Morgunblaðið - 16.09.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.09.2007, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍBÚAR á Seltjarnarnesi hafa nú frelsi til að velja grunnskóla fyrir börn sín óháð lögheimili en bæj- arstjórn Seltjarnarness hefur sam- þykkt tillögu meirihlutans sem heimilar foreldrum að sækja um skólavist í grunnskólum utan lög- heimilissveitarfélags. Bjóða meira val Með samþykktinni er verið að gera breytingu á 10 ára gamalli samþykkt þar sem börnum sem bjuggu á Seltjarnarnesi var skylt að stunda skóla í lögheimilissveit- arfélagi nema veigamikil rök styddu annað. Skv. upplýsingum Seltjarnarnesbæjar var eldri tillag- an barn síns tíma er sveitarfélögin höfðu nýlega tekið við rekstri grunnskóla og voru enn að móta starfsrammann. Með þessu sé tek- ið skref í átt til bættrar þjónustu með að bjóða upp á meira val og sveigjanleika til að mæta þörfum einstaklinga. Enn fremur er opn- aður möguleiki á að sækja um námsvist fyrir börn í fimm ára deildum í grunnskólum sem upp á það bjóða. Aukið val- frelsi í skóla- málum á Sel- tjarnarnesi JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra hefur hafið undirbún- ing að flutningi málefna aldr- aðra og al- mannatrygg- inga frá heilbrigðismála- ráðuneyti til fé- lagsmálaráðuneytis. Málaflokkur- inn flyst milli ráðuneyta nú um áramót. Tillögur verði gerðar fyrir 1. desember Endurskoðun laga um al- mannatryggingar er eitt af fyrstu skrefunum sem stigin verða. „Það er mjög stórt mál í stjórnarsátt- málanum sem við erum að hrinda af stað. Ég fæ ekki þetta verkefni til mín fyrr en um áramótin,“ segir Jóhanna, „en við teljum mikilvægt að hefja undirbúning breytinga á almannatryggingalöggjöfinni sem er tvíþætt, í fyrsta lagi að horfa til fyrstu aðgerða, sérstaklega er varðar lífeyrisþega. Ég hef kallað eftir tilnefningum í þennan hóp og óskað eftir fyrstu tillögum frá honum fyrir 1. desember næst- komandi.“ Ráðgjafahópur hags- munaaðila hefur einnig verið sett- ur á fót til að starfa samhliða hópnum. Að sögn Jóhönnu verður það langtímaverkefni að einfalda líf- eyriskerfi almannatrygginga og skoða samspil þess og lífeyrissjóð- anna og atvinnutekna. Jóhanna hefur kallað eftir að tillögur hóps- ins verði tilbúnar þar að lútandi 1. nóvember 2008. Langtímaverkefni að einfalda lífeyriskerfið Lög um almannatryggingar endurskoðuð Jóhanna Sigurðardóttir RÉTTAÐ var í Hrunarétt og Skaftholtsrétt á föstudag. Í báðum réttunum koma á milli 2.500 og 3.000 fjár af fjalli, en það er þó aðeins hluti af þeim fjölda sem rekinn var til fjalls á áttunda áratugnum þegar mest lét. Leitir taka um fimm til sjö daga og skimast er eftir fé allt upp undir Hofsjökul. Fjallmenn lentu í afleitu veðri í ár; ausandi rigning og þoka ollu töfum, auk þess sem slæm færð varð til þess að fætur nokkurra hesta sködduðust. Fjalldrottning Gnúpverja, Lilja Loftsdóttir, sagði að þakka mætti fyrir að allir fjallmenn hefðu komist heilir til byggða. Réttardagur er mikill hátíðisdagur í hverri sveit, frábrugðinn öðrum dögum ársins. Ungir og aldnir koma í réttirnar og leiða saman hesta sína. Í lok réttanna er venjan að taka lagið, enda margir búnir að bergja af bikar um daginn. Auk sjaldséðra ættingja og burtfluttra sveit- unga létu margir góðir gestir sjá sig í réttunum á föstudag. Meðal þeirra var sendiherra Kína á Ís- landi, Zhang Keyuan. Réttardagurinn er enn mikill gleðidagur í sérhverri sveit Sauðpeningur Þröng var á þingi í Hrunarétt. Erfitt var að koma fénu í réttir í ár; afleitt veður og slæm færð settu strik í reikninginn. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Kampakátir F.v. Sigurður Ingi Jóhannsson, oddviti Hrunamanna, Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Baldvin Jónsson markaðsstjóri og Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Réttað í Hrepparéttum Reifur Zhang Keyuan sendiherra var galvaskur og virtist kunna réttu tökin. MIKIL þörf er á heildarendur- skoðun almanna- trygginga að mati Karls Steinars Guðna- sonar, fráfarandi forstjóra Trygg- ingastofnunar ríksisins. „Við slíka end- urskoðun verður að hafa það að leiðarljósi að al- mannatryggingar eru mannrétt- indi. Þess verður og að gæta að nútíma almannatryggingar eiga að sinna þörfum einstaklinga og hópa sem eru í brýnni þörf. Ekki aðeins á sviði lífeyristrygginga heldur og vegna fötlunar, líkams- skaða og erfiðra sjúkdóma,“ segir meðal annars í grein eftir hann sem birt er á heimasíðu stofn- unarinnar, tr.is. Kerfið er flókið og ekki auðhlaupið að einfalda það Karl Steinar gerir að umtals- efni kröfur sem uppi hafi verið um að einfalda almannatrygg- ingakerfið og segir að það sé ekki auðhlaupið að því að einfalda það. Kerfið sé flókið vegna þess að það feli í sér margbreytilegar lausnir. Það þurfi að koma til móts við þarfir einstaklinganna og hætt sé við að einföld ósveigj- anleg kerfi komi sumum hópum betur en öðrum. Í seinni tíð hafi vaxandi áhersla verið lögð á einstaklingsmiðaðar lausnir og sveigjanleika. „Þar er nú unnið út frá þeirri grunnreglu að mæta hverjum einstaklingi þar sem hann er staddur. Það kallar svo aftur á sveigjanlegar, fjöl- breyttar og þar með flóknar lausnir. Almannatryggingakerfið, eins og það er núna, er flókið vegna þess að það felur í sér margbreytileg úrræði. Eitt af mikilvægustu markmiðum þess er að rétta hlut þeirra verst stöddu. Það er ekki víst að hagsmunum þeirra sé best borgið með því að einfalda kerfið,“ segir Karl Stein- ar Guðnason í grein sinni á vef- síðu TR. Þörf er á heildarend- urskoðun Karl Steinar Guðnason ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.