Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 80

Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 80
SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 8°C | Kaldast 1°C Norðanátt, víða 5-10 m/s við austurströnd- ina. Léttskýjað sunnan til, annars skýjað og lítilsháttar slydda. » 8 ÞETTA HELST» Védís með nýja skífu  Söngkonan og lagasmiðurinn Véd- ís Hervör Árnadóttir sendir á næst- unni frá sér aðra breiðskífu sína sem ber heitið A Beautiful Life – Recov- ery Project. Védís segir lögin vera samantekt á því sem hún hefur verið að gera síðan hún var 18 ára. »70 Miðborgarþing  Svonefnt Miðborgarþing Reykja- víkur verður haldið í Ráðhúsinu á morgun, mánudag, þar sem meðal annars verður fjallað um jákvæðara mannlíf í borginni í framhaldi af um- ræðum um umgengni og framgöngu fólks í miðborginni um helgar. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri segir að þörf sé á samstilltu átaki til að bæta ástandið. »6 „Leiðarkerfi neytenda“  Unnið er að því að koma á fót leið- arkerfi neytenda á vegum talsmanns neytenda með stuðningi stjórnvalda. Þar er um að ræða opnun vefgáttar þar sem er að finna ábendingar fyrir neytendur um reglur og úrræði í kerfinu. » Forsíða Áhyggjur af þróuninni  Framhaldsskólakennarar hafa miklar áhyggjur af launaþróun inn- an stéttarinnar, en formenn kenn- arafélaga framhaldsskólanna fund- uðu á föstudaginn var um kjaramál meðal annars. Segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, að launaþróun hjá framhalds- skólakennurum sé allt önnur en hjá öðrum háskólamenntuðum rík- isstarfsmönnum. » 2 SKOÐANIR» Staksteinar: Kjarnorkutilboð … Forystugreinar: Endurskoðun laga um húsafriðun | Reykjavíkurbréf Ljósvaki: Tíminn líður hratt … UMRÆÐAN» Alcoa tekur þátt í íslenska djúpborunarverkefninu Gistinóttum á hótelum í júlí fjölgaði um 6% milli ára Tuttugu ár liðin frá undirritun Montreal-bókunarinnar Fá allir að sitja við sama borð? Varðveizla gamalla skipa ATVINNA » FÓLK» Eminem er hættur við að hætta í tónlist. »73 Árni Matthíasson fjallar um nýja plötu og langan feril gít- arleikarans og laga- smiðsins Marks Knopflers. »74 TÓNLIST» Um Mark Knopfler ÚTVARP» Uppruni tegundanna á dagskrá á nýjan leik. »71 KVIKMYND» Mýrin fer víða, nú síðast til Frakklands. »72 Á vefsíðu vikunnar er hægt að lesa sér til um margvísleg mistök sem gerð hafa verið í kvik- myndum. »77 Mistök í myndum VEFSÍÐA» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Forstjóraskipti hjá BYKO 2. Verðið á „100 dollara tölvunni“ … 3. „Hvað er að dómskerfinu hér á landi?“ 4. Tíu menguðustu borgir … Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is „ÉG lít á það sem sálgæsluhlutverk að hjálpa manneskju þegar hún getur ekki lengur ráðið sínum mál- um – varnir eru allar farnar, hún getur ekki meira. Hún þarf að fá einhvern með sér til að fara í gegn- um vandamálin, sem geta verið stór eða smá eftir atvikum,“ segir séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sókn- arprestur í Hraungerðisprestakalli. Hann hefur þróað sérstakt kerfi til að takast á við þetta mikilvæga hlutverk presta í nútímanum, þar sem flest er á hverfanda hveli og vandamálin hafa tilhneigingu til að hrannast upp. „Ég geri aldrei kröfur um að við- komandi einstaklingur sem til mín leitar eigi sér trú, en það er eins og hún komi oft í lokin sem árangur eða afleiðing af góðu sambandi – góðri líðan,“ segir séra Kristinn ennfremur. Hann telur mjög æski- legt að ungir prestar fái aukna fræðslu og þjálfun í sálgæslu, svo ríkur sé þáttur hennar í lífi presta nútímans. „Þegar fólk hefur farið í gegnum það prógramm sem ég vinn eftir er eins og það sé allt í einu tilbúið að hefja sig upp á hið andlega svið, slaka á og fela hlutina æðri mætti – þá kemur friður og ró inn í líf þess – það er ekki lengur höfundur að velgengni sinni eins og haldið er að fólki í sjálfshjálpar- fræðum nútímans, þar sem segir: Verði minn vilji og verði hann fyrir minn mátt. Trúin segir aftur á móti: Verði þinn vilji og hjálpa þú mér. Það síðarnefnda færir fólki sálarfrið.“ Sálgæsla aukinn þáttur í starfi presta Telur æskilegt að ungir prestar fái aukna fræðslu í sálgæslu  Vakningar er þörf | 32 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kristinn Ágúst Friðfinnsson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SÍÐASTI dagur hreindýraveiði- tímabilsins var í gær. Þá voru fáir að veiðum enda búið að ná flestum af þeim 1.137 hreindýrum sem leyfilegt var að veiða að þessu sinni. Í gærmorgun höfðu alls verið felldir 557 tarfar á veiðitímabilinu og þrír eftir af útgefnum kvóta. Bú- ið var að fella 566 hreinkýr og 11 óveiddar, að sögn Jóhanns G. Gunn- arssonar, starfsmanns veiðistjórn- unarsviðs Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum. Veiðimenn ætluðu að fella þá tarfa sem eftir voru og nokkrar kúnna í gær. Gunnar A. Guttormsson bóndi á Litla-Bakka (t.h.) og Aðalsteinn Að- alsteinsson frá Vaðbrekku (t.v.) eru elstir starfandi leiðsögumanna með hreindýraveiðum. Gunnar 78 ára og Aðalsteinn 75 ára. Gunnar fékk úthlutað leyfi á hreintarf að þessu sinni og fór Aðalsteinn með honum sem leiðsögumaður. Þeim félögum gekk vel, enda vart völ á reyndari hreindýraveiðimönnum. Gunnar felldi 96 kílóa þungan tarf í Víðidal inn af Ármótaseli í fyrradag. „Þetta var ekkert svo erfitt, en það þurfti að fara aðeins frá alfara- leið og kominn snjór þar sem við vorum við veiðar. Orðið vel hvítt,“ sagði Gunnar. „Ég byrjaði strax upp úr tvítugu og er búinn að vera í allri flórunni. Hrepparnir voru fyrst í úthlutun og fengu veiðimenn til að veiða dýrin fyrir sig. Svo hef ég haldið áfram í þessu kerfi og alltaf sótt um leyfi og búinn að fá oftast nær.“ Gunnar er búinn að leiðbeina 15 mönnum við hrein- dýraveiðarnar í haust. „Danni [Að- alsteinn] var með helmingi fleiri veiðimenn en ég. Hann þykist nú vera unglamb miðað við mig en ber virðingu fyrir aldursforsetanum,“ sagði Gunnar kampakátur. Þegar Morgunblaðið náði tali af Gunnari í gærmorgun var hann að kíkja eftir törfum, því til greina kom að hann færi með enn einum veiðimanninum á hreindýraveiðar. Kátar kempur Ljósmynd/Hulda Jakobsdóttir Aldursforseti leiðsögumanna með hreindýraveiðum veiddi 96 kg hreintarf BLINDRABÓKASAFN Íslands er að auka hljóðbókaframleiðslu sína og nú fyrir jólin verður bryddað upp á þeirri nýj- ung að fram- leiða nýjar jóla- bækur sem munu verða til útláns á sama tíma og bæk- urnar koma út á prenti. Blindra- bókasafnið hef- ur líka gefið út hljóðbækur fyrir almennan mark- að undir heitinu; Orð í eyra og hafa JPV útgáfa og Orð í eyra gert með sér samstarfssamning um sex bækur, sem munu koma út sem hljóðbækur á almennan markað í haust samtímis þeim prentuðu. | 36 Hljóðbækur samtímis prentuðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.