Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 37
ENGUM blandast
hugur um að fangels-
isvist hefur áhrif á
fjölskyldur fanga.
Foreldrar, makar og
börn horfast í augu
við nýjar aðstæður og
vita oftast ekki
hvernig skuli bera sig
að. Margt sækir á
huga aðstandenda fanga og þeir
finna sig í fyrstu oft vanmáttuga
andspænis fangelsiskerfinu og öllu
sem því fylgir.
Aðstandendur fanga hafa til-
hneigingu til að hafa ekki hátt um
þessa nýju reynslu sína. Þeir vita
að fangelsisvist er opinber van-
þóknun samfélagsins á þeirra nán-
ustu vegna brota sem þeir fremja.
Aðstandendur eru miður sín yfir
því sem fjölskyldumeðlimir þeirra
hafa gert á hlut annarra með brot-
um sínum og vildu svo sannarlega
biðja hlutaðeigandi afsökunar fyr-
ir hönd þeirra. Vita hins vegar að
það er ekki alltaf opin leið vegna
þess hvers eðlis mál eru. Þarflaust
er að taka fram að aðstandendur
vonast til að fangavistin hafi sem
minnst skaðleg áhrif á þeirra nán-
ustu og þrá innilega að þeir snúi
af braut sinnar villu og verði ham-
ingjusamir og nýtir þegnar. Vilja
rétta þeim hjálparhönd án þess þó
að falla í gryfju meðvirkninnar.
Þess vegna fagna aðstandendur
hverju jákvæðu skrefi sem tekið
er í fangelsismálum landsins eins
og meðferðardeildinni á Litla-
Hrauni, svo dæmi sé nefnt.
Í flestum tilvikum hafa aðstand-
endur mátt þola margt í sjúk-
dómsgöngu sinna nánustu og
glímu þeirra við illviðráðanlega
fíkn. Stundum hafa þeir gersam-
lega lokast af með vanda sinn og
sinna og eiga í fá hús að venda
með áhyggjur sínar og kvíða. Í
öðrum tilvikum hafa afbrot þeirra
komið aðstandendum í opna
skjöldu og þeir ekki vitað sitt
rjúkandi ráð. Fyllst sorg og van-
líðan, sektarkennd og reiði.
Aðstandendur öðlast einstaka
reynslu sem þeir geta miðlað til
annarra sem svipað er ástatt um.
Vissulega er það neikvæð reynsla
en vinna má úr henni og bæta
með því andlega líðan. Í nokkur ár
hefur hópur aðstandenda fanga
hist reglulega og rætt saman.
Rakið reynslu sína af fangavist
sinna nánustu og styrkt hver ann-
an. Það er samdóma álits þessa
hóps að þetta hafi orðið öllum til
góðs. Samtal þeirra sem þekkja til
fangelsa frá bæjardyrum aðstand-
enda hefur rofið einangrun fólks
og opnað augu þess fyrir mik-
ilvægi þess að segja hug sinn. Á
fundum þessum hefur fólk talað
opinskátt og án þess að skammast
sín fyrir þau sem þeim þykir vænt
um. Greint t.d. frá því hvernig þau
hafa brugðist við gagnvart börn-
um brotamanna sem dæmdir eru
til fangavistar, hvað þau hafa sagt
þeim og hvað ekki. Þau sem ný
koma á fundi eru sum í fyrstu hik-
andi eins og gengur en sjá fljótt
að hér er kominn styrktarhópur
sem hentar þeim. Hver hefur sína
sögu að segja og hver getur kennt
öðrum. Reynslan er sameiginleg –
reynsla sem ekki hefur mátt hafa
hátt um og hún því bæld niður –
stundum með alvarlegum afleið-
ingum.
Félag aðstandenda
fanga sem heitir Að-
gát er öllum opið sem
eiga einhvern nákom-
inn í fangelsi. Fundir
í félaginu eru haldnir
fyrsta þriðjudags-
kvöld hvers mánaðar í
safnaðarheimili Frí-
kirkjunnar við Lauf-
ásveg í Reykjavík.
Auk þess hefur félag-
ið komið sér upp
heimasíðu: adgat.net
og þar má lesa sitt-
hvað um félagið. Aðstandendur
fanga eru hvattir til að notfæra
sér þessa hjálparleið sem hefur
reynst ákaflega vel og eflt með
þeim bjartsýni og hugrekki.
Aðstandendur fanga
Hreinn S. Há-
konarson skrifar
um málefni að-
standenda fanga
» Fjallað er um mikil-
vægi þess að að-
standendur fanga ræði
mál sín hispurslaust og
komi saman í því skyni.
Hreinn S. Hákonarson
Höfundur er fangaprestur þjóðkirkj-
unnar og formaður fangahjálparinnar
Verndar
Sandakur 1. hæð 2. hæð
Sími 530 1500 | Suðurlandsbraut 52 | Guðrún Árnadóttir löggiltur fasteignasali | www.arnarnes.is
Raðhúsin okkar leika aðalhlutverkið
í Hæðinni, sem hefur fengið frábærar
viðtökur.
Sérútbúnar íbúðir
Glæsileg íbúð, fullbúin
húsgögnum frá EGG og
gólfefni frá Harðviðarvali.
Sýningaríbúð
Opið hús í Línakri í dag frá kl. 14–15
Hér er gott að búa
Arnarneshæðin er einstaklega vel staðsett á
eftirsóttum stað á höfuðborgarsvæðinu. Hverfið
er sólríkt og skjólsælt, með gullfallegt útsýni til
allra átta. Stutt er í alla verslun og þjónustu,
fjölmargir skólar eru í næsta nágrenni og ótal
frábær íþrótta- og útivistarsvæði innan seilingar.
Valdar eignir afhendast með
eikarparketi, uppþvottavél,
ísskáp, gardínum og ljósum.
Hæðin
Höfum verið beðnir að útvega u.þ.b. 250 – 300 fm
eign á framangreindu svæði. Góðar greiðslur í boði.
Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
Einbýlis- eða raðhús
í vesturborginni óskast
M
bl
9
92
80
6
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095
Sími: 588 9090
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið