Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 2

Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 2
2 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is TOLLUR á ferskum kjúklinga- bringum sem fluttar eru inn frá Evr- ópusambandinu er mun lægri en tollur af öðrum tegundum kjúklings. Helga Lára Hólm, framkvæmda- stjóri Ísfugls, segist sannfærð um að innfluttar kjúklingabringur muni flæða yfir markaðinn ef frumvarp um innleiðingu matvælalöggjafar Evrópusambandsins verður sam- þykkt á Alþingi. Það muni hafa mikil áhrif á stöðu kjúklingaframleiðenda hér á landi. Mun lægri tollur á bringum Samkvæmt yfir 15 ára gömlum samningi milli Íslands og Evrópu- sambandsins er 540 kr/kg almennur tollur á frosna kjúklinga sem fluttir eru inn frá ESB, auk 18% verðtolls. Hins vegar er 299 kr. tollur á inn- fluttar ferskar kjúklingabringur, auk 18% verðtolls. Helga Lára er ekki vafa um hvað gerist ef frumvarp landbúnaðarráð- herra verða samþykkt. „Þá munu innfluttar kjúklingabringur flæða yfir markaðinn. Það mun gerast þó að tollar haldist óbreyttir.“ Ólafur Friðriksson, skrifstofu- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segist ekki geta svarað því hvers vegna tollur á ferskum kjúklinga- bringum sé miklu lægri en á frosn- um kjúklingi. Hann segir hins vegar ekki standa til að breyta þessu. Toll- urinn sé bundinn í lög og um þetta hafi verið gerður skuldbindandi samningur við ESB. Ólafur bendir á að innkaupsverð á ferskum bringum sé um 30% hærra en á frosnum kjúklingi og það vegi upp þennan mun. Ekki eru nema 10 ár síðan heim- ilað var að selja ferskan kjúkling hér á landi, en við það jókst sala á kjúk- lingum mikið og langstærstur hluti kjúklinga sem framleiddur er á Ís- landi er seldur ferskur. Í dag neyta landsmenn meira af kjúklingum en lambakjöti. Líklegt má telja að ef kaupmenn sjá sér hag í að flytja inn kjúklingabringur frá ESB í veruleg- um magni muni það leiða til lækk- unar á verði innlendra kjúklinga og jafnframt eru líkur á að það hafi áhrif á verðlagningu á öðru kjöti. Helga Lára telur nauðsynlegt að Alþingi taki sér meiri tíma í að skoða áhrif þess að taka upp matvælalög- gjöf ESB hér á landi. Eðlilegt sé að fresta málinu til hausts. Hún segir að kjúklingaframleiðendur hafi fengið mjög lítinn tíma til að veita umsögn um frumvarpið og menn hafi alls ekki áttað sig á áhrifum sem þetta hafi í för með sér. Tollur á ferskum kjúklingabringum mun lægri en af öðrum tegundum kjúklings Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum frá ESB Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frumvarp Kjúklingaframleiðendur óttast áhrif á stöðu sína ef frumvarp um innleiðingu matvælalöggjafar ESB verður samþykkt á Alþingi. HOLTSGÖNG, sem áttu að liggja undir Skólavörðuholtið og tengja saman Hringbraut og Sæbraut verða felld út af aðalskipulagi Reykjavíkur. Jóhannes Kjarval hjá skipulagsráði segir ástæðuna mega rekja til endur- skoðunar á fyrirkomulagi á lóð Land- spítalans. Göngin hafi, að mati manna, hreinlega verið fyrir og komið í veg fyrir að hægt væri að ná fram heildstæðri niðurstöðu. Kostnaður við göngin lá ekki fyrir Spurður hvort hár kostnaður hafi haft áhrif á brotthvarf ganganna af teikniborðinu segir Jóhannes svo ekki hafa verið. „Þetta var ekki komið ná- lægt því stigi að menn væru farnir að velta kostnaði fyrir sér.“ Sjálfur seg- ist Jóhannes ekki hafa haft mikla trú á því að göngin yrðu að veruleika. „Það hefði svo sem verið ágætt að geta keyrt þarna inn í göngin og skilið bílinn eftir í helli þarna undir og farið svo í lyftu upp á Laugaveg eins og einn verkfræðingur talaði um,“ segir Jóhannes og telur að þetta hefði vissulega getað leyst bílastæðavand- ann við Laugaveg en það væri dýru verði keypt. „Mér finnst það umhugs- unarefni að fara þarna ca 1 km inn í bergið bara til að spara einhverjar mínútur.“ Holtsgöng felld af aðalskipulagi Gert vegna endurskoðunar á lóð LSH Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „VIÐ framsóknarmenn höfum ekki við núverandi aðstæður mestar áhyggjur af bankakerfinu. Þrátt fyr- ir ákveðið offar á síðustu árum þá er það sterkt og mun standast álagið erlendis frá. Við höfum miklu meiri áhyggjur af stöðu heimilanna, stöðu fólksins í landinu, stöðu unga fólks- ins, barnafólksins og því að launa- fólkið verði látið bera þungann og áfallið af krepp- unni.“ Þetta sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í gær, laugardag. Guðni hafði þungar áhyggjur af stöðu efnahagsmála og sagðist óttast að gengi ríkisstjórnin ekki, í fullu samstarfi við Seðlabankann, strax í það að lækka vexti og tryggja lánsfé mundi núverandi ástand dauðrota ís- lenskt atvinnulíf. „Ríkisstjórnin virðist hins vegar stödd á einni plán- etunni og Seðlabankinn á annarri. Atvinnulífið froðufellir og er staðið að viðbrögðum sem ekki standast því þrátt fyrir glæfralega stýrivaxta- stefnu Seðlabankans verður evra ekki tekin upp einhliða,“ sagði Guðni og bætti við að verkalýðshreyfingin ein talaði af fullri festu og ábyrgð. Ekki gaf hann ríkisstjórninni háa einkunn. Sagði henni fylgja flott- ræfilshátt og að ráðamenn væru meira eða minna á ferðalögum er- lendis meðan almenningur á Íslandi stæði frammi fyrir mestu kjara- skerðingu í 20 ár. „Ríkisstjórn Geirs H. Haarde er ekki vandanum vaxin. Hún er aumasta ríkisstjórn sem set- ið hefur frá því að þjóðarsáttin náð- ist fram árið 1990. Þessi ríkisstjórn hefur haft eitt lífsmottó – að hlusta ekki á varnaðarorð og gera lítið úr ráðum annarra.“ Ljósið í myrkrinu Guðni gagnrýndi einnig núverandi stjórnvöld fyrir að hafa svikið sam- komulag sem ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks gerði við aldraða og öryrkja. „Hvers vegna fremur ríkisstjórnin svona drottinsvik við þennan hóp að hafa af þessu fólki, sem býr við lægstu bæt- ur, 3,6 milljarða á ári? Það vantar tíu þúsund krónur í launaumslagið hjá öllu þessu fólki sem er á lágmarks- tekjum við hver mánaðamót. Við framsóknarmenn fordæmum þenn- an gjörning og þessi svik. Mikil er skömm ríkisstjórnarinnar. Þetta er lágkúra.“ Íbúðalánasjóður er að sögn Guðna ljósið í myrkrinu og hann þakkaði í ræðu sinni guði fyrir að framsókn- armönnum hefði tekist að verja hann. „Hann hefur hafið vaxtalækk- un á ný. Hann á svigrúm og mögu- leika að standa vörð um hag þúsunda heimila. Hönd Íbúðalánasjóðs er við þessar aðstæður mjúk sem móður- hönd, meðan bankakerfið undir stjórn harðrar arðsemiskröfu starf- ar öðruvísi,“ sagði Guðni og gagn- rýndi sjálfstæðismenn fyrir að gera Íbúðalánasjóð að sökudólgi fyrir stöðunni á húsnæðismarkaði. Það hafi verið bankarnir sem röskuðu stöðunni þegar þeir buðu allt upp í 105% lán. „Sjálfstæðisflokkurinn væri nú búinn að einkavæða eða selja bankakerfinu sjóðinn ef við hefðum ekki staðið gegn því,“ árétt- aði Guðni. Guðni kom einnig inn á Evrópu- málin í ræðu sinn og minnti á að um- ræðan um Evrópusambandsaðild færi þessa dagana fram í skugga efnahagslegra erfiðleika og verð- bólgu. „Ein af afleiðingunum er sú að menn tala um íslenska krónu svona svipað og gert var um misind- ismenn í minni æsku. Krónan er eins og persóna sem veldur vandræðum. Það er alvarlegur hlutur, hvort sem utanríkisráðherra eða viðskiptaráð- herra eiga í hlut, að tala um íslenska gjaldmiðilinn sem óalandi og óferj- andi mynt. Með slíku tali eru ís- lenskir ráðherrar að verðfella ís- lenska hagsmuni,“ sagði Guðni. Þjóðin á lokasvarið um ESB Guðni lagði áherslu á að Fram- sóknarflokkurinn væri hvorki til hægri né vinstri heldur stefndi beint áfram. Þess vegna rúmuðust innan hans ólíkar skoðanir. Líkti Guðni ágreiningi um mögulega Evrópu- sambandsaðild við veru bandaríska hersins hér á landi en gegn henni barðist hluti framsóknarmanna á meðan hinn hlutinn vildi hafa herinn hér sem lengst. „Ég bið flokksmenn því að virða tilfinningar og skoðanir hver annars. Það er engin skoðun rétthærri annarri. Þjóðin á lokasvar- ið í þessu máli, að loknum nauðsyn- legum lagasetningum, breytingu á stjórnarskrá og vandaðri umfjöllun um kosti og galla aðildar,“ sagði Guðni og lagði þunga áherslu á þjóð- aratkvæðagreiðslu bæði um aðildar- viðræður og síðan um aðild. Engin lög væru til um slíka atkvæða- greiðslu og því yrði fyrst að ná sam- komulagi um það. Þá stakk Guðni upp á því að Framsóknarflokkurinn kannaði hug sinna 12 þúsund flokks- félaga til Evrópumála með póstkosn- ingu „Evrópusambandsumræðan í okkar flokki speglar aðeins, að ég tel, þverskurðinn af skoðunum þjóð- arinnar“, sagði Guðni Ágústsson. Áhyggjur af fólkinu en ekki bönkunum Ríkisstjórn Geirs H. Haarde aumasta stjórn frá 1990, segir Guðni Guðni Ágústsson LÖGREGLUMENN voru sendir upp í Listaháskóla Íslands við Skip- holt eldsnemma í gærmorgun til að skrúfa niður í hljóðskúlptúr Þórarins Jónssonar myndlistarnema vegna kvartana frá fólki. Hljóðskúlptúrinn er upptaka af bænakalli úr íslam sem byrjaði að óma af svölum skólans síð- degis á föstudag. Lögreglan fór síð- an að fá kvartanir aðfaranótt laug- ardags frá fólki sem þoldi ekki hávaðann. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni var húsvörður fenginn til að skrúfa niður í verki Þórarins. Inn- grip lögreglunnar byggðist á lög- reglusamþykkt Reykjavíkur þess efnis að ekki megi raska næturró fólks. Þórarinn Jónsson segir að bilun í hugbúnaði hljóti að hafa valdið þess- um mistökum, því upptakan eigi ekki að hljóma á nóttunni, heldur ein- göngu milli kl. 8 og 22. Hugðist Þór- arinn laga hugbúnaðinn í gær. Til stendur að leika upptökuna fimm sinnum á dag í viku eina mín- útu í senn. Bæna- kallið vakti fólk Lögreglan skrúfaði fyrir verk Þórarins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.