Morgunblaðið - 24.06.2007, Side 48

Morgunblaðið - 24.06.2007, Side 48
48 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sölusýning í dag kl. 14.00 - 15.00 530 1800 Sælureitur í sveit - Stórkostlegt útsýni Mjög vandað 102 fm 4ra herbergja heilsárshús á steyptum grunni. 6.700 fm kjarri vaxin eignarlóð til móts við Kerið. 140 fm verönd í kringum húsið. Húsið er tilbúið til afhendingar strax. Möguleiki á að taka íbúð upp í kaupverð. Einnig til sölu við Dvergahraun tvær lóðir 10.800 fm og 11.700 sem liggja saman að skógræktar- landi. Tilboð óskast. Dvergahraun 18 - Miðengi - Grímsnesi Akstursleið: Fyrsta beygja til vinstri eftir að komið er framhjá Kerinu í Grímsnesi merkt Miðengi – Ekið þaðan eftir merkjum Draumahúsa. Upplýsingar gefur Ólafur í síma 824 6703. Sumarhús Húsfelli Kiðárbotnar 50 Elsa Björg Þórólfsdóttir Viðskiptastjóri elsa@domus.is s. 664 6013/440 6013 Mjög fallegt og vel viðhaldið 43,8 fm. sumarhús í Húsafelli. Húsið skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, stofu, eldhús sem er opið inn í stofu og baðherbergi. Nýr og fallegur 120 fm pallur. Húsið stendur á 1ha leigulóð með fallegum og miklum gróðri. Vel staðsettur bústaður í Húsafelli sem býður upp á alls konar afþreyingu t.d. golfvöll, hestaleigu, sundlaug, verslun og fallegar gönguleiðir. Verð 10 millj. Vinsamlegast hafið samband við eigandann í síma 843-0856 sem tekur á móti gestum sunnudaginn 24. júní milli kl. 12 og 15. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14:00-16:00 DREKAVELLIR 24a, 3. HÆÐ Í einkasölu falleg og björt, 92,5 fm, 3ja herb. íbúð á 3. hæð (efstu) í ný- byggðu, fallegu fjölbýli. Húsið er steypt og klætt að utan með málmi. Anddyri með skáp. Eldhús opið í stofu, falleg innrétting úr birki með stáltækjum, þvottahús inn af eldhúsi. Stór og björt stofa/borðstofa, útgengt á stórar svalir til suðurs, fallegt útsýni. Tvö góð herbergi, ann- að með skáp. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, baðkar og sturtuklefi. Geymsla innan íbúðar. Á baði og þvottaherbergi eru flísar, önnur gólf með parketi. Sameign er öll til fyrirmyndar. Falleg lóð með leiktækjum fyrir börnin. Stutt er í skóla, verslanir og alla aðra þjónustu. Verð 22,2 millj. Verið velkomin í dag milli 14:00 og 16:00 Atli tekur á móti gestum Traust þjónusta í 30 ár OPIÐ HÚS, BAUGAKÓR 19 – 23 ÍBÚÐ 0101 SUNNUDAGINN 24. JÚNÍ BAUGAKÓR - MEÐ BÍLSKÝLI Vorum að fá í sölu glæsilega 4ra herb. endaíbúð við Bauga- kór í Kópavogi. Íbúðin er 132 fm og er fullbúin með eikar- parketi á öllum gólfum nema á forstofu, baði og þvottahúsi, þar eru flísar. Íbúðin er með fal- legum, ljósum eikarinnrétting- um og er tilbúin til afhending- ar við kaupsamning. Sérmerkt stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni. Verð 34,5 millj. Davíð sýnir íbúðina í dag, sunnudaginn 24. júní, milli kl. 15 og 16. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli URRIÐAKVÍSL - FALLEGT ÚTSÝNI Vorum að fá í einkasölu fallegt og vel viðhaldið 185 fm ein- býlishús ásamt 31 fm bílskúr eða samtals 215 fm. Húsið er hæð og ris og eru 6 herbergi, eldhús með nýjum efri skáp- um og tækjum, þvottahús, baðherbergi ásamt stofu og borðstofu með útg. út á stóra timburverönd með heitum potti. Glæsilegur garður með fjölbreyttum gróðri. Hiti í bíla- plani og stéttum fyrir framan hús. Nánari upplýsingar á skrif- stofu GIMLI. Verð 71,9 millj. Traust þjónusta í 30 ár Borgartúni 29, 105 Rvk. Sími 510 3800 • husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Fallegt og frábærlega staðsett 223,4 fm steinhús sem skiptist í tvær samþykktar íbúðir með sameiginlegum inngangi. Annars vegar er um að ræða 5 herbergja 94,9 fm hæð og ris sem skiptist í tvær stofur, rúmgott eldhús, þrjú svefnherbergi og rúmgott baðherbergi með þakglugga. Íbúðin er með svölum til suðurs og hurðum í gömlum stíl og fallegri gluggasetning. Verð 27,9 millj. Hins vegar er um að ræða 5 herbergja 128,5 fm íbúð á tveimur hæðum sem skiptist í tvær stofur, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Frá íbúðinni er gengið út í sameiginlegan hellulagðan og skjólgóðan garð til suðurs. Verð 32 millj. Nánari upplýsingar veita Reynir Björnsson hjá Húsavík fasteignasölu og Einar Guðmundsson hjá Heimili fasteignasölu. Síðumúla 13, 108 Rvk. Sími 530 6500 • heimili.is Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson, löggiltir fasteignasalar. Hallveigarstígur 4 - tvær íbúðir GAGNRÝNENDUM kvótakerf- isins hefur bæst nýr og öflugur liðs- maður. Sá heitir Sturla Böðvarsson og er forseti alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra. Þetta er mikið fagnaðarefni, ekki síst vegna þess, að Samfylkingin hefur að verulegu leyti brugðist í baráttunni gegn kvótakerf- inu undanfarin misseri. Fyrir kosn- ingarnar 2003 barðist Samfylkingin af miklum þrótti gegn hinu rangláta kvótakerfi og setti fram skýrar hug- myndir um það hvernig ætti að vinda ofan af því. En fyrir kosningarnar núna minntust frambjóðendur Sam- fylkingarinnar varla á kvótakerfið og lítið sem ekkert er að finna um það í stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar. Olli það mér miklum vonbrigðum að ekki skyldu vera ákvæði í stjórn- arsáttmálanum um endurskoðun kvótakerfisins. Hið eina sem þar var að finna var að athuga ætti hver áhrif kerfisins hefðu verið á byggðir lands- ins. Það þarf ekki að athuga það. Það liggur fyrir t.d. á Flateyri og vítt og breitt um byggðir landsins. Þar er sem sviðin jörð eftir afleiðingar kvótakerfisins. Stór útgerðarfyr- irtæki hafa keypt upp fiskiskipin ásamt kvóta í smærri byggðum um allt land og farið síðan á brott með kvótann og skilið byggðirnar eftir kvótalausar. Það var ekki ætlunin þegar kvótakerfið var sett á fót, að þetta yrðu afleiðingar kerfisins. Þess vegna þarf að endurskoða kerfið eða lögleiða nýtt. Sturla Böðvarsson hef- ur hér lög að mæla. Samfylkingin lagði mikla áherslu á það fyrir kosningar, að ójöfnuður hefði aukist mikið í þjóðfélaginu m.a. vegna tilkomu kvótakerfisins. Sam- fylkingin kvaðst vilja leiðrétta þenn- an ójöfnuð. Það er unnt að gera með aðgerðum í skattmálum, málefnum almannatrygginga og með leiðrétt- ingu á kvótakerfinu. Ákvæði eru í stjórnarsáttmálanum um leiðrétt- ingar í skattmálum og á almanna- tryggingum en ekki varðandi kvóta- kerfið. Það eru mikil vonbrigði. En kvótamálinu verður ekki sópað undir teppið. Ef ríkisstjórnin ætlar ekki að leiðrétta þetta rangláta kerfi mun þjóðin taka til sinna ráða. Ræða Sturlu Böðvarssonar er til marks um það að í öllum flokkum sjá menn ranglæti þessa kerfis og menn sjá einnig nú, að kerfið hefur ekki dugað til þess að vernda þorskstofninn. Haf- rannsóknastofnun leggur nú til að veiðarnar verði skornar niður um þriðjung á næsta fiskveiðiári og að- eins verði leyft að veiða 130 þúsund tonn í þorskígildum. Tillaga Hafró leiðir í ljós, að ástand fiskistofnanna er mjög slæmt eftir að kvótakerfið hefur verið við lýði um langt skeið. Kerfinu hefur mistekist að vernda fiskistofnana. Kerfinu hefur mistekist ætlunarverk sitt en það hefur innleitt mikið ranglæti í íslenskt samfélag, fært mikil auðæfi á fárra hendur og „lögleitt“ stórfellt brask með veiði- heimildir, sem verður að stöðva. Ástandið á Flateyri og raunar í Vestmannaeyjum líka hefur opnað augu marga fyrir því að þetta kvóta- kerfi getur ekki gengið lengur. Því verður að gerbreyta eða afnema það á vissum aðlögunartíma. Þó rík- isstjórnin sjái þetta ekki þá sér allur almenningur það. Ég segir eins og Sturla Böðvarsson: Það verður að stokka fiskveiðistjórnarkerfið upp ef byggðir landsins eiga ekki að hrynja. Kvótamálinu verður ekki sópað undir teppið Björgvin Guðmundsson skrifar um kvótakerfið » Ástandið á Flateyriog raunar í Vest- mannaeyjum líka hefur opnað augu margra fyr- ir því, að þetta kvóta- kerfi getur ekki gengið lengur. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.