Morgunblaðið - 30.12.2007, Síða 63

Morgunblaðið - 30.12.2007, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 63 Lýsa mætti því tiltæki aðleyfa mönnum að sækjasér skífuna og borga fyrirsem þeim sýndist sem svo að Radiohead-menn hafi verið að selja lekann, þ.e. í ljósi þess að allar plötur leka út á Netið áður en þær koma út á föstu formi sáu þeir fé- lagar sjálfir um lekann og fengu greitt fyrir. Það hefur reyndar ekki enn komið í ljós hversu mikið fékkst fyrir og ekki heldur hve margir sóttu sér plötuna, en haft hefur verið eftir þeim að þeir hafi haft umtals- vert meira upp úr krafsinu en fyrir alla stafræna dreifingu á verkum sínum til þessa samanlagt. Ekki má svo gleyma því að aug- lýsingin sem sveitin fékk, og kostaði hana ekki krónu, var meiri og magn- aðri en dæmi eru um á síðasta ári; súrefniskassar, simpansar og al- menn hneykslismál blikna í sam- anburði við fjölmiðlafárið í haust út af In Rainbows. Teflt á tvær hættur Það er tvíbent þegar plötur leka út á Netið; sumum hefur það reynst mikið lán, aukið áhuga fyrir viðkom- andi hljómsveit og jafnvel gert heimsþekkta eða þar um bil, en einn- ig eru til dæmi um hið gagnstæða, þ.e. að stafræn dreifing á tónlist hafi minnkað áhuga manna á að komast yfir viðkomandi skífu. Þá raða gæðin mestu, nema hvað; ef platan er góð getur dreifing á Netinu aukið áhuga manna á að komast yfir viðkomandi skífu og um leið treyst sambandið á milli aðdáenda og listamanna. Í því ljósi má gera því skóna að In Rainbows muni seljast vel, enda er þar komin ein besta plata Radiohead í langan tíma. Það vakti áhyggjur manna hve sveitin var lengi að setja skífuna saman, því upptökur hófust í febrúar 2005, en allur ótti reyndist ástæðulaus. Lögin á væntanlegri skífu mátti líka heyra á tónleikaferð Radiohead um heiminn á síðasta ári og þá heyrðu menn að þau voru harla góð. Minna um tilraunir Eins og getið hefur verið í fjölda umsagna um In Rainbows er minna um tilraunir á plötunni en á síðustu breiðskífum, öllum plötum frá því Kid A kom út segja margir, og má til sanns vegar færa. Þrátt fyrir það er tónlistin bæði nýstárleg og frumleg, framsækin en minna um rafeinda- hljóð og viðlíka en á síðustu skífum. Tilgátur um ástæður stílbreyting- arinnar eru margar, sumir gera því skóna að sveitinni hafi verið svo létt yfir að ráða sér sjálf, að vera ekki lengur samningsbundin plötufyr- irtæki, að menn hafi spilað af meiri gleði en í mörg ár, aðrir að þeir fé- lagar hafi verið komnir í blindgötu með tilraunirnar og enn aðrir að nú þegar Thom Yorke sé byrjaður að gefa út plötur undir eigin nafni láti hann félaga sína í friði í hljóðverinu – sé ekki að troða upp á þá alls kyns rafeindapípi. Hvað sem slíkum vangaveltum líður má gera ráð fyrir að þorri aðdáenda sveitarinnar taki In Rainbows vel og öll umfjöllunin sem skífan hefur fengið ætti líka að vera þeim sem ekki þekkja sveitina hvatning til að kynna sér málið. Kýtt við EMI EMI plötufyrirtækið var með Ra- diohead á sínum snærum en nú ráða þeir félagar sér sjálfir, því samning- urinn er útrunninn. Þeir kusu að semja við ýmis önnur fyrirtæki um útgáfuna á In Rainbows á föstu formi sem hefur væntanlega komið illa við þá EMI-stjóra. EMI á þó enn útgáfuréttinn á eldri Radiohead- skífum og gaf út kassa með þeim öll- um í byrjun desember; um líkt leyti reyndar og Radiohead-menn gáfu út kassa með In Rainbows á disk og ýmislegu öðru efni. Hugsanlega hef- ur það verið tilviljun að þetta skyldi rekast svo saman, en þegar við bæt- ist að EMI auglýsti safnkassann í fyrstu undir yfirskriftinni „Rain- bow“ og að hann kostar það sama og In Rainbows-pakkinn kemur varla á óvart að ýmsar samsæriskenningar hafi komist á kreik. Það segir svo sitt um samband plötufyrirtækis og tónlistarmanna að fyrirtækið geti gert annað eins, þ.e. gefið út plötur án þess að listamaðurinn fái nokkru um það ráðið. Að þessu sögðu er kassinn sjálfur fín eign, plöturnar sjö, Pablo Honey (1993), The Bends (1995), OK Computer (1997), Kid A (2000), Am- nesiac (2001), I Might Be Wrong: (tónleikaupptökur, 2001) og Hail To The Thief (2003), allar fyrirtak, mis- góðar þó, en einnig er hægt að kaupa plöturnar sjö sem MP3 niðurhal og til að kóróna allt saman er hægt að kaupa safnið á sérhönnuðum USB- lykli en á honum eru plöturnar allar sem WAV-skrár, og þá í fullum geisladisksgæðum. Regnbogi á plast Samhentir Félagarnir í Radiohead binda bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir, og njóta gríðarlegra vinsælda fyrir vikið. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Fátt vakti aðra eins at- hygli á árinu og það at- hæfi Radiohead að dreifa nýrri breiðskífu sinni, In Rainbows, á Netinu. Ekki var þetta þó eig- inleg útgáfa á skífunni því In Rainbows kemur út á disk á morgun. popp blús sönglög djass Öðruvísi tónlistarnám! Nánari upplýsingar og skráning www.tonheimar.is og í síma 846 8888 Innritun stendur yfir Skemmtilegt og hagnýtt tónlistarnám sem hentar fólki á öllum aldri, jafnt byrjendum sem lengra komnum. 4 ára og eldri Unglingar Fullorðnir Eldri borgarar Dreymir þig um að geta spilað uppáhaldslögin þín eftir eyranu? Vorönn hefst 14. janúar Tónlistarnám Píanó Harmónikka Kassagítar Rafgítar Rafbassi Tölvur og tónlist fyrir þig! Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.