Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 15
með þrjár yfirtökur á tveimur ár-
um!“
Og Árni Oddur segist aldrei hafa
verið svartsýnn á að árangur næðist.
„Sennilega af því að ég leyfði mér
það aldrei,“ segir hann. „En ætli ég
hafi ekki verið stressaðastur í fyrra-
sumar án þess ég hafi nokkurn tíma
sýnt það eða gert mér grein fyrir
því. Þegar við skrifuðum undir sló ég
á létta strengi og viðmælendur mínir
hjá Candover höfðu á orði að það
væri í fyrsta skipti sem þeir sæju á
mér andlitið en ekki pókerfésið!
Auðvitað var erfitt að mæta stjórn
Stork með áætlun um að taka yfir
allt félagið en við urðum að spila því
út að við hefðum fjárhagslegan styrk
í það og að sjálfsögðu vonuðumst við
til að til þess þyrfti ekki að koma.
Fjármálakreppan var byrjuð og við
töldum að hún ætti eftir að versna
mikið, þannig að mikilvægt var að
Candover yrði með í yfirtökunni og
Marel næði Stork Food Systems. En
það varð líka snemma ljóst að
Candover vildi fá okkur með í yf-
irtökuna og hvorugur aðilinn var
tilbúinn að sýna veiku spilin, því við
vorum að semja um útfærsluna.“
Taldi þá vera að „blöffa“
Eftir að fréttist að LME hefði
keypt 43% í Stork fór forstjóri
Candover með leigubíl í höfuð-
stöðvar Landsbankans í London og
ætlaði að taka forsvarsmenn bank-
ans á taugum með því að segja að
Candover ætlaði að draga sig til
baka. Hann taldi að Íslendingarnir
væru að „blöffa“. En vopnin snerust
í höndunum á honum þegar Bjarni
Þórður Bjarnason, framkvæmda-
stjóri fyrirtækjaráðgjafar, sagðist
fagna niðurstöðunni og að hann von-
aðist til að þeir myndu eiga samstarf
síðar á öðrum vettvangi. Þá áttaði
hann sig á því að hér var alvara á
ferð.
Annar prófsteinn á það hvort
Candover vildi samninginn var þeg-
ar LME sleit samningaviðræðum
haustið 2007 og sagði að skilyrði fyr-
ir áframhaldi væri að næsti fundur
yrði í Reykjavík. Að lokum féllst
Candover á það og hófst fundurinn í
Reykjavík í september og var samn-
ingurinn útkljáður í lok nóvember.
Árni Oddur segist hafa lært mikið
á þessu ferli, ekki síst að alltaf sé til
nýtt sjónarhorn með nýja hagsmuni.
„Eftir að hafa gengið í gegnum
þriggja mánaða samningalotu við
mjög vana aðila segi ég að okkur hafi
ekki veitt neitt af þeim tíma,“ segir
Árni Oddur. „Við útfærðum samn-
inginn vandlega, svo sem hvernig
brugðist yrði við ef vandamál kæmu
upp í framtíðinni, til dæmis í
tengslum við lífeyrisskuldbindingar
og hvernig við skiptum slíkri áhættu.
Oft les maður í blöðum að slíkir
samningar náist á þremur til fimm
dögum. Ég leyfi mér að efast um
gæði slíkra samninga því eitt er að
gera samninginn og annað að taka
við rekstri félagsins.“
Raunar var tekið þriggja daga hlé
á samningaviðræðunum í október,
því íslensku fjárfestunum leist ekk-
ert á blikuna varðandi lífeyris-
skuldbindingar. „Ég og Hörður
[Arnarson, forstjóri Marels] fórum
þá til Amsterdam og sátum þriggja
daga fyrirlestur um hollenska lífeyr-
issjóðakerfið, en heildarstærð lífeyr-
issjóðs Stork-samstæðunnar er 350
milljarðar króna, þannig að 1%
sveifla á eignasafninu jafngildir 3,5
milljarða sveiflu. Það er ástæðan
fyrir því að við vildum skilja þennan
þátt til hlítar og gerðir voru mjög ít-
arlegir samningar þar að lútandi til
að lágmarka áhættu og eru eignir
einnig verulegar umfram skuldbind-
ingar. Ef kemur til skerðingar hér á
landi eru lífeyrisréttindi skert til elli-
lífeyrisþega en í Hollandi er brugðist
við með því að hækka framlög at-
vinnurekenda og launþega til að
halda réttindum óskertum. Að öðru
leyti eru kerfin nánast eins og bæði
með uppsöfnun, enda eru Íslend-
ingar númer eitt í heiminum með líf-
eyriseignir á mann og Hollendingar í
öðru sæti.“
Horft á reksturinn
„Við höfum lýst því yfir eftir yf-
irtökuna á Stork að við ætlum ekki í
frekari yfirtökur heldur að einbeita
okkur að rekstrinum,“ segir Árni
Oddur. „Marel hefur á tveimur árum
náð stærð sem stefnt var að á fimm
árum, menn hafa hlaupið mikið á
þessum tíma og nú er mikilvægt að
ná utan um reksturinn.“
Hann segist sannfærður um að
það hafi verið rétt að stækka með
þessum ógnarhraða. „Við ákváðum
að gera ytri vöxtinn að opinberri
stefnu til að öll fyrirtækjaheildin
horfði í sömu átt. Gallinn við slíka
aðferðafræði er að keppinautar sjá
hvað framundan er og þess vegna er
mikilvægt að gera það á tveimur ár-
um sem maður ætlar sér á fimm ár-
um – þá eru keppinautarnir enn að
klóra sér í kollinum.“
Og fleira ávinnst með hröðum ytri
vexti, að mati Árna Odds. „Hagn-
aðurinn er ekki mikill meðan á um-
breytingu stendur en virðissköpunin
verður meiri ef ráðist er í það í einni
atlögu að endurskipuleggja fyrir-
tækið. Þá þarf ekki að standa í
endurskipulagningu á endur-
skipulagningu ofan á tveggja ára
fresti.“
Allt hefur þetta reynt á þolrifin, að
sögn Árna Odds. „Starfsfólkið hefur
staðið í þremur sameining-
arviðræðum á sama tíma og það
þurfti að reka félagið. Þar hefur
einnig verið lyft Grettistaki. Sölufyr-
irtækjum hefur til að mynda verið
fækkað úr 45 í 25 með því að sameina
þau í hverju landi. Það hefur verið
gert í 22 löndum og fimm heims-
álfum. Það þurfa því allir að pústa
svolítið núna en ég held samt að best
sé að gera svona í einu áhlaupi, þá er
óvissan frá.“
» „Fram að því drógu
Hollendingar í efa að
við hefðum burði til að
kaupa matvælavinnslu-
deildina sem var virði
400 milljóna evra,“
segir Árni Oddur. „En
er þetta varð opinbert
var sagt að það væri
álíka furðulegt og ef
einhver keypti helming-
inn í General Electric
til að eignast ljósaperu-
deildina!“ Morgunblaðið/Golli
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 15
Stefnumótun og sóknaráætlun
Verkefnaleiðtoginn:
Sjálfsskilningur, þroski og þróun
Raunhæft verkefni:
Undirbúningur, framkvæmd og lúkning
Verkefnaleiðtoginn:
Siðfræði verkefnastjórnunar
Spennandi kostur fyrir þá sem hafa
áhuga á mjög hagnýtu stjórnunarnámi.
Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í umboði
alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA).
Skemmtilegir nemendur og heimsþekktir
kennarar á sviðinu.
Opnar starfsvettvang víða í íslensku samfélagi
og um allan heim.
Tveggja ára nám samhliða starfi.
ÞÁTTTÖKUSKILYRÐI
B.A./B.S./B.Ed. eða sambærilegt
Minnst þriggja ára reynsla úr atvinnulífinu
Reynsla við verkefnavinnu æskileg
Upplýsingar og upplýsingatækni
í verkefnum
Samningar í verkefnum:
Samningagerð, deilu- og áfallastjórnun
Arðsemi og fjármögnun verkefna
Verkefnateymi og aflfræði hópa
Umsóknarfrestur
er til 20. maí
Þriðjudaginn 6. maí kl. 16:30 í Námunni,
sal Endurmenntunar HÍ,. Dunhaga 7.
Kynningarfundur um
MEISTARANÁM
Í VERKEFNASTJÓRNUN
MEÐAL NÁMSEFNIS