Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 19
gerræðislegum and-kommúnistum,
sem hrifsuðu og tryggðu sér völd með
blóðugum valdaránum og kúgun and-
ófs.
Það sama átti við á Filippseyjum,
Taívan, Indónesíu og í Taílandi – og
Mið-Austurlöndum þar sem lýðræði
hefur enn ekki náð fótfestu. Meðan á
kalda stríðinu stóð studdi Banda-
ríkjastjórn ávallt herforingjastjórnir
og einræðisherra í nafni baráttunnar
gegn kommúnisma – allt var leyfilegt
til að halda vinstri mönnum niðri, jafn
vel þeim, sem einfaldlega hefðu verið
taldir frjálslyndir í vestrænum lýð-
ræðisríkjum.
Hverjum var frelsið að þakka?
Það er rétt að lífið undir hægri
harðstjórum í Asíu var þegar á allt er
litið betri kostur en lífið undir Maó,
Pol Pot, Kim Il Sung eða jafnvel Ho
Chi Minh. En að segja að borgarar
undir stjórn Park Chung Hee, Ferd-
inand Marcos eða Suharto hershöfð-
ingja hafi verið „frjálsir“ er ógeðfellt.
Sú ánægjulega staðreynd að Kóreu-
menn, Filippseyingar, Taílendingar
og Taívanar urðu á endanum frjálsir,
eða í það minnsta frjálsari, er ekki svo
mikið Bandaríkjamönnum að þakka
eins og það er fólkinu, sem barðist
sjálft fyrir frelsi sínu.
Það var ekki fyrr en seint á níunda
áratugnum þegar kommúnistaríkin
hrundu hvert af öðru að Bandaríkja-
menn studdu stjórnmálamenn og
mótmælendur, sem börðust fyrir lýð-
ræði, í Seoul, Taípei eða Manila. En
lýðræðishetjurnar voru frá Asíu, ekki
Bandaríkjunum.
Bush getur með réttu haldið því
fram að íbúar Mið-Austurlanda vilji
vera jafn velmegandi og frjálsir og
Suður-Kóreumenn, en hugmynd
hans um að stríðið í Írak sé einfald-
lega framhald á stefnu Bandaríkja-
manna í Írak gæti ekki verið vitlaus-
ari. Í Asíu líkt og í Mið-Austurlöndum
var stefna Bandaríkjanna að styðja
við einræðisherra gegn kommúnisma
þar til þeirra eigin þjóð steypti þeim.
Stefna Bandaríkjamanna í Mið-Aust-
urlöndum nú er skeytingarlaus og
róttæk: þeir ráðast inn í land, eyði-
leggja stofnanir þess og gera ráð fyrir
að frelsið spretti upp úr stjórn-
leysinu, sem af hlýst.
Að rugla saman þessum ólíku
stefnum og láta eins og þær séu ein
og hin sama er ekki bara rangt heldur
hættulegt og veldur þeim okkar, sem
enn telja að Bandaríkin séu afl til
góðs, miklum vonbrigðum.
Höfundur er prófessor í lýðræði,
mannréttindum og blaðamennsku við
Bard College. Nýjasta bók hans heitir
Murder in Amsterdam: The Death of
Theo Van Gogh and the Limits of To-
lerance.
©Project Syndicate.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 19
því hlátrasköll bárust af efri hæð-
inni þar sem feðgarnir voru auð-
heyrilega að taka til hádegismat-
inn.
Aldeilis gaman hjá þeim, sagði
Auður. Ætli þeir séu að fara að
horfa á leik?
Þórarinn hristi höfuðið. Þeir
fengu sig víst fullsadda af fótbolta
eftir að Spánn mætti Íslendingum
um daginn í leik sem endaði með
jafntefli. Blaðamenn Elpais.com
hundskamma nú Lúis leiðinlega,
landsliðsþjálfara Spánar, og segja
erfitt að trúa þessari slælegu
frammistöðu á móti Íslendingum
sem séu lítilsigldir í fótbolta. Lúis
reynir ekki einu sinni að klóra í
bakkann heldur viðurkennir að
spænska liðið leiki engar kúnstir
þessa dagana.
Þegar feðgarnir á efri hæðinni
og hjónin á neðri hæðinni höfðu
snætt hádegismat færðist ró yfir
húsið. Þórarinn settist við tölvuna
og sá að Auður hafði pantað kvik-
myndina Sjöunda innsiglið eftir
Ingmar Bergman. Myndin fjallar
um riddara sem teflir við dauðann
um líf sitt á tímum plágunnar
miklu. Brosandi velti hann fyrir
sér hvort feðgarnir sætu nú sam-
an að tafli en skugga brá yfir and-
litið þegar honum varð aftur hugs-
að til þess að rússneski
morðinginn hafði verið góður við
mömmu sína. Kannski höfðu þau
teflt saman.
Höfundar eru
heimavinnandi hjón í Barcelona.
»Þetta eru öflugustu mótvæg-isaðgerir sem nokkur rík-
isstjórn hefur gengið til vegna
erfiðleika í atvinnulífi lands-
manna.
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er
kynntar voru þær aðgerðir sem ríkis-
stjórnin hyggst grípa til í því skyni að lina
höggið sem fylgir niðurskurði þorskkvóta.
»Við getum ýmislegt lært afþeim en þeir geta líka lært af
okkur.
Geir H. Haarde forsætisráðherra í opin-
berri heimsókn á Írlandi um aukið samstarf
Íslendinga og þarlendra.
»Ég held að það sé mikilvægtfyrir samfélagið og atvinnu-
lífið að rýmka um fyrir erlendar
fjárfestingar.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra
sem hyggst skipa nefnd til að endurskoða
reglur um fjárfestingar útlendinga á Ís-
landi. Viðskiptaráðherra telur vel koma til
greina að rýmka heimildir um fjárfestingar
útlendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum.
» Íslendingar standa nú frammifyrir einstöku tækifæri til að
nýta sér það sem gert hefur verið
heima og flytja það út.
Ólafur Jóhann Ólafsson, framkvæmda-
stjóri og rithöfundur, um fyrirhuguð kaup
hans og breska fjárfestingabankans Gold-
man Sachs í orkufyrirtækinu Geysir Green
Energy.
» Staðan væri hreint og beintskelfileg ef ekki kæmi til er-
lent vinnuafl.
Sigríður Kristjánsdóttir, fram-
kvæmdastjóra á Svæðisskrifstofu málefna
fatlaðra á Reykjanesi, um viðvarandi
manneklu þar síðustu 2-3 árin.
»Þetta eru tölur sem maðurstaldrar við.
Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefna-
deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu, um mikinn fjölda skotvopna sem hald
hefur verið lagt á síðustu mánuðina. Það
sem af er árinu hefur hald verið lagt á tæp-
lega 70 skotvopn í aðgerðum lögreglunnar
og er það meiri fjöldi en allt árið í fyrra.
»Ótímabær heimkvaðning her-liðs okkar myndi líklega hafa
hrikalegar afleiðingar.
David Petraeus, yfirmaður herfla Banda-
ríkjamanna í Írak.
Ummæli vikunnar
Ali Khameini, erkiklerkur í Íran,
hélt um byssuhlaup þegar hann for-
dæmdi Bush Bandarı́kjafoseta í
ræðu í Teheran á föstudag og líkti
honum við Hitler.
Reuters
09.00
09.45
09.45
1 0 . 1 5
10.45
1 1 . 0 0
1 1 . 3 0
12.00
13.30
13.30
14.00
14.30
14.50
15.20
15.50
09.00
09.00
09.30
10.00
10.20
10.50
1 1 . 2 0
DAGSKRÁ
Fimmtudagur 27. september 2007
Setning
Fyrsti hluti – Alþjóðleg réttarvernd
Fundarstjóri: Andrea Coomber, yfirlögfræðingur hjá Interights, Bretlandi.
Gerard Quinn, prófessor við Háskólann í Galway, Írlandi.
Michael Stein, prófessor við Harvard-háskóla og William & Mary háskóla, Bandaríkjunum.
Kaffihlé
Ida Elisabeth Koch, Ph.D., sérfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofunni, Danmörku.
Patricia Bregman, mannréttindalögmaður og ráðgjafi, Kanada.
Umræður
Annar hluti – Svæðisbundin réttarvernd
Fundarstjóri: Anna Lawson, lektor við Háskólann í Leeds, Bretlandi.
Lisa Waddington, prófessor við Háskólann í Maastricht, Hollandi.
Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor
við Háskólann í Reykjavík.
Kaffihlé
Colm O’Cinneide, meðlimur í sérfræðinganefnd Félagsmálasáttmála Evrópu og lektor
við Háskólann í London, Bretlandi.
Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Umræður
Föstudagur 28. september 2007
Þriðji hluti – Landsréttur
Fundarstjóri: Rune Halvorsen, Ph.D., sérfræðingur hjá NOVA rannsóknamiðstöð, Noregi.
Holger Kallehauge, meðlimur í nefnd um gerð samnings SÞ um mannréttindi fólks
með fatlanir og fyrrum landsréttardómari, Danmörku.
Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Kaffihlé
Brynhildur Flóvenz, formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands og lektor
við Háskóla Íslands.
Rannveig Traustadóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
Umræður
Samningur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi fólks með fatlanir er fyrsti alþjóðlegi mannréttindasáttmáli
21. aldarinnar. Fjöldi þekktra fyrirlesara fjallar um nýjar áherslur í mannréttindavernd á nýrri öld.
Ráðstefnan er skipulögð í samvinnu lagadeildar Háskólans í Reykjavík, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Öryrkja-
bandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar. Ráðstefnan heyrir undir Evrópuár jafnra tækifæra 2007.
Ráðstefnan fer fram á ensku.
Alþjóðleg ráðstefna um
mannréttindi fólks með fatlanir:
The Human Rights of Persons with Disabilities – from Social Policy to Equal Rights
27.—28. september 2007
STYRKTARAÐILAR:
Ráðstefnan er haldin í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2 og er öllum opin.
Skráning fer fram á vefsíðu ráðstefnunnar, www.disabilityrights.is
Þátttökugjald er 5.000 krónur.
Félagsmálaráðuneytið
MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA ÍSLANDS
ICELANDIC HUMAN RIGHTS CENTRE