Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 52
52 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI REUTERS Frá Istanbúl: „Nei, við fátækt og óréttlæti“. Víða um heim voru kröfu-göngur gengnar í tilefni af 1. maí, baráttu-degi verka-lýðsins. Í Istanbúl í Tyrk-landi voru 530 mót-mælendur hand-teknir, og 38 slösuðust, þegar kom til átaka á milli mót-mælenda og óeirða-lögreglu-manna. Mót-mælendurnir reyndu að fara í kröfu-göngu að Taksim-torgi, en fjölda-samkomur hafa verið bannaðar á torginu á 1. maí frá árinu 1977, þegar hópur vopnaðra manna skaut tugi manna til bana á torginu. Í Moskvu er talið að um 30 þúsund manns, aðal-lega stuðnings-menn Kommúnista-flokksins, hafi farið í göngu. Gennadí Zjúganov, leið-togi kommúnista, fór fyrir göngu undir merkjum hamarsins og sigðarinnar og myndum af Lenín og Stalín. Á Kúbu fylgdist Raúl Castro með hátíðar-samkomu í mið-borg Havana. Talið er að hundruð þúsunda manna hafi sótt fundinn. Kröfu-göngur 1. maí Í vikunni stóðu yfir miklar deilur milli skurð- og svæfingar-hjúkrunar- fræðinga og stjórn-enda Land-spítalans, vegna vakta-fyrirkomulags, sem stóð til að breyta. Á níunda tímanum á miðviku-dag náðist loks samkomu-lag um að nú-verandi fyrirkomu-lag gildi til 1. maí á næsta ári. Það var ekki seinna vænna því þá á mið-nætti ætluðu 96 hjúkrunar-fræðingar að hætta störfum. Flestir drógu upp-sagnir sínar til baka, en um 10 manns höfðu þegar fengið aðra vinnu. Geisla-fræðingar á Land-spítalanum ákváðu hins vegar að fresta upp-sögnum sínum um einn mánuð. Fjörutíu af 52 geisla-fræðingum á myndgreiningar-sviði LSH höfðu sagt upp störfum frá miðnætti á miðviku-dag vegna fyrir-hugaðra breytinga á vakta-fyrirkomulagi. Ekki var ljóst hvort niður-fellingin á því næði til geisla-fræðinga. Þeir áttu síðan fund með yfir-mönnum á föstu-daginn. Breytingar felldar niður Morgunblaðið/Frikki Hjúkrunar-fræðingarnir glöddust yfir samkomu-laginu. Josef Fritzl, 73 ára gamall maður frá bænum Amstetten í Austur-ríki, hefur játað að hafa haldið dóttur sinni, Elisabeth, fanginni í glugga-lausum kjallara íbúðar-húss síns í 24 ár. Allan þann tíma mis-notaði hann dóttur sína kynferðis-lega og ól hún honum sjö börn, en eitt þeirra lést stuttu eftir fæðingu. Börnin eru nú á aldrinum 5 til 19 ára. Þrjú barnanna bjuggu með móðurinni í kjallaranum en þrjú þeirra ásamt afa sínum [föður] og ömmu á efri hæðum hússins. Talið er að hvorki börnin né amma þeirra hafi vitað af Elisabeth og börnunum í kjallaranum. Upp komst um fanga-vist Elisabeth, sem nú er 42 ára gömul, þegar 19 ára dóttir hennar sem bjó með henni í kjallaranum, þurfti að leggjast inn á sjúkra-hús. Læknarnir hófu þá leit að móðurinni sem leiddi til hand-töku Josefs. Elisabeth og börnin eru í um-sjón sál-fræðinga. Íbúar Amstetten sýndu þeim sam-úð með því að tendra kerta-ljós á þriðjudags-kvöld. Fangi í kjallara í 24 ár Josef Fritzl Laun kennara hækka Nýr kjara-samningur milli Félags grunnskóla-kennara og launa-nefndar sveitar-félaga var undir-ritaður á mánu-daginn. 1. janúar á næsta ári verða meðal-launin rúmar 300 þúsund krónur á mánuði, en hækkunin er 15-23 %. Eldur á Dal-braut Á sunnu-daginn var kom upp eldur í þjónustu-íbúðum aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Sjö manns voru fluttir á slysa-deild vegna reyk-eitrunar. Einn íbúi, 84 ára gömul kona lést á sjúkra-húsi af bruna-sárum sínum. Sigur-sælt Duggholu-fólk Barna- og fjölskyldumyndin Duggholu-fólkið í leik-stjórn Ara Kristinssonar, fékk aðal-verðlaunin á Alþjóð-legu barnamynda-hátíðinni í Kristiansand um síðustu helgi. Duggholu-fólkið vann einnig aðal-verðlaunin á Sprockets-hátíðinni í Toronto fyrir stuttu. Stutt „Verðbólgu-tölurnar sem birtust í gær eru slæmar og verri en við bjuggumst við og flestir voru búnir að spá,“ sagði Geir H. Haarde forsætis-ráðherra í fyrirspurnar-tíma á Alþingi í mánu-dag. Hann svaraði fyrir-spurn Guðna Ágústssonar, for-manns Framsóknar-flokksins. Guðni sagði að margt gengi illa í íslensku sam-félagi. Verð-bólgan væri nú 12% og „engin ríkis-stjórn hefur í tuttugu ár verið jafn-máttvana frammi fyrir efnahags-vandanum sem blasir við“. Ríkis-stjórnin ber þar meiri ábyrgð en nokkur annar, sagði Guðni sem telur að hún eigi að segja af sér. Verð-bólgan orðin 12% Árni Beinteinn Árnason, leik-stjóri og leikari með meiru, frum-sýndi fyrstu „alvöru“myndina sína, að eigin sögn, stutt-myndina Auga fyrir auga, í Háskóla-bíói á fimmtu-daginn. Árni segir að myndin sé spennu-mynd en þó fyrir alla fjöl-skylduna, en hún fjallar um vandræða-unglinginn Gumma sem strýkur af upptöku-heimili. Salurinn var fullur af áhorfendum sem tóku myndinni mjög vel. Frum-sýndi fyrstu „alvöru“myndina Morgunblaðið/Valdís Thor Aðal-leikarar: Egill Ploder Ottósson, Árni Beinteinn Árnason og Lilja Björk Jónsdóttir. Stefán Gíslason varð á fimmtu-daginn danskur bikar-meistari í knatt-spyrnu þegar Bröndby vann Esbjerg, 3:2, í afar spennandi leik í Parken í Kaupmanna-höfn. Stefán lék allan tímann á miðjunni og átti góðan leik en Martin Retov inn-siglaði sigur Bröndby þegar hann skoraði sigur-markið sex mínútum fyrir leiks-lok. Stefán er fyrir-liði Bröndby og lyfti því bikarnum. ,,Það var frábær til-finning sem fór um mig þegar ég lyfti bikarnum upp í loftið,“ sagði Stefán. ,,Þetta var ekta bikar-úrslitaleikur. Stemningin var frá-bær og sigurinn sann-gjarn. Við vorum allan tímann sterkari og ég var eigin-lega aldrei hræddur um að við myndum tapa þessum leik.“ Bikar-meistari Danmörku Stefán, til vinstri, fagnar ásamt félögum sínum. Netfang: auefni@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.