Morgunblaðið - 30.12.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 43
MIKLAR breytingar hafa orðið í
leikskólastarfi undanfarin 15 ár. Lík-
lega hafa hvorki kennarar, foreldrar
né rekstraraðilar áttað sig á hversu
gífurleg breytingin er. Á þessu tíma-
bili hefur vistunartími barna breyst.
Áður voru flest börn í
leikskóla í fjóra tíma á
dag fyrir hádegi eða
eftir hádegi og nokkur
voru allan daginn. Nú
er tíðin önnur. Næst-
um því hvert einasta
barn á aldrinum
tveggja til sex ára er í
átta til níu stundir í
leikskóla dag hvern.
Það væri spennandi
rannsóknarefni að
skoða áhrif þess á börn
að dvelja svo langan
tíma í skóla frá unga
aldri.
Rými á hvert barn
Þó svo að þessi rannsókn sé ekki
til, þá er það sláandi hvað umtal um
álag og veikindi í leikskólum hefur
aukist mikið undanfarin ár, sér-
staklega eftir að reglum og við-
miðum um rými á hvert barn var
breytt.
Leikskólakennarar sem hafa unn-
ið í þessu starfi lengi, finna mjög fyr-
ir þessari breytingu og einnig þeirri
breytingu sem hefur orðið á börnum.
Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt
er fyrir barn að geta myndað geð-
tengsl við fáa fyrstu mánuðina og ár-
in, en þetta er mikið grundvall-
aratriði fyrir allan þroska barns og
ekki verða geðtengsl keypt í búð.
Þó svo að það sé ekki einföld lausn
á þessu vandamáli, þá er ég þess full-
viss að ein af þessum lausnum getur
verið fólgin í því að breyta þeim
reglum og viðmiðum sem eru í gildi
varðandi rými á hvert barn. Það þarf
að hækka þetta viðmið, til að gera
leikskólana umhverfisvænni, bæði
fyrir kennara og börn.
Sérkennslan hefur aukist
Allar tölur benda til þess að sér-
kennsla hafi aukist í leikskólum
landsins á seinni árum.
Vel er staðið að þeim
málum hjá rekstar-
aðilum og mikil þjón-
usta í boði og er það vel.
Það má hins vegar
spyrja hvort það geti
talist eðlilegt að svo
mörg börn þurfi sér-
staka talþjálfun, sér-
staka meðferð vegna
ofvirkni, athyglisbrests
og fleira. Mörg börn af
erlendum uppruna eru
komin í leikskólana og
er það vel, en það er
líka ein viðbótin í leikskólastarfinu.
Aukin vinna er hjá kennurum vegna
málörðugleika foreldra og barna
þeirra og oft skapast árekstur barna
í milli vegna þess að málið er þeim
fjötur um fót.
Margir ófaglærðir
Fjölgun leikskóla hefur orðið gríð-
arleg síðustu 12 árin. Öll börn
tveggja ára og jafnvel eins og hálfs-
árs eru komin í leikskóla og flest all-
an daginn. Þetta þýðir að fleiri störf
hafa orðið til í leikskólunum. Ekki
hefur tekist að mennta nærri nógu
marga kennara til þess að halda í við
þessa aukningu, þannig að hlutur
faglærðra er nánast búinn að vera sá
sami síðustu þrjátíu árin, þó að kenn-
arabrautin á Akureyri og fjarnám í
kennarafræðum hafi komið ný inn.
Ófaglært starfsfólk er margt mjög
góðir starfsmenn og vinnur geysi-
lega gott starf, en of mikið er af fólki
í starfi í leikskólunum sem ætlar að
vinna þar stutt og er ekki komið til
að vera og byggja upp metnaðarfullt
uppeldisstarf og reyndar ekki hægt
að ætlast til að það geri það. Mennt-
unarþáttinn verður að laga.
Sameiginlegt framtak
Þjóðfélag okkar hefur breyst og
við höfum sofið á verðinum. Börnin,
okkar mesta verðmætið, hefur setið
á hakanum. Við getum engum kennt
um nema okkur sjálfum. Það er hins
vegar skylda okkar allra sem vinnum
að uppeldi og menntun barna að setj-
ast niður og skoða stöðuna og gera
áætlanir. Ef við ætlum að hafa það
þannig áfram að nær allir foreldrar
vinni í 100% starfi og eignist börn,
þarf að vera til góður skóli fyrir þau,
sem er þannig búinn að barnið fái
notið sín í þroskandi umhverfi, þar
sem áreiti eru í lágmarki. Sem dæmi
má nefna að tveggja ára barn sem er
á 20 barna deild og deilir auk þess
sameiginlegu rými með öðrum 20
börnum, þarf dag hvern að umgang-
ast 39 börn og átta til tíu fullorðna.
Oft er sagt í hátíðarræðum að
börnin séu það dýrmætasta sem við
eigum og því er ég sammála. Við
verðum því að huga að öllum þáttum
sem að þeim snúa, bæði umhverfi,
uppeldi og menntun. Þetta kostar
mikla peninga og þá peninga verðum
við að vera tilbúin að láta í þennan
málaflokk.
Miklar breytingar
í leikskólastarfi
Unnur Stefánsdóttir fjallar um
breytingar í leikskólamálum » Börnin, okkar mestaverðmætið, hefur
setið á hakanum. Við
getum engum kennt um
nema okkur sjálfum.
Unnur Stefánsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
heilsustefnunnar hjá Skólum ehf.
Húsið er vandað steinhús,
kjallari og 3 hæðir ca. 1400 fm.
Bílastæði fylgja, þar af hluta til í
lokaðri bílageymslu. Lyfta er í
húsinu. Þrír inngangar eru í
húsið. Fjölförnustu gatnamót í
Rvk. Mikið auglýsingagildi.
Almenningssamgöngur hvergi
betri. Húsið er laust nú þegar.
Verðtilboð óskast.
Upplýsingar veita Dan Wiium s. 896-4013 og Kristinn Ingi s. 893-1041.
GRENSÁSVEGUR - HORNHÚS
M
bl
.9
53
41
1
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013
Glæsilegt skrifstofuhúsnæði á
2 og 3 hæð. Um er að ræða
algerlega endurnýjað hús.
Þriðja hæðin er nýbygging.
Hæðirnar leigjast saman eða í
sitt hvoru lagi. Frábær stað-
setning og mikið auglýsinga-
gildi. Langtímaleiga.
Upplýsingar veita
sölumenn Kjöreignar.
jöreign ehf
GRENSÁSVEGUR 11 - TIL LEIGU
Spönginni 37 – 112 Reykjavík – www.fmg.is
Sigrún Stella Einarsdóttir löggiltur fasteignasali
Sigrún Stella
Einarsdóttir
lögg. fasteignasali
GSM 824 0610
Karl Dúi Karlsson
sölumaður
GSM 898 6860Sími 575 8585
Falleg 166,4 fm, 4-5 herb. íbúð á 2
hæðum. Snyrtileg sameign. Hátt er til
lofts í íbúðinni, gluggar stórir og er eign-
in afar björt og vistleg. Hol með skápum,
rúmgott eldhús með borðkrók, borðstofa
og afar rúmgóð stofa. Vestursvalir. 3
svefnherbergi, 2 baðherbergi og sjón-
varpshol. Gólfefni eru fallegar flísar,
parket og dúkur. Á jarðhæð er sér geym-
sla og sameiginl. hjóla- - og vagnageymsla. HAGSTÆÐ ÁHV. LÁN FYLGJA. V. 34,9
millj. 16 millj. kr. LSR lán með 4,15% föstum vöxtum.
VEGHÚS - 4RA TIL 5 HERBERGJA
GÓÐ LÁN FYLGJA
Falleg 98,4 fm 4ra herbergja endaíbúð með
sérinngangi af svölum í nágrenni við
Spöngina og Borgarholtsskóla. Þrjú svefn-
herbergi með góðum skápum. Íbúðin er
rúmgóð og vel skipulögð. Suðursvalir.
Glæsilegt útsýni er af svölunum yfir borg-
ina. Einnig er glæsilegt útsýni af svalagangi,
m.a. yfir Esjuna og Snæfellsjökulinn. Góð
geymsla er á jarðhæð. Sérmerkt bílastæði
fylgir eigninni. Áhvílandi 17 millj.
LAUFRIMI - 4RA HERBERGJA MEÐ SÉRINNGANGI
Glæsileg 2ja herb., 51,3 fm íbúð á 3. hæð í
nýlegu lyftuhúsi í Grafarholti. Flísalagt and-
dyri með fataskáp. Stofa og eldhús í opnu
parketlögðu rými, aðskilið með lágum, létt-
um vegg. Eldhús með fallegri innréttingu,
vönduðum tækjum og borðkrók. Vestur-
svalir. Svefnherb. parketlagt og með fata-
skápum. Baðherb. flísalagt, með sturt-
uklefa, veggh. salerni. Tengt fyrir þvottavél.
V. 17,9 millj. Laus við kaupsamning
ÞÓRÐARSVEIGUR - 2JA HERB.
ÁHVÍLANDI LÁN 13,6 MILLJ.
Á nýju ári leitum við meðal annars
að eftirfarandi eignum fyrir
ákveðna viðskiptavini okkar:
HAFÐU SAMBAND VIÐ OKKUR Í
SÍMA 824-0610 OG 898-6860 OG FÁÐU AÐ
SKOÐA OFANGREINDAR EIGNIR.
Starfsfólk Fasteignamiðlunar Grafarvogs
óskar viðskiptavinum sínum
og landsmönnum öllum gleðilegs
og farsæls komandi árs.
Þökkum ánægjuleg viðskipti
á árinu sem er að líða.
Tveggja herbergja íbúð í Grafarvogi.
Stór íbúð með góðu útsýni í Grafarvogi. Ósk um stórt
eldhús og fjögur svefnherbergi.
Stórt raðhús á svæði 109 Reykjavík. Ósk um þrjú til
fjögur svefnherbergi og aukarými sem hentar til
útleigu. Þessi aðili vill setja upp í kaupin,
góða fjögurra herbergja íbúð með
stæði í bílgeymslu í Seljahverfi.
Er ekki einhver sem þarf að minnka við sig?
Einbýli á einni hæð með stórum bílskúr í Mosfellsbæ.
Ósk um að lóðin þarfnist ekki mikillar viðhaldsvinnu,
má gjarnan vera vel hellulögð og með palli/pöllum.
Atvinnuhúsnæði með þægilegri aðkomu fyrir mjög
snyrtilega starfsemi. Ýmis staðsetning á höfuðbor-
garsvæðinu kemur til greina. Stærð 140-200 fm.
LA
US