Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 2008næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 03.01.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 03.01.2008, Síða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 19 Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 12-17 Kennsla hefst 14. janúar www.schballett.is Gleðilegt ár! Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, er skarpari en skólakrakki. Það er orðið opinbert! Þorsteinn var í þætti sem ber þetta nafn, á sjónvarpsstöðinni Skjá ein- um á dögunum, svaraði öllum spurn- ingunum rétt og vann þar með 2 milljónir króna. Um var að ræða góðgerðarþátt og peningarnir runnu til Geðhjálpar. Og ekki nóg með að milljónirnar hans Þorsteins renni til þess merkilega félagsskapar, heldur tvöfaldaði Byr Sparisjóður þá upp- hæð þannig að Geðhjálp fær alls 4 milljónir.    Athygli vakti á dögunum, á árlegri samkomu Íþróttaráðs Akureyrar, að fjárstyrkir voru veittir vegna Ís- landsmeistaratitla, sem er hið besta mál. Jafnréttissinnar spyrja sig þó hvort rétt hafi verið staðið að mál- um; KA fékk 150 þúsund kr. vegna 3. flokks karla en Þór 100 þúsund vegna 5. flokks kvenna. Skiptir ald- urinn máli eða hvernig var þetta ákveðið? Ég veit að margir – úr báð- um félögum, og víðar – bíða spenntir eftir útskýringu yfirvalda …    Edda Bolladóttir, hverfisstjóri í heimaþjónustu Akureyrarbæjar, lét nýlega af störfum eftir 32 ár í starfi sem stjórnandi heimaþjónustu bæj- arins. „Edda hefur á starfsferlinum tekið þátt í að aðlaga þjónustuna að síbreytilegum þörfum og kröfum og móta hér þjónustu sem talin er til fyrirmyndar,“ segir á heimasíðu bæjarins.    Starfsfólk heimaþjónustunnar gegnir mikilvægu hlutverki í því að gera fólki kleift að búa áfram á eigin heimili þrátt fyrir skerðingu á færni, segir á heimasíðu bæjarins, og óhætt er að taka undir það. Svo virð- ist sem starfsfólkið sé ánægt í starfi því á heimasíðunni segir: „Á Ak- ureyri eigum við því láni að fagna að hafa mjög öflugan og stöðugan starfsmannahóp í þessari þjónustu. Starfsmenn eru um 35 talsins og er samanlagður starfsaldur á fjórða hundrað ár.“    Atli Rúnar Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður á Útvarpinu, er greini- lega liðtækur með myndavélina; hann hlaut aðalverðlaun í ljós- myndasamkeppni Fiskidagsins mikla á nýliðnu ári en þau voru veitt í Pedromyndum á Akureyri rétt fyr- ir áramót. Keppt var í nokkrum flokkum og átti Atli raunar tvær verðlaunamyndir. Gamall útvarps- maður sagði fyrir mörgum árum að draumastarf sitt væri að verða ljós- myndari útvarpsins! Spurning hvort Atli sækir ekki um ef það starf verð- ur sett á laggirnar …    Norðlendingur ársins 2007 að mati hlustenda Útvarps Norðurlands er Jóna Berta Jónsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar í Eyjafirði. Kosning fór fram 27. og 28. desem- ber.    Inga Dís Árnadóttir flaug frá Ak- ureyri til Reykjavíkur um hádegisbil á gamlársdag. Það er varla frétt- næmt, nema fyrir þær sakir að hún varð þar með 200 þúsundasti farþegi Flugfélags Íslands á þessari flugleið á árinu og þar með var slegið met í farþegafjölda á leiðinni.    Fleiri met voru slegin á Akureyr- arflugvelli á nýliðnu ári: Heild- arfjöldi farþega um völlinn jókst um 10% er var um 220.000, en milli- landafarþegar voru tæp 13.000, að- eins færri en árið 2006 sem var al- gjört metár í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Ástæða þessarar fækkunar er að áætlunarflug Ice- land Express stóð aðeins í þrjá mán- uði árið 2007 og haustflug á vegum félagsins var lítið. Nýting flugsæta þessa þrjá mánuði var samt sem áð- ur mun betri en árið 2006.    Snurða hljóp á þráðinn í sam- skiptum flugeldasala á Akureyri að morgni gamlársdags. Björg- unarsveitin Súlur seldi flugelda í húsakynnum sveitarinnar við Hjalt- eyrargötu, en nokkru norðar, við gamla Sanavöllinn, var önnur flug- eldasala í gámi. Á fréttavef Viku- dags segir að Súlur hafi verið með auglýsingaskilti við norðurenda lóð- arinnar og þegar þangað var líka kominn merktur bíll frá björg- unarsveitinni, þótti hinum flug- eldasalanum nóg komið „og lagði hann sendiferðabíl fyrir skilti björg- unarsveitarmanna,“ segir á vef Vikudags. Þar segir ennfremur: „Eftir að lögreglan kom á staðinn og ræddi við aðila, varð niðurstaðan sú að báð- ir bílarnir voru fjarlægðir af vett- vangi en auglýsingaskilti Súlna stóð eftir.“ AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Ljósmynd/Kristján 200.000 Fulltrúar Flugfélags Íslands Ari Fossdal og Friðrik Adólfsson, Inga Dís Árnadóttir ásamt börnum sínum Konráði, Bárði og Kristjönu Hólmgeirsbörnum, og Sigurður Hermannsson umdæmisstjóri Flugstoða. Pétur Stefánsson yrkir um áramótaskaupið – og var fljótur að komast að niðurstöðu: Þó ég sé í huga hress, – hættur drykkjuraupinu, gramur vil ég geta þess að gafst ég upp á skaupinu. Þá Friðrik Steingrímsson: Skaupið ofbauð skapgerð minni skreið ég frá því hljóðandi, það var ekki einu sinni útúrdrukknum bjóðandi. Sigurður Hlynur Snæbjörnsson er ósammála: Bullað geta bullur tvær, bull með lítil gæði. Skilja ekki skepnur þær, skaupið það var æði. Hjálmar Freysteinsson veltir sjónvarpsdagskránni fyrir sér: Árið gamla burtu hratt er hlaupið, Haardes ræða spakleg var um flest, afbragð fannst mér áramótaskaupið, auglýsingahléð þó sýnu best. Loks yrkir Björn Ingólfsson: Glóandi á himni um gleðileg jól gullstjörnur lýsa. Svo rumskar við okkur með rísandi sól rukkun frá VISA. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af áramótum - kemur þér við Forsetaembættið 142% dýrara á 12 árum Skaupið fær 7,5 hjá álitsgjöfum 24 stunda 9.000 kílómetrar af ryki og drullu Teddy Owolabi söng fyrir Nelson Mandela Að hætta að reykja er eins og að losna við flensu Jóhannes í Bónus í sjálfboðavinnu Hvað ætlar þú að lesa í dag?

x

Morgunblaðið

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Sprog:
Årgange:
111
Eksemplarer:
55869
Registrerede artikler:
3
Udgivet:
1913-nu
Tilgængelig indtil :
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Udgivelsessted:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-nu)
Haraldur Johannessen (2009-nu)
Udgiver:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-nu)
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Tillæg:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (03.01.2008)
https://timarit.is/issue/286198

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (03.01.2008)

Gongd: