Morgunblaðið - 24.06.2007, Page 60
60 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Kalvin & Hobbes
HÆ,
HOBBES
HVAÐ KOM
FYRIR, KALVIN?
MAMMA SEGIR AÐ EF ÉG
HALDI ÁFRAM AÐ GERA
ÞENNAN SVIP ÞÁ FESTIST
ANDLITIÐ Á MÉR SVONA
ER ÞAÐ
SATT?
ÞAÐ MÁ
REYNA
ÉG FINN
HVERNIG
ANDLITIÐ
HARÐNAR
UFSA-
GRÝLUR
ERU
FLOTTAR
Kalvin & Hobbes
KALVIN VILTU
HÆTTA ÞESSU!
ÉG GET
ÞAÐ EKKI!
MAMMA SAGÐI AÐ
ANDLITIÐ MITT MYNDI FRJÓSA
SVONA EF ÉG HELD
ÁFRAM AÐ GRETTA MIG
HVAÐA
VIT-
LEYSA
VILTU
HÆTTA
ÞESSU!
SVONA, ER
ÞETTA BETRA?
NEI, ÉG ER
ORÐINN
AFSKRÆMDUR
FYRIR LÍFSTÍÐ
Kalvin & Hobbes
HÉR
KEMUR
SOLLA
HÆ SOLLA!
HÆ
KALVIN!
MIKIÐ Á HÚN
EFTIR AÐ VERÐA
HRÆDD ÞEGAR HÚN
SÉR FRAMAN
Í OKKUR
FESTIRÐU HAUSINN
Á ÞÉR Í HRÆRIVÉL? ÞÚ
LÍTUR MIKIÐ BETUR
ÚT SVONA
Litli Svalur
© DUPUIS
ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ
LENDA Í TÖLUVERÐUM
VANDRÆÐUM EF ÞÚ
HÆTTIR EKKI AÐ
REYKJA Á
KLÓSETTUM
SKÓLANS,
ÞORLÁKUR
dagbók|velvakandi
Annað hljóð í strokknum
hjá Össuri?
ÁGÆTI ráðherra Össur Skarphéð-
insson. Mikið varð ég fyrir von-
brigðum með það þegar þú talaðir um
„endurnýjanlega orku“ í hádeg-
isfréttum RÚV 21. júní. Erum við
ekki búin að fá nóg af svona tuggum?
Við vitum það að íslensk orka er end-
urnýjanleg en það er aftur á móti
landið okkar ekki. Víst er það merg-
urinn málsins. Ég ætla að vona að
svona útúrsnúningur á náttúruvernd
fari bráðum að heyra sögunni til. Ég
trúi því ekki að siðmenntuð og von-
andi kristileg þjóð eyðileggi landið
með jafnógeðslegum hætti eins og við
Íslendingar höfum gert á und-
anförnum árum. Nú ætla menn jafn-
vel að fara að byggja olíuhreinsistöð á
Vestfjörðum. Hvað næst? Kjarn-
orkuver kannski? Nóg er, jú, til af
kjarnorkunni eins og vatninu. Og
Össur, er Samfylkingin ef til vill
hentistefnuflokkur í umhverfismálum
líkt og Framsókn var áður? Eða
hentistefnuflokkur yfirleitt? Það
verður ekki farsælt fyrir Samfylk-
inguna. Við höfum enga þörf fyrir
nýjan Framsóknarflokk. Skyldi
kannski vera að Sjálfstæðiflokkurinn
sé að snúa upp á höndina á ykkur?
Bjarni V. G.
Útskorinn eikarsófi,
glataður listgripur?
FYRIR um þremur mánuðum varð
föðurbróðir okkar fyrir því óhappi að
neðri hluti ættargrips, útskorins sófa
með grænrósóttu áklæði, var sendur
fyrir misskilning í Góða hirðinn í
Reykjavík. Rétt fyrir mánaðamótin
mars/apríl var sófabekkurinn að sögn
sjónarvotta seldur konu nokkurri fyr-
ir 15 þúsund krónur. Nokkrum dög-
um síðar uppgötvuðust mistökin, en
þá var búið að selja sófabekkinn. Ár-
angurslaust hefur verið auglýst eftir
kaupandanum í ýmsum fjölmiðlum og
skorað á hann að gefa sig fram því að
fyrri eigendur sófans vilja gjarnan
kaupa hann aftur á mun hærra verði
en því sem kaupandinn greiddi fyrir
hann. Sófi þessi var upphaflega með
háu, útskornu baki, sem er enn í eigu
fjölskyldunnar. Á sófanum eru
útskornar myndir úr leikritinu Jeppi
á Fjalli og er þetta hinn fegursti grip-
ur. Fáist sófabekkurinn ekki keyptur
aftur hefur þessum ómetanlega list-
grip verið spillt til frambúðar.
Saga sófans er sú að hann var,
ásamt fleiri húsgögnum í sama stíl,
smíðaður í Danmörku á fjórða áratug
síðustu aldar. Á meðan á hernámi
Danmerkur stóð voru húsgögnin falin
í útihúsi. Eftir stríðið bárust hús-
gögnin til Íslands fyrir tilstilli Ás-
björns Ólafssonar stórkaupmanns.
Helgi Benediktsson, athafnamaður í
Vestmannaeyjum, keypti mestan
hluta þeirra og hefur því sófinn verið í
eigu fjölskyldu Helga í 60 ár.
Hér með er þeirri eindregnu
áskorun beint til kaupandans að hann
hafi samband við okkur.
Guðrún Stefánsdóttir, s. 697 6314,
og Sigurbjörg Stefánsdóttir, s.
861 1522.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
MYNDIN var í eigu konu sem var
afkomandi Vestur-Íslendinga í
Kanada. Líklegt er að þær hafi
skrifast á í kringum 1920. Upplýs-
ingar í símum 862-3061 og 567-3061.
Þekkir einhver
þessa konu?
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík
Sími: 591 9000 · www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Hafnarfjörður sími: 510 9500
2 fyrir 1 til Parísar
1. júlí frá kr. 19.990
París er ótrúlega spennandi borg, hvort sem þú vilt þræða
listasöfnin, spranga um í Latínuhverfinu eða njóta lífsins lystisemda
sem þessi einstaka borg býður í ríkum mæli. Notaðu tækifærið og
bjóddu elskunni þinni til Parísar á frábærum kjörum. Þú kaupir tvö
flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Úrval hótela í boði frá kr. 3.300
nóttin á mann í tvíbýli.
Kr. 19.990
Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1
tilboð 1. júlí í 1 eða 2 vikur. Netverð á mann.
Síð
us
tu
sæ
tin