Morgunblaðið - 24.06.2007, Side 52
52 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
E
inu sinni var drottn-
ing. Í garði hennar
mátti finna skraut-
leg blóm á öllum
tíma árs. Þau voru
frá öllum löndum í heimi, en henni
þótti vænst um rósir.
Hún átti líka fjölbreyttastar
tegundir af þeim, frá villtu rós-
inni, með ilmandi, grænu blöð-
unum, til hinna dásamlegu Pro-
vence-rósa. Þær spruttu upp með
torfgörðum, vöfðu sig í kringum
stoðir og glugga, inn um göngin,
og upp með loftinu í öllum söl-
unum. Rósirnar vóru með alls-
konar lögun, lit og ilm.
En samt átti áhyggja og sorg
heima í þessum sölum. Drottn-
ingin var veik, og læknarnir sögðu
hún hlyti að deyja.
„Það er aðeins eitt, sem getur
hjálpað henni,“ sagði hinn vitrasti
læknir. „Komið með þá inndæl-
ustu rós, sem heimurinn á, þá,
sem táknar hinn skærasta og
hreinasta kærleika. Ef þeirri rós
er brugðið fyrir augu hennar, áð-
ur hún lokar þeim, þá mun hún
ekki deyja.“
Þá komu ungir og gamlir úr öll-
um áttum með rósir, þær inndæl-
ustu, sem til voru í hverjum garði.
En þær voru ekki hinar réttu.
Rósin átti að koma úr garði kær-
leikans, en hver rósin úr þeim
garði var það, sem táknaði hinn
æðsta og hreinasta kærleika?
Skáldin kváðu um hina inndæl-
ustu rós í heimi, og hvert gaf sinni
rós nafn. Boð voru send til hvers
manns, í hvaða kringumstæðum
sem hann var, og til hvers einasta
hjarta, sem barðist í kærleika.
Þá sagði hinn vitri maður:
„Enginn hefur enn nefnt nafn
blómsins né þann stað, er það
blómstrar í allri sinni dýrð. Það
eru ekki rósir af gröf Rómeós og
Júlíu, eða af gröf Valborgar, þó
þær verði ætíð ilmandi í ljóðum.
Það eru ekki rósir, sem sprungu
út af blóðblettuðum spjótum Vin-
kelreds, né úr blóði því, er rennur
úr hjartasári hetjunnar, sem deyr
fyrir hið helga málefni föð-
urlandsins. Þó er enginn dauði
ljúfari en sá, og engin rós rauðari
en blóðið, sem þá rennur. Ekki er
það heldur hið töfrandi blóm vís-
indanna, sem mennirnir helga
marga svefnlausa nótt, og mikið
af lífi sínu.„
Þá kom glöð móðir að rúmi
drottningarinnar með fallega
barnið sitt og sagði: „Eg veit,
hvar hún blómgast, eg veit, hvar
inndælustu rósina í heimi er að
finna! Rósin, sem táknar hinn
æðsta og hreinasta kærleika,
blómgast á rjóðu kinnunum á
barninu mínu ljúfa, þegar það
andar vært í svefni, opnar augun
og brosir til mín í allri sinni elsku.
„Inndæl er þessi rós, en til er
önnur enn fegri,“ sagði læknirinn.
Þá sagði ein kona: „Miklu
hreinni og indælli rós er til; hana
hef eg séð á kinnum drottning-
arinnar. Hún hafði tekið af sér
gullkórónuna og gekk um gólf,
langa og raunalega nótt, með
barnið sitt veikt í fanginu. Hún
kyssti það, grét og bað fyrir því
eins og góð móðir biður á sinni
angistarstundu.“
„Heilög og undrunarleg er hin
hvíta rós sorgarinnar, en ekki er
það hún, sem hér á við,“ sagði
vitringurinn.
„Nei, hina inndælustu rós í
heimi sá ég við altari drottins,“
sagði hinn góði gamli biskup. „Eg
sá hana skína eins og engils
ásjóna hefði birzt mér. Ungling-
arnir nutu hinnar helgu kvöld-
máltíðar „hins nýja sáttmála,“ og
rauðar og hvítar rósir blómguðust
á kinnum þeirra. Þar stóð ung
stúlka; hún leit upp til himins með
öllum hreinleik og elsku sinnar
ungu sálar. Það var rós hins
æðsta og hreinasta kærleika.“
„Blessuð veri hún,“ sagði hinn
vitri maður; en engin ykkar hefur
enn nefnt þá inndælustu rós í
heimi.“
Þá kom inn í herbergið barn,
litli sonurinn drottningarinnar.
Tárin stóðu í augum hans og glitr-
uðu sem perlur á kinnum hans;
hann var með opna bók, stóra í
flauelsbandi með silfurspennum.
„Mamma! Mamma!“ hrópaði litli
drengurinn. „Heyrðu bara, hvað
eg hef lesið!“
Og barnið settist niður við rúm-
ið og fór að lesa í bókinni um
hann, sem leið kvalir og dauða á
krossinum til að frelsa mennina,
og líka þá, sem ekki voru enn
fæddir.
Meiri elsku hefur enginn til.
Þá breiddist rósbleikur blær
um kinnar drottningarinnar; augu
hennar tindruðu, því hún sá, að út
af blöðum bókarinnar blómgaðist
inndælasta rósin í heimi, sú rós,
er spratt upp af blóði Jesú Krists,
sem út hellt var á krossinum.
„Ó, eg sé hana,“ sagði drottn-
ingin og hver, sem lítur þessa inn-
dælustu rós á jarðríki, mun aldrei
deyja.
Rósin
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Tími blómanna flestra er í algleymingi um þess-
ar mundir, á hátíð Jóhannesar skírara, Jóns-
messunni. Sigurður Ægisson rakst á í blaði frá
1903 eftirfarandi sögu eftir H. C. Andersen sem
hæfir deginum, um indælustu rósina í gjörv-
öllum heiminum.
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
MINNINGAR
✝
Systir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HERDÍS HELGADÓTTIR,
Tómasarhaga 55,
áður Eyjabakka 5,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn
26. júní kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á að láta Geðhjálp njóta þess.
Skúli Helgason,
Hrafn Helgi Styrkársson,
Sveinbjörn Styrkársson, Willy Johannes,
Auður Styrkársdóttir, Svanur Kristjánsson,
Snorri Styrkársson, Kristrún Ragnarsdóttir,
Unnur Styrkársdóttir, Sveinn Bragason,
Herdís Styrkársdóttir, Jón Ágúst Reynisson
og barnabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
STELLA ÁRNADÓTTIR,
Miðtúni 7,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 19. júní, verður jarðsungin
frá Háteigskirkju mánudaginn 25. júní kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Böðvar Jónsson.
✝ Jón LevíBjarnason
fæddist á Uppsölum
í Vestur-Húna-
vatnssýslu 27. maí
1929. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut föstu-
daginn 1. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Margrét
Ingibjörg Sigfús-
dóttir kennari, f. 29.
september 1891, og
Bjarni Björnsson
bóndi, f. 21. febrúar
1890. Systkini Jóns eru Sigfús for-
stjóri, f. 4. maí 1913, d. 19. sept-
ember 1967, Ragnheiður Ingi-
björg húsmóðir, f. 26. júní 1917, d.
7. desember 1985, Ásgerður Guð-
finna húsmóðir, f. 1. janúar 1920,
d. 3. október 1985, Björn bóndi, f.
3. júní 1921, d. 13. maí 1997, El-
ínborg Jóhanna húsmóðir, f. 27.
desember 1925, Svavar Bragi raf-
virkjameistari, f. 25. nóvember
1931, og Ólöf húsmóðir, f. 30. júní
1934.
Jón kvæntist árið 1958 Stein-
unni Þuríði Hansen sölufulltrúa, f.
á Siglufirði 9. september 1933,
2005. 4) Margrét, lögfræðingur og
sérkennslufræðingur, f. 28. sept-
ember 1959, var gift Auðuni Svav-
ari Sigurðssyni lækni. Sonur
þeirra er Jón Auðun Auðunarson,
f. 26. mars 1983. Eiginmaður Mar-
grétar er Gregg Ward fram-
kvæmdastjóri. Börn þeirra eru
Emily Anne, f. 14. október 1995,
og Michael Patrik, f. 20. desember
1996. 5) Björn, grafískur hönn-
uður, f. 12. apríl 1965. Dóttir hans
og Ástu Björnsdóttur grunnskóla-
kennara er Margrét Birna, f. 18.
október 1986. Kona Björns er
Anna Karen Jörgensdóttir, graf-
ískur hönnuður. Börn þeirra eru
Bjarni, f. 8. nóvember 2000, og
Sólveig, f. 15. maí 2005.
Að fullnaðarprófi loknu gekk
Jón í Héraðsskólann að Reykjum í
Hrútafirði 1945 til 1947, í Sam-
vinnuskólann 1947 til 1949 og
lauk þaðan samvinnuskólaprófi.
Hann stundaði búfræðinám í Sví-
þjóð 1952 til 1953. Jón var versl-
unarstjóri hjá Heklu hf. um ára-
bil. Hann stofnaði síðar og rak
eigin matvöruverslun og fast-
eignasölu í nokkur ár. Þá stund-
aði hann leigubifreiðaakstur og
útgerð leigubifreiða í um ald-
arfjórðung, auk bygginga-
starfsemi.
Útför Jóns var gerð frá Graf-
arvogskirkju 12. júní.
dóttur hjónanna
Margrétar Finn-
björnsdóttur hús-
móður og Rudolfs
Theil Hansen klæð-
skerameistara. Þau
slitu samvistir árið
2000. Börn þeirra
eru: 1) Tómas skurð-
læknir, f. 10. júní
1952, kvæntur Haf-
dísi Aradóttur hjúkr-
unarfræðingi. Börn
þeirra eru: Ægir, f.
20. júní 1981, Anna,
f. 17. febrúar 1983,
og Steinunn, f. 16. nóvember
1986. 2) Svavar Bragi framhalds-
skólakennari, f. 3. febrúar 1957,
kvæntur Imeldu M. Jónsson
grunnskólakennara. Dætur þeirra
eru Elísabet Margrét, f. 21. janúar
1998, og Anna Margrét, f. 5. mars
2006. 3) Bjarni dósent, f. 29. júní
1958, var kvæntur Björgu Ólafs-
dóttur grunnskólakennara. Dætur
þeirra eru Ólöf, f. 10. júní 1982,
Steinunn Þuríður, f. 10. júlí 1986,
og Margrét, f. 2. janúar 1990. Son-
ur Bjarna og Sesselíu Kristínar
Sigurðardóttur ráðningarfulltrúa
er Hjalti Björn, f. 12. nóvember
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtu
m okkar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
///
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var
og góðleg var þín
lund og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur og
lítur okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skín inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er
hverfur þú á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með
þig sem förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið
út og inn
er fjársjóðurinn okkar, pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Kveðja,
börnin.
Hann afi Dvergó lést 1. júní síð-
astliðinn á Landspítalanum við
Hringbraut. Við Magga systir vor-
um hjá honum þegar hann fór. Það
gerðist ótrúlega hratt, allt í einu
var hann ekki lengur hjá okkur,
það varð breyting á andrúmsloft-
inu inni í herberginu, allt varð ró-
legra.
Hann sagði mér frá draumi ekki
alls fyrir löngu: Hann var komin
heim í sveitina í gamla bæinn og
gekk inn á svefnloftið. Þar voru
saman komin móðir hans og faðir
og þau systkini hans sem höfðu
látist á undan honum. Mamma
hans sagði við hann brosandi:
„Ertu nú kominn Jón minn, við
höfum verið að bíða eftir þér.“
Ég sagði viðstöddum frá
draumnum á spítalanum stuttu áð-
ur en hann lést og ég vona að hann
hafi heyrt mig segja frá honum og
að hann sé kominn heim.
Hann kallaði okkur söstrene og
við kölluðum hann afa í Dvergó því
hann átti lengi heima í Dverg-
hömrum.
Við munum ekki eftir honum
öðruvísi en í skyrtu og með bindi.
Sama hvað hann var að gera, sitja
í eldhúsinu með sígó í annarri og
kaffibolla í hinni, keyra bílinn eða
standa í einhverskonar fram-
kvæmdum. Hann var alltaf mjög
snyrtilegur til fara. Rakaði sig á
hverjum degi og fór í hausbað.
Hann afi reykti mjög mikið, okk-
ur fannst viðeigandi að stórreyk-
ingamaðurinn hefði valið 1. júní til
að kveðja, daginn sem reykinga-
bannið gekk í gildi.
Afi var leigubílstjóri lengi vel,
hann var alltaf til í að skutla okkur
og rataði um allt. Það eru margar
minningar tengdar afa Dvergó og
bílnum hans. Þegar við vorum litl-
ar var baksýnisspegillinn mynda-
vél og hann sagði okkur að brosa
svo hann gæti tekið mynd. Hann
sagði líka að bílinn rataði um allt
og að hann þyrfti bara að segja
honum hvert hann ætti að fara.
Ég bjó hjá ömmu og afa í
Dvergó fyrsta árið mitt í FB. Afi
vakti mig á morgnana, var þá bú-
inn að hita vatn í kakó og setja
brauð í ristavélina svo ég gæti
smurt gullostinum og sultu sem
hann passaði að væru til, síðan
keyrði hann mig úr Grafarvoginum
upp í Breiðholtið í skólann. Hann
Jón Leví Bjarnason
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir,
HULDA KRISTJANA LEIFSDÓTTIR,
Giljaseli 11,
Reykjavík,
er lést þann 17. júní, verður jarðsungin frá Selja-
kirkju, þriðjudaginn 26. júní kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð
hjúkrunarþjónustu Karitas í síma 551 5606 á milli
kl. 9 og 10.
Stefán Jón Sigurðsson,
Steinunn Bóel Stefánsdóttir,
Leifur Geir Stefánsson,
Steinunn Jónína Ólafsdóttir.