Morgunblaðið - 24.06.2007, Page 21
arlega stóru flugskýli úr áli og kost-
aði rúmlega sjö og hálfan milljarð ís-
lenskra króna. Feiknamikil, hvít
klukka efst á skýlinu blasir fyrst við
gestum. Þeir sem eru svo heppnir að
koma á heila tímanum geta barið
skáldið augum þegar það, glaðbeitt
og glæst, skýst út úr klukkunni sitj-
andi á nokkurs konar kláfi.
Lýsingar Charles Dickens á
Lundúnum, sem er sögusvið margra
bóka hans, eru býsna magnaðar og
eflaust eftirminnilegar þeim sem
lásu bækurnar í æsku. Samúðin með
veslings munaðarleysingjanum Oli-
ver Twist, sem þar þurfti að þræla
og lifa innan um þjófa, glæpalýð og
alls lags hyski, lætur til að mynda
engan undir tólf ára ósnortinn. Og
þá renna mörgum til rifja örlög
götustúlkunnar Nancy, góðmennska
hennar og göfuglyndi þegar á
reyndi.
Afturgöngur og feitar rottur
Þessar og aðrar persónur Dickens
ganga vitaskuld aftur í Dickens
World. Sérstaklega mun vera erfitt
að hrista af sér vofu nirfilsins
Skröggs í Draugahúsinu, en í greni
óþokkans Fagins geta börnin leikið
sér óáreitt.
Á vefnum dickensland.co.uk segir
að garðurinn gefi trúverðuga og
raunsanna mynd af sögusviðinu í
verkum Charles Dickens og þeim
heimi, sem hann lifði og hrærðist í.
Meiningin sé að bjóða upp á nýja og
skemmtilega leið til að njóta arf-
leifðar skáldsins og jafnframt auka
skilning á þeim aðstæðum, sem fólk
á Englandi bjó við á fyrri hluta
nítjándu aldar. Slíkt felur m.a. í sér
„Great Expectations-siglingu á
dökkri, og slímugri „Thames-ánni“
þar sem bústnar rotturnar svamla
og annar óþverri flýtur um. Í
fjarska glittir í tötralegan dreng á
árbakkanum að kasta af sér vatni,
en rotturnar og drengurinn eru
ágæt dæmi um þær sjónhverfingar
og tæknibrellur sem ráða ríkjum í
þessum nýja heimi Dickens. Það er
ekki fyrir hugleysingja að bregða
sér aftur til fortíðar Lund-
únaborgar; fara til dæmis inn í
skólahúsið og standa augliti til aug-
litis við skólastjórann skelfilega,
Whackford Sqeers úr Nicholas Nic-
kelby og þurfa að svara spurningum
hans umyrðalaust, ella lenda í
„tossahorninu“.
Leikhús með sætum fyrir 250
manns bjóða allan daginn upp á í
bland vélbrúðusýningu og lifandi
leikhús um kvöldmatarleytið. Ekki
þótti forráðamönnum vænlegt að
hvergi væru merki um nútímann og
því eru í Dickens World bæði veit-
ingahús og minjagripaverslun, Old
Curiosity Shop, eða Gamla for-
vitnilega búðin, sem svo nefnist eftir
einni bóka Dickens. Ekki er ólíklegt
að Nell litla sé þar innanbúðar að
skoða varninginn; bolla, lyklakippur,
boli, bækur, DVD-diska o.fl.
Maður fólksins
Í fyrrnefndu Culture er látið að
því liggja að breska bókmennta-
elítan fitji upp á nefið og þyki Dic-
kens lítill sómi sýndur með
skemmtigarði af þessu tagi. Bók-
menntagagnrýnandi blaðsins bendir
hins vegar á að engu skipti þótt
menningarvitum þyki tiltækið
smánarlegt. Þá væri líkt á komið,
segir hann, því samtímamenning-
arvitum Dickens hafi ekki þótt mik-
ið til sagna hans eða hans sjálfs
koma í lifanda lífi.
Kevin Christie og Claire Tomalin,
ævisöguritara eiginkonu Dickens,
ber saman um að skáldinu hefði
örugglega verið skemmt og sjálfsagt
hefði hann notað hvert tækifæri til
að troða upp, enda hafi hann verið
maður fólksins, hinn fullkomni
skemmtanastjóri, sem gerði sér
grein fyrir að „… people mutht be
amuthed, thomehow, they can’t be
alwayth a working, nor yet they
can’t be alwayth a lerning …,“ (það
verður einhvern veginn að skemmta
fólkinu, það getur ekki alltaf verið
að vinna eða læra) eins og hann læt-
ur hinn smámælta herra Sleary
segja í Hard Times, sem kom út árið
1854.
Í HNOTSKURN
» Charles John Huffam Dickens, f. 7.febrúar 1812, d. 9. júní 1870.
» Bjó í Chatham í Kent frá 5 til 10ára þegar fjölskyldan fluttist til
London.
» Tólf ára þurfti Dickens að vinnatíu tíma á dag í skósvertuverk-
smiðju.
» Sagan af David Copperfield er aðmiklu leyti talin byggjast á ævi höfundar.
» Árið 1834 varð Dickens blaðamaður hjá Morning Chronicle.
» Dickens kvæntist Catherine Thompson Hogarth, dóttur ritstjóraEvening Chronicle, árið 1837 og eignuðust þau tíu börn.
» Fyrsta skáldsagan, The Pickwick Papers, kom út 1836, og er,ásamt Great Expectations (Glæstar vonir), David Copperfield,
Oliver Twist, Christmas Carol (Jólasaga) og Nicholas Nickleby, meðal
þekktustu skáldsagna hans.
» Flestar sögurnar eru hörð ádeila á fátækt, kúgun og stéttaskipt-ingu á Viktoríutímabilinu og einkennast af samúð með lítilmagn-
anum.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 21
Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er
ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við
kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja.
Firma Consulting leggur áherslu á persónulega
og faglega þjónustu með áherslu á gæði, trúnað
og traust í vinnubrögðum sínum.
Firma Consulting veitir m.a. eftirtalda þjónustu:
• Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja á Íslandi.
• Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja erlendis
í samstarfi við sérhæfð fyrirtæki á því sviði.
• Aðstoð við sameiningu fyrirtækja.
• Aðstoð við verðmat á fyrirtækjum.
• Aðstoð við gerð kaupsamninga.
• Rekstrarráðgjöf.
Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík,
GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665,
Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is
Magnús Hreggviðsson viðskipta-
fræðingur og löggiltur fyrirtækja-,
fasteigna- og skipasali. Magnús er
með áratuga reynslu af endur-
skoðunarstörfum, sem rekstrar-
ráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali,
útgefandi, fasteignarekandi,
„land-developer“ í Smárahvammi
og starfandi stjórnarformaður í
nokkrum fyrirtækjum. Magnús er
aðalráðgjafi hjá Firma Consulting.
(magnus@firmaconsulting.is)
Við finnum
kaupendur og
seljendur að
fyrirtækjum