Morgunblaðið - 09.08.2007, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2007 45
STYTTIST nú óðum í að bíógrúsk-
arar og aðrir áhugasamir geti vaðið
í hið kræsilega kvikmyndahlaðborð
Bíódaga Græna ljóssins. Sýningar á
síðustu fimm kvikmyndum hátíð-
arinnar hafa nú verið staðfestar, en
samtals verða átján myndir sýndar.
Hinar síðustu til þess að bætast í
hópinn eru eftirfarandi verk:
Goya’s Ghost
Nýjasta þrekvirki sjenísins Milos
Forman (Man on the Moon, The
People Vs. Larry Flint, Amadeus).
Fjallar um skrautlega ævi spænska
listmálarans Francisco Goya. Na-
talie Portman og Stellan Skarsgard
eru í aðalhlutverkum.
Hallam Foe
Leikstýrt af Young Adam. Jamie
Bell (Billy Elliot) þykir fara á kost-
um í gefandi og bráðskemmtilegri
þroskasögu. Myndin hlaut Silf-
urbjörninn í Berlín fyrr á árinu.
Cocaine Cowboys
Þessi heimildarmynd þykir
hreint þrælmögnuð. Hún segir sögu
eiturlyfjadreifingar í Miami Banda-
ríkjanna á 9. áratugnum, en þá
grasseraði spilling á strætum borg-
arinnar, morð voru daglegt brauð
og peningaþvætti tíðkaðist. Að sögn
þykir grimmd og óvægni mynda á
borð við hina rómuðu Scarface frá
1983 blikna í samanburði við Kók-
aínkúreka, enda hér talað við raun-
verulega glæpamenn sem stóðu fyr-
ir hinni ógnvekjandi starfsemi. Og
þeir skafa hvorki utan af hlutunum
né sykurhúða frásagnirnar.
Going to Pieces: The Rise
and Fall of the Slasher Film
Á fyrstu fimm mínútum þessarar
heimildarmyndar getur að líta
stungur, afhöfðun, leigumorð og
kyrkingu; myndin segir enda sögu
hinna svokölluðu „slasher“- eða
„slátrara“-mynda, uppgang þeirra
og fall, og áhrif á samfélagið. Þessi
er ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Shortbus
Þessi mynd þykir opinská, ögr-
andi og beinskeytt. Hún fjallar um
fáeina New York-búa sem leggjast í
rannsóknir á eigin kynferði og til-
veru í frægum neðanjarðarklúbbi.
Þykir ekki henta viðkvæmum.
Frekari upplýsingar um myndir
hátíðarinnar, tilboð og sýning-
artíma má nálgast á heimasíðu
Græna ljóssins, www.graenaljos-
id.is.
Dagskrá Bíódaganna ljós
Draugur Goya Myndin fjallar um skrautlega ævi spænska listmálarans
Francisco Goya. Meðal leikarar eru Natalie Portman og Stellan Skarsgaard.
STÆRSTA MYND SUMARSINS
THE TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 11 B.i. 10 ára
NANCY DREW kl. 8 - 10 B.i. 7 ára
HARRY POTTER 5 kl. 5 B.i. 10 ára
/ AKUREYRI
THE TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 11 B.i. 10 ára
NANCY DREW kl. 10 B.i. 7 ára
THE SIMPSONS kl. 6 - 8 LEYFÐ
/ KEFLAVÍK
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
48.000
GESTIR
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
eeee
FGG - Fréttablaðið
eeee
ÓHT - Rás2
eeee
Morgunblaðið
47.000
GESTIR
HLJÓÐ OG MYND
THE TRANSFORMERS kl. 6:45 - 9:20 B.i. 10 ára
THE SIMPSONS kl. 7 - 9 LEYFÐ
/ SELFOSSI
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
HLJÓÐ OG MYND
WWW.SAMBIO.IS
Skartgripir Fjallkonunnar
í Reynomatic.
Myndlistarsýning
Reynis Þorgrímssonar
í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal.
Opið til 12. ágúst.
BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin
HBO hefur keypt heimildarmynd-
ina Sand and Sorrow, eða Sandur
og sorg, sem segir af þjóðarmorð-
inu í Darfúr-héraði í Súdan, sem
hófst árið 2003. Stöðin ætlar að
frumsýna myndina í desember á
þessu ári.
Sögumaður myndarinnar er
Hollywood-leikarinn George Cloo-
ney, sem hefur verið ötull bar-
áttumaður fyrir því að alþjóða-
samfélagið grípi til aðgerða og
stöðvi frekari morð og ofbeldisverk
í héraðinu.
Paul Freed-
man, höfundur
myndarinnar,
segir ástandið í
Darfúr að miklu
leyti afkiptaleysi
alþjóðaamfélags-
ins að kenna.
Vernda þurfi
milljónir manna
fyrir ríkisstjórn
landsins og vígasveitum hennar. Í
myndinni eru m.a. sýndar fjölda-
grafir í Darfur og flóttamannabúð-
ir við landamæri Súdan og Tsjad,
rætt við leiðtoga uppreisnarmanna,
bandaríska þingmenn o.fl.
Sandur og sorg
George Clooney