Morgunblaðið - 24.06.2007, Page 38

Morgunblaðið - 24.06.2007, Page 38
38 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN • Glæsileg hönnun • Álklæðning og harðviður að hluta • Álklæddir timburgluggar • Húsin þarfnast lágmarksviðhalds • Fullbúin eða skemmra á veg komin að innan Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á vefsíðu okkar www.iav.is Raðhús 3ja–4ra herbergja 96–140 fm Egilsstaðir Reyðarfjörður Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 99,1 fm glæsileg 3ja herbergja íbúð á efstu hæð með mikilli lofthæð. Íbúðin skiptist í hol, stofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Stæði í bílageymslu. Glæsi- legt hús. Íbúð 305. 27,9 millj. Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 14.00. Básbryggja 2 – opið hús 108,9 fm 3-4ra herbergja íbúð við Klappar- stíg í Reykjavík. Íbúðin skiptist í hol, hjóna- herbergi, barnaherbergi, baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, sérgeymslu í sameign ásamt sérstæði í sameiginlegri bílageymslu. Íbúð 301. 34,9 millj. Opið hús í dag milli kl. 14.30 og 15.30. Klapparstígur 1 – opið hús 116,7 fm 3ja herbergja íbúð í húsi byggðu 2004 við Norðurbrú í Garðabæ. Eignin skiptist í anddyri, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, barnaherbergi, svefnherbergi, þvottahús, sérstæði í sameiginlegri bílageymslu ásamt sérgeymslu í sameign. Íbúð 101. 36,9 millj. Opið hús í dag milli kl. 16.30 og 17.00. Norðurbrú 2 – opið hús 70,9 fm 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í góðu húsi við Álagranda í Reykjavík. Íbúðin skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherbergi, svefnherbergi og geymslu í kjallara. Svalir til suðvesturs. Húsið var nýlega steypuviðgert og málað að utan. 18,5 millj. Álagrandi Til sölu 5.139 fm eignarlóð í landi Dagverðarness í Skorradal. Lóðin er kjarrivaxin með stórkostlegu útsýni yfir vatnið í þessari einstöku náttúruperlu. Um er að ræða eina af örfáum lóðum sem eru óbyggðar á þessu svæði. Leyfilegt að byggja allt að 150 fm hús. Rafmagn og kalt vatn er komið að lóðarmörkum. 6,5 millj. Dagverðarnes – lóð – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. 91,3 fm 3ja herb. íbúð sem breytt hefur verið í 4ra. Alrými með stofu og borðstofu. Hjónaher- bergi með fataskápum, tvö barnaherbergi, svalir með útsýni. Eldhús með borðkrók. Baðherb. með aðstöðu fyrir þvottav. Góð sameign. Hús nýlega tekið í gegn að utan. Verð 18,7 millj. Ásdís sölufulltrúi Akkurat tekur vel á móti þér. S: 898 3474. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ 14:00-15:00 ÆSUFELL 2 - ÍBÚÐ 3C - 111 RVK. Falleg fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð í lyftuhúsi, suðvest- ursvalir og bílastæði í bíla- stæðageymslu ásamt góðri geymslu í kjallara. Íbúðin skipt- ist í 3 góð svefnherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús og bað. Öll herbergi eru parketlögð og skápar sérsmíðaðir úr kirsu- berjavið. Stofa er björt og park- etlögð. Eldhús er flísalagt ásamt borðstofu, innréttingar eru sér- smíðaðar hjá HTH úr kirsuberjavið. Inn af eldhúsi er þvottahús. Baðherbergi, rúmgott og er flísalagt í hólf og gólf. Íbúðin er 107,5 m2. Ásett verð 35m. Allar frekari upplýsingar gefur Markús hjá Saga fasteignum í síma 8971200 . markus@sagafasteignir.is Opið hús í dag milli kl. 16.00 og 17.00 Norðurbrú 4 í Sjálandshverfi, Garðabæ. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is menn vera fagurt en Holtavörðu- heiði hefur ekki vakið skáldlegan hugmóð né að ráði héruðin þar norður af utan nafntogaðir dalir tveir eða þrír, fyrr en kemur í Skagafjörð, þar hefst ljóðrænan á ný. Þessu kann að valda hversu hratt menn fara um sum svæðin, betra er að ferðast hægar og gefa umhverfinu gaum eigi það að launa ferðalangnum einhverju. Sögu hefi ég heyrt: Einar Jónsson myndhöggvari frá Galtafelli þekkti framan af ævi lítið til landsins nema suðurhéraða. Vinir hans nokkrir drifu hann í ferð um Ísland allt seg- ir sagan, og spurðu hann að lokum: Hvar finnst þér nú fallegast á land- inu okkar? Einar hugsaði sig um en sagði svo „Á Blönduósi.“ Hið næma og vakandi auga listamannsins hafði notið kyrrðarstundar við Blöndu og myndir greypst í huga hans. Blönduósbærinn hvílir á bökkum jökulsárinnar á landi sem er lægra en héraðið umhverfis, háir bakkar afmarka þessa lægð til austurs og vesturs – fyrir bragðið sjá aðkomu- menn ekki byggðina fyrr en kemur fram á brekkubrún. „Blanda- drottning jökulköld“ er mikilúðug þar sem hún beljast í kletta- þrengslum eftir að hafa klofnað og umflotið Hrútey. Eyjan er verð skoðunar vegna landslags, fjölda trjátegunda og fuglalífs, eftir að flúðum sleppir, neðan við brúna sem heldur á þjóðvegi númer eitt, breiðir fljótið úr sér og er ósinn víð- ur og lygn en þrengist þar sem Blanda fer til fundar við Húnafjörð. Krökkt er af fugli á þeirri slóð. Sjávarfalla gætir í ósnum og þegar mikið er útfiri koma upp leirur og hefst þar veisla margra tegunda. Áhugamenn um fuglaskoðun geta átt hér góðar stundir. Í bænum verður mörgum starsýnt á til- komumiklar og vel mótaðar bygg- ingar Heilbrigðisstofnunar aust- ursýslunnar en þar er að finna bæði heilsugæslu héraðsins og legu- deildir ásamt skilvirkum rannsókn- ardeildum. Allt er þar með mynd- arbrag jafnt innanhúss sem utan. Spölkorn frá bænum sjá menn land bæði vítt og frítt. Horft til norðurs blasir við Spákonufell krýnt kletta- kórónu og vakir yfir byggðinni á Skagaströnd, til austurs teygir sig Langadalsfjall sem með öfgalausu svipmóti sínu og grónum hlíðum veitir huganum ró, í suðri eru þrjú fjöll sem í einni mynd og er með þeim ættarmót – ekki há fjöll en skilja að sögufrægar byggðir í Víði- dal, Vatnsdal og Sauðadal, á vest- urvegg er fjallahryggurinn á Vatns- nesi með lágum ásum og rishærri kollum eftir endilöngu nesinu. Til n- vesturs horft yfir dimmbláan Hú- naflóann raða sér Strandafjöllin með skörpum brúnum og kletta- köstum í dráttskýrri mynd sem verður mönnum ógleymanleg á björtum degi. Hér er margt að skoða og arðsamt fólki með marg- lynt fegurðarskyn. Séra Bragi Frið- riksson, sem á ættir að rekja í Húnavatnssýslum, sagði mér eft- irfarandi og var sjálfur vitni að. Eggert Stefánsson söngvari (bróðir Sigvalda Kaldalóns ) sat með vinum sínum og sagði frá: „Elskulegu vin- ir, ég hefi gist London og New York, París og ROMA en hvergi séð sumarkvöld jafn dásamlega fagurt og við Blöndu.“ Nú ríkir þessi himneska vorbirta sem kallar fram í fjöllunum bláma sem er annars heims og enginn kann orð yfir. Með okkur leynist óspillt hrifnæmi – við tökum undir með myndhöggvaranum og söngv- aranum – það er fallegt við Blöndu. EMIL ALS, Blönduósi. SÍÐAN Íslendingar komust al- mennt til vitundar um fegurð í landslagi, eftir að hafa öldum saman ferðast álútir um kaldan kjöl í stríði við erfitt náttúrufar, hafa nokkrir staðir á landinu öðlast viðurkenn- ingu sem nálgast vígslu, vegna töfra í formi og litum. Í Borgarfirði segja Er fallegt á Blönduósi? Frá Emil Als Emil Als

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.