Morgunblaðið - 24.11.2007, Page 29

Morgunblaðið - 24.11.2007, Page 29
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 29 Veðurguðirnir hafa að vissu leyti tek- ið þátt í aflaskerðingu fiskiskipaflot- ans. Það sem liðið er af núverandi fiskveiðiári má segja að sífelldar brælur hafi verið og smábátar sjaldan komist á sjó. Ekki verða sjómenn né aðrir Sandgerðingar mikið varir við hinar svokölluðu mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kvótaskerð- ingarinnar enda sjómenn hér um slóðir ekki mikið að bera skoðanir sínar á torg. Þó verður pistlahöfund- ur að lýsa yfir vonbrigðum sínum með að nokkrir útgerðarmenn smá- báta hyggjast selja báta sína og afla- heimildir vegna þessara aðgerða. Það er vonandi að þeir þreyi þorrann og góuna og haldi áfram útgerð sem allt- af hefur verið öflug frá Sandgerði.    Öld er liðin frá því að fyrsti vélbátur- inn hóf róðra frá Sandgerðisvík eins og hafnarsvæðið hét þá. Gammur RE 8 lagðist við akkeri 4. febrúar 1907 og hóf róðra með línu. Ekki voru allir sjómenn trúaðir á að vélbátar ættu framtíð fyrir sér enda bilanir tíðar og fáir sem höfðu kunnáttu til viðgerða. En vélarnar áttu eftir að sanna gildi sitt. Á næstunni verður þessara tíma- móta minnst hér í Sandgerði með uppsetningu á listaverki við höfnina. Á þessari einu öld hefur orðið gjör- bylting á hafnaraðstöðu í Sandgerði. Svo er það annað mál með þennan ei- lífðar kvóta sem öllu stjórnar, það fer að verða spurning hvenær sett verða upp minnismerki um kvótaáföll, sem við í Sandgerði höfum ekki farið var- hluta af.    Hvað sem öllu kvótavæli líður er kraftur í handverksmenningu í Sand- gerði. Nýlega var stofnað hér félagið Listatorg. Sandgerðisbær hefur út- vegað félaginu húsnæði við Vitatorg til afnota til að félagar geti stundað þar alls konar listsköpun. Fyrir er hér listasmiðjan Ný-Vídd og Gallerí Grýti sem hafa starfað af miklum myndarskap til margra ára. Um þessar mundir eru félagar að stand- setja húsnæðið, en til stendur að opna Listatorg formlega 1. desember. Í Miðhúsum, þar sem eldri borgarar eru í dagvistun, er líka öflug handa- vinna og hefur margur eldri borgar- inn sýnt á sér nýja hlið í handverki. Ekki er hægt að segja skilið við listina án þess að minnast á hljóm- sveitina Klassat sem er að gera það gott ásamt söngkonunni Fríðu Guð- mundsdóttur sem greinilega á fram- tíðina fyrir sér í söng.    Mikill kraftur er í byggingarstarfsemi hér eins og víða annars staðar. Mikill fjöldi húsa er í byggingu ásamt til- heyrandi gatnagerð. Sundlaug Sand- gerðinga, sem Lionsklúbbur Sand- gerðis hafði forgöngu um að byggja og hefur verið í notkun í yfir 30 ár, var mokað burt ásamt hitapottum og er nú verið að byggja nýja sundlaug sem verður töluvert stærri en sú gamla. Ennfremur er unnið að stækkun íþróttahússins þar sem full- kominn þreksalur verður með til- heyrandi búnaði. Áætlað er að taka sundlaugina í notkun í janúar 2008 og þreksalinn nokkru síðar. SANDGERÐI Reynir Sveinsson fréttaritari Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Löndun Líf er við höfnina þó kvótaskerðing setji sitt mark á athafnasemina. Námskeið við ofsakvíða • Færðu ítrekuð og fyrirvaralaus kvíðaköst? • Einkennast kvíðaköstin m.a. af örum hjartslætti, andnauð, óraunveruleikatilfinningu, svima, svita eða skjálfta? • Líður þér eins og eitthvað alvarlegt sé í þann veginn að gerast? • Ertu smeyk(ur) við að fá frekari kvíðaköst? Umsóknarfrestur rennur út 25. nóvember næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar á www.kms.is og skrá sig á kms@kms.is. eða í síma 822-0043. Hægt er að fylgjast með þeim námskeiðum sem verða í boði í vetur á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar á www.kms.is. Sex vikna námskeið er að hefjast á vegum Kvíðameðferðarstöðvar- innar (KMS). Stuðst verður við aðferðir hugrænnar atferlismeðferð- ar sem gefið hafa góða raun við ofsakvíða. Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur: -öðlist innsýn í kvíða og þætti sem viðhalda ofsakvíða. - læri árangursríkar leiðir til að draga úr kvíðaköstum. Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur soley@kms.is Sigurbjörg J. Ludvigsd. sálfræðingur sigurbjörg@kms.is M b l 9 40 23 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.