Morgunblaðið - 24.06.2007, Page 36
36 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
26. júní 1977: „Niðurstaða
kjaradeilunnar varð sú, að
hið pólitíska samsæri, sem
foringjar stjórnarandstöð-
unnar reyndu að efna til
gegn ríkisstjórninni fór út
um þúfur. Viljann skorti
ekki hjá leiðtogum stjórn-
arandstöðunnar, en þeir
fengu ekki til liðs við sig þá
sem máli skiptu og áhrif
höfðu. Þess vegna hafa for-
ingjar Alþýðuflokksins og
Alþýðubandalagsins verið
framlágir undanfarnar vikur,
eftir að þeim var orðið ljóst,
að áform þeirra mundu fara
út um þúfur. Málgögn
þeirra, Alþýðublaðið og
Þjóðviljinn, hafa verið eins
og vængstýfðir fuglar. Þessi
blöð hafa ekkert haft að
segja þann tíma, sem kjara-
deilan hefur staðið yfir, til-
burðir þeirra til þess að
veita þessum pólitísku
áformum stuðning hafa verið
vanmáttúgir og veikburða.“
28. júní 1987: „Á liðnu ári
vóru lagðir um 280 km af
bundnu slitlagi á þjóð-
vegakerfið. Á síðastliðnum
fjórum árum hafa verið lagð-
ir 200 km slitlags að með-
altali á ári. Bundið slitlag
var komið á 1420 km áður
en framkvæmdir líðandi
sumars hófust, það er á um
45% af hringveginum og á
64% af leiðinni Reykjavík-
Akureyri. Árlegur akstur
okkar, sem áætlaður er um
580 milljónir kílómetrar, er
að sex tíundu hlutum á
bundnu slitlagi í dag. Það
hefur því miðað vel til réttr-
ar áttar.
Vegirnir eru í vissum
skilningi slagæðakerfi lands-
ins. Þeir þjóna atvinnulífi
landsmanna. Um þá fer hrá-
efni á vinnslustað og full-
unnin vara á markað. Þeir
þjóna ekki síður félagslegum
og menningarlegum þáttum
í samskiptum landsmanna.“
. . . . . . . . . .
29. júní 1997: „Við sölu ís-
lenzkra sjávarafurða höfum
við lagt áherzlu á, að fisk-
urinn sé veiddur á fiski-
miðum við Ísland, þar sem
mengun sé nánast óþekkt
fyrirbæri og að neytandinn
geti treyst því, að hann sé
að kaupa vöru, sem sé hrein
náttúruafurð, veidd og unnin
í hreinu, mengunarlausu um-
hverfi.
Við kynningu á Íslandi, sem
ákjósanlegum áfangastað
fyrir erlenda ferðamenn höf-
um við lagt áherzlu á sömu
þætti, náttúru landsins, feg-
urð þess, hreinleika, tært og
heilsusamlegt andrúmsloft.
Það þarf enga sérfræðinga
til þess að átta sig á því að
geymsla kjarnavopna í
næsta nágrenni við okkur
mundi gjörsamlega koll-
varpa þessari ímynd Íslands
og útflutningsafurða okkar.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LAUNAMUNUR KARLA
OG KVENNA
Það er í raun óskiljanlegt að ennskuli standa yfir umræður umlaunamun á milli karla og
kvenna. Ekki er vitað til að neinir að-
ilar í samfélagi okkar berjist fyrir því
að slíkur launamunur sé til staðar.
Ekki er annað vitað en atvinnurek-
endur séu almennt þeirrar skoðunar
að fylgja eigi ákvæðum jafnréttislaga
um sömu laun fyrir sömu vinnu.
Engu að síður sýnir ný könnun
Hagfræðistofnunar, Samtaka at-
vinnulífsins og Par-X viðskiptaráð-
gjafar IBM að óútskýrður launamun-
ur karla og kvenna sé 10%. Hvað
getur valdið?
Þessar umræður hafa staðið ára-
tugum saman. Og á þeim tíma hefur
áreiðanlega eitthvað þokast í rétta
átt. En í hvaða undirdjúpum undir-
meðvitundar þeirra sem á hverjum
tíma taka ákvarðanir um laun ein-
staklinga á grundvelli gildandi kjara-
samninga verður þessi launamunur
til? Ekki er hann innbyggður í kjara-
samningana. Og ekki byggist hann á
lögum.
Þessi launamunur getur ekki orðið
til nema á hverjum vinnustað fyrir
sig í einstökum ákvörðunum um kaup
og kjör. Hvað gerist þar og af hverju?
Í samtali við Morgunblaðið í gær
segir Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ, af þessu tilefni:
„Við þurfum að fara yfir þetta af
mikilli alvöru við samningaborðið,
skoða hvað er til ráða og slá á þá
strengi sem mönnum sýnast líkleg-
astir til að þoka þessum málum
áfram.“
Forseti ASÍ bætir því við að við-
semjendur verkalýðshreyfingarinnar
hafi áreiðanlega fullan vilja til þess
að ná þessum markmiðum.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra segir í samtali við
Morgunblaðið í gær:
„Ég fagna innilega þessum um-
mælum forseta ASÍ og tel að hann
komist þarna að kjarna málsins; kyn-
bundnum launamun verður ekki náð
niður nema við samningaborðið.“
Í þessu máli er sú staða uppi að
telja verður víst að nánast allir þjóð-
félagsþegnar séu sammála um að
karlar og konur eigi að hafa sömu
laun fyrir sömu vinnu. Vinnuveitend-
ur og verkalýðshreyfing eru sammála
um þetta. Lögin í landinu segja að
þannig skuli þetta vera.
Við þessar aðstæður ætti ekki að
vera erfitt að ná settum markmiðum
en engu að síður virðist það vera erf-
itt.
Einhvern tíma munu menn horfa til
baka og velta fyrir sér jafnréttisum-
ræðum okkar tíma með sama hætti og
við horfum til baka til þeirra tíma,
þegar karlar einir höfðu atkvæðis-
rétt.
Í jafnréttismálum almennt á það
sama við og um launamál karla og
kvenna sérstaklega að allir eru sam-
mála um að jafnrétti eigi að ríkja á
milli karla og kvenna. Það eru engin
þjóðfélagsöfl á ferð sem berjast gegn
þeim sjónarmiðum. En samt sem áð-
ur eiga þau erfitt uppdráttar.
Væntanlega mun hin nýja skýrsla
verða til þess að beina athyglinni enn
einu sinni að þessu máli. Og líklegt
má telja í ljósi ummæla forseta ASÍ
að þau verði til umræðu í næstu
kjarasamningum.
Hitt sýnist augljóst að þau þurfi að
koma til skoðunar á hverjum vinnu-
stað fyrir sig vegna þess að þar verð-
ur þessi launamunur til.
Gera má ráð fyrir að mörg fyrir-
tæki hafi látið kanna þessi mál sér-
staklega hjá sér og komizt að þeirri
niðurstöðu að þar sé ekki að finna
kynbundinn launamun. En kannski
þarf að skoða þessi mál einu sinni enn
og sjá hvort einhvers staðar er að
finna einhverjar vísbendingar um
kynbundinn launamun sem ekki hef-
ur komið fram við fyrri skoðanir. Það
er engin afsökun fyrir kynbundnum
launamun.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
M
eirihluta lýðveldistímans
byggðist utanríkisstefna Ís-
lands á nokkrum meginatrið-
um: nánu pólitísku samstarfi
við önnur Norðurlönd, aðild
Íslands að Atlantshafsbanda-
laginu og varnarsamningnum við Bandaríkin og
dvöl bandarísks varnarliðs hér á grundvelli hans.
Náið pólitískt samstarf við önnur Norðurlönd
byggðist og byggist á sameiginlegri sögu og
menningarlegri arfleifð. Ísland gerðist einn af
stofnaðilum Atlantshafsbandalagsins á þeim tíma,
þegar ríki Vestur-Evrópu brugðust við til varnar
gegn framsókn Sovétríkjanna á meginlandi Evr-
ópu. Í legu landsins fólst hernaðarleg þýðing á
tímum, þegar sovézkar herflugvélar voru á ferð
beggja vegna Íslands og sovézkir kafbátar voru
umsvifamiklir á Norður-Atlantshafi.
Með dvöl bandaríska varnarliðsins var annars
vegar öryggi Íslands tryggt á viðsjárverðum tíma
og hins vegar gerði dvöl bandaríska varnarliðsins
hér aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins kleift
að fylgjast með umsvifum Sovétríkjanna á haf-
svæðinu á milli Íslands, Noregs og Skotlands.
Áþekk eftirlitsstarfsemi og stunduð var héðan fór
einnig fram frá Noregi og herstöðvum á Bret-
landseyjum.
Eftir lok kalda stríðsins komust Bandaríkja-
menn smátt og smátt að þeirri niðurstöðu að þeir
þyrftu ekki á aðstöðu að halda hér. Sjónarmið
þeirra endurspegluðust að verulegu leyti í viðhorf-
um annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins.
Þessir aðilar horfðu á málið út frá sínum hags-
munum. Hinn þáttur málsins, þ.e. öryggi Íslands,
hlaut hins vegar að vera efst á baugi hjá íslenzkum
stjórnvöldum. Af þessum mismunandi sjónarmið-
um leiddi nokkrar sviptingar á milli íslenzkra og
bandarískra stjórnvalda. Enn þann dag í dag eru
rússneskar herflugvélar á ferð á svæðinu í ná-
munda við Ísland, þótt ekki sé í sama mæli og áð-
ur. Nú líta hins vegar hvorki Bandaríkin né önnur
ríki Atlantshafsbandalagsins á Rússland sem óvin,
þótt mörgum hugnist ekki sú pólitík, sem Pútín,
Rússlandsforseti rekur á heimaslóðum.
Með endanlegri brottför bandaríska varnarliðs-
ins frá Íslandi sl. haust urðu þáttaskil í utanrík-
ismálum okkar Íslendinga. Þá skapaðist tómarúm,
sem nauðsynlegt var að fylla nánast þegar í stað.
Þáverandi ríkisstjórn Geirs H. Haarde gerði það
með skjótum hætti. Í fyrsta lagi með samningum
við Bandaríkin um að varnarsamningurinn sem
slíkur yrði áfram í gildi, þótt skiptar skoðanir geti
verið um það hvaða þýðingu það hafi. Í öðru lagi
með samningum við Norðmenn og Dani um
ákveðna eftirlitsstarfsemi á Norður-Atlantshafi
og samstarf í þeim efnum og á öðrum sviðum ör-
yggismála. Í þriðja lagi með því að taka upp við-
ræður við Breta og Þjóðverja um samstarf við þær
þjóðir á þessu sviði sem ekki hafa verið leiddar til
lykta.
Með þessum samningum og viðræðum var fyllt
upp í það tómarúm, sem skapaðist í öryggismálum
okkar Íslendinga að svo miklu leyti sem það var
hægt. Jafnframt vísaði Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra veginn í öryggismálum okkar að
öðru leyti með merkri og stefnumarkandi ræðu
sem hann flutti sl. vor á fundi Samtaka um vest-
ræna samvinnu.
Það er því ekki hægt að segja að íslenzk stjórn-
völd hafi setið aðgerðarlaus hjá eftir brottför
Bandaríkjamanna heldur brugðizt við á þann veg
sem hægt var.
Þessi breytta staða í öryggismálum okkar Ís-
lendinga mun leiða til þess, eins og Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir utanríkisráðherra benti á fyrir
nokkrum dögum, að í fyrsta sinn hljótum við Ís-
lendingar að leggja fram fé til að tryggja eigið ör-
yggi á fjárlögum næsta árs. Á þessari stundu ligg-
ur ekkert fyrir um hversu mikið fé það verður.
Ólafur Þ. Stephensen, hinn nýi ritstjóri Blaðsins
og áður aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, fjallaði
um þessa hlið málsins í blaði sínu í gær, föstudag,
og sagði m.a.:
„Útgjöld til varnarmála eru stór fjárlagaliður í
öllum vestrænum ríkjum. Í öðrum ríkjum Atlants-
hafsbandalagsins er miðað við að 2% af landsfram-
leiðslu renni til landvarna. Ef Ísland legði álíka
mikið til sinna varna, hefðu framlög til þeirra í
fyrra numið um 22 milljörðum króna. Jafnvel þótt
miðað sé við þau NATO-ríki önnur, sem verja
minnstu fé til eigin varna, ættu varnarmálaútgjöld
á Íslandi að vera um 17 milljarðar króna. Þá fyrst
myndi nú líklega einhverjum hnykkja við.“
Um þessi útgjöld verða vafalaust miklar um-
ræður við gerð fjárlaga síðar á þessu ári. Þó verð-
ur að telja líklegt að málefnaleg samstaða verði á
milli núverandi stjórnarflokka og Framsóknar-
flokksins um þau málefni, sem mundi þá endur-
spegla að verulegu leyti samstöðu lýðræðisaflanna
um varnarmál á tímum kalda stríðsins, þótt innan-
landspólitík hafi leitt Framsóknarflokkinn og að
sumu leyti Alþýðuflokkinn á villigötur á ákveðnum
tímabilum.
Morgunblaðið hefur alla tíð verið þeirrar skoð-
unar að við Íslendingar ættum að leggja meira fé
til okkar eigin öryggis en við hneigðumst til að
gera á sínum tíma. Morgunblaðið barðist gegn
hinni svonefndu aronsku þegar hún skaut upp
kollinum að ráði fyrir aldarfjórðungi en kjarni
hennar var sá að við ættum að hafa eins mikla pen-
inga út úr Bandaríkjamönnum og kostur væri
vegna veru þeirra hér. Þegar í ljós kom að Íslenzk-
ir aðalverktakar og áður Sameinaðir verktakar
höfðu hagnazt um mikla fjármuni vegna fram-
kvæmda á Keflavíkurflugvelli gagnrýndi Morgun-
blaðið þá gróðasöfnun harðlega. En hún hafði leitt
til þess að á Bandaríkjaþingi var litið á Ísland sem
einhvers konar okurbúlu.
Aðildin að NATÓ þá og nú
E
ins og fram hefur komið gerðumst
við Íslendingar stofnaðilar að
Atlantshafsbandalaginu á árinu
1949. Um þá ákvörðun urðu mikl-
ar pólitískar sviptingar hér á Ís-
landi og atlaga var gerð að Al-
þingi 30. marz það ár eins og frægt er orðið.
Atlantshafsbandalagið var stofnað eftir að Rauði
her Sovétríkjanna hafði lagt undir sig hvert landið
á fætur öðru í Austur-Evrópu. Þá var auðvitað
spurningin sú, hvaða erindi þjóð, sem hafði yfir
engum her að ráða ætti í bandalag, sem byggðist á
hernaðarsamvinnu. Svarið við þeirri spurningu
var, að hernaðarleg þýðing Íslands á þeim tíma
væri svo mikil að sú staða væri í raun og veru að-
gangseyrir okkar að bandalaginu.
Ísland hafði hernaðarlega þýðingu bæði fyrir
aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og Sovétrík-
in. Fræg urðu þau ummæli Leníns að Ísland væri
eins og skammbyssa, sem hægt væri að beina í
tvær áttir. Í ljósi þess að Ísland hafði hernaðar-
lega þýðingu fyrir Sovétríkin skipti máli að koma í
veg fyrir að þessa litla lands og fámennu þjóðar
biðu sömu örlög og ríkjanna í austurhluta Evrópu.
Þess vegna skipti aðildin að Atlantshafsbandalag-
inu máli fyrir Íslendinga sjálfa. Í áratugi byggðist
aðild okkar að bandalaginu á þessari hernaðarlegu
þýðingu landsins og fram á annað var ekki farið af
hálfu Atlantshafsbandalagsins en að aðstaðan hér
væri til staðar.
Þessi aðstaða var svo þýðingarmikil, að í öllum
þorskastríðum okkar við Breta blönduðu fram-
kvæmdastjórar Atlantshafsbandalagsins sér í
málið og samstarf þeirra og Hvíta hússins í Wash-
ington tryggði okkur jafnan sigur að lokum.
En nú eru breyttir tímar. Lega landsins hefur
ekki sömu hernaðarlegu þýðinguna og áður. Það
dugar ekki lengur að benda á að Ísland hafi slíka
þýðingu fyrir önnur aðildarríki bandalagsins.
Önnur aðildarríki bandalagsins spyrja hvert fram-
lag okkar sé. Og allt í einu stöndum við frammi
fyrir því að svara þeirri spurningu.
Um þessa spurningu hafa ekki farið fram neinar
umræður að ráði hér heima fyrir. Þótt íslenzk
stjórnvöld hafi á undanförnum árum gert
ákveðnar ráðstafanir til þess að bregðast við kröf-
um annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins
hafa stjórnmálamenn ekki lagt þetta mál fyrir
þjóðina á þann veg að upplýstar umræður gætu
farið fram um það. Þær umræður verða að fara
fram og eiga að fara fram í lýðræðisríki. Stjórn-
málamennirnir geta ekki farið með þetta mál á
þann veg að öðrum landsmönnum komi það ekki
við.
Viðleitni íslenzkra stjórnvalda til þess að mæta
auknum kröfum innan Atlantshafsbandalagsins
um framlag af hálfu Íslendinga til jafns við aðra til
sameiginlegra varna og aðgerða bandalagsins
hafa m.a. komið fram í þeim verkefnum sem við
tókum að okkur á Kabúl-flugvelli í Afganistan á
sínum tíma. Þá kom m.a. í ljós að þeir Íslendingar
sem sendir eru til slíkra starfa búa ekki yfir þeim
aga sem nauðsynlegur er í slíkum störfum. At-
burðirnir í Kjúklingastræti í Kabúl á sínum tíma
þegar 12 ára gömul stúlka frá Afganistan beið
bana svo og rúmlega tvítug bandarísk kona vegna
teppakaupa Íslendinga voru hneyksli, sem aldrei
hefur verið rætt út um hér. Hafa Íslendingar
borgað fjölskyldum þessara tveggja einstaklinga
bætur?
Ferð íslenzkra jeppasveita til Afganistan fyrir
nokkrum misserum sem m.a. var rökstudd með
því hvað við Íslendingar værum færir í að breyta
jeppum og útbúa þá fyrir akstur við erfið skilyrði
fékk skjótan endi í norðurhluta landsins. Í tölvu-
bréfum sem meðlimir jeppasveitanna sendu
starfsbræðrum sínum hér heima kom í ljós að
vopnabúnaður þeirra var mun meiri en sagt hafði
verið frá hér og aðstæður þeirra allt aðrar. Geir H.
Haarde, þáverandi utanríkisráðherra, tók þá
Laugardagur 23. júní
Reykjavíkur