Morgunblaðið - 24.11.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.11.2007, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● HLUTABRÉF hækkuðu á ný í verði í Kauphöll Íslands í gær eftir umtals- verða verðlækkun í vikunni. Úrvals- vísitalan hækkaði um 0,15% og er 6.751 stig. Krónan veiktist hins vegar um 1,23% í gær, en velta á millibanka- markaði nam um 27,4 milljörðum króna. Gengi Bandaríkjadals er 63,32 krónur, evru 93,82 krónur og gengi pundsins er 130,21 krónur. Smávægileg hækkun ● NORSKA blað- ið Dagbladet ætlar að fækka stöðugildum í fyrirtækinu um sextíu, en Dagbladet segist þurfa að spara andvirði um 1,9 milljarða á næstu tveimur árum, að því er segir í frétt á vef- síðu Business.dk. Starfsmönnum var tilkynnt ákvörðun stjórnar fyrirtækisins í fyrradag, en engum blaðamönnum verður sagt upp störfum, heldur verður starfsfólki í ljósmynda-, rannsóknar- og skrifstofudeildum að axla þær byrðar. Þá var sagt frá því í gær að nýr forstjóri hafi verið ráðinn til Det Berlingske Officin, móðurfélags danska blaðsins Berlingske Ti- dende. Lisbeth Knudsen tekur við starfinu af John Allwood, forstjóra Mecom, móðurfélags Berlingske, en hann hefur sinnt hefur for- stjórastarfi í báðum félögum frá því í ágúst á þessu ári. Sviptingar á Norræn- um blaðamarkaði ● SAGA Capital Fjárfestingabanki er ekki með stöður í sjóðum eða skuldabréfum sem tengjast áhættu- sömum fasteignalánum í Bandaríkj- unum en margar erlendar fjár- málastofnanir hafa þurft að afskrifa verulegar upphæðir að undanförnu vegna slíkra lána. Fjármáleftirlitið hefur greint frá því að íslensk fjármálafyrirtæki séu með beinum og óbeinum hætti með stöðu í slíkum lánum upp á 30 millj- arða króna sem gerir um 3% af eig- infjárgrunni þeirra og er áhættan því takmörkuð að mati Fjármálaeftirlits- ins. Fram hefur komið að Landsbank- inn, Straumur-Burðarás og Glitnir tengjast ekki slíkum lánum en að að minnsta kosti bæði Kaupþing banki og Askar Capital séu með stöður sem tengjast slíkum lánum. Saga Capital ekki í vafningum MÓÐURFÉLAG Atorku Group hagnaðist um 891 milljón króna fyrir skatta á þriðja fjórðungi ársins á móti 660 milljónum á sama tímabili í fyrra og var umtalsvert eða um 128 millj- ónum meiri en sérfræðingar Glitnis höfðu reiknað með. Hagnaðurinn fyr- ir skatta fyrstu níu mánuði ársins nam 6,8 milljörðum króna á móti 6,4 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Hækkun á gangvirði eigna, þ.e. óinn- leystur gengishagnaður, skilaði móð- urfélaginu 9,3 milljörðum króna á móti 7,1 milljarði fyrstu níu mánuðina í fyrra en fjármagnskostnaður jókst úr 1,5 milljörðum í 2,8 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár reiknuð á ársgrundvelli miðað við fyrstu níu mánuði ársins var 39% og eiginfjár- hlutfall við lok september var 37%. Samstæðuuppgjör Atorka Group gerir upp fyrir móð- urfélag og þá samkvæmt gangvirðis- aðferð enda líta forsvarsmenn á félag- ið sem fjárfestingafélag en það birtir einnig samstæðuppgjör eins og því ber skylda til og er það samkvæmt hlutdeildaraðferð þar sem rekstrar- leg afkoma dótturfélaga ásamt af- komu móðurfélags án gangvirðismats á dótturfélögum er lögð saman. Segir í tilkynningu að Atorka telji að fjár- festar verði að kynna sér bæði upp- gjörin til að fá rétta mynd af stöðu fé- lagsins. Hagnaður samstæðu Atorku á þriðja fjórðungi nam 2,7 milljörðum eftir skatta á móti 32 milljónum á sama tímabili í fyrra og hagnaður samstæðu eftir skatta fyrstu níu mán- uði ársins nam 2,5 milljörðum króna á móti 129 milljónum á sama tímabili í fyrra. Atorka Group með 890 milljónir króna í hagnað Uppgjör Atorka Group arnorg@mbl.is markaði, gera það að verkum að næsta ár verði mun erfiðara fyrir Kaupþing en þau sem á undan hafa gengið. Þessir erfiðleikar réttlæti hins vegar ekki skuldatryggingaá- lagið á bréfum bankans. Er í skýrslunni mælt með því að Kaupþing selji eitthvað af eignum sínum til að ná niður tryggingaálag- inu og hætti jafnvel við kaupin á NIBC, en líkur á að það gerist séu reyndar afar litlar. Þá væri jákvætt skref fyrir bankann að selja hlut sinn í norska tryggingafélaginu Store- brand. Segir markaði of- meta áhættuna Merrill Lynch segir skuldatryggingaálag Kaupþings of hátt Kaupin Forstjóri Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, á fundi þar sem greint var frá kaupum íslenska bankans á hollenska bankanum NIBC. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HÁTT skuldatryggingaálag á skuldabréfum Kaupþings á sér ekki stoð í eigna- eða lausafjárstöðu bankans, eða því er segir í nýrri skýrslu greiningardeildar fjárfest- ingarbankans Merrill Lynch. Er í skýrslunni bent á að þrátt fyr- ir að í lánasafni Kaupþings sé nokk- uð um áhættusöm lán þá þurfi kaup- þing að afskrifa meira en 12% af heildarlánasafni sínu til að fara í greiðsluþrot og líkur á að svo fari séu hverfandi. Þá geri lausafjárstýring Kaupþings ráð fyrir því að bankinn geti fjármagnað sig sjálfur til 360 daga. Þá sé líklegt að bankinn búi yf- ir frekari öryggisventlum sem geri lausafjárstöðu hans til lengri tíma trausta. Erfitt ár framundan Segir í skýrslunni að hátt trygg- ingaálag endurspegli að öllum líkind- um áhyggjur markaðarins af kaup- um Kaupþings á hollenska bankanum NIBC og gerir Merrill Lynch ekki ráð fyrir því að allar fréttir frá hollenska bankanum á næstu misserum verði góðar. Er í skýrslunni gert ráð fyrir því að um- svifamiklar breytingar og endur- skipulagning á NIBC þurfi að fara fram, þótt ekki verði þær gerðar all- ar á sama tíma. Þessi endurskipu- lagning muni, ásamt þrengri lána- Í HNOTSKURN » Tryggingarálag á bréfkaupþings hefur hækkað umtalsvert síðustu vikur. » Var álagið á fimm árabréf bankans um 0,5 pró- sentustig í júlímánuði en fór hæst í 3,6 prósentustig á fimmtudag. » Í gær lækkaði álagiðnokkuð, en ekki er ljóst hvort lækkunin sé varanleg. Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is HLUTFALL innlána af útlánum viðskiptabankanna og sparisjóðanna hefur hækkað verulega á undanförn- um misserum og þó einkanlega í kjölfar „Íslandskreppunnar“ svo- kallaðrar vorið 2006 þegar íslensku bankarnir urðu fyrir harðri gagnrýni en hluti hennar beindist einmitt að því hversu mjög þeir væru háðir lánsfjármörkuðum um fjármögnun og að hlutfall innlána væri lágt í sam- anburði við erlenda banka. Samkvæmt tölum Fjármálaeftir- litsins (FME) var hlutfall innlána á móti útlánum um 31% um áramótin 2005 og 2006 en hafði hækkað í 52% um mitt þetta ár. Meira en helmingur Frá því í júní í fyrra hafa heildar- innlán banka og sparisjóða meira en tvöfaldast eða farið úr 899 milljörð- um í 2.126 milljarða nú í ágúst. Lang- mesti hluti þeirrar aukningar er vegna aukinna innlána erlendra aðila en þau hafa nær sjöfaldast frá því júní 2006 þegar þau námu 157 millj- örðum 1.080 milljarða nú í ágúst og nema orðið liðlega helmingi eða 51% af öllum innlánum. Ganga má að því sem gefnu að inn- lánsreikningur Landsbankans, Ice- save, vegi þungt í þessari aukningu en innlán erlendra aðila munu engu að síður hafa vaxið hjá öllum við- skiptabönkunum þremur að undan- förnu enda hafa þeir allir lagt áherslu á að laða til sín innlán í dótt- urbönkum sínum erlendis. Í frétt á vef FME segir Guðmund- ur Jónsson, sviðsstjóri á Lánasviði, þá „jákvæðu þróun“ hafa átt sér stað að frá því í desember 2005 til loka ágúst 2007 hafi innlán nær þrefald- ast og sé litið til síðustu sex mánaða hafi aukningin verið um 33% að með- altali. Það veki ekki síður athygli að meirihluti innlána íslenskra innláns- stofnana koma nú frá erlendum að- ilum, hlutfallið hafi vaxið úr um 7% í lok árs 2005 í um 51% í nú ágúst. Erlendir peningar streyma inn Hlutfall innlána af útlánum viðskiptabanka og sparisjóða hefur snarhækkað Morgunblaðið/Golli Aukning Innlán erlendra aðila hafa aukist hjá viðskiptabönkunum ALMENN hækk- un varð á mörk- uðum erlendis og segir í frétt Wall Street Jo- urnal að hækk- anirnar megi að stórum hluta rekja til þess að markaðsaðilar hafi verið að grípa tækifæri til að kaupa bréf í félögum, sem þeir telji að hafi verið undirverðlögð eftir lækkanir undanfarinna daga. Breska FTSI vísitalan hækkaði um 1,74%, þýska DAX um 0,62% og franska CAC40 um 1,94%. Bandarískar kauphallir voru aðeins opnar hálfan daginn vegna þakkargjörðarhátíðarinnar, en Dow Jones hækkaði um 1,42%. Hækkanir á erlendum mörkuðum            ! ""# #  $  ! "!# $#!% $! $#!# &!' $"! (! &"! ! "! ('! $!# "!$" '(! "! !( $! !#$ ("!% $&!$ !(% #%! '! &$! !$ "!                                               ! $" % &  ' ($) "& *%+  , -,- -  ,  , ,,  ,- , , , , -,   , ,,- - ,  , ,  ,,- -  ,,  -, - , ,-,  ,, ,-  ,-,  , -,  , ,   ,,   .   .- .- - .  .  . .  -. .  .  .    -  .   . .  . -. . .   . .   .-     /#0  ! $" % - -             -   1&  & ! $",! $ , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  , ,  ,-,  , ,  , ,  , ,  %&'  (  ' 2 "3 % , 4""!0 3 % , 56  , /73 % , 3  ("  , ,5 " % &8  9:  3 % , *%; &("  , 7(" 8  , +   4 $ /# ,(, , ' <  , =  , )  &*+    , 2  : , 2  :>    >?/ 5 "4" / &3 % , /@ <4" 9:  :3 % , A  , BC #  , +>DEB ' <&& & $0$  , F  0$  , %    ,+- G  <2    G, 43   ,  % $# , EAH. EAH/ #"$ )" *$!' *!$   EAH 04H &)" #' *!( *$!   1I  BJ $)(' $)(% *!# *!&   /'+5 12H ")$"$ %)"( *!% *!"   EAH1  EAH ")%$ )$#& *!$ *!   GLITNIR og LNJ Bhilwara Group, sem er með starfsemi á Indlandi og í Nepal, skrifuðu í gær undir viljayfir- lýsingu um samstarf við byggingu jarðvarmavirkjana á Indlandi og í Nepal. Í þessu samstarfi mun Glitnir leggja til sérfræðiþekkingu á sviði jarðvarma og skapa fjárhagslega umgjörð um verkefni sem tengjast jarðvarmavirkjunum. LNJ mun sjá um þróunarvinnu og stjórn verkefn- isins á staðnum en fyrirtækin munu vinna saman að þróun viðskipta- og verkefnaáætlunar. Í orkuvinnslu á Indlandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.