Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 53 UMRÆÐAN TRÚLEGA mun mörgum finnast að verið sé að bera í bakkafullan læk- inn, með því að tjá sig um svokallaða „Grímseyjarferju“. En einhvern veginn finnst mér að alltaf hafið verið hlaupið yfir það sem mestu máli skiptir, en það er: Hver eða hverj- ir urðu þess valdandi að skip það sem nú liggur í Hafnarfjarðarhöfn var keypt? Ef umrætt skip hefði aldrei verið keypt, illu heilli, hefði þetta leiðindamál aldrei kom- ið upp. Kaupin voru gerð á vegum Vega- gerðar ríkisins og fékk hún, að því að sagt er, sérfræðing til að annast leit og kaup á hentugu skipi. Maður sá sem fyrir valinu varð, mun heita Einar Hermannsson og er titlaður skipaverkfræðingur. Einar þessi mun hafa farið nokkrar ferðir til annarra landa til þess að skoða og finna hentugt og gott skip sem ekki yrði of kostnaðarsamt þegar það væri komið í notkun. Grímseyingar vildu ekki kaupa köttinn í sekknum og fóru því og skoðuðu umrætt skip og felldu fljótt þann dóm, að þeir vildu ekkert með þetta skip hafa að gera og sögðu því: nei, takk, þetta skip fullnægir engan veginn okkar þörfum. Eftir heimkomuna voru þeir kallaðir á fund, þar sem málin voru rædd fram og aftur. Þar mun hafa komið fram að umræddur Einar hafi tekið þvílíku ástfóstri við þetta skip að annað kom ekki til greina. Á þess- um fundum munu Ein- ar og hans fylgifiskar hafa reynt að fá Gríms- eyingana ofan af mótþróanum með góðu eða jafnvel hótunum um að þeir fengju þá ekkert skip. Að endingu tókst þeim kumpánum að þjarma svo að Grímseyingunum að þeir sögðust geta sam- þykkt kaupin en alls ekki nema að upp- fylltum ákveðnum skil- yrðum sem þeir töldu nauðsynleg. Næst gerist það að Ein- ar sest niður og reiknar og á þeim út- reikningum er skipið keypt og siglt heim. Þá hefst viðgerð sem taka átti skamman tíma en eitthvað virðist hafa hafið úrskeiðis í reikningnum því fljótlega kom í ljós að viðgerð- arkostnaðurinn yrði ekki í kringum fimmtíu milljónir eins og kostnaðar- áætlunin gerði ráð fyrir, heldur sex til átta sinnum hærri. Þegar hér er komið sögu sér Einar sig tilknúinn að koma fram í fjölmiðlum og skýra sitt mál. Þar kom fram að aðallega tvennt varð til þess að kostnaðurinn fór úr böndunum. Í fyrsta lagi ætlaðist hann til þess að viðgerðin yrði unnin í einhverju vanþróuðu landi, þar sem kostnaður yrði mjög lítill. Í öðru lagi var það frekja og ósanngirni Gríms- eyinga sem vildu láta lagfæra og breyta öllu mögulegu. Nú þykir mér rétt að staldra við og spyrja: Voru kröfur Grímseyinga ósanngjarnar og óraunhæfar? Voru þeir kannski að fara fram á að skipið yrði gert að ein- hverju lúxusfari, þar sem allt yrði „í gulli og glans“? Eða voru þetta bara ósköp eðlilegar og sanngjarnar kröf- ur? Sé þetta rétt athugað er þá ekki eðlilegt að spyrja, var margtéður Einar Hermannsson vísvitandi að ljúga að Vegagerðinni til þess að um- rætt skip yrði keypt eða er þekking hans á skipum og skipaviðgerðum ekki meiri en fram kemur í þessu máli? Spyr sá sem ekki veit? Spyr sá sem ekki veit Alfreð Jónsson hugleiðir um kaupin á Grímseyjarferjunni » Á þessum fundummunu Einar og hans fylgifiskar hafa reynt að fá Grímseyingana ofan af mótþróanum með góðu eða jafnvel hót- unum um að þeir fengju þá ekkert skip. Alfreð Jónsson Höfundur var oddviti í Grímsey 1957- 1982, nú búsettur á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. ÞAÐ eru ekki mörg ár síðan áhugi vaknaði meðal landsmanna á varð- veizlu gamalla húsa. Um miðja seinustu öld þótti það nánast hé- gómlegt að tala um slíkt. Það væri ábyrgð- arlaust að nota dýrar lóðir undir gömul og lú- in hús, sem lokið hefðu hlutverki sínu. Gömul hús áttu skilyrðislaust að víkja fyrir nýbygg- ingum, sem þjónuðu kalli nýs tíma. Þessi skoðun var sérstaklega almenn meðal sveit- arstjórnarmanna. Á seinustu árum hefir orðið hugarfars- breyting á þessu sviði. Nú gera menn sér almennt ljóst, að gömlu húsin eru hluti af menningararfleifð okkar og hægt er að finna þeim nýtt hlutverk. Það hefir tekizt með miklum ágætum víða um land og eru íbúar viðkomandi byggðarlaga stoltir af. Með stofnun húsafriðunarsjóðs og eflingu hans á liðnum árum hefir náðst athygl- isverður árangur á þessu sviði, sem víða sér stað. En við eigum fleiri menningar- söguleg verðmæti en gömlu húsin. Á liðnum árum hafa byggðasöfnin mörg tekið við fjölda fiskibáta, sem smíð- aðir voru á fyrri hluta liðinnar aldar, þó að margir þeirra hafi lent í ára- mótabrennum. Það urðu t.d. örlög Emmu VE 219, fyrsta plankabyggða (sléttsúðaða) bátsins, sem smíðaður var hér á landi. Hann var talinn ónýtur og brenndur í Hafnarfirði 6. janúar 1968. Smíði þessa báts markaði ákveðin þátta- skil í atvinnusögu þjóð- arinnar. Landsmenn voru að hverfa frá smíði súðbyrtra báta yfir í smíði öflugri og betri sjóskipa. Bárður G. Tómasson skipaverk- fræðingur smíðaði þennan bát á fjöru- kambinum í Fjarðarstræti á Ísafirði, nýkominn heim frá námi árið 1919. Emma hefði verið betur komin í dag í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði. Vegna fjárskorts hafa söfnin ekki haft fjár- hagslega getu til að gera þessum bát- um til góða og endurgera það, sem af- laga hefir farið, eins og tekizt hefir með mörg gömlu húsanna með at- hyglisverðum árangri. Hér er mikið verk að vinna og nauðsynlegt að taka til hendinni hið bráðasta, því að verk- menningin er að glatast. Nýir skipa- smiðir eru ekki útskrifaðir lengur og þeir sem lærðu þessa iðngrein á árum fyrr, eru ýmist horfnir yfir móðuna miklu eða farnir að berja nestið. Þess vegna má ekki dragast öllu lengur, að eitthvað sé gert í málinu. Til þess að einhver árangur náist, þarf að stofna skipafriðunarsjóð, sem hefði hliðstætt hlutverk og húsafrið- unarsjóður og sérstaka deild við Þjóðminjasafnið, sem hefði umsjón með þessari uppbyggingu. Þessi starfsemi á að sjálfsögðu að vera úti á landi, því að þar fór þessi starfsemi aðallega fram meðan við byggðum okkar fiskiskip sjálfir. Þar er þessi verkmenning til staðar. Það sem eftir er af henni. Málið þolir enga bið og þessu verður ekki hrundið í fram- kvæmd, nema ríkið komi þar mynd- arlega að. Það er tillaga mín, að menntamálaráðherra og sjáv- arútvegsráðherra taki nú höndum saman og komi málinu í höfn með nauðsynlegum lagabreytingum á næsta þingi. Varðveizla gamalla skipa Jón Páll Halldórsson vill stofna skipafriðunarsjóð » Stofna þarf skipa-friðunarsjóð, sem hefði hliðstætt hlutverk og húsafriðunarsjóður. Jón Páll Halldórsson Höfundur er áhugamaður um söfnun á heimildum liðinna tíma og verndun gamalla minja. Hveragerði – Klettahlíð 7 Vel staðsett einbýlishús í útjaðri byggðar Opið hús í dag frá kl. 14-16 FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Fallegt og töluvert endurnýjað 232 fm ein- býlishús ásamt 70 fm bílskúr á fallegum út- sýnistað í útjaðri byggðar. Björt stofa, borð- stofa, eldhús og baðherbergi með nýlegi innréttingu. Möguleiki á fjórum svefnher- bergum. Fallegur skáli með útgangi á stóra timburverönd. Mikil ofanbirta og góð lofthæð er í bílskúr sem er tilvalinn fyrir t.d. vinnustofu eða heildsölu. 1.068 fm lóð, ræktuð runnum og trjám. Aðeins 30 mín. akstur frá Reykjavík. Verð 39,5 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 Verið velkomin. M bl 9 09 81 9 Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG Síðumúli 13 Sími 569 - 7000 www.miklaborg.is Nýkomið í einkasölu vandað, nýlegt 482 fm atvinnuhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi. Eignin skiptist í einn stóran sal með góðri lofthæð, sýningaraðstöðu, skrifstofu og opin rými. Mikill burður í gólfi. Snyrtilegt og gott atvinnuhúsnæði í ört vaxandi hverfi. Nánari upplýsingar veitir Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali VESTURVÖR - IÐNAÐARHÚSNÆÐI Mánatún 6 105 Reykjavík Falleg íbúð á jarðhæð með verönd Stærð: 103,1 fm Fjöldi herbergja: 3 Byggingarár: 2001 Brunabótamat: 17.300.000 Bílskúr: Nei Verð: 34.900.000 Mjög falleg 3ja herbergja, 103 fm íbúð á jarðhæð í nýlegu lyftuhúsi, sem er klætt viðhaldslítilli klæðningu. Allt hið vandaðasta. Parket og flísar á gólfum. Þvottahús innan íbúðar. Hellulögð verönd með skjólvegg. Afhending í nóvember. Mjög rólegt og gott hverfi. Lind Sigurður Samúels Lögg. fasteignasali sigsam@remax.is Gunnar Valsson Sölufulltrúi gv@remax.is Opið Hús OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16.00-16.30 896 2312 822 3702 Skógarhlíð 22 • 105 Reykjavík • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 • www.storhus.is 534 2000 www.storhus.is SÖLUSÝNING 196,3 fm glæsileg íbúð á tveimur hæðum (10.og 11.hæð) með stórkostlegu útsýni. Bílskýli. Neðri hæð : 2.svefnherb, stofa m/útg. út á suður svalir, eldhús opið inn í stofu, þvot- tahús og baðherb. Efri hæð: Stofa m/ útg. út á suður svalir, hjónaherb.m/fata- herb inn af, baðherb. Íbúðin er afhent án gólfefna nema á baði og þvottahúsi en þar eru flísar. VERÐ 58,8 MILLJ. ÁHV. 35 MILLJ. OPIÐ HÚS MÁNUDAGINN 17.SEPT. Á MILLI KL. 17 - 17:30. ERUM VIÐ SÍMANN UM HELGINA. BÓKIÐ SKOÐUN ! LAUS !HÖRÐUKÓR 5, KÓPAVOGUR. PENTHOUSE ÍBÚÐ Á TVEIMUR HÆÐUM. Ísak V. Jóhannsson Sölustjóri S: 822-5588 Hrafnhildur Bridde Löggiltur fasteignasali S: 821-4400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.