Morgunblaðið - 16.09.2007, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 16.09.2007, Qupperneq 80
SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 8°C | Kaldast 1°C Norðanátt, víða 5-10 m/s við austurströnd- ina. Léttskýjað sunnan til, annars skýjað og lítilsháttar slydda. » 8 ÞETTA HELST» Védís með nýja skífu  Söngkonan og lagasmiðurinn Véd- ís Hervör Árnadóttir sendir á næst- unni frá sér aðra breiðskífu sína sem ber heitið A Beautiful Life – Recov- ery Project. Védís segir lögin vera samantekt á því sem hún hefur verið að gera síðan hún var 18 ára. »70 Miðborgarþing  Svonefnt Miðborgarþing Reykja- víkur verður haldið í Ráðhúsinu á morgun, mánudag, þar sem meðal annars verður fjallað um jákvæðara mannlíf í borginni í framhaldi af um- ræðum um umgengni og framgöngu fólks í miðborginni um helgar. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri segir að þörf sé á samstilltu átaki til að bæta ástandið. »6 „Leiðarkerfi neytenda“  Unnið er að því að koma á fót leið- arkerfi neytenda á vegum talsmanns neytenda með stuðningi stjórnvalda. Þar er um að ræða opnun vefgáttar þar sem er að finna ábendingar fyrir neytendur um reglur og úrræði í kerfinu. » Forsíða Áhyggjur af þróuninni  Framhaldsskólakennarar hafa miklar áhyggjur af launaþróun inn- an stéttarinnar, en formenn kenn- arafélaga framhaldsskólanna fund- uðu á föstudaginn var um kjaramál meðal annars. Segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, að launaþróun hjá framhalds- skólakennurum sé allt önnur en hjá öðrum háskólamenntuðum rík- isstarfsmönnum. » 2 SKOÐANIR» Staksteinar: Kjarnorkutilboð … Forystugreinar: Endurskoðun laga um húsafriðun | Reykjavíkurbréf Ljósvaki: Tíminn líður hratt … UMRÆÐAN» Alcoa tekur þátt í íslenska djúpborunarverkefninu Gistinóttum á hótelum í júlí fjölgaði um 6% milli ára Tuttugu ár liðin frá undirritun Montreal-bókunarinnar Fá allir að sitja við sama borð? Varðveizla gamalla skipa ATVINNA » FÓLK» Eminem er hættur við að hætta í tónlist. »73 Árni Matthíasson fjallar um nýja plötu og langan feril gít- arleikarans og laga- smiðsins Marks Knopflers. »74 TÓNLIST» Um Mark Knopfler ÚTVARP» Uppruni tegundanna á dagskrá á nýjan leik. »71 KVIKMYND» Mýrin fer víða, nú síðast til Frakklands. »72 Á vefsíðu vikunnar er hægt að lesa sér til um margvísleg mistök sem gerð hafa verið í kvik- myndum. »77 Mistök í myndum VEFSÍÐA» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Forstjóraskipti hjá BYKO 2. Verðið á „100 dollara tölvunni“ … 3. „Hvað er að dómskerfinu hér á landi?“ 4. Tíu menguðustu borgir … Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is „ÉG lít á það sem sálgæsluhlutverk að hjálpa manneskju þegar hún getur ekki lengur ráðið sínum mál- um – varnir eru allar farnar, hún getur ekki meira. Hún þarf að fá einhvern með sér til að fara í gegn- um vandamálin, sem geta verið stór eða smá eftir atvikum,“ segir séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sókn- arprestur í Hraungerðisprestakalli. Hann hefur þróað sérstakt kerfi til að takast á við þetta mikilvæga hlutverk presta í nútímanum, þar sem flest er á hverfanda hveli og vandamálin hafa tilhneigingu til að hrannast upp. „Ég geri aldrei kröfur um að við- komandi einstaklingur sem til mín leitar eigi sér trú, en það er eins og hún komi oft í lokin sem árangur eða afleiðing af góðu sambandi – góðri líðan,“ segir séra Kristinn ennfremur. Hann telur mjög æski- legt að ungir prestar fái aukna fræðslu og þjálfun í sálgæslu, svo ríkur sé þáttur hennar í lífi presta nútímans. „Þegar fólk hefur farið í gegnum það prógramm sem ég vinn eftir er eins og það sé allt í einu tilbúið að hefja sig upp á hið andlega svið, slaka á og fela hlutina æðri mætti – þá kemur friður og ró inn í líf þess – það er ekki lengur höfundur að velgengni sinni eins og haldið er að fólki í sjálfshjálpar- fræðum nútímans, þar sem segir: Verði minn vilji og verði hann fyrir minn mátt. Trúin segir aftur á móti: Verði þinn vilji og hjálpa þú mér. Það síðarnefnda færir fólki sálarfrið.“ Sálgæsla aukinn þáttur í starfi presta Telur æskilegt að ungir prestar fái aukna fræðslu í sálgæslu  Vakningar er þörf | 32 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kristinn Ágúst Friðfinnsson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SÍÐASTI dagur hreindýraveiði- tímabilsins var í gær. Þá voru fáir að veiðum enda búið að ná flestum af þeim 1.137 hreindýrum sem leyfilegt var að veiða að þessu sinni. Í gærmorgun höfðu alls verið felldir 557 tarfar á veiðitímabilinu og þrír eftir af útgefnum kvóta. Bú- ið var að fella 566 hreinkýr og 11 óveiddar, að sögn Jóhanns G. Gunn- arssonar, starfsmanns veiðistjórn- unarsviðs Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum. Veiðimenn ætluðu að fella þá tarfa sem eftir voru og nokkrar kúnna í gær. Gunnar A. Guttormsson bóndi á Litla-Bakka (t.h.) og Aðalsteinn Að- alsteinsson frá Vaðbrekku (t.v.) eru elstir starfandi leiðsögumanna með hreindýraveiðum. Gunnar 78 ára og Aðalsteinn 75 ára. Gunnar fékk úthlutað leyfi á hreintarf að þessu sinni og fór Aðalsteinn með honum sem leiðsögumaður. Þeim félögum gekk vel, enda vart völ á reyndari hreindýraveiðimönnum. Gunnar felldi 96 kílóa þungan tarf í Víðidal inn af Ármótaseli í fyrradag. „Þetta var ekkert svo erfitt, en það þurfti að fara aðeins frá alfara- leið og kominn snjór þar sem við vorum við veiðar. Orðið vel hvítt,“ sagði Gunnar. „Ég byrjaði strax upp úr tvítugu og er búinn að vera í allri flórunni. Hrepparnir voru fyrst í úthlutun og fengu veiðimenn til að veiða dýrin fyrir sig. Svo hef ég haldið áfram í þessu kerfi og alltaf sótt um leyfi og búinn að fá oftast nær.“ Gunnar er búinn að leiðbeina 15 mönnum við hrein- dýraveiðarnar í haust. „Danni [Að- alsteinn] var með helmingi fleiri veiðimenn en ég. Hann þykist nú vera unglamb miðað við mig en ber virðingu fyrir aldursforsetanum,“ sagði Gunnar kampakátur. Þegar Morgunblaðið náði tali af Gunnari í gærmorgun var hann að kíkja eftir törfum, því til greina kom að hann færi með enn einum veiðimanninum á hreindýraveiðar. Kátar kempur Ljósmynd/Hulda Jakobsdóttir Aldursforseti leiðsögumanna með hreindýraveiðum veiddi 96 kg hreintarf BLINDRABÓKASAFN Íslands er að auka hljóðbókaframleiðslu sína og nú fyrir jólin verður bryddað upp á þeirri nýj- ung að fram- leiða nýjar jóla- bækur sem munu verða til útláns á sama tíma og bæk- urnar koma út á prenti. Blindra- bókasafnið hef- ur líka gefið út hljóðbækur fyrir almennan mark- að undir heitinu; Orð í eyra og hafa JPV útgáfa og Orð í eyra gert með sér samstarfssamning um sex bækur, sem munu koma út sem hljóðbækur á almennan markað í haust samtímis þeim prentuðu. | 36 Hljóðbækur samtímis prentuðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.