Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 6
6 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is
S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T
N‡r sjúkrafljálfari
Steffan Christensen sjúkrafljálfari B.Sc.
kemur aftur til starfa.
V
ér lifum á erfiðum tímum,
voru fleyg orð Steins
Steinars, ekki endilega
vegna þess að hann hafi
sagt þau fyrstur manna.
Miklu fremur vegna hins að þau
fengu dýpri merkingu úr hans munni
og settu umkvörtun landans um kjör
sín í kímilegt ljós. En vitanlega eru
ummælin klassísk og þörf áminning
til ungu kynslóðarinnar eins og svo
margt annað sem eftir Steini er haft.
Og kannski rétt hjá honum líka, að
„einn dag munu allar línur / enda í
hnút“, en sá dagur er auðvitað víðs
fjarri þeim sem nú lifa og lifa munu
og afkomendum þeirra, sem þá verða
uppi.
Í þessu ljósi blasir við, að hver
kynslóð verður að ráða fram úr sín-
um erfiðleikum sjálf. Þegar við Ög-
mundur Jónasson stigum okkar
fyrstu pólitísku skref var verðbólgan
að færast í aukana. Og upp úr 1980
stóð hann í fararbroddi ungs fólks,
sem var að missa hús sín vegna víxl-
hækkana kaupgjalds og verðlags.
Fyrir komu mánuðir á valdaskeiði
ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens
sem verðbólgan fór upp í þriggja
stafa tölu. Þessi reynsla greypti sig
inn í huga forystufólks í stjórnmálum
og verkalýðsbaráttu. Og undir lok
áratugarins var svo komið, að aðilar
vinnumarkaðarins ásamt bændum
knúðu ríkisstjórn vinstri flokkanna til
aðgerða, þjóðarsáttarsamninganna.
Ella blasti við fjöldaatvinnuleysi og
kaupmáttarhrun.
Verðbólguhnykkurinn nú í mars og
apríl hefur komið illa við alla. Menn
vissu um launaskriðið og að krónan
hafði lengi verið of hátt skráð en
enginn átti von á þessari alþjóðlegu
viðskiptakreppu, sem hlaut að bitna á
okkur ekki síður en öðrum. Og nú
ríður á að halda ró sinni. Sá tónn,
sem verkalýðshreyfingin sló 1. maí
gefur tilefni til bjartsýni. Sérstaklega
merkilegar þóttu mér hugleiðingar
og aðvörunarorð Ingibjargar R. Guð-
mundsdóttur, varaforseta ASÍ, á
Húsavík 1. maí. Ingibjörg var íhugul
í ræðu sinni og mega forystumenn
atvinnurekenda margt af hennar
málafylgju læra. Sömuleiðis duldist
ekki sáttatónninn í ræðu Ögmundar
Jónassonar.
Ný þjóðarsátt getur ekki haldið
nema það sé ljós fram undan, ný at-
vinnutækifæri og vissa fremur en von
um velferð. Þessa dagana hef ég haft
spurnir af ungu fólki, duglegu, fram-
gjörnu og vel menntuðu, – hvítt um-
slag hefur legið á borði þess fyrir
mánaðamótin þar sem það er beðið
að tæma skúffurnar og hverfa síðan á
braut. Iðjuleysi á þessum forsendum
getur aldrei snúist upp í hvíld eða
notalega daga á sólarströndu af því
að einstaklingur í blóma lífsins tekur
á sig skuldbindingar sem hann þarf
að standa við. Og til þess þarf hann
tekjur og atvinnu. Brauðstritið verð-
ur að síðustu blessun.
Til allrar hamingju er Ísland gjöf-
ult land og orkulindirnar gefa mikið
af sér, – ef við kunnum að nota þær
og fáum að nýta þær. Það er hálf öld
síðan ég hóf þennan söng. Ég lærði
hann af Einari Benediktssyni, sem
söng hann hálfri öldu fyrr: Horfum
heim til Héðinshöfða og til Húsavík-
ur. Umhverfismat álsvers á Bakka
PISTILL »Ný þjóðarsátt geturekki haldið nema það
sé ljós fram undan, ný at-
vinnutækifæri og vissa
fremur en von um velferð
Halldór
Blöndal
Nú ríður á að halda ró sinni
liggur fyrir og umsvifin færa fólki við
Skjálfanda og Eyjafjörð ný störf í
stað vonleysis og deyfðar. „Vilji er
allt sem þarf,“ sagði Magne Arge í
sjónvarpinu um daginn, þegar hann
ræddi sjálfstæði Færeyja og mögu-
leika til sjálfsbjargar. Hann er kom-
inn af Jóannesi Paturssyni á
Kirkjubæ og mér fannst honum svipa
til Einars og tek undir með þeim:
reistu í verki
viljans merki –
vilji er allt sem þarf.
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Halldór Blöndal les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
BEINT flug Icelandair til Toronto
í Kanada hófst sl. föstudag. Þegar
vél Icelandair renndi að flugstöð
borgarinnar fögnuðu heimamenn
komu hennar með því að sprauta
yfir hana vatnsbogum úr slökkvi-
liðsbílum vallarins meðan hún ók
að sínum rana. Í þessu fyrsta flugi
voru auk almennra farþega, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir utanrík-
isráðherra ásamt fylgdarliði, Ein-
ar Benediktsson sendiherra og
Björgólfur Jóhannsson stjórn-
arformaður Icelandair Group. Í
móttöku sem borgar- og ferða-
málayfirvöld Toronto héldu í til-
efni hins beina flugs komu m.a.
Einar K. Guðfinnsson ráðherra og
Markús Örn Antonsson sendiherra.
Ávörp voru flutt og hinum ís-
lensku gestum fagnað innilega.
Icelandair er eina flugfélagið
auk kanadískra og bandarískra
flugfélaga sem fengið hefur óskil-
yrt leyfi til flugs til og frá Kanada,
fyrir utan skilyrði um að fljúga
jafnframt til Halifax. Öðrum flug-
félögum eru sett ýmis skilyrði sem
varða val áfangastaða, tíðni flugs
og fargjaldaverð. Þykir þetta mik-
ill áfangi fyrir Icelandair og hefur
tekið mjög langan tíma að koma
því í framkvæmd.
Björgólfur Jóhannsson sagðist í
samtali við Morgunblaðið í Tor-
onto vera afar ánægður með að
Torontoflugið væri hafið og að það
skipti miklu máli fyrir Icelandair
að hafa náð þeim áfanga.
Þrjú flug verða vikulega fram í
lok maí, en þá verða þau fimm á
viku út sumarið.
Björgólfur segist vonast til að
Íslendingar taki fluginu opnum
örmum. Svo virðist raunar vera
því bókanir í maí eru í samræmi
við væntingar félagsins, eða rétt
yfir fimm þúsund manns. Þá telur
hann umtalsverð tækifæri liggja í
flugi milli Evrópu og Kanada um
Ísland.
Flug Utanríkisráðherra var meðal farþega í fyrsta fluginu til Toronto. Þangað verða fimm flug á viku í sumar.
Fagnað með vatnsbogum
Beint flug Icelandair til Toronto hófst á föstudag
BARNFÓSTRUMIÐLUN hefur nýverið hafið starfsemi
sína hér á landi, fyrst sinnar tegundar. Um er að ræða
netþjónustu, passar.is, en þar geta foreldrar fundið
barnfóstrur til að gæta barna sinna á kvöldin og um
helgar.
Að baki miðluninni standa hjónin Telma Sigtryggs-
dóttir og Kjartan Örn Sigurðsson. Þau segja svona
þjónustu vera að finna í Bretlandi, þar sem þau bjuggu
um sex ára skeið. Eftir að þau fluttu heim og fjöl-
skyldan tók að stækka sáu þau að enga barnfóstru-
miðlun var að finna hér á landi og datt þeim því í hug
að koma einni slíkri á fót.
Setja stífar kröfur
Telma og Kjartan gerðu könnun meðal fólks á netinu
og fundu fyrir miklum áhuga og jákvæði í garð slíkrar
miðlunar. Eftir að heimasíðan varð tilbúin fyrir hálfum
öðrum mánuði byrjaði Telma að ganga milli leikskóla
og grunnskóla á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri til
að kynna síðuna. Þar fékk hún mjög góðar viðtökur og
hafa nú þegar margir leikskólakennarar skráð sig á
síðuna, á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Ak-
ureyri. Þá hafa námsmenn líka skráð sig reiðubúna til
barnagæslu á síðuna.
Þau skilyrði sem sett eru fyrir barnfóstrurnar eru að
þær hafi reynslu í gæslu barna, séu orðnar 18 ára og
með hreint sakavottorð, bílpróf og góð meðmæli. „Við
gerum sömu kröfur og við sjálf gerum til barnfóstra
sem við viljum að gæti okkar barna,“ segir Kjartan Örn
en hann á þrjú börn á aldrinum 1-9 ára. Við undirbún-
ing síðunnar hafi komið í ljós mikil þörf fyrir miðlun
sem þessa á landinu.
Fóstrur fundnar á netinu
Miðlun Telma og Kjartan ásamt dóttur sinni Maríu Sól.
EGILL Jóhanns-
son, forstjóri
Brimborgar, hef-
ur ritað opið bréf
til þeirra Hannes-
ar G. Sigurðsson-
ar, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra
Samtaka atvinnu-
lífsins, og Grétars
Þorsteinssonar,
forseta Alþýðusambands Íslands,
vegna þátttöku þeirra „í markaðs-
herferð bílaumboðsins Heklu“ eins
og Egill kemst að orði í bréfi sínu.
Tilefni bréfs Egils er blaðamanna-
fundur í Heklu 30. apríl síðastliðinn
þar sem þeir Hannes og Grétar voru
viðstaddir kynningu á verðlækkun
bíla hjá Heklu um allt að 17% á sum-
um bíltegundum en yfirleitt 9-11%
verðlækkun.
„Furðu sætir að virðulegir for-
svarsmenn samtaka launþega og at-
vinnulífs skuli við upphaf þessarar
auglýsingaherferðar og með viðtöl-
um við fjölmiðla styðja fyrirtæki eins
og Heklu, sem hefur gengið á undan
í verðhækkunum. Manni er hálf-
brugðið því svo virðist sem þið hafið
verið fengnir á blaðamannafundinn
til þess eins að gera ótrúverðuga
auglýsingaherferð trúverðuga,“
skrifar Egill m.a. og segir að þátt-
taka forystumannanna sé hvorki
þeim né samtökum þeirra til sóma.
Gagnrýnir for-
ystu SA og ASÍ
Egill Jóhannsson
„Manni er hálfbrugðið,“ segir Egill
Jóhannsson, forstjóri Brimborgar
ÞYRLA frá Þyrluþjónustunni nauð-
lenti norðan við Kleifarvatn rétt
fyrir hádegi í gær. Tveir voru um
borð og sakaði þá ekki, að sögn
flugrekstarstjóra fyrirtækisins.
Lögregla höfuðborgarsvæðisins
fór á staðinn og einnig var þyrla
Landhelgisgæslunnar send á vett-
vang til að athuga aðstæður. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
var ekki bílfært á lendingarstað
þyrlunnar.
Þyrla nauð-
lenti við
Kleifarvatn KARLMAÐUR um þrítugt varhandtekinn á föstudag á Akureyr-
arflugvelli eftir að fíkniefnaleit-
arhundur lögreglunnar hafði gefið
til kynna að hann væri með fíkni-
efni í fórum sínum.
Við frekari rannsókn kom í ljós
að hann hafði tæplega 20 grömm af
hvítum efnum innvortis. Var mað-
urinn færður á lögreglustöðina þar
sem mál hans var afgreitt og var
hann síðan laus úr haldi lögreglu þá
um kvöldið. Málið kom upp við
hefðbundið eftirlit lögreglu.
Tekinn með
ætluð fíkniefni