Morgunblaðið - 24.11.2007, Page 30

Morgunblaðið - 24.11.2007, Page 30
innlit 30 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hugmyndin að heimsókn-inni kviknaði þegar Sol-veiga Urboniene, sembúið hefur á Íslandi í sex ár, skrifaði grein í Morgunblaðið. Hún talaði um fordómana gagnvart Litháum og sagði: Ég er frá Lithá- en. Já, Litháen! Landinu þaðan sem eiturlyfin koma, landinu þaðan sem þjófarnir koma, landinu sem hefur slæm meðmæli frá Íslandi. Ég stel ekki og ég sel ekki eiturlyf en samt verð ég að hlusta á fordóma um mig, landa mína og landið mitt. Af hverju? Frænka Solveigu heimsótt Listakonan Sonata Orde er frænka Solveigu og býr í Ukmerge. Þangað heimsótti ég hana fyrir til- stilli Solveigu og vinkonan, Jurgita Putiene almannatengill, sem býr og starfar í Vilníus, ók mér. Jurgita og Sonata vissu ástæðuna fyrir heim- sókninni og þeim var síður en svo skemmt enda báðar stoltar af landi og þjóð. Þær taka undir orð Solveigu sem segir: Ég get ekki borið ábyrgð á öllum. Ukmerge er 30.000 manna bær klukkutíma akstur frá Vilníus. Jur- gita fræddi mig á leiðinni um land og þjóð. Ég spurði hver væru laun kennara í Litháen og hún sagði að grunnskólakennari fengi sem svarar 52.000 kr. á mánuði en háskólakenn- ari helmingi meira, um 104.000 kr. „Hins vegar getur þurft að greiða málara tvöföld háskólakennaralaun. Þeir eru orðnir svo fáir hér, flestir fluttir til annarra landa. Þeir sem eftir eru setja upp himinháar upp- hæðir fyrir vinnu sína. Fjöldi fólks með góða menntun er flutt úr landi, fólk sem við þurfum á að halda hér heima.“ Aðspurð um húsnæðismálin sagð- ist hún hafa keypt u.þ.b. 50 fm íbúð fyrir þremur árum á 2,6 milljónir. Hún hefði nú þrefaldast í verði. Mik- ið hefði verið byggt í Vilnius að und- anförnu en nýjustu byggingarnar væru margar hverjar illa byggðar. „Það er því betra að kaupa eldra húsnæði en alveg nýtt.“ Listakonan í Ukmerge Sonata býr á efstu hæð í fimm hæða blokk með manni sínum Sau- lius, sem er framkvæmdastjóri bif- reiðaverkstæðis, og syninum Saidis. Ekki er mikið í stigauppganginn borið, steinsteyptir stigar án dúks eða teppa. Íbúðin hennar Sonötu er svo sannarlega falleg og stenst fylli- lega samanburð við íslensk heimili og ber merki þess að þarna býr lista- kona. Uppdekkað borð beið gesta með ríkulegu góðgæti, tertu og diskum hlöðnum snittum. Ekki var við ann- að komandi en að rauðvíni væri hellt í glös og síðan var borið fram kaffi. Við ræðum veitingarnar og heyrum að terta kallast torta í Litháen. So- nata segir okkur að hún kunni eitt íslenskt orð, kaka, en það hefur hún lært af frændfólki sínu sem býr á Ís- landi. Þær Jurgita og Sonata eru 28 ára gamlar og hafa verið vinkonur frá barnæsku og vinskapurinn haldist þótt Jurgita sé flutt til Vilnius. So- nata og fjölskyldan er tiltölulega ný- flutt; íbúðin er þrjú svefnherbergi, stofa og eldhús út frá henni. Eldhús- innréttingin er falleg og gaselda- vélin og ofninn úr burstuðu stáli. So- nata hefur látið útbúa sérstakar höldur á fjórar skúffur, í formi gaff- als, hnífs, matskeiðar og teskeiðar. Þetta er góð hugmynd sem gagnast vel því maðurinn hennar, eins og flestir karlmenn, veit aldrei hvar á að láta eða finna hnífapörin. Nú er engin leið að villast á skúffum. Afinn var listamaður Allt frá barnæsku ólst Sonata upp í návist listaverka. Afi hennar var mikill listamaður og amman hafði mjög gaman af blómum og bjó margt fallegt til úr þeim. Sjálf fór Sonata að mála strax á unga aldri. Nú málar hún verk sem hún byggir að hluta til á litháskum hefðum og jafnvel þjóðsögum. Hún er líka mikil textílkona og sýnir okkur textíl- myndverk og mottur og stóra trefla sem hún er að prjóna. Að auki hefur hún gert mikið af því að hanna tösk- ur og svo aukahluti, nælur, sem gaman er að nota í jakkann, á tref- ilinn, í húfuna eða jafnvel á skóna. Jurgita segir að þessar nælur séu svo eftirsóttar að Sonata hafi ekki undan að búa þær til. Þær eru úr silki og skreyttar með náttúru- steinum, perlum og Swarovski- steinum. Sonurinn Saidis er sjö ára, ný- byrjaður í fyrsta bekk í barnaskól- anum. Hann sýnir okkur stoltur hvítu rottuna sem hann fékk nýverið í afmælisgjöf. Þegar hrollur fer um gestina eru þær stöllur fljótar að sannfæra okkur um að þetta sé ekki Vilja ekki yfirgefa Litháen Undarlegar hugrenningar eiga til að koma upp í huga okkar þegar við heyrum talað um Eystrasaltslöndin, kannski sér í lagi Litháen. Fríða Björnsdóttir greip því tækifærið þegar hún átti leið til þessa ágæta lands og heimsótti og tók tali tvær ungar lit- háskar stúlkur sem eru stoltar af landi og þjóð og dreymir ekki um að flytjast til Íslands! Morgunblaðið/Fríða Björnsdóttir Vinkonur Jurgita og Sonata hafa verið vinkonur frá því þær voru litlar.Tréð Það er eins og greinin sé raunverulega þarna í horninu. Hrollvekjandi Saidis með rottuna Skauta sem er tilraunarotta. Vínrautt í fyrirrúmi Bútasaumsteppi og á veggnum er yfirdekkt plata sem bíður þess að listakonan máli á hana mynd. Þjóðleg list Myndirnar málar Sonata á plötur er ramminn hluti verksins. Konumyndin er af þjóðsagnapersónunni Egle, drottningu snákanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.