Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.06.2007, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN • Glæsileg hönnun • Álklæðning og harðviður að hluta • Álklæddir timburgluggar • Húsin þarfnast lágmarksviðhalds • Fullbúin eða skemmra á veg komin að innan Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á vefsíðu okkar www.iav.is Raðhús 3ja–4ra herbergja 96–140 fm Egilsstaðir Reyðarfjörður Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 99,1 fm glæsileg 3ja herbergja íbúð á efstu hæð með mikilli lofthæð. Íbúðin skiptist í hol, stofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Stæði í bílageymslu. Glæsi- legt hús. Íbúð 305. 27,9 millj. Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 14.00. Básbryggja 2 – opið hús 108,9 fm 3-4ra herbergja íbúð við Klappar- stíg í Reykjavík. Íbúðin skiptist í hol, hjóna- herbergi, barnaherbergi, baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, sérgeymslu í sameign ásamt sérstæði í sameiginlegri bílageymslu. Íbúð 301. 34,9 millj. Opið hús í dag milli kl. 14.30 og 15.30. Klapparstígur 1 – opið hús 116,7 fm 3ja herbergja íbúð í húsi byggðu 2004 við Norðurbrú í Garðabæ. Eignin skiptist í anddyri, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, barnaherbergi, svefnherbergi, þvottahús, sérstæði í sameiginlegri bílageymslu ásamt sérgeymslu í sameign. Íbúð 101. 36,9 millj. Opið hús í dag milli kl. 16.30 og 17.00. Norðurbrú 2 – opið hús 70,9 fm 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í góðu húsi við Álagranda í Reykjavík. Íbúðin skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherbergi, svefnherbergi og geymslu í kjallara. Svalir til suðvesturs. Húsið var nýlega steypuviðgert og málað að utan. 18,5 millj. Álagrandi Til sölu 5.139 fm eignarlóð í landi Dagverðarness í Skorradal. Lóðin er kjarrivaxin með stórkostlegu útsýni yfir vatnið í þessari einstöku náttúruperlu. Um er að ræða eina af örfáum lóðum sem eru óbyggðar á þessu svæði. Leyfilegt að byggja allt að 150 fm hús. Rafmagn og kalt vatn er komið að lóðarmörkum. 6,5 millj. Dagverðarnes – lóð – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. 91,3 fm 3ja herb. íbúð sem breytt hefur verið í 4ra. Alrými með stofu og borðstofu. Hjónaher- bergi með fataskápum, tvö barnaherbergi, svalir með útsýni. Eldhús með borðkrók. Baðherb. með aðstöðu fyrir þvottav. Góð sameign. Hús nýlega tekið í gegn að utan. Verð 18,7 millj. Ásdís sölufulltrúi Akkurat tekur vel á móti þér. S: 898 3474. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ 14:00-15:00 ÆSUFELL 2 - ÍBÚÐ 3C - 111 RVK. Falleg fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð í lyftuhúsi, suðvest- ursvalir og bílastæði í bíla- stæðageymslu ásamt góðri geymslu í kjallara. Íbúðin skipt- ist í 3 góð svefnherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús og bað. Öll herbergi eru parketlögð og skápar sérsmíðaðir úr kirsu- berjavið. Stofa er björt og park- etlögð. Eldhús er flísalagt ásamt borðstofu, innréttingar eru sér- smíðaðar hjá HTH úr kirsuberjavið. Inn af eldhúsi er þvottahús. Baðherbergi, rúmgott og er flísalagt í hólf og gólf. Íbúðin er 107,5 m2. Ásett verð 35m. Allar frekari upplýsingar gefur Markús hjá Saga fasteignum í síma 8971200 . markus@sagafasteignir.is Opið hús í dag milli kl. 16.00 og 17.00 Norðurbrú 4 í Sjálandshverfi, Garðabæ. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is menn vera fagurt en Holtavörðu- heiði hefur ekki vakið skáldlegan hugmóð né að ráði héruðin þar norður af utan nafntogaðir dalir tveir eða þrír, fyrr en kemur í Skagafjörð, þar hefst ljóðrænan á ný. Þessu kann að valda hversu hratt menn fara um sum svæðin, betra er að ferðast hægar og gefa umhverfinu gaum eigi það að launa ferðalangnum einhverju. Sögu hefi ég heyrt: Einar Jónsson myndhöggvari frá Galtafelli þekkti framan af ævi lítið til landsins nema suðurhéraða. Vinir hans nokkrir drifu hann í ferð um Ísland allt seg- ir sagan, og spurðu hann að lokum: Hvar finnst þér nú fallegast á land- inu okkar? Einar hugsaði sig um en sagði svo „Á Blönduósi.“ Hið næma og vakandi auga listamannsins hafði notið kyrrðarstundar við Blöndu og myndir greypst í huga hans. Blönduósbærinn hvílir á bökkum jökulsárinnar á landi sem er lægra en héraðið umhverfis, háir bakkar afmarka þessa lægð til austurs og vesturs – fyrir bragðið sjá aðkomu- menn ekki byggðina fyrr en kemur fram á brekkubrún. „Blanda- drottning jökulköld“ er mikilúðug þar sem hún beljast í kletta- þrengslum eftir að hafa klofnað og umflotið Hrútey. Eyjan er verð skoðunar vegna landslags, fjölda trjátegunda og fuglalífs, eftir að flúðum sleppir, neðan við brúna sem heldur á þjóðvegi númer eitt, breiðir fljótið úr sér og er ósinn víð- ur og lygn en þrengist þar sem Blanda fer til fundar við Húnafjörð. Krökkt er af fugli á þeirri slóð. Sjávarfalla gætir í ósnum og þegar mikið er útfiri koma upp leirur og hefst þar veisla margra tegunda. Áhugamenn um fuglaskoðun geta átt hér góðar stundir. Í bænum verður mörgum starsýnt á til- komumiklar og vel mótaðar bygg- ingar Heilbrigðisstofnunar aust- ursýslunnar en þar er að finna bæði heilsugæslu héraðsins og legu- deildir ásamt skilvirkum rannsókn- ardeildum. Allt er þar með mynd- arbrag jafnt innanhúss sem utan. Spölkorn frá bænum sjá menn land bæði vítt og frítt. Horft til norðurs blasir við Spákonufell krýnt kletta- kórónu og vakir yfir byggðinni á Skagaströnd, til austurs teygir sig Langadalsfjall sem með öfgalausu svipmóti sínu og grónum hlíðum veitir huganum ró, í suðri eru þrjú fjöll sem í einni mynd og er með þeim ættarmót – ekki há fjöll en skilja að sögufrægar byggðir í Víði- dal, Vatnsdal og Sauðadal, á vest- urvegg er fjallahryggurinn á Vatns- nesi með lágum ásum og rishærri kollum eftir endilöngu nesinu. Til n- vesturs horft yfir dimmbláan Hú- naflóann raða sér Strandafjöllin með skörpum brúnum og kletta- köstum í dráttskýrri mynd sem verður mönnum ógleymanleg á björtum degi. Hér er margt að skoða og arðsamt fólki með marg- lynt fegurðarskyn. Séra Bragi Frið- riksson, sem á ættir að rekja í Húnavatnssýslum, sagði mér eft- irfarandi og var sjálfur vitni að. Eggert Stefánsson söngvari (bróðir Sigvalda Kaldalóns ) sat með vinum sínum og sagði frá: „Elskulegu vin- ir, ég hefi gist London og New York, París og ROMA en hvergi séð sumarkvöld jafn dásamlega fagurt og við Blöndu.“ Nú ríkir þessi himneska vorbirta sem kallar fram í fjöllunum bláma sem er annars heims og enginn kann orð yfir. Með okkur leynist óspillt hrifnæmi – við tökum undir með myndhöggvaranum og söngv- aranum – það er fallegt við Blöndu. EMIL ALS, Blönduósi. SÍÐAN Íslendingar komust al- mennt til vitundar um fegurð í landslagi, eftir að hafa öldum saman ferðast álútir um kaldan kjöl í stríði við erfitt náttúrufar, hafa nokkrir staðir á landinu öðlast viðurkenn- ingu sem nálgast vígslu, vegna töfra í formi og litum. Í Borgarfirði segja Er fallegt á Blönduósi? Frá Emil Als Emil Als
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.