Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 2

Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 2
2 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu hafði afskipti af um 100 einstaklingum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í fyrrinótt. Fíkniefnalögreglumenn nutu liðsinnis sérsveitar- manna og lögðu þeir hald á nokkurt magn af am- fetamíni, kókaíni, hassi og e-töflum í neyslu- skömmtum. Sex voru handteknir grunaðir um vörslu og neyslu fíkniefna. Í tengslum við málin var lagt hald á tvo stóra hnífa, en samkvæmt vopnalögum er bannað að hafa bitvopn í vörslum sínum ef blaðið er lengra en 12 sentimetrar. „Þessar aðgerðir eru liður í áætlunum embætt- isins um að gera miðbæinn að friðsælli og örugg- ari stað. Lögreglumenn úr fíkniefnadeildinni eru að vinna eftir ákveðnu skipulagi og fyrstu aðgerð- inni var hleypt af stokkunum aðfaranótt laug- ardags,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Að hans sögn mun deildin standa fyrir sérstöku fíkniefnaeftirliti þar til málin eru komin í ásættanlegan farveg að mati deildarinnar. 14 kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt Annar liður í aðgerðum lögreglu varðandi bætta ásýnd miðbæjarins lýtur að brotum á lög- reglusamþykkt Reykjavíkur. Í fyrrinótt voru 14 kærðir fyrir brot á samþykktinni, en þeir höfðu verið staðnir að verki við að kasta af sér vatni á al- mannafæri, brjóta glerflöskur og fleira í þeim dúr. 10 gengust við sektargerð á lögreglustöð en þeir sem það gerðu ekki voru yfirheyrðir af lög- reglu og sleppt að því loknu. Þá lagði lögreglan, líkt og um liðna helgi, mikla áherslu á sýnileika og viðveru í miðbænum og segir Karl Steinar að þeir sem leggi leið sína um miðborgina verði varir við sýnilegri og vonandi virkari löggæslu en verið hefur. En hvernig skyldu viðbrögð almennings hafa verið við átakinu? „Maður hefur heyrt það hjá lögreglumönnum að viðbrögðin hafi verið mjög já- kvæð. Fólk gefur sig á tal við þá, þakkar þeim fyr- ir og hvetur þá til dáða. Við áttum satt að segja frekar von á því að við fengjum athugasemdir í hina áttina, en ég held að fólk sé einfaldlega orðið langþreytt á þeirri hegðun sem viðgengst í bæn- um um helgar og virðist því tilbúið að styðja við bakið á lögreglunni þegar hún ákveður að taka til hendinni,“ segir Karl Steinar að lokum. Lögreglan gefur ekkert eftir í miðbæjareftirlitinu Afskipti höfð af 100 manns í tengslum við fíkniefnaeftirlit og sex handteknir ÖKUMAÐUR og farþegi fólksbif- reiðar sluppu með skrámur eftir að bifreiðinni hafði verið ekið á stein- steyptan vegstólpa við Vogaafleggj- ara og út af veginum. Lögreglu barst tilkynning um útafaksturinn á fimmta tímanum aðfaranótt laugardags og var tvímenningunum ekið á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Bifreiðin er talsvert skemmd eftir óhappið. Lítið var um útköll hjá lögreglunni á Suðurnesjum þessa næturvaktina, en þeim mun meira bar á frumkvæð- isvinnu lögreglumanna. Þannig var einn ökumaður tekinn fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis og fjórir fyrir að aka of hratt. 34 ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunn- ar þar sem þeir fylgdu ekki fyrirmæl- um reglugerðar um gerð og búnað ökutækja. Flestir voru þeir á ein- eygðum ökutækjum og áminnti lög- regla hlutaðeigandi. Þá var ökumaður stöðvaður á Mánagötu í Grindavík en sá ók á öfugum vegarhelmingi með þokuljósin tendruð, auk þess sem hann var ekki með ökuskírteinið með- ferðis. Útafakstur og eineygð- ar bifreiðar LÍTIÐ en óvenjusnöggt hlaup varð í Múlakvísl sl fimmtudag. Oddur Sig- urðsson, jarðfræðingur hjá vatna- mælingum Orkustofnunar, sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðs- ins að hann hefði flogið yfir svæðið á föstudaginn og séð að tvö minni lón við Huldufjöll hefðu tæmst. „Hlaupið var ekki stórt en það var sérkenni- legt í laginu eins og það kemur fram á línuritum,“ sagði Oddur. Hann bætti því við að leiðni í vatninu hefði ekki aukist. „Ef leiðni eykst í vatninu er það merki um að það stafi af jarð- hita,“ sagði hann. Oddur sagði að áður en hann flaug yfir svæðið hefði verið talið líklegast að flóðið væri framrás lóns sem hefði verið stíflað af jökli og sloppið út. „Í austanverðum Mýrdalsjökli er mesti skriðjökullinn, Kötlujökull, og í honum eru fjöll sem heita Huldu- fjöll. Þar stíflar jökullinn nokkur lítil lón og ég sá úr flugvélinni að að minnsta kosti tvö þeirra hafa tæmst nýlega,“ sagði Oddur og bætti við að allar líkur bentu til að þar væri skýr- ing hlaupsins komin. Snöggt hlaup í Múlakvísl HALDIÐ hefur verið upp á sextíu ára afmæli Selfossbæjar nú um helgina og hefur mikið verið um dýrðir í bænum. Afmælishátíðin var sett á föstudags- kvöld í miðbæ Selfoss þar sem fyrirhugaður bæjargarður verður samkvæmt nýju miðbæjarskipulagi. Farið var í skrúðgöngu og um kvöldið var skemmtidagskrá á Hótel Selfossi. Í gær var opnuð ljósmyndasýning meðal annars en hátíðahöldunum lýkur í dag, sunnudag. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sextíu ára afmælishátíð Selfoss ♦♦♦ „ÞAÐ má segja að þessi fundur hafi verið upptakturinn að und- irbúningi fyrir næstu samnings- gerð,“ segir Aðalheiður Stein- grímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Formenn kennarafélaga í framhaldsskólum landsins mæltu sér mót á föstu- dag og ræddu kjaramál og önnur viðamikil mál daglangt. „Það er að koma fram ákveðin launaþróun í framhaldsskólum sem menn eru ekki sáttir við. Við höfum í raun miklar áhyggjur af þróuninni,“ segir Aðalheiður. Hún segir að þegar framhaldsskólakennarar hafi samið við ríkið snemma árs 2005 hafi rík áhersla verið lögð á að laun kennara þróuðust í takt við viðmiðunarstéttir, þ.e. aðra há- skólamenntaða ríkisstarfsmenn, sérstaklega innan Bandalags há- skólamanna (BHM). „Það er auð- séð að sú hefur ekki orðið raunin, það er bara allt önnur dínamík í launum þessara hópa innan BHM en hjá framhaldsskólakennurum.“ Rík hagræðingarkrafa leiðir til verri starfskjara kennara Að sögn Aðalheiðar hafa fram- haldsskólar búið við mikla hag- ræðingarkröfu undanfarin ár. Nú sé svo komið að mörgum, þar á meðal skólastjórnendum á fram- haldsskólastigi, finnist kominn tími til að staldra við. „Þessi þröngi stakkur sem skólunum hef- ur verið skorinn veldur minni þjónustu við nemendum og þverr- andi þjónusta við nemendur hefur áhrif á þau starfskjör sem kenn- arar búa við,“ segir Aðalheiður. Margir kennarar kvarti yfir allt of stórum námshópum og því að pen- ingaleg sjónarmið fremur en fag- leg ráði því hversu fjölmennir hóp- arnir verða. „Það verður að segjast eins og er að það er ekki fýsilegur kostur fyrir nýútskrifaðan kennara, sem hefur þriggja, fjögurra eða þaðan af lengri háskólamenntun að baki, að fara í kennslu. Launin sem bjóðast í þessum geira atvinnulífs- ins standa ekki undir nafni miðað við það sem maður sér þegar mað- ur horfir í kringum sig. Á þessu þarf að gera verulega bragarbót,“ segir Aðalheiður. Kjarasamningur framhalds- skólakennara og ríkissjóðs rennur út hinn 30. apríl á næsta ári. „Höfum miklar áhyggjur af þróuninni“  Innsti kjarni Félags framhaldsskólakennara fundaði um kjaramál og fleira fyrir helgi  Samningar losna í apríl Morgunblaðið/Frikki Óánægjuraddir Formaður Félags framhaldsskólakennara telur stéttina hafa orðið eftir í launaþróun sé miðað við aðrar stéttir innan BHM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.