Morgunblaðið - 04.05.2008, Síða 33
Trinidad árið 2002. Myndverkin á
Tate, mörg risastórir flekar, hefur
hann flest málað þar í landi og er
á nokkrum árum orðinn einn af
spútnikum evrópskar myndlistar,
um leið dýrasti núlifandi málari
álfunnar við hlið Gerhards Rich-
ters. Málverk hans „White Canoe“
frá 1991, olía á léreft, 229x358 cm
2001, var til að mynda slegin á 5,7
milljónir punda á síðasta ári eða
8,7 milljónir evra. Það undir-
strikar frægð málarans að mynd-
irnar á sýningunni koma margar
hverjar frá helstu söfnum heims
beggja vegna Atlantsála og nokkr-
um Austurlöndum fjær, svo sem
Japan og Ástralíu.
Doig flúði undan áreiti listmark-
aðsins til Trinidad, rólegri og sól-
ríkari breiddargráða, hvar hann
hafði áður dvalið í fimm ár í
bernsku með foreldrum sínum.
Hann var í hópi ungra breskra nú-
listarmanna, sem komu af stað
listasprengju á tíunda áratugnum
en var þó heldur til hliðar við þá
með sínum meintu íhaldssömu
vinnubrögðum. Samt mátti greina
að sitt hvað kraumaði í mynd-
verkum hans sem reyndist er fram
leið fyrirboði nýrrar kynslóðar
sem sagt er að hafi rennt stoðum
undir ódauðleika málverksins. Í
Þýskalandi gegnir til að mynda
Neo Rauch og hópurinn í kringum
hann svipuðu hlutverki eins og ég
hef áður hermt af, en þó um gjör-
ólíka málara að ræða.
Myndverk Doigs eru stundum
hlaðin óhugnanlegum duldum sem
skoðandinn skynjar frekar en að
það blasi við, málarinn er þannig
að tæpa á atburðum sem skara
sálardjúpið. Hann tjáir eitthvað
ógnþrungið á myndfletinum, innri
spennu sem borin er uppi af ein-
földum en fádæma „malerískum“
vinnubrögðum sem hreyfa við
fólki. Algengt og sígilt myndefni á
dúkum hans er einn eða fleiri
menn í báti á ókennilegu fljóti,
þetta endurtekur hann í ýmsum
litbrigðum með rauða litinn sem
tákn válegra atburða. Þá tekst
honum að bregða upp áhrifaríkum
skynrænum stemmum í dúkum
sínum þar sem á rekast abstrakt
og hlutlægir heimar. Alveg sláandi
hvernig hann þræðir listasöguna
án þess að um beinar stælingar sé
að ræða, menn kenna enduróm
jafnt frá Hopper hinum ameríska,
Matisse og Daumier hinum
frönsku, Munch hinum norska og
mörgum fleirum Í meginatriðum
notar málarinn ljósmyndir og
póstkort sem hann rekst á, klippir
til, eftirgerir og myndar áður en
hann hefst handa. Er afar snjall
að maður segi ekki slunginn í
tæknibrögðum, þótt hann nýti
færni sína einungis eftir þörfum til
að magna upp viðfangsefnin.
Árangurinn margræðar duldir
sem gerandinn lætur skoðandann
rýna í, greina og upplifa …
FRAMHALD
Ný söfn Fuglesang Kunstmuseum
við Skejten á Lollandi er eitt dæmi
þess hve Danir eru iðnir við að
reisa listasöfn og styrkja ímynd
sína sem þjóðar.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 33
LISTIR
Í NÝLEGRI grein sem lesa má á
bloggi Þjóðleikhússins segir þjóð-
leikhússtjóri: „Hvað þróun leiklist-
arinnar varðar, þá finnst mér ein-
sýnt að líta beri á þau
atvinnuleikhús sem hér starfa sem
einn vinnumarkað. Eðlilegt flæði á
milli þeirra er allra hagur. „Að nota
orðið „vinnumarkaður“ yfir íslensku
atvinnuleikhúsin er alveg ný grein-
ing á hlutverki leikhúsanna og stöðu
þeirra listamanna sem þar vinna. En
með þessari sýningu virðist þjóðleik-
hússtjóri vilja víkka út „markaðinn“
enn frekar og gerir nú allhressilega
útrás inn í í lönd áhugamennsk-
unnar, framhaldsskólanna og sjón-
varpsins. Áhugaleikfélögin voru
lengi lífæð atvinnuleikhúsanna og
vera kann að þessi nýja stefna, sem
Borgarleikhúsið var reyndar fyrra
til að taka upp, sé að hluta einhvers
konar fortíðarþrá eftir tímum þegar
hluti þjóðarinnar var sjálfur skap-
andi á einn eða annan hátt og stór-
leikarar leyndust í hverju plássi. Það
er þó öllu líklegra að menn telji það
góðan bisness í okkar syngjandi
glaða heimi að fara í samkeppni við
framhaldsskólana og sjónvarpið og
seilist því eftir vinnuafli þaðan. Ég
er líka enn að velta því fyrir mér
hvernig Hallgrími Helgasyni tókst
að skrifa svona rýran texta. Það er
eins og hann og Björn Hlynur (Dub-
beldusch – LA) hafi lent á sama leik-
ritanámskeiðinu, þar sem vondur
kennari hafi gefið þeim það verkefni
að skrifa um ástina. Formið og fram-
vindan hafi að vísu ekki orðið alveg
sú sama hjá báðum, en annar hvor
þeirra kíkt á hjá hinum þegar þurfti
að fara að leysa flækjuna. Fyrst hélt
ég reyndar að þetta yrði létt írónía
um sameiningu bláu handarinnar og
Blair-istanna en kemst helst að því
að hér sé verið að hylla þá gömlu
klisju, sem ég hef aldrei getað lært
orðrétta: að menn séu heimskir sem
ekki eru róttækir í æsku og íhalds-
menn þegar þeir eldast. Þjóðleik-
húsið heldur fast við þá stefnu sína
að hafa leikhúsið fjölskylduvænt og
stjórnun Þorvaldar Bjarna Þor-
valdssonar á tónlistinni er vissulega
ekki til vansa. Hún nýtur sín oftast,
hvort sem er í diskó eða pönki en lag
ljóta andarungans, það sem vísar í
frægð Bjarkar sem sprettur upp úr
pönkinu, fannst mér hins vegar
slæmur misskilningur. En annars
eru það fjölskyldu- og vinatengslin
sem eru helsti ljóður sjálfrar sýning-
arinnar. Af hverju til dæmis Gunn-
ari Helgasyni leikstjóra, bróður höf-
undarins, er ekki gert að æfa sig
áfram á litlu sviðunum, eins og stelp-
unum í vetur, er óskiljanlegt – eink-
um þar sem hann kann svo miklu
minna en þær. Frosti Friðriksson
er, held ég, ekki tengdur neinum og
gerir ágæta og leikvæna mynd en
sjálfrar mín vegna vona ég að hann
fari bráðum að hætta að nota brúna
litinn og bresku gerviblómin sem
birtust á Seltjarnarnesinu. Atvinnu-
leikararnir leggja sig allir fram um
að hleypa lífi í rýr hlutverk, syngja
vel og gera oft kauðalegar, und-
arlegar stöður og tengingar trúverð-
ugar. Einkum var gaman að sjá
ungu hæfileikaríku leikarana, þau
Þóri Sæmundsson, Vigdísi Hrefnu
Pálsdóttur, Söru Marti Guðmunds-
dóttur og Sigurð Hrannar Hjalta-
son. Reyndar var Þórir sá eini sem
leik- og dansstjórn virtist ekki hafa
tekist á einhverjum tíma að telja trú
um að hann væri ekki að leika á
stóra sviði Þjóðleikhússins. Fjar-
stýringin bjargar manni löngum
heima í stofu frá dýrkun samtímans
á afþreyingu, kunnáttuleysi og
„hressinu“ – og mikið skelfing lang-
aði mig oft að vera með hana í far-
teskinu á þessari sýningu. Nema
þegar áhugaleikarinn Sverrir Þór
Sverrisson birtist á sviðinu. Það er
eitthvað við þann dreng sem fær
mann til að trúa á lífið og hæfileika
allra manna til listsköpunar. Hann
ætti þó að hafa meiri metnað en
Þjóðleikhúsið og afla sér frekari
þekkingar.
Hefði viljað vera með
fjarstýringuna með mér
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Höfundur: Hallgrímur Helgason. Leik-
stjóri: Gunnar Helgason. Tónlistarstjórn:
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikmynd:
Frosti Friðriksson. Búningar: Þórunn
María Jónsdóttir. Dansar: Birna Björns-
dóttir, Guðfinna Björnsdóttir. Lýsing: Lár-
us Björnsson, Ólafur P. Georgsson.
Leikarar: Axel Árnason, Ásgrímur Geir
Logason, Baldur Trausti Hreinsson, Edda
Björg Eyjólfsdóttir, Elma Lísa Gunn-
arsdóttir, Esther Talía Casey, Ívar Helga-
son, Kjartan Guðjónsson, Ragnheiður
Steindórsdóttir, Sara Marti Guðmunds-
dóttir, Selma Björnsdóttir, Sigurður
Hrannar Hjaltason, Sverrir Þór Sverr-
isson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þorleifur
Einarsson, Þórir Sæmundsson, Þröstur
Leó Gunnarsson. Dansarar: Eva Dögg
Ingimarsdóttir, Heiða Björk Ingimars-
dóttir, María Leifsdóttir.
Ástin er diskó, lífið er pönk
María Kristjánsdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Hress „Atvinnuleikararnir leggja sig allir fram við að hleypa lífi í rýr hlutverk.“