Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 19
sem Saudar geta ekki og munu ekki sætta sig við.  Takist Írönum að verða kjarn- orkuveldi myndi tilvistarótti Sauda magnast til muna. Almennt myndi gildi hefðbundins herafla í Mið- Austurlöndum að miklu leyti glatast og þá er svæðisbundið kjarnorku- vopnakapphlaup óumflýjanlegt. Þessari nýju stöðu fylgir hættan á allsherjarupplausn hins bresk- franska ríkjakerfis, sem hefur verið við lýði í Mið-Austurlöndum. Þar er Írak vitaskuld fyrst á dagskrá. Hvort hægt sé að halda Írak sam- an þrátt fyrir þjóðernislegan og trúarlegan ágreining, þar sem att er saman Kúrdum og aröbum annars vegar og súnnítum og shítum hins vegar, er ein af áleitnustu spurning- unum í hinum nýju Mið-Austur- löndum. Það gæti nefnilega reynst erfitt að staðbinda upplausn Íraks og hún gæti leitt allsherjar „balkaníser- ingar“ svæðisins. Önnur mikilvæg spurning er hvort hið pólitíska íslam mun þokast í átt að lýðræði og sættast við nútímann eða sitja áfram fast í róttækni og for- tíðarhyggju. Eins og stendur er víg- línan í þessu stríði ekki í Mið- Austurlöndum, heldur Tyrklandi, en niðurstaðan mun engu að síður hafa mun víðtækara vægi. Tilurð hinna nýju Mið-Austur- landa mun veita tækifæri til að koma á skipan á svæðinu, sem endur- speglar réttmæta hagsmuni allra þeirra sem hlut eiga að máli, tryggja örugg landamæri og gera að verkum að gagnsæi og samstarf taki við af áformum um yfirráð. Ef ekki, ef slíkt tækifæri verður ekki gripið, munu hin nýju Mið-Austurlönd verða mun hættulegri en þau gömlu. Höfundur var utanríkisráðherra og varakanslari Þýskalands frá 1998 til 2005 og leiddi flokk Græningja í nærri 20 ár. © Project Syndicate/Institute for Human Sciences, 2008. www.project-syndicate.org MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 19 ’Sterkur gjaldmiðill myndibreyta mörgu til hins betra en það eru fjölmörg vandamál sem evra og Evrópusambandsaðild myndu ekki leysa við þessar að- stæður. ‘Ingibjörg R. Guðmundsdóttir , varaforseti Alþýðusambands Íslands, í ræðu á degi verkalýðsins, 1. maí. ’Þetta er ánægjuleg nið-urstaða.‘Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra lýsti yfir ánægju með sam- komulag um að horfið hefði verið frá því að breyta vaktafyrirkomulagi skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga. ’Það var gengið að öllum okkarkröfum, þessu breytta vakta- kerfi var fleygt út af borðinu.‘Elín Ýrr Halldórsdóttir , talsmaður skurð- hjúkrunarfræðinga, lýsti yfir fulln- aðarsigri í deilunni. ’Ég spyr, hvar er hin hagsýnahúsmóðir í Samfylkingunni?‘Álfheiður Ingadóttir í umræðum um fyr- irspurn hennar til Geirs H. Haarde for- sætisráðherra um leiguflug íslenskra ráðamanna til Búkarest og kostnað við slíkar ferðir. Geir sagði að það hefðu verið mistök að greina ekki strax frá kostnaði við ferðina. ’Þessi deila á milli Bjarna oghersins snerist ekki aðeins um skipan mála á stríðsárunum heldur um framtíðarhagsmuni bæjarins.‘Dr. Þór Whitehead , prófessor í sagnfræði, sagði við athöfn til heiðurs Bjarna Bene- diktssyni að hann hefði í borgarstjóratíð sinni lagst gegn því árið 1940 að Bretar legðu flugvöll þar sem nú er Reykjavíkur- flugvöllur bæði vegna öryggishagsmuna og að hann stæði í vegi fyrir æskilegri þró- un byggðar. ’En það er svo magnað að þaðskiptir engu máli hvað veðbank- arnir segja, hvernig mynd- bandið er eða hvað fólk úti í bæ segir. Það eina sem skiptir máli eru þessar þrjár mínútur sem við erum á sviðinu. Það er stund sannleikans. Framhaldið er svo í Guðs höndum. ‘Páll Óskar Hjálmtýsson í viðtali um gengi Íslands í söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Ummæli vikunnar Tölvuvæðing Amanda kveikir á glænýrri tölvu, sem hún fékk frá for- eldrum sínum. Amanda býr í Havana á Kúbu þar sem tölvur voru í fyrsta skipti seldar í verslunum á föstudag. Samkvæmt heimildum stóðu borg- arbúar við búðarglugga og göptu. Sala tölvanna heyrir til umbóta, sem Raul Castro forseti hefur boðað. Reuters júlí 1980. Móðir hans er læknir og faðir hans framkvæmdastjóri sjúkra- húss. Minnstu munaði raunar að Ga- sol endaði á sama vinnustað en hann lagði í einn vetur stund á nám í lækn- isfræði við háskólann í Barcelona. En hin eiginlega ástríða hans var körfu- bolti og átján ára gamall ákvað hann að freista gæfunnar á þeim vettvangi. Raunar fetar hann þar líka í fótspor foreldra sinna sem bæði léku körfu- bolta í 2. deild á Spáni á sínum yngri árum. Sjálfur byrjaði Gasol að æfa sjö ára gamall og lék stöðu bakvarðar fyrstu sex árin. Þá blasti við að færa hann nær körfunni vegna hæðar hans. Hann gerðist atvinnumaður ár- ið 1999 með heimaliði sínu, Barcelona. Dáðist að „draumaliðinu“ Áhugi Gasols á NBA kviknaði þeg- ar hann fylgdist með „draumaliðinu“ svonefnda leika listir sínar á ólymp- íuleikunum á Barcelona sumarið 1992. Eftir það stefndi hann skónum leynt og ljóst vestur um haf. Honum varð að ósk sinni þegar hann var val- inn af Atlanta Hawks í nýliðavalinu 2001. Raunar tók Gasol aldrei til starfa þar á bæ því hann var í kjölfar- ið látinn fara til Memhis Grizzlies (sem þá hét raunar Vancouver Grizz- lies) í skiptum fyrir Shareef Abdur- Rahim. Gasol fór strax á flug með Grizzlies-liðinu og var valinn nýliði ársins í NBA um vorið. Síðan hefur hann eflst við hverja raun. Gasol hefur líka átt velgengni að fagna á vettvangi landsliðsins en fyr- ir tveimur árum gerði hann sér lítið fyrir og leiddi Spánverja til sinnar fyrstu heimsmeistaratignar. Var hann valinn maður mótsins enda þótt hann missti af úrslitaleiknum gegn Grikkjum eftir að hafa fótbrotnað í sigri á Argentínu í undanúrslitum. Úrslitaleikurinn var leikur hinna sterku varna, Spánverjar unnu 70:47. Nei, þetta eru ekki hálfleikstölur. Gasol varð þriðji stigahæsti leik- maður mótsins á eftir Kínverjanum Yao Ming og Þjóðverjanum Dirk No- witzki sem báðir hafa vitaskuld líka gert garðinn frægan í NBA. Gasol hefur raunar oft verið líkt við þann síðarnefnda. Sigur Gasol-fjölskyld- unnar var hálfu stærri á HM þar sem Marc var líka í leikmannahópi Spán- verja. DAGSKRÁ 7:45 Skráning og morgunverður 8:20 Ávarp: Finnur Oddson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands 8:30 Breytt fjölmiðlaumhverfi: Að tala einni röddu Áslaug Pálsdóttir, framkvæmdastjóri AP almannatengsla 8:40 Skiptir traust og trúverðugleiki fyrirtæki og þjóðir máli? Jere Sullivan, aðstoðarforstjóri Edelman í Evrópu 9:10 Traust og trúverðugleiki á Íslandi – niðurstöður Capacent Gallup Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsóknastjóri Capacent Gallup 9:25 Pallborðsumræður: Bjarni Ármannsson fjárfestir, Guðfinna S. Bjarnadóttir alþingismaður, Haraldur Johannessen, ritstjóri Viðskiptablaðsins, Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs í utanríkisráðuneytinu, og Pétur Gunnarsson, ritstjóri Eyjunnar. 10:15 Fundarlok Fundarstjóri: Sigmar Guðmundsson dagskrárgerðarmaður AP almannatengsl, samstarfsaðili Edelman á Íslandi, standa að málþinginu í samvinnu við Viðskiptaráð Íslands og Capacent Gallup. Málþingið er öllum opið en þátttökugjald er 8.900 kr. Tilkynna þarf þátttöku á netfangið skraning@appr.is eða í síma 511 1230. PO RT h ön nu n Mikilvægi trausts og trúverðugleika fyrirtækja og þjóða er meginefni morgunverðarfundar sem haldinn verður á vegum AP almannatengsla, Capacent Gallup og Viðskiptaráðs á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 8. maí. Á fundinum verða kynntar niðurstöður alþjóðlegrar traustskönnunar almannatengslafyrirtækisins Edelman auk sambærilegrar rannsóknar Capacent Gallup á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem traust og trúverðugleiki eru könnuð á Íslandi með aðferðum Edelman. Traustskönnunin, Edelman Trust Barometer, er gerð árlega í fjölmörgum löndum og mælir viðhorf skilgreindra áhrifavalda til trausts og trúverðugleika fyrirtækja, stjórnvalda, fjölmiðla og félagasamtaka. Jafnframt eru traust og trúverðugleiki fjölmiðla og annarra boðleiða mæld. Niðurstöðurnar eru jafnan kynntar á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos og hafa vakið mikla athygli helstu viðskiptafjölmiðla heims. Traust á umbrotatímum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.