Morgunblaðið - 24.11.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.11.2007, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Leikhópurinn Margar þekktar persónur úr leikbókmenntum barna koma fyrir í leikritinu „Allt í plati“ sem sýnt er í Frumleikhúsinu í Keflavík. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Starfið hefur að eflst mjög og hefur sennilega aldrei verið betra en nú. Það kemur inn margt nýtt fólk í bland við það eldra,“ segir Guðný Kristjánsdóttir, talsmaður Leikfélags Keflavíkur og leikhússtjóri í Frumleikhúsinu. Leikfélagið fagnar á þessu ári 40 ára afmæli með tveimur afmælissýning- um auk þess sem liðin eru tíu ár frá því félagið eignaðist leikhús. Sýningar á seinna afmælisverkinu standa nú yfir og lýkur um helgina, í bili að minnsta kosti. Það er barna- og fjölskylduleikritið Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson sem jafnframt leikstýrir. Það byggist á persónum úr þekktum barnaleikritum eftir Astrid Lindgren og Thorbjörn Egn- er, svo sem Dýrunum í Hálsaskógi, Kardimommubænum, Línu Lang- sokki og Karíusi og Baktusi. Verkinu hefur verið vel tekið og það verið sýnt fyrir fullu húsi þrjár helgar. Nú um helgina verður það sýnt á laug- ardag og sunnudag, klukkan 16 báða dagana. Eftir það verður sýningum hætt, í bili að minnsta kosti. Smitandi baktería Guðný segir slæmt að þurfa að hætta sýningum þegar vel gengur en taka verði tillit til leikendanna. Í leikarahópnum eru margir grunn- skóla- og framhaldsskólanemendur og nú eru próf framundan í Fjöl- brautaskólanum. Svo segir Guðný að mikið álag hafi verið á leikhópnum í langan tíma og nauðsynlegt að hægja á. Það sé aldrei að vita hvort hægt sé að taka þráðinn upp aftur. Leikfélag Keflavíkur er eitt öflug- asta áhugaleikfélag landsins. Starfið hefur verið gott í mörg ár og að því stendur öflugur hópur. Margir landsþekktir leikarar hafa tekið þar sín fyrstu skref á leiklistarbrautinni. Þeir sem einu sinni ánetjast leik- listinni eiga varla afturkvæmt og fjölskyldan smitast gjarnan. Þannig er það með Guðnýju og fjölskyldu hennar. Hún byrjaði að leika sextán ára og hefur starfað með leikfélaginu síðan. Hún lék síðast í revíunni síð- astliðið vor en tók sér frí frá leiknum að þessu sinni en er framkvæmda- stjóri sýningarinnar. Í staðinn leikur fimmtán ára dóttir hennar, Kristín Rán, eitt aðalhlutverkið og eigin- maðurinn, Júlíus Freyr Guðmunds- son, sér um tónlistina eins og stund- um áður. Sonur þeirra, Rúnar Júlíusson sem er fjögurra ára, mætir á allar sýningar en miðbarnið, Brynja Ýr, tekur þátt í leikriti í Myllubakkaskóla. Starfið hjá leikfélaginu hefur aldrei verið betra Í HNOTSKURN »Leikfélag Keflavíkur varstofnað 1967 í kjölfar sýn- ingar á leikriti Einars H. Kvaran, Syndir annarra, sem Ævar R. Kvaran leikstýrði. »Sagan er lengri því haust-ið 1961 komu nokkrir áhugamenn úr Keflavík og Njarðvík saman og stofnuðu með sér leikfélagið Stakk og sýndu Ólympíuhlauparann. »Eftir nokkurt hlé er afturefnt til leiksýninga vet- urinn 1965. Fljótlega sögðu flestir Njarðvíkingar sig úr fé- laginu og stofnuðu Njarðvík- urleikhúsið. Keflvíkingar héldu áfram og stofnuðu LK. Reykjanesbær | Félag eldri borgara í Reykjanesbæ (FEB) fær afnot af fé- lags- og þjónustumiðstöðinni við Nesvelli. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, kynnti í gær fyrir stjórn félagsins nýjan þjónustusamn- ing um afnot af aðstöðunni. Síðdegis var þjónusta á Nesvöllum kynnt frekar á almennum kynningarfundi. Öll þjónusta Reykjanesbæjar við aldraða, svo sem félagsstarf, dag- vist, mötuneyti og félagsleg heima- þjónusta, mun flytjast á Nesvelli. Þeir munu leysa af hólmi húsnæði á ýmsum stöðum í bæjarfélaginu, svo sem Selið, Hvamm, Smiðjuna og dagdvöl aldraðra. Tómstundaað- staða eldri borgara verður þá komin á einn stað og í tengsl við fjölbreytta þjónustu sem þar verður, svo sem öryggisíbúðir, mötuneyti, hjúkr- unarheimili, hárgreiðslustofur, snyrtistofur og fleira. Jafnframt er gert ráð fyrir því að öll starfsemi Fé- lags eldri borgara verði þar. Unnið hefur verið að undirbún- ingi verkefnisins í samvinnu við Fé- lag eldri borgara frá árinu 2005. Hefur verið leitað til fyrirmynda er- lendis og sérfræðinga jafnt innan- lands sem utan um bestu leiðir. Til- gangurinn er, eftir því sem fram kemur í kynningu Reykjanesbæjar, að veita bæjarbúum bestu mögu- leika á að njóta lífsins á efri árum. Nú liggur fyrir niðurstaða úr þessari samvinnu sem felst í því að verið er að byggja upp byggða- kjarna með 2500 fermetra þjónustu- miðstöð og útivistarsvæði, ásamt ör- yggisíbúðum, hjúkrunaríbúðum, sérbýlum og fjölbýlum á svæðinu við Njarðarbraut á milli Stapans og Samkaups. Reykjanesbær mun leigja um tvo þriðju af húsnæði þjónustumiðstöðv- arinnar, en Nesvellir munu annast útleigu á þriðjungi hennar til ann- arra þjónustuaðila sem vilja nýta sér aðstöðu til að veita þjónustu til bæj- arbúa. Nesvellir munu auk þess sjá um stjórnun aðstöðunnar, samræm- ingu og rekstur sameignar. Í þjón- ustumiðstöðinni er stefnt að því að skapa viðmót og menningu sem gef- ur öllum bæjarbúaum ástæðu til að taka þátt í að gera þetta að miðstöð sem tengir saman kynslóðir. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Ný aðstaða Stjórn Félags eldri borgara skoðar aðstöðuna á Nesvöllum ásamt Árna Sigfússyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Öll þjónustan verð- ur á Nesvöllum Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Einingaverksmiðjan ehf. fær úthlutaða um 10 hektara lóð í Þorlákshöfn og þar verður byggð verksmiðja fyrir starfsem- ina. Samningur milli Sveitarfé- lagsins Ölfuss og Einingaverk- smiðjunnar felur þetta í sér en hann var undirritaður í gær. Einingaverksmiðjan ehf. er til húsa að Breiðhöfða 10 í Reykjavík og er leiðandi í framleiðslu for- steyptra eininga. Starfsemi fyr- irtækisins hefur vaxið mjög hratt undanfarin ár og er smæð núver- andi athafnasvæðis farin að há starfseminni. Þegar Einingaverk- smiðjan ehf. verður kominn í fulla starfsemi munu um 70 til 100 manns starfa þar. Hluti fluttur út Áætlanir gera ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist í janúar 2008 og áætluð verklok eru í lok sama árs. Ennfremur felur samningurinn í sér að Einingaverksmiðjan fær út- hlutaðar allt að 40 lóðum undir einbýlishús, raðhús og parhús sem fyrirtækið mun reisa á næstu fjór- um árum. Auk þess fær fyrirtækið vilyrði fyrir 20 lóðum til viðbótar undir íbúðarhús sem það hefur eitt ár til að taka endanlega ákvörðun um byggingu á. Ólafur Áki Ragnarsson bæj- arstjóri sagði að fyrirhuguð verk- smiðja kæmi til með að rísa stutt norðan við byggðina og nálægðin við höfnina væri vissulega kostur því hluti framleiðslunnar færi til útflutnings. „Ég óttast ekkert að það komi niður á öðrum, hvorki einstaklingum né verktökum þó Einingaverksmiðjan fái þessar lóð- ir, við eigum nægt landsvæði og ef það kemur til með að vanta lóðir er fljótgert að ganga frá þeim, við látum ekki standa upp á okkur með að það vanti lóðir. Það er gaman að segja frá því að þegar er verksmiðjan með verkefni hér, þeir steypa allar einingar í vatns- verksmiðjuna að Hlíðarenda,“ sagði Ólafur Áki. Fáum gott landrými Sigurbjörn Óli Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Einingaverksmiðj- unnar, sagði að það væri aðallega skortur á landrými sem gerði það að verkum að verksmiðjan væri flutt um set. „Í Þorlákshöfn fáum við yfirdrifið landrými og okkur hefur verið einstaklega vel tekið af heimamönnum. Starfsemin hef- ur vaxið hratt á síðustu árum og nú starfa nú hjá okkur um 100 manns. Útflutningur á vissum vörum er allt að 25% af fram- leiðslunni þannig að nálægðin við höfnina er kostur. Þótt við fáum í þessum samningum úthlutað lóð- um erum við ekki að fara út í hús- byggingar almennt heldur er þetta hugsað fyrir starfsfólk fyrirtæk- isins. Verksmiðjan í Þorlákshöfn verður vonandi tilbúin í lok næsta árs en starfsemin á Breið- höfðanum mun ekki stöðvast fyrr en hægt verður að hefja starfsemi í Þorlákshöfn. Ekki verður notast við gömlu tækin, allt verður nýtt og fullkomnara og miðað við að auka starfsemina,“ sagði Sig- urbjörn. Allt að 100 ný störf verða til Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Í höfn Þorvaldur Gissurarson, stjórnarformaður Einingaverksmiðjunnar, Sigurbjörn Óli Ágústsson framkvæmdastjóri og Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri handsöluðu samninga. Fyrir aftan þá standa Björn Davíð Þor- steinsson gæðastjóri og Jón Einarsson framleiðslustjóri fyrirtækisins. Einingaverksmiðjan flytur starfsemi sína til Þorlákshafnar Í HNOTSKURN »Einingaverksmiðjan sérhæf-ir sig í framleiðslu for- steyptra eininga til bygginga- framkvæmda. »Einingaverksmiðjan fram-leiðir meðal annars veggi, burðarbita, plötur og sérsmíði á borð við svalir, brýr, sökkla, rek- staura, súlur og stúkur t.d. við íþróttaleikvanga. Einingaverk- smiðjan veitir einnig alla þjón- ustu varðandi flutninga og upp- setningu eininga, fyrir jafnt stór sem smá verkefni. Hveragerði | „Stefnumót við safneign – listir, leikur og lærdómur“ er heiti nýrrar sýningar í Listasafni Árnes- inga sem opnar í dag, laugardag, klukkan 15. Á sýningunni eru valin verk úr eigu safnsins, að mestu leyti úr gjöf Bjarn- veigar Bjarnadóttur og sona hennar. Flest verkin eru unnin á fyrri hluta og um miðbik síðustu aldar og eru höf- undar þeirra þrjátíu talsins. Gestum er boðið að njóta verkanna en jafnframt er þeim boðið að mála – taka sér liti í hönd og gera tilraunir á pappír. Næstu tvo sunnudaga verður myndmenntakennari til staðar í safn- inu frá kl. 14 til 16 og leiðbeinir þeim sem þess óska. Safnið er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 12-18. Stefnumót við safneign í listasafni Selfoss | Garðyrkjufélag Árnes- inga stendur fyrir hugmyndavöku í Tíbrá á Selfossi næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20 til 22. Leið- beint verður um gerð greinakransa og ýmissa skreytinga sem hægt er að vinna úr efni sem til fellur í garðinum. Leiðbeinandi verður Hafsteinn Hafliðason sem einnig svarar spurningum og gefur ráð um eitt og annað sem gæta þarf að í garð- inum núna. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur. Hugmyndavaka haldin í Tíbrá ♦♦♦ ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.