuga allra þeirra sem leit- að hefði verið til með að styðja verkefnið. Sérstaklega væru iðnaðarmannafélögin áhugasöm og hefðu stutt það með vinnu og fjár- munum. „Það er mikill áhugi á viðhaldi eldri húsa. Mér finnst ég líka finna fyrir aukinni faglegri hugsun hjá fólki. Fólk er að átta sig á að fagleg þekking er nauðsynleg og að það er ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir. Það er að verða liðin tíð að fólk hugsi þegar það er með gamalt hús í höndunum að það sé nóg að gera það bara sætt. Fólk er að átta sig á að viðgerðin snýst um miklu meira og er í reynd sérstakt fag.“ Fræðslumiðstöðin verður opnuð í dag, sunnudag, kl. 14. „Það er ekki nóg að húsið sé sætt“ Morgunblaðið/Sverrir Kjöthúsið Dagný Guðmundsdóttir hefur unnið að því að koma fræðslu- miðstöðinni á fót. Hún verður staðsett í Kjöthúsinu á Árbæjarsafni. Minjasafn Reykja- víkur opnar fræðslustofu um viðgerð og endur- gerð eldri húsa BRESKA ríkisútvarpið, BBC, sendi út í síðustu viku útvarpsþátt um jarðhita. Þátturinn var hluti af röð- inni One Planet, eða Ein Jörð, og var að miklu leyti tekinn upp á Íslandi. Í þættinum var Hellisheiðar- virkjun sótt heim og rætt var við Grím Björnsson, jarðeðlisfræðing hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Í þættinum var einnig rætt við Jefferson Tester, vísindamann við MIT. Fullyrt var að Íslendingar hefðu fyrir fáum áratugum verið í sömu sporum og aðrir jarðarbúar og unnið orku með brennslu jarðefnis- eldsneytis. Þeir hefðu hins vegar ákveðið að snúa sér að jarðhitanum og öfluðu sér nú nánast allrar raf- orku og orku til húshitunar með um- hverfisvænum hætti. Tester sótti Orkuveituna heim nú í vor og viðraði þar hugmyndir sínar um möguleika á raforkuframleiðslu úr jarðhita í Bandaríkjunum. Fram kom í þættinum að þarlend stjórn- völd hefðu skorið niður fjárveitingu til jarðhitarannsókna, þrátt fyrir að æ fleiri geri sér grein fyrir yfirburð- um jarðhitans. Umfjöllun um kynngi- kraft jarðhitans á BBC Morgunblaðið/RAX Ólgandi kraftur Á Íslandi svellur jarðhitinn rétt við yfirborðið, en það er ekki alls staðar svo. Í Bandaríkjunum þyrfti að bora djúpt eftir orkunni. ♦♦♦ MIKIL hætta getur skapast noti fólk gastæki sem hafa orðið fyrir hnjaski, en þá er hætta á að þau starfi ekki rétt. Þetta segir Kristinn Tómas- son, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið bendir á að á hverju ári komi upp nokkur tilvik þar sem gastæki valda tjóni eða skapa verulega hættu. Al- varleg slys hafi orðið, m.a. á þessu ári. Mikilvægt að meðhöndla rétt Kristinn segir að fólk þurfi að huga sérstaklega að tengibúnaði sem gastækjunum fylgir og að hann sé rétt notaður. „Við erum að setja þetta fram núna í júnímánuði vegna þess að þetta er sá tími sem þessi tæki eru í hvað mestri notkun. Bæði meðal almennings og ekki síður þeirra sem eru í alls konar starf- semi,“ segir Kristinn. Hann segir að séu gastæki sem orðið hafa fyrir hnjaski notuð geti skapast hætta, ýmist vegna gasleka eða vegna ófullkomins bruna sem hefur í för með sér að mikið magn kolsýrlings fer út í andrúmsloftið. Mikilvægt sé að gastæki séu með- höndluð með réttum og viðeigandi hætti og að tengibúnaður við þau, t.d. þrýstijafnarar, sé af réttri gerð og rétt stilltur. Má aðeins nota í vel loftræstu rými Vinnueftirlitið bendir á að vakni grunur um að gastæki hafi orðið fyr- ir hnjaski eða rangur tengibúnaður hafi verið notaður við það beri að varast notkun. Nauðsynlegt sé að skoða tækið sérstaklega í framhaldi af slíku. Jafnframt bendir Vinnueft- irlitið á að öll gastæki og búnaður sem þeim tengist, sem tekinn er í notkun hér á landi, skuli vera með CE-merki og skuli fylgja þeim leið- beiningar á íslensku. Búnað sem brenni gasi skuli ein- ungis nota í vel loftræstu rými og aldrei nota í lokuðu rými, líkt og í tjaldi, tjaldvagni, húsbíl eða jafnvel húsi eða herbergi þar sem uppsöfn- un gastegunda geti átt sér stað. Við brunann myndast kolmónoxíð sem er lyktarlaus loftegund og getur valdið bráðri eitrun og bana ef hún fer upp fyrir ákveðinn styrk. Gastæki geta skap- að mikla hættu Kristinn Tómasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.