Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 31
og Tana í Finnlandi. Í kaflanum um Kanada eru meðal annarra árnar Grand Cascapedia og Restigouche; á Írlandi er komið við í Bann, Blackwa- ter, Boyne, Foyle og Moy; og þá er fjallað um tvö vatnasvæði í Frakk- landi og á Spáni. Loks er fjallað um sex ár á Kólaskaga í Rússlandi, þar á meðal Ponoi og Yokanga. Öll vinnsla bókarinnar er til mik- illar fyrirmyndar og hér gefst veiði- mönnum tækifæri til að fræðast um og upplifa ár – og veiði – á ólíkum svæðum beggja vegna Atlantshafs- ins. Fólk getur setið heima í skamm- deginu og veitt í huganum um leið og lesið er og rýnt í fallegar myndir Ashtons. bók Ljósmynd/R.Randolph Ashton MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 31 Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • Sími 525 2000 • Fax 525 2020 • valitor@valitor.is • www.valitor.is Greiðslumiðlun hf. verður VALITOR hf. Þjónusta við korthafa óbreytt Engin breyting verður á þjónustu gagnvart korthöfum VISA hér á landi á þessum tímamótum. VALITOR miðlar sem fyrr greiðslum milli söluaðila, korthafa, banka og sparisjóða. Á Íslandi eru bankar og sparisjóðir útgefendur greiðslukorta. VALITOR kemur að vinnslu og sérhæfðri þjónustu við þá á sviði kortaumsýslu og er jafnframt samningsaðili við kaupmenn sem færsluhirðir. Metnaður á góðum grunni Hlutverk VALITOR er að láta viðskipatvinum í té framúrskarandi lausnir og þjónustu á sviði greiðslumiðlunar og stuðla þannig að árangursríkum viðskiptaháttum í samfélaginu. Besti mælikvarðinn á hvernig til tekst verður ánægja viðskiptavina. Nafni Greiðslumiðlunar - VISA Íslands hefur verið breytt í VALITOR. Ástæðan er aukin breidd í þjónustu hérlendis og vaxandi starfsemi erlendis, en fyrirtækið hefur nú þegar hluta tekna sinna af þjónustu við erlenda aðila, einkum vegna netverslunar. E F L IR - A L M A N N A T E N G S L Ekki fundust heimildir um örlög fyrirtækja þeirra hjóna, en hvað sem þeim leið stóð Roddick frammi fyrir því að skapa sér og dætrum sínum lífsviðurværi 1976 á meðan bóndi hennar, mikill ævintýramaður á yngri árum, ferðaðist í tvö ár um á hestbaki frá Buenos Aires til New York. Roddick hefur látið í það skína að stofnun Body Shop hafi ekki orðið sökum neyðar, nakinnar konu og spunavélar. Hún sagði að auk alls þess sem hún lærði um náttúru og nýtni á ferðalögum sínum á fram- andi slóðum hafi sér orðið hugsað til útsjónarsemi móður sinnar á stríðs- árunum. „Hvers vegna að fleygja ílátum ef hægt er að fylla þau aft- ur?“ og „af hverju að kaupa meira af einhverju en maður þarf að nota?“ voru spurningar sem hún velti fyrir sér og hafði að leiðarljósi á meðan hún þróaði hugmyndina um Body Shop. Snyrtivörur í þvagsýnaflöskum Áður en eiginmaðurinn lagði upp í langferðina hafði hann, fyrir hönd konu sinnar, samið um fjögur þús- und punda bankalán. Það dugði til að hún gat framleitt um fimmtán tegundir bað- og húðsnyrtivara, að- allega unnar úr náttúruefnum, sem hún hafði uppgötvað á ferðalögum sínum. Þessu pakkaði hún snyrti- lega í endurnýtanlegar þvagsýna- flöskur úr plasti og þá var ekkert að vanbúnaði að opna fyrstu búðina. Dökkgræni liturinn, sem varð hluti af ímynd Body Shop, var upp- haflega ekki hugsaður sem tákn umhverfisverndarsjónarmiða, held- ur þakti dökkgræn málning einfald- lega best rakablettina í nýja versl- unarhúsnæðinu. Þá viðurkenndi Roddick seinna að endurnýting um- búðanna hefði að hluta til verið í sparnaðarskyni. Viðtökur neytenda voru meiri en hana hafði órað fyrir. Ekki liðu nema sex mánuðir þar til hún sá sér þann kost vænstan að sækja aftur um lán og opna aðra verslun. Svo koll af kolli, núna eru 2.045 Body Shop-verslanir um allan heim, þar sem boðið er upp á 300 vöruteg- undir. Þegar Gordon Roddick kom aftur í fjölskyldufaðminn voru við- skiptaumsvif frúarinnar þegar orðin ævintýraleg. Hann tók fjármálin í sínar hendur og líka í stjórnartaum- ana. „Ímynd stöðugleika fyrirtæk- isins,“ sagði Roddick einhverju sinni um mann sinn. Upp frá því unnu þau hjónin saman að vexti Body Shop. Hann hefur ætíð stutt konu sína í baráttumálum og herferðum ýmiss konar í þágu góðs málstaðar, sem hún annaðhvort lagði lið eða efndi til. Með valdið í vasanum Anita Roddick var fjarri því að vera dæmigerð kaupsýslukona. Hún notaði vörumerki sitt óspart til að stuðla að félagslegum og umhverf- islegum umbótum heima og heiman og lét ekkert tækifæri ónotað til þess að benda neytendum á að þeir hefðu valdið í vasa sínum. Til dæmis með því að sniðganga vörur sem stórfyrirtæki notuðu börn til að framleiða í þróunarlöndunum og vörur sem voru framleiddar eftir til- raunir á dýrum. Hún þótti fylgin sér og lét ým- islegt flakka sem ekki féll í kramið hjá öllum. Snyrtivöruiðnaðurinn nötraði árið 2000 þegar hún bar upp á hann lygar og hélt því blákalt fram að konur ættu frekar að eyða peningum í gott rauðvín en svoköll- uð hrukkukrem, sem ekkert gagn gerðu. Gott rakakrem sagði hún duga. Af þeim umhverfis- og góðgerð- arsamtökum sem Roddick lagði lið má nefna Greenpeace, Amnesty Int- ernational og The Big Issue, sem gefur út samnefnt blað og heim- ilislausir um allan heim selja til að framfleyta sér. Árið 1990 stofnaði hún COTE, Children On The Edge (Börn á jaðrinum), hjálparsamtök fyrir illa stödd börn í Austur- Evrópu og Asíu. Eftir að hún greindist með lifrarbólgu C stofnaði hún The Hepatitis C-sjóðinn, með það að markmiði að auka þekkingu á sjúkdómnum. Í mars 2006 seldu Roddick-hjónin franska snyrtivörurisanum L’O- réal fyrirtækið fyrir 652 milljónir punda (um 85 milljarða ísl. kr.) í beinhörðum peningum. Þar af fengu þau 130 milljónir í sinn hlut, eða rúmlega 17 milljarða ísl. kr. Salan olli deilum því dýravinir grunuðu L’Oréal um að nota dýr í tilrauna- skyni. Roddick játaði nýlega að hún hefði vissulega tekið áhættu, enda hefði hún misst alla stjórn ef kaup- endurnir hefðu raunverulega viljað eyðileggja Body Shop. Bless- unarlega hefði sú ekki verið raunin. Rétt fyrir andlátið var hún spurð hvað orðið hefði um allar millj- ónirnar. Hún svaraði því til að hún skemmti sér við að gefa þrjár millj- ónir á ári til mannúðarmála og fleiri góðra mála. „Ég vil ekki deyja rík,“ sagði hún árið 2005. „Græðgi er verst af öllu, samansafn peninga. Ég skil ekki hvers vegna ofurríkt fólk er ekki gjafmildara,“ bætti hún við. Góð hugmynd gerði Anitu Rod- dick að brautryðjanda á grænni grein. Núna, þremur áratugum eftir að hún opnaði litlu búðina í Brig- hton, keppast stór sem smá fyr- irtæki við að grænka orðspor sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.