Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 26
þjóðfræði
26 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
L
íklega klingir það ekki
mörgum bjöllum hjá
landsmönnum þegar
talað er um konungs-
steinana við Geysi. Svo
til allir Íslendingar hafa komið á
staðinn en að líkindum hafa fæstir
veitt þeim eftirtekt enda hafa þeir
ekki verið áberandi. Skrautverkið
sem upphaflega prýddi þá hefur
smám saman veðrast og næstum
horfið. Það er enda svo að á hverri
öld nagar veðrunin um sentimetrer
af þess konar grágrýti. Nú er af sér-
stöku tilefni vakin athygli lands-
manna á þessum merku gripum.
Þetta tilefni er Íslandsheimsókn
Friðriks Danaprins og Mary Eliza-
beth, konu hans. Hugmyndin um að
dusta í leiðinni rykið af Konungs-
steinunum er upp sprottin hjá
Dansk-íslenzka viðskiptaráðinu í
tengslum við að 100 ár voru í fyrra-
sumar liðin frá Konungskomunni
1907. Þá var ákveðið að gera við
skemmdir á letri á Konungsstein-
unum við Geysi og fór sú viðgerð
fram í Steinsmiðju S. Helgasonar.
Þar starfar vel menntaður stein-
smiður, Þór Sigmundsson, sem kom-
ið hefur að verkinu. Nokkur vild-
arfyrirtæki, sem tengjast viðskiptum
Íslands og Danmerkur, hafa fjár-
magnað það, sagði Sigurður Skag-
fjörð Sigurðsson, sem á heiðurinn af
því að koma þessu í kring í tengslum
við Íslandsför Friðriks prins.
Ástæðan fyrir áhuga Sigurðar á
málinu gæti verið til komin fyrir
tengsl Sigurðar við Geysi og Hauka-
dal. Eiginkona hans er Hrönn
Greipsdóttir sem landsmenn þekkja
vel frá því hún var hótelstjóri á Hótel
Sögu. Hún er sonardóttir Sigurðar
Greipssonar, skólastjóra, glímu-
kóngs og veitingafrömuðar í Hauka-
dal, sem á heiðurinn af því að hafa
fyrstur manna byggt hótel, veitinga-
hús og sundlaug við Geysi. Raunar
var vegurinn ekki kominn lengra en
skammt upp fyrir Brúará þegar það
gerðist. Þau Hrönn og Sigurður
Skagfjörð hafa byggt sér íbúðarhús
vestan við byggðina við Geysi og
rækt þeirra við staðinn er mikil.
Friðrik prins lítur á steinana
En það verður ekkert ógnarlegt
umstand í líkingu við Konungskom-
una 1907, sem jafnan er skrifuð með
stóru K-i og það verður enginn
Kóngsvegur lagður og slett í hann
þriðjungi af fjárlögum landsins eins
og gerðist 1907.
Prinsinn verður að sjálfsögðu vel-
kominn og mætir örugglega engu
öðru en hlýju og virðingu hér en
hann getur seint orðið í sporum fyr-
irrennara sinna, þeirra Kristjáns
konungs IX. sem hingað kom 1874,
Friðriks VIII. sem kom hingað 1907
og Kristjáns X. sem kom 1921. Mun-
urinn er eðlilega sá að tímarnir hafa
gerbreyst og Ísland er ekki lengur
hluti af Danaveldi eins og var að
minnsta kosti 1874.
Boðnir í „frúkost“ á Söndunum
Báðar fyrri konungskomurnar ár-
ið 1874 og 1907 voru pólitískir stór-
viðburðir. Á hátíðina 1874 kom Krist-
ján IX. með „frelsisskrá í
föðurhendi“ eins og eitt skáldið orð-
aði það og átti þá við að hann færði
Íslendingum stjórnarskrá. Miðað við
að þá var Ísland gersamlega vanþró-
uð nýlenda kóngsins, þar sem hvorki
voru til vegir né neitt af því sem við
teljum nauðsynlegt, hlýtur að teljast
merkilegt að Danir skyldu láta Ís-
land hafa sérstaka stjórnarskrá.
Hlýtur það einkum að hafa byggst á
því að þeir höfðu trú á fólkinu.
Örugglega hefur eitt og annað í
skipulaginu farið úrskeiðis eins og
gengur. Til að sýna vinfengi í tilefni
konungskomunnar 1907 var það boð
til dæmis látið út ganga í næsta ná-
grenni við Geysi að innfæddum væri
boðið í „frúkost“ með kóngi og öðrum
tignarmönnum. Svæðið umhverfis
Geysi var áður nefnt Hverasandar, í
Tungunum tíðkaðist að stytta það;
var kallað á Söndunum langt fram á
síðustu öld.
Það hefur sannarlega ekki verið
hvunndagslegur viðburður, en hópur
fólks frá bæjunum í Haukadalssókn
mætti í rauðabíti í sínu fínasta pússi
hjá tjaldi kóngsins. Og sjá: Gervallri
langhlið tjaldsins var svipt upp og
fólkið sá kónginn og aðrar hátignir,
sem sezt höfðu til borðs og voru byrj-
aðar að snæða. En það voru engir
stólar handa þessu boðsfólki og ekki
að sjá að kokkurinn hefði gert ráð
fyrir því heldur. Íslenzku boðsgest-
irnir í þessari konungsveizlu stóðu
stundarkorn og horfðu á hvernig svo
fínir menn borða frúkost. Líklega
hafa þeir ekki verið mjög upplits-
djarfir þegar þeir tíndust í burtu,
hver til síns heima.
Mikil breyting orðin 1907
Ferð Friðriks VIII. 1907 tengist
þeim stjórnmálalega stórviðburði í
sögu landanna að Íslendingar höfðu
þá í þrjú ár haft sinn eigin ráðherra.
Hannes Hafstein skáld og Íslands-
ráðherra sem tók á móti konunginum
þótti jafnvel ennþá konunglegri í út-
liti en Danakonungur.
Þeirri hefð var komið á 1874 að
skáldin ortu eitthvað til dýrðar kóng-
inum. Þjóðin var rík af skáldum og
nú settu þau sig í hátíðlegar stell-
ingar eins og þegar kóngum voru
fluttar drápur á söguöld. Eitt magn-
aðasta skáld þjóðarinnar á 19. öld,
Hjálmar Jónsson, kenndur löngum
við kotið Bólu í Blönduhlíð, reif sig
upp úr svartnættinu og orti Kristjáni
IX. ljóð sem sker sig vel frá flestu því
sem hann hafði áður ort. Þó að
Hjálmar fengi viðurkenningu var
hún létt í maga og leið aðeins ár þar
til hann lézt, allslaus í beitarhús-
unum frá Brekku í Skagafirði.
Svo mikið var við haft 1907 að tveir
danskir blaðamenn fylgdu kónginum
í ferðinni og skrifuðu bók með fjölda
mynda sem lýsir þessum viðburði
vel. Í bókinni er öllu lýst, stóru sem
smáu, en þess er þó ekki getið þar
með einu orði að þjóðin hafði eignast
sinn fyrsta veg fyrir utan vagnbraut
úr Reykjavík austur á Þingvöll og
suður til Hafnarfjarðar. Var Kóngs-
vegurinn sem lagður var sumrin
1906 og 1907 með handverkfærum að
sjálfsögðu og þótti þrælavinna.
Reyndasti vegagerðarmaður lands-
ins, Guðjón í Laxnesi, faðir Nób-
elsskáldsins, stjórnaði verkinu. Um
Kóngsveginn fjallaði ég ítarlega í
grein í Morgunblaðinu á liðnu ári og
því verður ekki fjölyrt um hann hér.
Auk þess varð að brúa þrjú vatns-
föll, Brúará hjá Brúarfossi, Tungu-
fljót skammt austan við Geysi og
Hvítá á Brúarhlöðum. Með þessum
framkvæmdum hófst hestvagnaöld á
Suðurlandi. Friðrik kóngur brá sér
líka upp að Gullfossi og þótti alveg
sjálfsagt að fossinn yrði virkjaður
sem fyrst. Fyrir því var skálað.
Konungskoman 1907 hefur þótt
nokkur viðburður, það sést m.a. af
því að enska blaðið Illustrated News
birti hinn 12. september árið 1874
frábærlega unna teikningu eftir
listamanninn Melton Prior og sýnir
hún þá feðga Kristján konung IX. og
Valdimar prins standa við steininn
ásamt fylgdarliði.
Kjóastaðaför Friðriks VIII.
1907
Aðeins hef ég munnlega frásögn
Sigurðar Greipssonar í Haukadal,
sem var 10 ára þegar Friðrik kon-
ungur VIII. kom 1907, fyrir því að
Friðrik kóngur hafi óskað eftir því að
fá að heimsækja sveitabæ í grennd
við Geysi. Einn af innstu bæjum í
Biskupstungum, í útnorður frá Gull-
fossi, heitir Kjóastaðir. Þaðan er
mikilfenglegt útsýni inn til fjalla og
fram yfir byggðina. Árið 1907 bjó á
Kjóastöðum Egill Þórðarson ásamt
fjölskyldu sinni.Hann var maður lág-
ur vexti, en snaggaralegur og gekk
ævinlega með hatt. Menn á vegum
kóngsins höfðu áður komið við á
Kjóastöðum til að fá leyfi og und-
irbúa heimilisfólkið; meðal annars
skyldi því kennt hvernig bæri að
heilsa konungi.
Egill bóndi tók erindinu vel; kvað
konungi velkomið að líta inn. En
hann kvaðst ekki hafa lagt það í vana
sinn að taka ofan hattinn þegar hann
heilsaði mönnum og ekki mundi hann
Ljósmynd/Gísli Sigurðsson
1907 Steinninn með fangamarki Friðriks konungs VIII. stendur eins og hinir á
heldur ömurlegum stað. Tveir kraftamenn, Björn bóndi Sigurðsson í Úthlíð og
Bjarni Már Gíslason bifreiðastjóri hjá Kynnisferðum, reyna sig á steininum og sjá
að hann er þyngri en ef til vill mætti halda.
»Egill bóndi tókerindinu vel;
kvað konungi vel-
komið að líta inn.
En hann kvaðst
ekki hafa lagt það í
vana sinn að taka
ofan hattinn þegar
hann heilsaði
mönnum og ekki
mundi hann gera
neina undantekn-
ingu á þeirri reglu
þó að hann heilsaði
kóngi.
Konungssteinarnir við
Í hlíðinni ofan við Geysi má, ef vel er að gáð,
sjá þrjá grágrýtishnullunga með skrautverki sem
hefur verið höggvið í þá, svo og ártölin 1874,
1907 og 1921. Allt er það til minningar um þrjá
Danakonunga sem réðust í Íslandsferðir á sínum
tíma. Gísli Sigurðsson rifjar upp þessar ferðir
og segir frá steinunum, sem hafa nú fengið
nýja og skarpari ásýnd.
Konungur við steininn Teikning frá konungsheimsókninni 1874. Kristjáns konungur IX. og Valdimar prins
standa við konungsstein Kristjáns ásamt fylgdarliði. Teikningin er eftir Melton Prior og birtist í Illustrated Lond-
on News 12. september 1874.
Toronto er heimsborg. Þannig
að þú skalt pakka eins og þú
sért að fara til New York.
Safnaðu
Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir
Áætlunarflug Icelandair til Toronto í
Kanada er nú hafið og verður flogið
þangað 5 sinnum í viku í sumar. Þar
með bætist enn ein heimsborgin í
hóp áfangastaða Icelandair.
Viðskiptavinir Icelandair geta því
valið um 24 áfangastaði austan hafs
og vestan.
M
A
D
R
ID
B
A
R
C
E
LO
N
A
PA
R
ÍS
LO
N
D
O
N
MANCH
ES
TE
R
GLASGOW
MÍLANÓ
AMSTERDAM
MÜNCHEN
FRANKFURT
BERLÍN
KAUPMANNAHÖFN
BERGEN
GAUTABORG
OSLÓ
STOKKHÓLMUR
HELSINKI
H
AL
IF
AX
BO
ST
ON
OR
LAN
DO
MINN
EAPO
LIS – ST
. PAUL
TOR
ONT
O
NE
W
YO
RK
REYKJAVÍK
AKUREYRI