Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 12

Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 12
12 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AÐ TJALDABAKI ÚTRÁSAR greindi markaðinn þá. Mikil vinna hafði verið lögð í að skilgreina sam- keppnisstöðuna á árunum 2003 til 2005, en stærstu félögin á heims- markaðnum voru öll óskráð, nema Marel og því lá ekki mikið fyrir af opinberum gögnum. Marel gerði út- tekt á 130 keppinautum og niður- staðan var sú að 8 til 10 fyrirtæki væru álitlegir sameiningarkostir. „Við töldum að þróunin yrði sú að tveir til þrír aðilar yrðu með 20% markaðshlutdeild eða einn með 30- 40%,“ segir Árni Oddur. „Flestar at- vinnugreinar þróast í þessa átt enda tvær leiðir til að hagnast, með stærð- arhagkvæmni eða sérhæfðri jað- arþjónustu. Miðjumoðið skilar yf- irleitt engu. Þess vegna mátum við það svo að það væri mikilvægt fyrir Marel að vaxa hratt og ná aukinni markaðshlutdeild. Vöxturinn var líka mikill í greininni, að meðaltali 6% á ári síðasta áratug sem var tvö- faldur hagvöxtur í heiminum.“ Breytt neyslumynstur Ein ástæðan fyrir þessum öra vexti var sú að nýmarkaðir voru að fara yfir í prótein úr korni. „Það borðar enginn korn sem hefur efni á því að borða prótein,“ segir Árni Oddur. „Við þekkjum það úr sögu Bakkavarar að gamla Evrópa er sí- fellt að færast yfir í frekari vinnslu matvæla enda hefur meðaltími sem fjölskylda eyðir í að undirbúa mat minnkað úr 3 klukkustundum í 15 mínútur á síðustu 40 árum. Nú vinna foreldrar báðir úti og við höfum tækniþekkingu til að þjónusta þá, en kynslóð foreldra okkar þurfti hins- vegar sjálf að búta kjúklinginn niður áður en hún eldaði hann. Svo erum við að kvarta!“ Kornverð hefur rúmlega tvöfald- ast á síðustu mánuðum, en sú hækk- un er ekki vegna neyslu á korni, að sögn Árna Odds, heldur aukinnar próteinneyslu. „Það fara átta kíló af korni í að búa til eitt kíló af próteini í nautakjöti eða sambærilegt í grasi, þ.e. kolvetnum. Það fara um tvö kíló af korni í eitt kíló af próteini í kjúk- lingi og 3-4 kíló í kíló af próteini í svínakjöti.“ Marel og Stork hafa stærsta markaðshlutdeild í vinnslu á kjúk- lingi og laxi í heiminum, en vöxt- urinn er mestur í þeim prótein- afurðum. „Margt kemur til,“ segir Árni Oddur. „Minnst korn fer í að búa afurðirnar til og báðar eru mjög hollar og próteinríkar á móti fitu- magni. Svo eru báðar tiltölulega bragðlausar, þannig að hægt er að nota þær í asískan mat með krydd- blöndu, einkum kjúkling. Loks teng- ist kjúklingur ekki trúarbrögðum og því er hægt að borða hann allsstaðar, enda hefur vöxturinn verið gríð- arlegur í Mið-Austurlöndum.“ Rússland er stærsti markaðurinn utan Bandaríkjanna, enda segir Árni Oddur að olíugróðinn fari ekki allur í eyðslu lengur, heldur leiti hann inn í nýjar atvinnugreinar. „Og yfirleitt vilja þeir aðeins það besta, sem þýðir að Marel og Stork fá oft viðskiptin þar.“ Valið á dansgólfinu Þegar Árni Oddur tók við stjórn- arformennsku í Marel árið 2005 var gert aðgerðaplan um hvernig fyrir- tækið gæti náð leiðandi stöðu á markaðnum. „Okkur fannst augljóst að sameiningar væru framundan, enda keppinautar okkar mestmegnis fjölskyldufyrirtæki eða fjárfestinga- félög.“ Hann henti raunar gaman að því á aðalfundi Marels að þegar maður stæði við dansgólfið væri mikilvægt að velja dansfélagann sjálfur, ein- hvern sem maður treysti og bætti mann upp. Og ekki stóð á því að öðr- um fyrirtækjum væri boðið upp í dans. Tveim mánuðum eftir að stefn- an var birt opinberlega, eða í apríl árið 2006, tók Marel yfir AEW Del- ford í Bretlandi eftir snarpar samn- ingaviðræður, en vöruframboð fé- lagsins þótti henta Marel vel. Í ágúst sama ár var Scanvægt tek- ið yfir. „Það var helsti keppinautur Marels til margra ára, öllu eldra fé- lag sem framleiddi svipaða vöru,“ segir Árni Oddur. „Segja má að sam- keppnin hafi verið komin út fyrir öll mörk, meginatriðið hafi fremur verið að knésetja hinn en nokkuð annað og þetta var því mikilvægt skref.“ En ekki var látið þar við sitja, því í apríl árið 2007 voru þrjár sameining- arviðræður í gangi samtímis. „Við- ræður við Stork-samsteypuna um kaup á Stork Food Systems hófust í nóvember 2005 og þeim lauk í nóv- ember árið 2007,“ segir Árni Oddur. „Það sem gerði viðræðurnar erf- iðar var að hvorki Scanvægt né Stork voru til sölu. Samninga- viðræður við Grundtvigt-fjölskyld- una um Scanvægt tóku átta mánuði, en á lokasprettinum deildum við þeirri framtíðarsýn að félögin yrðu sterkari eftir, sem sést á því að greiðsla okkar fólst að mestu í hluta- bréfum í Marel og afgangurinn var lánaður til tveggja ára. Lars Grundt- vig tók sæti í stjórn, en hann er þriðja eða fjórða kynslóð í fjöl- skyldufyrirtækinu Scanvægt.“ Hver tekur yfir hvern? Samningaferlið við kaupin á Stork var óvenjulegt að því leyti að fram- kvæmdastjórn Stork Food Systems vildi sameinast Marel og hluthafar Stork-samsteypunnar höfðu áhuga á slíkum samruna, en framkvæmda- stjórn samsteypunnar stóð í vegi fyrir því. Slagurinn stóð yfir í tvö ár, margir þungavigtarmenn blönd- uðust inn í hann og oft og tíðum fór baráttan fram fyrir opnum tjöldum. Stjórnendur Stork-samsteyp- unnar voru raunar sammála því að Stork Food Systems og Marel ættu samleið. En þeir vildu ekki uppskipti á samsteypunni, sem skiptist í þrjár ólíkar deildir, matvælavinnsludeild- ina (Stork Food Systems), flugþjón- ustudeild og tækniþjónustudeild. Forstjórinn Sjoerd Vollebregt lýsti hinsvegar yfir áhuga á að taka yfir Marel í viðtali í Financieel Dagblad í nóvember 2006. Óformlegar við- ræður hófust í nóvember 2005 og gerði Marel fyrsta yfirtökutilboðið í Stork Food Systems í desember sama ár. „Það kom aldrei til greina af okk- ur hálfu að Stork tæki yfir Marel,“ segir Árni Oddur. „Við sögðum að þeir gætu gert yfirtökutilboð, en fé- lagið væri skráð á markaði og þeir yrðu að fara eftir þeim leikreglum sem þar giltu.“ Yfirtökutilboð Marels mætti sterkri andstöðu hjá fram- kvæmdastjórn Stork-samsteyp- unnar, sem greip til þess ráðs að til- kynna að það væri í farvegi að afskrá félagið en til þess þarf samþykki 95% hluthafa. Það varð til þess að eignarhaldsfélagið LME var stofn- að, sem keypti 5,1% hlut í samsteyp- unni, en í því átti Landsbankinn 40%, Eyrir 40% og Marel 20%. „Þannig tryggðum við okkur sæti við samningaborðið,“ segir Árni Oddur. Öflugir menn í hringnum Nú var þolinmæði vogunarsjóð- anna Centaurus og Poulson á þrot- um en þeir höfðu keypt sig inn í Stork-samsteypuna árið 2004 og lengi barist fyrir því að skipta félag- inu upp. Þeir tilkynntu að þeir ættu þriðjungshlut í félaginu, mun meira en flestir höfðu gert ráð fyrir. Og nú vildu þeir láta kné fylgja kviði, selja Stork Food Systems til Marel og einnig selja flugdeildina úr sam- steypunni. Það varð tilefni harðvít- ugra deilna á opinberum vettvangi á milli vogunarsjóðanna og fram- kvæmdastjórnarinnar og leiddu deil- urnar athyglina frá Marel. „Við áttuðum okkur fljótlega á því að best væri að deila ekki opin- berlega á Hollendingana, því við skildum að þetta gæti orðið við- kvæmt mál fyrir þeim,“ segir Árni Oddur. „Stork er eitt elsta iðnfyrir- tæki Hollands og skipar stóran sess í sögu þjóðarinnar. Það var ekki til neins að deila opinberlega og hætta á að vekja úlfúð gegn okkur.“ Slagurinn var athyglisverður á milli vogunarsjóðanna og fram- kvæmdastjórnar Stork, enda öllu til tjaldað. Og það voru öflugir menn í hringnum af hálfu framkvæmda- stjórnar Stork-samsteypunnar. Vollebregt forstjóri er hátt skrifaður af hluthöfum fyrir að hafa end- urskipulagt rekstur samsteypunnar frá því hann tók við árið 2001 og fækkað deildum úr 13 í 3, en á sama tíma hækkaði hlutabréfaverð úr 4 í 40. Þá var Jan Kalff, stjórnar- formaður Stork-samsteypunnar, sem áður hafði verið forstjóri bank- ans ABN Amro í 15 ár. Tengslin voru enn náin þar á milli og varð það umdeilt í Hollandi þegar í ljós kom að Stork greiddi ABN Amro 17 milljónir evra fyrir að undirbúa fyrr- nefnda afskráningu af markaði vorið 2006, sem átti eftir að renna út í sandinn, á sama tíma og fyrirtækið skilaði slakri afkomu. Talað var um að valdaklíka í kringum ABN Amro hefði reynt að tryggja völd sín með því að koma í veg fyrir uppskipti á Stork- samsteypunni. Það var því öfugsnúið þegar ABN Amro var tekinn af markaði síðastliðið haust eftir að hafa tapað á fjármálakrísunni og heyrðist Vollebregt segja við Kalff af því tilefni: „Svo látið þið mig berj- ast við útlendinga í tvö ár, en gefist sjálfir upp á einni viku!“ Í fjölmiðlum var talað um söluna á ABN Amro sem stærstu frétt við- skiptalífsins í fyrra en að salan á Stork-samsteypunni hefði fylgt í kjölfarið. Framkvæmdastjórn Stork-samsteypunnar gjarnan álitin standa fyrir gamla tímann, sem hélt í völd án eigendavalds, og vogunar- sjóðirnir komu ekki vel út heldur þar sem græðgin ein var sögð ráða ferð- inni. Íslendingarnir vanmetnir Viðhorfið var jákvæðast í garð „Íslendinganna“. Þeir voru álitnir rekstrarmenn sem hugsuðu til langs tíma, en ekki skyndigróðafjárfestar, og að þeir legðu til grundvallar lang- tímasamband Stork Food Systems og Marel, sem mikilvægt væri að viðhalda, ekki síst fyrir starfsfólk þessara félaga sem vildi sameiningu. Það segir sína sögu að þegar fram- kvæmdastjórn Stork-samsteyp- unnar boðaði verkfall til að mótmæla áformum um að skipta samsteyp- unni upp mætti enginn úr þremur verksmiðjum Stork Food Systems því þar var starfsfólkið fylgjandi sameiningu við Marel. Vandinn var sá að enginn tók Ís- lendingana alvarlega – ekki var talið að þeir hefðu bolmagn til að klára dæmið. Það var helst Finacieele Dagblad sem tók upp hanskann fyrir Íslendingana framan af því það sam- ræmdist þeirra áherslum að fá inn langtímafjárfesta frekar en vog- unarsjóði. Financial Times og Wall Street Journal byggðu fréttaflutn- ing sinn á þeirri afstöðu. Hitt aðal- viðskiptablað Hollendinga, HRC, tók hinsvegar málstað fram- kvæmdastjórnar Stork þar til undir lokin að það snerist á sveif með LME. „Ég held að umræðan hafi þurft þessi tvö ár til að þroskast,“ segir Árni Oddur. „Menn geta spurt sig hvað gerðist ef þrjú til fjögur helstu fyrirtæki Ís- lands yrðu seld á einu bretti til er- lendra fjárfesta. Ég held að sumum myndi ekki lítast á blikuna og færu að tala um of mikla alþjóðavæðingu. En auðvitað eigum við að búa okkur undir að erlendir aðilar kaupi íslensk félög, alveg eins og innlendir aðilar kaupa erlend félög. Þegar það gerist snöggt, eins og í tilfelli Stork, að öll djásnin fara úr landinu í einu, þá get- ur umræðan orðið óvægin. Þess vegna héldum við okkur til hlés, lét- um vogunarsjóðina um slaginn og stigum inn þegar færi gafst.“ Hann bætir við íbygginn. „Dropinn holar steininn.“ Tvenn lög í landi? Lagaumhverfið var vægast sagt þokukennt í deilum vogunarsjóð- anna og framkvæmdastjórnar Stork-samsteypunnar. Leiðbeinandi tilmæli um stjórnarhætti á Evr- Sake Rijpkema/Hollandse Hoogte/Hollandse Hoogte Mótmæli Efnt var til mótmæla meðal starfsmanna á hluthafafundi 12. október 2006 gegn því að Stork-samsteyp- unni yrði skipt upp og stendur Vollebregt forstjóri í salnum. Eyrir Invest er alþjóðlegt fjárfest- ingarfélag sem stofnað var árið 2000 af feðgunum Þórði Magn- ússyni og Árna Oddi Þórðarsyni, sem eiga saman 51% í félaginu. Hluthafar eru um 15 talsins, frum- kvöðlar úr ýmsum greinum eins og Jón Helgi Guðmundsson í Byko og Sindri Sindrason frá Actavis. Frá upphafi hefur Þórður verið stjórnarformaður og Árni Oddur framkvæmdastjóri, en starfsmenn eru níu. Stefna Eyris felst í lang- tímafjárfestingum, að kaupa sig inn í fyrirtæki og byggja þau upp. Fé- lagið er kjölfestufjárfestir í Marel Food Systems, þar sem Árni Oddur er stjórnarformaður, og annar stærsti fjárfestir í Össuri hf., en þar á Þórður sæti í stjórn. Svipuð vandamál og nú Eyrir var stærsti hluthafinn í Gildingu fjárfestingarfélagi, sem stofnað var með Jóni Helga Guð- mundssyni, Þorsteini Vilhelmssyni, lífeyrissjóðum og fleiri fjárfestum árið 2000. „Okkar sýn var að mark- aðir myndu fara niður, en vissulega ekki eins mikið og raunin varð,“ segir Árni Oddur. „Fljótlega lentum við í mótbyr, eins og aðrir fjárfestar á mark- aðnum. En við töldum okkur eiga góðar eignir sem myndu skila ávinningi til framtíðar. Við áttum við svipuð vandamál að glíma og ís- lenskur fjármálamarkaður nú, hlut- hafar voru orðnir fjárhagslega veikir og það skaðaði trúverð- ugleikann. Menn veltu því fyrir sér hvort við værum nógu stórir til að halda þessum eignum og þær hækkuðu því ekki á markaði. Þá réðumst við í greiningu á því hvaða kostir væru í stöðunni og fór svo eftir tvö ár í rekstri að við skiptum út hlutabréfum í Gildingu fyrir hlutabréf í Búnaðarbankanum. Þetta voru góð viðskipti fyrir báða aðila, trúverðugleikinn jókst með aðkomu Búnaðarbankans og eign- irnar margfölduðust í verði. Við högnuðumst líka á því að gerast hluthafar í Búnaðarbankanum, sem var of lágt metinn – út frá stund- arhagnaði en ekki framtíðarhagn- aði.“ Umbreytingarárið mikla Mat Árna Odds og Þórðar var að geta Búnaðarbankans til að mynda framtíðarhagnað hefði ekki minnk- að frá 2000 til 2002, þrátt fyrir mikla lækkun hlutabréfa í bank- anum, og slógu þeir saman með Jóni Helga og Hannesi Smárasyni og keyptu stærri hlut í bankanum. „Við áttum því fljótlega, ásamt öðrum hluthöfum í Gildingu, 25% í Búnaðarbankanum,“ segir Árni Oddur. „Við tókum því virkan þátt í sameiningarferlinu við Kaupþing, sem gekk eftir á nokkrum mán- uðum. Síðan tókum við þátt í fjöl- mörgum umbreytingarverkefnum árið 2003 í tengslum við Eimskip, Straum og Landsbankann, en þetta var umbreytingarárið mikla í ís- lensku efnahagslífi og við áttum snertiflöt við öll helstu verkefnin. Fjárfestingarnar voru hugsaðar til langs tíma, en breytingarnar gengu svo fljótt eftir, að við stöldruðum stutt við.“ Bankamarkaðurinn hafði vaxið mikið og skilað góðum arði, þannig að feðgunum í Eyri fannst nóg komið. Einnig sóttust þeir eftir meiri áhrifum. Kaupþing hafði stækkað mikið og þeir voru ekki lengur ráðandi aðilar í bankanum. „Við seldum því okkar hlut á fjár- málamarkaðnum og keyptum okk- ur inn í félög sem við þekktum nokkuð vel, Össur og Marel, og hóf- um það ferli árið 2005. Í þessum tveim alþjóðlegu fyrirtækjum er Eyrir sem fjárfestingarfélag að fást við sömu viðfangsefni, meðal ann- ars varðandi stjórnun, yfirtökur, starfsmannamál og rannsóknir og þróun, þó að þetta séu gjörsamlega ólíkar atvinnugreinar.“ FJÁRFEST TIL LANGS TÍMA Í HNOTSKURN »Heildarfjárfestingar Eyriseru um 400 milljónir evra en þær eru fjármagnaðar til jafns með eigin fé og langtímalánum. »Arðsemismarkmið er 20%arðsemi eiginfjár á árs- grundvelli, meðalarðsemi eig- infjár mælt í evrum er 49,9% á frá miðju ári 2000 til ársloka 2007.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.