Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 52

Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 52
52 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI REUTERS Frá Istanbúl: „Nei, við fátækt og óréttlæti“. Víða um heim voru kröfu-göngur gengnar í tilefni af 1. maí, baráttu-degi verka-lýðsins. Í Istanbúl í Tyrk-landi voru 530 mót-mælendur hand-teknir, og 38 slösuðust, þegar kom til átaka á milli mót-mælenda og óeirða-lögreglu-manna. Mót-mælendurnir reyndu að fara í kröfu-göngu að Taksim-torgi, en fjölda-samkomur hafa verið bannaðar á torginu á 1. maí frá árinu 1977, þegar hópur vopnaðra manna skaut tugi manna til bana á torginu. Í Moskvu er talið að um 30 þúsund manns, aðal-lega stuðnings-menn Kommúnista-flokksins, hafi farið í göngu. Gennadí Zjúganov, leið-togi kommúnista, fór fyrir göngu undir merkjum hamarsins og sigðarinnar og myndum af Lenín og Stalín. Á Kúbu fylgdist Raúl Castro með hátíðar-samkomu í mið-borg Havana. Talið er að hundruð þúsunda manna hafi sótt fundinn. Kröfu-göngur 1. maí Í vikunni stóðu yfir miklar deilur milli skurð- og svæfingar-hjúkrunar- fræðinga og stjórn-enda Land-spítalans, vegna vakta-fyrirkomulags, sem stóð til að breyta. Á níunda tímanum á miðviku-dag náðist loks samkomu-lag um að nú-verandi fyrirkomu-lag gildi til 1. maí á næsta ári. Það var ekki seinna vænna því þá á mið-nætti ætluðu 96 hjúkrunar-fræðingar að hætta störfum. Flestir drógu upp-sagnir sínar til baka, en um 10 manns höfðu þegar fengið aðra vinnu. Geisla-fræðingar á Land-spítalanum ákváðu hins vegar að fresta upp-sögnum sínum um einn mánuð. Fjörutíu af 52 geisla-fræðingum á myndgreiningar-sviði LSH höfðu sagt upp störfum frá miðnætti á miðviku-dag vegna fyrir-hugaðra breytinga á vakta-fyrirkomulagi. Ekki var ljóst hvort niður-fellingin á því næði til geisla-fræðinga. Þeir áttu síðan fund með yfir-mönnum á föstu-daginn. Breytingar felldar niður Morgunblaðið/Frikki Hjúkrunar-fræðingarnir glöddust yfir samkomu-laginu. Josef Fritzl, 73 ára gamall maður frá bænum Amstetten í Austur-ríki, hefur játað að hafa haldið dóttur sinni, Elisabeth, fanginni í glugga-lausum kjallara íbúðar-húss síns í 24 ár. Allan þann tíma mis-notaði hann dóttur sína kynferðis-lega og ól hún honum sjö börn, en eitt þeirra lést stuttu eftir fæðingu. Börnin eru nú á aldrinum 5 til 19 ára. Þrjú barnanna bjuggu með móðurinni í kjallaranum en þrjú þeirra ásamt afa sínum [föður] og ömmu á efri hæðum hússins. Talið er að hvorki börnin né amma þeirra hafi vitað af Elisabeth og börnunum í kjallaranum. Upp komst um fanga-vist Elisabeth, sem nú er 42 ára gömul, þegar 19 ára dóttir hennar sem bjó með henni í kjallaranum, þurfti að leggjast inn á sjúkra-hús. Læknarnir hófu þá leit að móðurinni sem leiddi til hand-töku Josefs. Elisabeth og börnin eru í um-sjón sál-fræðinga. Íbúar Amstetten sýndu þeim sam-úð með því að tendra kerta-ljós á þriðjudags-kvöld. Fangi í kjallara í 24 ár Josef Fritzl Laun kennara hækka Nýr kjara-samningur milli Félags grunnskóla-kennara og launa-nefndar sveitar-félaga var undir-ritaður á mánu-daginn. 1. janúar á næsta ári verða meðal-launin rúmar 300 þúsund krónur á mánuði, en hækkunin er 15-23 %. Eldur á Dal-braut Á sunnu-daginn var kom upp eldur í þjónustu-íbúðum aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Sjö manns voru fluttir á slysa-deild vegna reyk-eitrunar. Einn íbúi, 84 ára gömul kona lést á sjúkra-húsi af bruna-sárum sínum. Sigur-sælt Duggholu-fólk Barna- og fjölskyldumyndin Duggholu-fólkið í leik-stjórn Ara Kristinssonar, fékk aðal-verðlaunin á Alþjóð-legu barnamynda-hátíðinni í Kristiansand um síðustu helgi. Duggholu-fólkið vann einnig aðal-verðlaunin á Sprockets-hátíðinni í Toronto fyrir stuttu. Stutt „Verðbólgu-tölurnar sem birtust í gær eru slæmar og verri en við bjuggumst við og flestir voru búnir að spá,“ sagði Geir H. Haarde forsætis-ráðherra í fyrirspurnar-tíma á Alþingi í mánu-dag. Hann svaraði fyrir-spurn Guðna Ágústssonar, for-manns Framsóknar-flokksins. Guðni sagði að margt gengi illa í íslensku sam-félagi. Verð-bólgan væri nú 12% og „engin ríkis-stjórn hefur í tuttugu ár verið jafn-máttvana frammi fyrir efnahags-vandanum sem blasir við“. Ríkis-stjórnin ber þar meiri ábyrgð en nokkur annar, sagði Guðni sem telur að hún eigi að segja af sér. Verð-bólgan orðin 12% Árni Beinteinn Árnason, leik-stjóri og leikari með meiru, frum-sýndi fyrstu „alvöru“myndina sína, að eigin sögn, stutt-myndina Auga fyrir auga, í Háskóla-bíói á fimmtu-daginn. Árni segir að myndin sé spennu-mynd en þó fyrir alla fjöl-skylduna, en hún fjallar um vandræða-unglinginn Gumma sem strýkur af upptöku-heimili. Salurinn var fullur af áhorfendum sem tóku myndinni mjög vel. Frum-sýndi fyrstu „alvöru“myndina Morgunblaðið/Valdís Thor Aðal-leikarar: Egill Ploder Ottósson, Árni Beinteinn Árnason og Lilja Björk Jónsdóttir. Stefán Gíslason varð á fimmtu-daginn danskur bikar-meistari í knatt-spyrnu þegar Bröndby vann Esbjerg, 3:2, í afar spennandi leik í Parken í Kaupmanna-höfn. Stefán lék allan tímann á miðjunni og átti góðan leik en Martin Retov inn-siglaði sigur Bröndby þegar hann skoraði sigur-markið sex mínútum fyrir leiks-lok. Stefán er fyrir-liði Bröndby og lyfti því bikarnum. ,,Það var frábær til-finning sem fór um mig þegar ég lyfti bikarnum upp í loftið,“ sagði Stefán. ,,Þetta var ekta bikar-úrslitaleikur. Stemningin var frá-bær og sigurinn sann-gjarn. Við vorum allan tímann sterkari og ég var eigin-lega aldrei hræddur um að við myndum tapa þessum leik.“ Bikar-meistari Danmörku Stefán, til vinstri, fagnar ásamt félögum sínum. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.