Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 32
L
auk síðasta pistli með
því að herma af vær-
ingjum í myndlistinni,
og þótt þær séu ekk-
ert einsdæmi í gömlu
höfuðborginni okkar við Eyr-
arsund hafa þær reynst af-
drifaríkari en nokkru sinni fyrr.
En umbyltingar eiga síður að
koma ofan frá, vera miðstýrðar,
um það er sagan til vitnis, og nær-
tækast að vísa til hinna hatrömmu
deilna eftir seinni heimsstyrjöld-
ina, bæði á heimaslóðum og ytra.
Að baki hvarfanna voru þá örfáir
listhópar með nýjar hugmyndir í
lúkunum svona líkt og eftir fyrri
heimsstyrjöldina. Hér á landi ein-
mitt sá sem kenndi sig við sept-
ember, en á seinni tímum hafa það
verið markaðsöflin, menning-
arráðin, kennimeistararnir, og
sýningarstjórarnir sem ráða ferð-
inni víðast hvar. Þetta einungis
staðreyndir og enginn hér endi-
lega að meta hvort sé farsælla, en
þó mætti ætla að minna og jafnara
sé sem oftar réttari leiðin á hæð-
ina.
Gjörbreyttar aðstæður hafa
skapað nýjar þarfir en ekki skal
þar með sagt að einstaklingurinn
sé fyrir bí, og hér má vísa til hve
vegur miðstýrðra samyrkjubúa í
austri sem allan vanda skyldi
leysa varð rýr í tímans rás, orsak-
aði hungursneyðir, óhamingju og
dauða milljóna. Nei, frjór og hug-
myndaríkur heili þarf jafnan að
vera með í leiknum og hann má
ekki hefta með valdboði.
Þetta hefur verið borðleggjandi
í myndlistinni, en eftir breytta og
opnari sýningarstefnu stímir hinn
menntaði almenningur aftur inn á
söfn sem á undangengnum árum
voru að heita má tóm og skulu hér
einkum nefnd Tate Britain í Lond-
on og Arken (Örkin) í Kaup-
mannahöfn, viðamiklar sérsýn-
ingar þó undanskildar. Og enn
skal áréttað, að ytra er aðgangur
vissulega ókeypis á safneignirnar
sjálfar. Í Lundúnum, hins vegar
tekið gjald inn á sérsýningar; 5-10
pund, nema í undantekning-
artilfellum, þau reyndar sárafá.
Upplýsingar um stórviðburði á
vettvanginum eru yfirleitt lengur
að berast hingað á útskerið og
þær ekki alltaf kórréttar og á
stundum sniðnar að þörf einsýnna
skrásetjara. Þá iðulega teknar upp
úr markaðsáróðri einstakra fram-
kvæmda sem að sjálfsögðu spara
ekki stóru orðin um eigin athafnir.
Hér brennur á að hlutlægt mat sé
lagt á slíkar framkvæmdir og meir
sé hugað að þeim hliðum í fjöl-
miðlum hér, með skilvirkni og
gagnsæi að leiðarljósi.
Hugsunarháttur ensku kennslu-
konunnar sem nýlega var eindreg-
ið að mótmæla því opinberlega, að
fimm stundum af listfræðslu væri
bætt við vikulega námsskrá fram-
haldsskóla í Bretlandi alltof al-
geng hér á landi. Líkast sem list-
fræðsla sé ómerkari og til hliðar
við „alvöru“ kennslugreinar.
Fyrnst hefur yfir, að skapandi
kenndir eru undirstaða framfara
og síst ómerkari en landa- og
stærðfræði svo eitthvað sé nefnt.
Kenna fólki að hugsa en ekki með-
taka einungis allt það af lítillæti
og þrælslund sem að því er rétt,
þetta heitir á skorinorðu máli að
rífa kjaft við kennarana ef sann-
færing og gild rök liggja máli til
grundvallar.
Í framhjáhlaupi er viðeigandi að
vísa til fyrirlestrar rithöfundarins
Péturs Gunnarssonar, haldins í
boði Kennarasambandsins og
Kennaraháskólans, hvar hann tók
sjálfa vinnuna fyrir. Litið er nefni-
lega fram hjá því að andleg og
skapandi vinna er undirstaða
framfara og þannig voru Forn-
Grikkir andhverfir líkamlegri
vinnu en þeim mun ræktarsamari
við andleg átök. Í tímans rás skil-
uðu þau mannkyninu mestu hæð-
um í heimspeki, bókmenntum,
stærðfræði og listum sem um get-
ur og eru enn í dag burðarstoðir
menningar okkar. Plútark (46-120
e.Kr.) hermir að Spartverjar létu
þræla erja fyrir sig jörðina af því
að þegnarnir vildu rækta sjálfa
sig.
Og eins og dugur og verklagni
eru ásarnir í líkamlegri vinnu er
frjó hugsun og virk heilastarfsemi
það sem úrslitum ræður á vett-
vangi andlegra átaka, hins vegar
er ládeyða og iðjuleysi af hinu illa
hvort tveggja líkamleg sem and-
leg.
Þá ber að nefna, að menn hafa
sannað áþreifanlega að sjúkdómar
tengjast heilahvelinu, sem er þó
ekkert nýtt meður því að Hippo-
krates, faðir læknavísindanna
(460-377 f. Kr.), hélt því fram, að
viðbættum áróðri fyrir hollum lifn-
aðarháttum, sem nú nær 2500 ár-
um seinna er mál málanna. Má
endurtekið heimfæra þróunina til
þess orðtækis, að menn hafi enn
einu sinni fundið upp heita vatnið!
Heilsuræktunarstöðvar rísa allt
um kring, austan hafs sem vestan,
um leið stímir fólk sem aldrei fyrr
á listasöfn og stórsýningar og er
hvoru tveggja af hinu farsæla fyr-
ir lífsvélina, hins vegar af hinu
neikvæða að einangra þessi fyr-
irbæri mannlífsvettvangsins og
telja öðru fullkomnara. Einsýni
síst af hinu góða hvorki í líkams-
rækt né listum, mannrækt og póli-
tík, síst af öllu með valdboði.
Hvað Kaupmannahöfn snertir
hefur orðræðan verið mikil á und-
anförnum áratugum og hnútukast-
ið öllu beinskeyttara en hér tíðk-
ast. Undanskilin eru árin eftir
stríð og sennan um myndlist-
arhúsið á Miklatúni sem fyrir rest
var heitið í höfuðið á Kjarval, en
ekki Listamannaskálanum gamla
við hlið Alþingishússins sem bygg-
ingin átti að koma í staðinn fyrir.
Við Eyrarsund þora listamenn að
taka til máls og segja skoðanir
sínar opinberlega, jafnframt er
bókaútgáfa um myndlistarmenn og
myndlist almennt þar í miklum
blóma. Listasöfn hafa mörg aukið
rými sitt og ný söfn risið upp víða
um Danmörku, hið síðasta er ný-
bygging „Fuglsang Kunstmu-
seum“, sem er listasafn Stór-
straumsamts, við Skejten, á
Lollandi. Þetta eitt af mörgum
listasöfnum í Danmörku utan höf-
uðborgarinnar sem þó búa yfir
stórum meira veggrými en „mont-
húsið“ á Fríkirkjuvegi hér í borg.
Meira byggt yfir sýndarmennsku
en gagnsæja kynningu íslenskrar
myndlistar og hefur því fengið
þessa niðurlægjandi og skondnu
einkunn og nafnbót frá heims-
þekktum útlendum myndlist-
armönnum. Eitthvað erum við á
eftir „kúgurum okkar“ í þessum
málum að ekki sé betur litið í
kringum sig á meginlandinu og á
Englandi …
Það er einmitt Lundúnir hvar
ég var nýverið sem eru á dagskrá
í seinna helmingi þessa pistils, og
aðra eins örtröð á söfn í þeirri
borg hef ég ekki upplifað og það á
virkum dögum. Leið ekki nema
tæpur hálfur mánuður frá Kaup-
mannahafnardvölinni að ég var
kominn til borgarinnar, vildi klára
dæmið áður en miklar tarnir
tækju við á heimaslóðum og allt
fram á síðsumar. Mikilvægum sýn-
ingum að ljúka og einkum vildi ég
síst af öllu missa af stórsýningu á
myndverkum Peters Doig á Tate
Britain, sem lauk 27. apríl. Áhuga-
sömum til huggunar mun hún
verða opnuð aftur á Núlistasafninu
í París 22. maí og mun standa þar
til 14. september, og loks Schirn-
safninu í Frankfurt am Main frá 9.
september til 11. janúar 1909.
Hinn 48 ára gamli Peter Doig er
fæddur í Skotlandi en hefur lifað
og starfað í Englandi og Kanada
eða allt þar til hann fluttist til
Breiddargráður hámenningar
Spútnik í málaralistinni Eitt af nýrri málverkum Peters Doig: „Fígúrur í
rauðum báti“, 2005-07, olía á líndúk, 250x200 cm.
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson
Tignarleg Hin heimsfræga og margverðlaunaða kvikmyndaleikkona Hillary Swank í fjaðurmögnuðu flugi. Frá
sýningunni „Vanity Fair Portrait“ á Portrettsafninu, National Portrait Gallery í London.
sjónspegill
32 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ