Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 20
|sunnudagur|24. 6. 2007| mbl.is
Afturgöngur Sögupersónur ganga aftur og haga sér eins og fyrrum.
Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur
vjon@mbl.is
F
áir þykja hafa lýst fá-
tækt, sóðaskap, eymd,
volæði, mannvonsku og
miskunnarleysi í Lund-
únum á tímum Viktoríu
drottningar betur – eða verr ef snú-
ið væri út úr, en rithöfundurinn
Charles John Huffam Dickens. Að
William Shakespeare (1564-1616)
undanskildum er Dickens trúlega
eitt ástsælasta skáld Breta fyrr og
síðar eins og söfn og árleg hátíða-
höld minningu hans til heiðurs vitna
um.
Þótt hinar sígildu sögur Dickens
rati oft á fjalir leikhúsa og hvíta
tjaldið með sviðsmyndum og bún-
ingum, sem mikið er lagt í, er hæpið
að áhrifin séu eins raunveruleg og í
þemagarðinum Dickens World í
Chatham í Kentskíri, sem opnaður
var um hvítasunnuhelgina.
Þar anda gestir að sér ódauni,
eins og lagði upp úr holræsum og
Thames-ánni í Lundúnum á
Horfinn heimur Dickens World býður uppá nýstárlega leið til að njóta arfleifðar skáldsins og sýna aðstæður fólks á fyrri hluta nítjándu aldar í London.
Illþýði og eymd í skemmtigarði
Nýr heimur Charles Dickens, Dickens
World, í Kentskíri, speglar verk skáldsins
og Lundúnaborg Viktoríu drottningar, en
þar má líka fá DVD og bómullarboli
nítjándu öld, ganga um þröngar,
grjóthlaðnar götur og húsasund með
niðurníddar krár, drungaleg fang-
elsi og sótug hússkrifli á báða bóga.
Inn á milli vafra söguhetjur Dickens
í túlkun leikara af holdi og blóði sem
og ofureðlilegra vélmenna. Þó sjást
þar hvorki barnungar, illa hirtar
vændiskonur né dauðvona börn með
sár á fótum, enda hafnaði fram-
kvæmdastjórinn, Kevin Christie, að
því leytinu að líkja eftir sögum Dic-
kens. „Slíkt yrði of mikil barna-
þrælkun!,“ sagði hann í viðtali í
Culture, fylgirit The Sunday Times.
Gagnkvæmur ávinningur
„Eins og ferð í gegnum söguna
með hrolli og óvæntum uppákomum
í bland,“ sögðu forsvarsmenn Dic-
kens World hf. og Þróunarstofu
Suð-austur-Englands þegar þeir til-
kynntu fyrirhugaða framkvæmd í
Chatham fyrir rúmum tveimur ár-
um. Sumir bæjarbúar og nágrannar
tóku hugmyndinni ekki fagnandi og
kváðu garðinn lokka gesti frá öðrum
stöðum, sem af alvöru og virðingu
héldu uppi merkjum skáldsins.
„Við höfum varið 26 árum í að
tengja Dickens við Rochester og
garðurinn mun einungis grafa und-
an starfi okkar,“ sagði leikari, sem
leikið hefur Pickwick síðan á átt-
unda áratugnum á Dickenshátíðinni
í nágrannaborginni Rochester.
„Þvert á móti,“ mótmælti Christie
og sagði að þótt Rochester byði upp
á það sem mestu máli skipti, vantaði
skemmtunina. Hann spáir því að
hvor staðurinn um sig verði til hags-
bóta fyrir hinn.
Þemagarðurinn svokallaði, þótt
hann sé allur innandyra, er í gríð-
daglegtlíf
Doktorsritgerð Láru Magnúsar-
dóttur snýst um vald kirkjunnar
á miðöldum og ranghugmyndir
um bannfæringuna. »26
sagnfræði
Hróður Steinunnar Sigurð-
ardóttur fatahönnuðar hefur
farið víða og nú hefur henni ver-
ið veitt fálkaorðan. »28
hönnun
Ósk Vilhjálmsdóttir er málsvari
nýs ferðamáta og vill kalla fram
lífsgæðin, sem fólgin eru í
hægagangi. »30
ferðamenning
Á Íslandi er iðandi fuglalíf, en
það er ekki auðvelt að mynda
hraðfleyga fugla. Ómar Ósk-
arsson mundaði linsuna. »32
fuglarapsódía
Kristján Tómas Ragnarsson yf-
irlæknir notar rafertingu á
taugar fólks, sem hefur lamast,
til að kalla fram hreyfingar. »24
læknavísindi