Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMSKIPTI HJÁ
ÍHALDSFLOKKNUM
Úrslitin í sveitarstjórnarkosn-ingunum á Bretlandi benda tilþess að þar séu að verða
þáttaskil í stjórnmálum. Íhaldsflokk-
urinn hafi náð sér á strik á nýjan leik
og Verkamannaflokknum hafi fatast
flugið. Verkamannaflokkurinn beið
sinn mesta ósigur í 40 ár í kosning-
unum og féllu vígi, sem flokkurinn
hafði haldið áratugum saman. Úrslitin
eru verulegt áfall fyrir Gordon Brown
forsætisráðherra, sem nú leiddi flokk-
inn í fyrsta skipti í kosningum, og
velta menn því fyrir sér hvort hann sé
hæfur til forustu í næstu kosningum,
sem ekki verða haldnar síðar en 2010.
Verkamannaflokkurinn missti 333
sveitarstjórnarsæti í kosningunum og
Íhaldsflokkurinn bætti við sig 256
sætum. Íhaldsflokkurinn fékk 44% at-
kvæða, en Verkamannaflokkurinn að-
eins 24%, einu prósentustigi minna en
Frjálslyndi flokkurinn.
Mesta athygli vekur ósigur Verka-
mannaflokksins í London. Þar felldi
hinn litríki Boris Johnson Ken Liv-
ingstone, sem setið hafði í stóli borg-
arstjóra í tvö kjörtímabil. Johnson er
þingmaður fyrir Íhaldsflokkinn og
fyrrverandi ritstjóri tímaritsins
Spectator og dálkahöfundur hjá The
Daily Telegraph. Hann þykir snjall og
hinn mesti orðhákur, en hefur oft
komið sér í vandræði með yfirlýsing-
um sínum og meðal annars þurft að
biðja heilu byggðarlögin afsökunar á
ónærgætnum athugasemdum. Fyrir
vikið hefur Livingstone ef til vill ekki
tekið Johnson nógu alvarlega, en
áskorandanum tókst að hemja sig í
kosningabaráttunni, halda sig við mál-
efnin og uppskera sigur. Verkamanna-
flokkurinn hefur haft sterk ítök í
London og dvínandi fylgi hans þar
þykir bera þreytumerkjum stjórnar
Browns vitni.
Gordon Brown hefur átt erfitt upp-
dráttar síðan Tony Blair vék úr emb-
ætti forsætisráðherra og hann tók við.
Úrslit kosninganna hafa meðal annars
verið rakin til niðursveiflunnar í
bresku efnahagslífi, en vandi Verka-
mannaflokksins er djúpstæðari og
Brown hefur ekki tekist að rétta kúrs-
inn eftir brottför Blairs. Brown lýsti
þegar yfir því að þetta væri skelfilegur
ósigur en hét því að draga sinn lær-
dóm af úrslitunum. „Mitt starf er að
hlusta og leiða og það mun ég gera,“
hann.
Spurningin er hins vegar hvort það
er of seint. Íhaldsflokkurinn hefur
samkvæmt skoðanakönnunum sótt
verulega á undanfarin misseri. Hann
hefur meira eða minna haft naumt for-
skot á Verkamannaflokkinn í tvö ár,
en ekki komist yfir 40% fylgi. Nú fékk
flokkurinn 44% og vonast flokksmenn
til að þessi fylgisaukning ráði úrslitum
í gengi flokksins. Eyðimerkurganga
Íhaldsflokksins hefur staðið yfir frá
því að Tony Blair bar sigurorð af John
Major í kosningunum fyrir 11 árum og
um tíma virtist flokkurinn ætla að
mála sig út í horn, með viðhorfum sem
glöddu hörðustu stuðningsmennina,
en fældu almenna kjósendur frá. Und-
ir forustu David Cameron hafa orðið
umskipti. Honum er hrósað fyrir að
hafa gefið Íhaldsflokknum mannlega
ásjónu. Innan flokksins hafa vaknað
vonir um að úrslitin beri því ekki að-
eins vitni að kjósendur hafi hafnað
Verkamannaflokknum, heldur beri
traust til Íhaldsflokksins.
Það á kannski við á einhverjum svið-
um, en ekki í efnahagsmálum. Gordon
Brown var fjármálaráðherra á lengsta
hagvaxtarskeiði Breta eftir seinni
heimsstyrjöld. Engu að síður treysta
aðeins 32% flokknum í efnahagsmál-
um. Traust kjósenda á Íhaldsflokkn-
um er litlu meira eða 36%.
Margt getur gerst fram að næstu
kosningum á Bretlandi og ekki loku
skotið fyrir að Brown geti snúið við
blaðinu. Þótt hitnað hafi undir honum
verður að teljast líklegt að hann muni
leiða flokkinn í næstu kosningum.
Hann mun hins vegar eiga í vök að
verjast gagnvart Cameron sem nú
virðist hafa öll vopn á hendi sér.
A
ðalsteinn Jónsson útgerðarmaður á
Eskifirði lézt í Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaupstað 30. apríl sl.
áttatíu og sex ára að aldri. Aðal-
steinn, betur þekktur sem Alli ríki,
var einstakur maður, eins konar
holdgervingur einkaframtaksins í sinni jákvæð-
ustu mynd. Aðalsteinn átti fáa sína líka og segja
má að hann hafi síðustu áratugi lífs síns verið lif-
andi goðsögn. Það er sennilega ekki ofsögum sagt
að segja að með Aðalsteini sé genginn mikill höfð-
ingi af gamla skólanum, sem þó lifði og hrærðist í
nútíð, ávallt með hagsmuni og framtíð síns byggð-
arlags að leiðarljósi.
Hann bar hag sinnar heimabyggðar fyrir
brjósti og vildi veg Austfirðinga sem mestan og þá
ekki síst Eskfirðinga. Sú lífsskoðun hans að
styrkja og efla eigin heimabyggð með ráðum og
dáð, litaði alla hans afstöðu til fjárfestinga og
reksturs og Austfirðingar uppskáru ríkulega,
vegna dirfsku Aðalsteins og virðingar hans og
væntumþykju fyrir átthögunum.
Aðalsteinn ólst upp á Eskifirði í sárri fátækt,
næstyngstur sex systkina. Föður sinn, Jón Kjart-
ansson, missti Aðalsteinn þegar hann var aðeins
sex ára gamall.
Aðalsteinn lýsti því í samtali hér í Morgun-
blaðinu laust eftir að hann varð sjötugur, árið
1992, hvernig honum hlotnaðist viðurnefnið Alli
ríki: „Já, þegar ég var að hefja söltun og útgerð
hér kom eitt sinn blaðamaður frá Þjóðviljanum til
að hafa við mig viðtal. Ég mátti ekkert vera að því
að hafa við hann viðtal og því laug hann upp heilu
viðtali, þar sem annarri hverri setningu lauk með:
„sagði Alli ríki“. Það var bölvuð vitleysa þar sem
ég átti ekki bót fyrir rassinn á mér á þessum
tíma.“
Aðalsteinn byggði upp geysilega öflugt sjávar-
útvegsfyrirtæki á Eskifirði. Oft þóttu ákvarðanir
hans um nýjar fjárfestingar djarfar, jafnvel full-
djarfar, eins og þegar hann ákvað að reisa rækju-
verksmiðju þótt engin væri rækjan þegar ákvörð-
unin var tekin. Það átti eftir að breytast. Sama
máli gegndi með ákvarðanir Aðalsteins um fjár-
festingar í loðnu- og síldarfrystingu. Það var
stundum eins og Aðalsteinn sæi hluti sem aðrir
sáu ekki og því ákvað hann svo oft fjárfestingar á
réttum tíma, sem er jú eitt lykilatriðið í því að fjár-
festing heppnist vel.
Það var ekki nema sjálfsagður og eðlilegur
þakklætisvottur af hálfu Eskifjarðar að gera Að-
alstein Jónsson að heiðursborgara bæjarfélagsins.
Honum þótti auðvitað vænt um þann þakklætis-
og virðingarvott, þótt hann flíkaði ekki tilfinning-
um sínum. Hann var ekki þeirrar gerðar að bera
þær á torg. Undir hrjúfu yfirborðinu sló stórt og
hlýtt hjarta. Það vissu þeir sem fengu að kynnast
Alla ríka persónulega.
Morgunblaðið þakkar Aðalsteini Jónssyni að
leiðarlokum, fyrir vegferðina og ánægjuleg sam-
skipti í alla staði.
Fylgishrun Samfylkingar
Í
nýrri skoðanakönnun Gallup, sem birt
var fyrir helgi kom í ljós, að Samfylk-
ingin hefur tapað miklu fylgi á sama
tíma og fylgi Vinstri grænna eykst veru-
lega. Þetta er forvitnileg niðurstaða.
Það er auðvitað ljóst, að fylgi flokka í
reglulegum könnunum sveiflast til eftir því hvaða
málefni hafa verið til umræðu á könnunartíma-
bilinu. Hvaða málefni hafa verið til umræðu að
undanförnu?
Mest hefur verið rætt um hugsanlega aðild að
Evrópusambandinu og upptöku evru í því sam-
bandi. Aðrir þættir efnahagsmála hafa einnig ver-
ið á dagskrá svo og ferðalög og einkaþotuferðir
ráðherra. Óeirðirnar við Rauðavatn vöktu spurn-
ingar hjá mörgum um í hvaða átt samfélag okkar
stefnir.
Af þessum málum er ljóst, að umræður um Evr-
ópusambandið og evruna hafa yfirgnæft önnur
mál, bæði á opinberum vettvangi og manna á með-
al.
Eini flokkurinn, sem hefur tekið afdráttarlausa
afstöðu með aðild að Evrópusambandinu og upp-
töku evru, er Samfylkingin. Það er nánast ómögu-
legt að komast að annarri niðurstöðu en að sú yf-
irlýsta afstaða flokksins eigi hlut að máli í könnun
Gallup. Manna á meðal hefur verið rætt um að
fylgi við aðild að Evrópusambandinu og upptöku
evru hafi aukizt verulega vegna vandamála krón-
unnar. Fyrst og fremst er þó ljóst að sá stuðn-
ingur kemur frá Samtökum atvinnulífsins, Sam-
tökum iðnaðarins og öðrum aðilum í
viðskiptalífinu, svo sem forráðamönnum einstakra
stórfyrirtækja. Þar er ekki um að ræða aðila sem
þekktir hafa verið af stuðningi við Samfylkinguna
og líklegt má telja, að þótt sá flokkur og fyrr-
nefndir aðilar eigi málefnalega samleið í ESB-
málum skili það sér ekki í pólitískum stuðningi við
Samfylkinguna. Hins vegar er ljóst að megnið af
fylgistapi Samfylkingar færist yfir á Vinstri
græna. Hvaða skýring er á því? Það er erfitt að
komast að annarri niðurstöðu en þeirri að á milli
Samfylkingar og Vinstri grænna fljóti stórir hóp-
ar kjósenda fram og til baka og að þessir kjós-
endahópar hafi færzt yfir á Vinstri græna í réttu
hlutfalli við auknar umræður um aðild að Evrópu-
sambandinu og upptöku evru og stuðning Sam-
fylkingar við þá hugmynd.
Þótt mikil ferðalög ráðamanna þjóðarinnar um
heiminn og jafnvel í einkaþotum, sem hér hefur
ekki tíðkazt hingað til meðal stjórnmálamanna,
hafi verið til umfjöllunar er erfitt að trúa því, að
umræður um þau mál hafi leitt til svo mikils fylg-
istaps Samfylkingarinnar eins og um er að ræða.
Ekki má gleyma því að fleiri ráðherrar en ráð-
herrar Samfylkingar hafa verið á ferðalögum og í
einkaþotum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur
hins vegar í stað. Þótt almenningur hafi vaxandi
áhyggjur af efnahagsástandinu er næsta ótrúlegt
að þær áhyggjur komi bara niður á fylgi Samfylk-
ingar en ekki Sjálfstæðisflokks.
Þess vegna er líklegasta niðurstaðan sú, að með
auknum umræðum af sinni hálfu um aðild að Evr-
ópusambandinu og upptöku evru sé Samfylkingin
að flæma stóra hópa af kjósendum yfir til Vinstri
grænna.
Gagnstætt því sem forystumenn Samfylkingar
hafa haldið, að þeir mundu hagnast í kjósendafylgi
á stuðningi við Evrópusambandið og upptöku
evru, bendir því flest til að þeir séu að tapa fylgi
vegna málsins, m.a. vegna þess að helztu áhuga-
menn um málið eru stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokks og yfirgefa ekki þann flokk, þótt hann hafi
ekki snúizt á sveif með þeim í málinu.
Þeir sjálfstæðismenn sem hafa haft áhyggjur af
stöðu flokksins vegna ESB-umræðna þurfa því að
öllum líkindum ekki að hafa slíkar áhyggjur. ESB
er ekki jafn kjósendavænt og hin pólitíska yfir-
stétt í Samfylkingunni hefur haldið.
Sjálfstæðisflokkurinn og ESB
Þ
etta er gagnlegt fyrir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins að hafa í huga
nú þegar þeir hljóta að taka upp
umræður í sínum hópi um afstöðu
Sjálfstæðisflokksins til ESB. Af-
staða Geirs H. Haarde forsætisráð-
herra og formanns flokksins hefur verið skýr.
Hann er andvígur aðild að ESB og upptöku evru
og hefur ítrekað þá afstöðu aftur og aftur á und-
anförnum vikum, m.a. á þeim tíma, sem umrædd
könnun Gallup var gerð.
Laugardagur 3. maí
Reykjavíkur
Tjaldar í fjöru.
7. maí 1978: „Á undanförnum
árum hefur miklum fjármun-
um verið varið til uppbygging-
ar atvinnulífi víða um land. Ár-
angur þess starfs má sjá í
sjávarþorpum og kaupstöðum.
Þessi uppbygging hefur bætt
lífsafkomu fólks í dreifbýlinu.
Jafnvægi í byggð landsins er
gamalt slagorð, sem hefur
þýðingu nú sem fyrr.
Borgarstjórn Reykjavíkur
hefur nýlega samþykkt tillögur
Birgis Ísl. Gunnarssonar, borg-
arstjóra, í atvinnumálum. Til-
lögur þessar miða að því að efla
uppbyggingu atvinnulífs í höf-
uðborginni. Í umræðum um
þessar tillögur hafa borg-
arstjóri og fleiri talsmenn
meirihluta borgarstjórnar rétti-
lega bent á, að jafnræði yrði að
ríkja milli landshluta í aðgangi
að lánfé til atvinnuuppbygg-
ingar. Ekki verður við það un-
að, að einstakir landshlutar eins
og t.d. höfuðborgin og nágrenni
hennar sitji ekki við sama borð
og aðrir landshlutar að þessu
leyti. Það er hins vegar stað-
reynd, að slíkt mismunum hef-
ur verið við lýði undanfarin ár.“
. . . . . . . . . .
8. maí 1988: „Stefnt er að því
að þingstörfum ljúki nú innan
fárra daga. Eins og alltaf er
tekist á um mörg en misjafn-
lega merkileg mál, sem
snerta okkur hvert og eitt
með misjöfnum hætti. Sum
mál eru flutt ár eftir ár án
þess að í þeim fáist nið-
urstaða, tvö slík sýnast þó
nær því að fá lokaafgreiðslu á
þingi nú en oftast áður, það er
bjórmálið og frumvarpið um
viðisaukaskatt. Það væri að
bera í bakkafullan lækinn að
taka þau til umræðu á þess-
um vettvangi. Í þess stað skal
staldrað við frumvarp, sem
ekki hefur farið mikið fyrir en
er þó flutt af forsetum þings-
ins og ber yfirskriftina frum-
varp til laga um breytingu á
lögum nr. 12/1986 um Rík-
isendurskoðun. Hefur frum-
varpið ekki mætt mikilli and-
stöðu í sölum Alþingis, virðast
það helst vera þingmenn
Borgaraflokksins sem beita
sér gegn því. Frumvarpið er
flutt þar sem í ljós hefur kom-
ið „að skoðunarheimildir Rík-
isendurskoðunar eru ekki
eins óyggjandi og ætla
mætti.“
. . . . . . . . . .
3. maí 1998: „Borgarfulltrúar
og frambjóðendur Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík hafa
mikið til síns máls í gagnrýni
sinni á fyrirhugaða ráðstöfun
Geldinganess sem iðnaðar- og
atvinnusvæðis að meginhluta
til. Á blaðamannafundi sl.
fimmtudag lýstu talsmenn
D-listans þessu sem umhverf-
isslysi.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/