Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 18

Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 18
18 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ian Buruma. George W. Bush Bandaríkja-forseti er almennt ekkiþekktur fyrir traustaþekkingu á sögunni. Það hefur þó ekki aftrað honum frá því að nota söguna til að réttlæta stefnu sína. Í nýlegri ræðu fyrir uppgjafar- hermenn í Kansas City varði hann markmið sitt um að „halda settri stefnu“ í Írak með því að benda á af- leiðingarnar af því að Bandaríkja- menn drógu sig út úr stríðinu í Víet- nam. Hann nefndi einnig hernám Japans eftir 1945 og Kóreustríðið sem dæmi um árangur Bandaríkja- manna í að færa Asíu frelsi og um leið heiminum. Sagnfræðingar, demókratar og aðrir gagnrýnendur Bush voru fljótir að hafna ræðu hans og þá sérstaklega vísuninni til Víetnams, sem var sögð óheiðarleg og ónákvæm og helgast af sérplægni. Afleiðingar brotthvarfs Þó hafði Bush, aldrei þessu vant, tekist að finna sagnfræðilega samlík- ingu, sem var rétt. Auðvitað var Víet- nam-stríðið í nánast öllu tilliti frá- brugðið stríðinu í Írak. Ho Chi Minh var ekki Saddam Hussein. Í Víetnam réðust Bandaríkjamenn ekki inn í land, heldur komu til varnar spilltum, einráðum bandamanni gegn ágengri kommúnistastjórn. En það sem Bush sagði í raun var að brotthvarfi Banda- ríkjanna frá Indókína hefði fylgt blóð- bað í Kambódíu og grimmileg kúgun í Víetnam. Hann gaf í skyn að brott- hvarf frá Írak myndi leiða til sam- bærilegra blóðsúthellinga eða verri. Það er nánast örugglega rétt. Hins vegar hefðu hvorki fjöldamorðin í Suðaustur-Asíu né hin mögulegu fjöldamorð í Írak átt sér stað án glundroðans, sem leiddi af íhlutun Bandaríkjamanna, en það lét B́ush ósagt. En hvað um fullyrðingarnar um ár- angur í Asíu; í Japan, Kóreu og á öðr- um stöðum undir verndarvæng Bandaríkjamanna? Gat Bush með réttu státað af hlutverki Bandaríkj- anna í að veita þessum ríkjum frelsi? Eins og hann sagði þegar hann ávarp- aði uppgjafarhermennina í Kansas: „Mun þessi kynslóð Bandaríkja- manna standast freistingu undan- haldsins og munum við gera það sama í Mið-Austurlöndum og uppgjafar- hermennirnir í þessu herbergi gerðu í Asíu?“ Hvað nákvæmlega gerðu Banda- ríkjamenn í Asíu? Fyrstu ár her- námsins í Japan voru vissulega undraverður tími fyrir lýðræðið. Í stað þess að hjálpa Japönum af gamla skólanum að endurreisa alræðiskerf- ið aðstoðaði stjórn Douglas MacArt- hurs hershöfðingja frjálslynda Jap- ana við að endurreisa og bæta þær lýðræðislegu stofnanir, sem til voru fyrir stríðið. Stéttarfélög fengu meira vald. Konur fengu atkvæðisrétt. Borgara- leg réttindi voru efld. Japanskeisara var steypt af hálf- guðlegum stalli sínum. Japanar sjálf- ir eiga að miklu leyti heiðurinn af þessu með vinstri-sinnuðum hug- sjónamönnum í stjórn MacArthurs sem mótuðust af „New Deal“-stefnu Roosevelts. Þegar Kína féll hins vegar í hendur kommúnista Maós og Norður-Kórea fékk stuðning Kínverja og Sovét- manna til að ráðast inn í Suður-Kóreu var snarlega bundinn endi á lýðræð- islegar hugsjónir. Í Japan var fyrr- verandi stríðsglæpamönnum sleppt úr fangelsi, „rauðliðar“ voru hreins- aðir í burt og hægri sinnaðar stjórnir undir forustu þessara sömu fyrrver- andi stríðsglæpamanna fengu ákafan stuðning Bandaríkjamanna. Í stað þess að hlúa að lýðræðinu var það af- skræmt með virkum stuðningi Bandaríkjamanna til að tryggja að hægri menn héldu völdum og vinstri mönnum væri haldið í skefjum. Suður-Kóreumenn geta vissulega þakkað Bandaríkjamönnum margt. Án íhlutunar Sameinuðu þjóðanna í Kóreu-stríðið undir forustu Banda- ríkjamanna hefði hinn mikli leiðtogi Kim Il Sung náð völdum í suðrinu og núverandi frelsi og velmegun hefði aldrei getað orðið. En lýðræðið í Suður-Kóreu var ekki gjöf Bandaríkjamanna, né hvöttu þeir alltaf til þess. Frá seinni hluta fimmta áratugarins til seinni hluta þess níunda spiluðu Banda- ríkjamenn með og lögðu jafn vel lið Bush og sagnfræðin Reuters Lærdómur sögunnar George W. Bush forseti ávarpaði uppgjafahermenn í Kansas og vísaði til þáttar þeirra í uppbyggingu Asíu eftir seinna stríð. ALÞJÓÐAMÁL» George Bush hefur verið gagnrýndur fyrir samanburð á stríðinu í Írak og Víetnam-stríðinu  Þótt stríðin hafi nánast í öllu tilliti verið frábrugðin var samlíking forsetans aldrei þessu vant rétt Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson audur@jonsdottir og totil@totil.com Þ arna sat hann. Með eina tönn og kaskeitið skakkt á hausnum eins og rappari. Ellilífeyr- isþeginn Angel Ruiz glotti þar sem hann húkti uppi við barinn með rauðan, torkennilegan drykk á milli skjálfandi handa. Þórarni Leifssyni datt í hug að Angel hefði villst inn á elpais.com og lesið frétt um argentínsku feg- urðardrottninguna Nicole Neu- mann. Hún hafði ætlað að aðstoða dýraverndunarhóp við að mót- mæla loðdýradrápi með því að baða sig nakin í tómatsósu úti á götu en þegar þúsundir manna mættu einungis til að horfa á þrýstinn líkama hennar sá hún sér þann kost vænstan að hlaupa í burtu. Í kjölfarið trylltust argent- ínskir fjölmiðlar af losta og blogg- arar í Buenos Aires fullyrtu að þeir myndu búa til loðfeld úr bor- der-collie-hundi aumingja Nicole ef hún hundskaðist ekki strax úr fötunum. Var Angel Ruiz að skemmta sér yfir þessari frétt? Varla. Hann var ekki með Netið og aldrei sást hann með dagblað. Yfir kaffibolla spurði Þórarinn hvað kætti hann. Angel lék á als oddi þegar hann svaraði: Jordi, sonur minn, er bú- inn að vera hjá mér síðan í fyrra- dag. Þú hefur séð hann, ég kynnti ykkur hérna um daginn. Reyndar hef ég eiginlega ekkert haft af honum að segja í sjö ár. Jæja já. Býr hann erlendis? Hann býr nú bara rétt fyrir ut- an miðbæinn. Konan bannaði hon- um alltaf að koma til mín, sjáðu til. Þú veist. Vinna, skíta, sofa. Vinna, skíta, sofa. En núna eru þau skilin, sagði Angel sigri hrós- andi og fékk sér sopa af tor- kennilega drykknum. Frábært, sagði Þórarinn eftir dálitla umhugsun. Ég samgleðst þér innilega. Á leiðinni upp í íbúðina sína varð Þórarni hugsað til sambands fullorðinna einstæðinga við for- eldra sína. Rússneski fjöldamorð- inginn, sem var nýlega ákærður fyrir dráp á 49 manneskjum, hafði búið hjá mömmu sinni alla tíð. Honum þótti vænt um húsdýr og mömmu sína en á kvöldin drap hann ógæfufólk í almenningsgarði með hamri. Það var haft eftir morðingjanum að ætlunin hefði verið að slá heimsmet í morðum og drepa eina manneskju fyrir hvern reit á skákborði. Hann var næstum því búinn að ná markmið- inu þegar lögreglan fann síma- númerið hans hjá síðasta fórn- arlambinu sem jafnframt var vinnufélagi hans, samkvæmt ít- arlegri umfjöllun um málið sem Þórarinn hafði fundið á news- .bbc.co.uk fyrr um morguninn. Hvað morðingjasvipur er þetta á þér? spurði Auður þegar hann kom inn. Ég er bara hugsi. Angel ná- granni var niðri. Nú, var hann ekki kátur? Þórarinn sagði henni frá end- urheimtum syni Angels en lyfti brúnum þegar hún spurði af hverju eiginkonan kærði sig ekki um samskipti þeirra feðga. Það fórst fyrir að íhuga spurninguna Manntafl FÖST Í FRÉTTANETI » Blaðamenn Elpais.comhundskamma nú Lúis leið-inlega, landsliðsþjálfara Spánar, og segja erfitt að trúa þessari slælegu frammistöðu á móti Ís- lendingum sem séu lít- ilsigldir í fótbolta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.