Morgunblaðið - 30.12.2007, Page 56

Morgunblaðið - 30.12.2007, Page 56
… en vilja aðrar kon- ur það sama og konan hans? 58 » reykjavíkreykjavík ÞETTA er auglýsing fyrir Nike með þeim Ronaldo og Rooney. Að vísu mætti Rooney ekki á svæðið, sem var svolítið fyndið,“ segir Ágúst, en umrædd auglýsing var tekin rétt fyrir utan Manchester í nóvember. „Hún snýst um hugmyndina um mann á móti vél. Ronaldo er að hita upp við kappakstursbraut, og þá kemur Bugatti Veyron og leggur við hliðina á honum. Þetta er bíll sem kostar einhver milljón pund og á að vera hraðskreiðasti bíll í heimi, einhver 1000 hestöfl. Það er sem sagt verið að segja að gripið í Nike takkaskónum sé betra en í þessum bíl,“ segir Ágúst, en í auglýsingunni fer Ronaldo í kapp við bílinn, og vinnur auðvitað. „Svo átti glugginn á bílnum að opnast og þar átti Roo- ney að vera, og þeir áttu svo að hlæja. En menn eru stundum of stórir og frægir, og þeir mæta bara þegar þeir nenna að mæta,“ segir Ágúst. Ronaldinho með stjörnustæla Aðspurður segir Ágúst ekkert mál fyrir menn á borð við Wayne Rooney að svíkja Nike með þessum hætti. „Ef hann nennir ekki að mæta verðum við bara að hitta hann seinna, og við erum enn að bíða eftir að ná degi með honum til að klára auglýsinguna. Þá notum við bara svona „green-screen“ til að koma Ronaldo og Rooney saman. En þetta er samt magnað, þeir fá ein- hver milljón pund í laun, en svo mæta þeir ekki,“ segir hann, og bætir því við að engin formleg skýr- ing hafi borist frá stjörnunni. „Ekki beint, en okkur var sagt að hann hefði verið úti að versla með kon- unni,“ segir Ágúst og hlær. Ljóst er að auglýsingin verður þó að klárast fljótlega því hún verður sýnd út um ÞÓTT KVIKMYNDATÖKUMAÐURINN ÁGÚST JAKOBSSON FÁIST AÐ MESTU VIÐ AUGLÝSINGAR UM ÞESSAR MUNDIR HEFUR HANN KOMIÐ VÍÐA VIÐ Á FERLINUM. HANN HEFUR M.A. SKOTIÐ KVIKMYNDIR Á ÍSLANDI OG Í FINNLANDI, TÓNLISTARMYNDBÖND Í BANDARÍKJUNUM, OG NÚ SÍÐAST KNATTSPYRNUAUGLÝSINGAR Í BRETLANDI. JÓHANN BJARNI KOLBEINSSON SPJALLAÐI VIÐ ÁGÚST UM NÝJASTA VERKEFNIÐ – AUGLÝSINGU MEÐ KNATTSPYRNUMÖNNUNUM RONALDO OG WAYNE ROONEY. ÞEGAR ROONEY MÆTTI EKKI Morgunblaðið/Ómar Fjölbreytni „Ég held að þetta sé eðlileg þróun fyrir kvikmyndatökumann, að reyna fyrir sér í tónlistarmyndböndum, fara svo yfir í auglýsingar og svo í kvikmyndirnar,“ segir Ágúst. Maðurinn og vélin Ronaldo á tökustað ásamt hinum rándýra Bugatti Veyron.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.