Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 53

Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 53 Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Mánud. 5. maí kl. 13 verður formleg opnun á handverkssýningu þátttakenda í félagsstarfinu. Flott meðlæti til sölu með kaffinu. Föstud. 9. maí verður Vorfagnaður kl. 17 – hátíð- armatur, skemmtiatriði og ball. Verð kr. 3.500. Allir velkomnir. Breiðfirðingabúð | Vorfundur Fé- lags breiðfirskra kvenna verður haldinn mánudaginn 5. maí kl. 20. Félag eldri borgara, Reykjavík | Stangarhyl 4. Dansleikur í kvöld kl. 20. Caprí leikur fyrir dansi. Skráning hafin í Austfjarðaferð 1.-4. júlí, nokkur sæti laus, uppl. og skráning í síma 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Sýning á handunnum skraut- og nytjam- unum, sem unnir hafa verið í Gjá- bakka í vetur, er í dag kl. 13-17. Vöfflukaffi og smiðjur í gangi. Allir velkomnir. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Létt ganga frá Gullsmára um næsta nágrenni kl. 10. Vorsýning kl. 13-17. Handunnir nytja- og skrautmunir, vöfflukaffi og hand- verkssmiðjur. Félagsstarf Gerðubergs | Miðvi- kud. 7. maí verður farið í ferðalag austur fyrir fjall, m.a. í heimsókn á Hótel Eldhesta þar sem snædd verður fiskisúpa. Ekið í Hvera- gerði, ísveisla í Eden o.fl. Lagt af stað frá Gerðubergi kl. 12, áætluð heimkoma kl. 17. Skráning á staðnum og í s. 575-7720. Hæðargarður 31 | Kaffisopi, tölv- ur, Mülllers-æfingar, postulín, hlát- urjóga, bókmenntir, myndlist, ljóð- list, félagsvist, söngur, línudans, gönuhlaup, samræðulist, Bör Bör- son, sniglaganga o.fl., s. 568- 3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sport- húsinu á mánu- og miðvikud. kl. 9.30-11.30. Hringdansar í Kópa- vogsskóla kl. 14.20-15.20. Ringó í Smáranum á miðvikud. kl. 12 og í Snælandsskóla á laugard. kl. 9.30. Línudans í Húnabúð á miðvikud. kl. 17. Uppl. í síma 564-1490. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun verður ganga frá Grafarvogskirkju kl. 10. Kvenfélag Garðabæjar | Vor- fundur félagsins verður haldinn þriðjud. 6. maí kl. 19.30 í Garða- holti. Skrá þarf þátttöku í síðasta lagi sunnud. 4. maí. Nánari uppl. er að finna í fréttabréfi og á heimasíðu félagsins. Skemmti- atriði og fundasölunefnd verður með varning til sölu. www.kveng- b.is Kvenfélag Kópavogs | Í tilefni af Kópavogsdögum er opið hús í dag frá kl. 11, í sal kvenfélagsins, Hamraborg 10, 2. hæð. Kaffiveit- ingar, kökubasar, innkaupapokar o.fl. Málverkasýning. Vorferð fé- lagsins verður 15. maí nk. Lagt verður af stað frá Hamraborg 10 kl. 18. Þátttaka tilkynnist fyrir 10. maí í síma: 553-5858, Elísabet, eða 557-9707/847-7836, Bryn- dís. Lífeyrisþegadeild Lands- sambands lögreglumanna | Fé- lagar fjölmennið á fund deild- arinnar í dag kl. 10 á Grettisgötu 89. Kirkjustarf Grafarvogskirkja | Farið verður í vorferð Safnaðarfélags Graf- arvogskirkju mánudaginn 5. maí. Farið verður frá kirkjunni kl. 19.30. Alþingishúsið heimsótt, land- námssýning í miðbænum skoðuð með leiðsögn. Kvöldkaffi verður í Iðnó, fróðleikur um húsið. Þátt- tökugjald er 1.200 kr., kvöldkaffi innifalið. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Hátúni 2. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Jón Þór Eyjólfsson. International church – biblestudy in the cafeteria kl. 12.30. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður: Vörður Leví Traustason. Gosp- elkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Ald- ursskipt barnakirkja, öll börn 1-13 ára velkomin. dagbók Í dag er sunnudagur 4. maí, 125. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jh. 15, 13.) Dagur upplýsingatækninnar,UT-dagurinn, er 7. maí. Afþví tilefni verður haldin ráð-stefna á Hilton Nordica og kynnt verður ný stefna ríkisstjórnar- innar um hið íslenska upplýsinga- samfélag. Hinn 9. maí kemur svo út UT- blaðið, sem dreift verður með dag- blaðinu 24 Stundum. Guðbjörg Sigurðardóttir er skrif- stofustjóri á skrifstofu upplýsinga- samfélagsins í forsætisráðuneytinu og einn skipuleggjenda UT-dagsins: „Dag- ur upplýsingatækninnar er nú haldinn í þriðja sinn. Í hvert skipti hefur dag- urinn verið með ólíku sniði, en tilgang- urinn alltaf verið sá sami: að skapa um- ræðu um tækifæri Íslendinga á sviði upplýsingatækni og upplýsingaiðn- aðar,“ segir Guðbjörg. „Að þessu sinni er megináherslan á nýja stefnu rík- isstjórnarinnar sem nær til áranna frá 2008 til 20012 og er mjög metnaðarfull. Unnið hefur verið að mótun þessarar nýju stefnu sl. 6 mánuði og hefur stór hópur fólks komið að þeirri vinnu, bæði frá hagsmunaaðilum og stjórnsýslunni.“ Guðbjörg segir Íslendinga mælast með þróuðustu þjóðum á ýmsum sviðum upplýsingatækni, en það á ekki við þeg- ar kemur að framboði á rafrænni þjón- ustu: „Þetta er nokkuð sem tekið er á í nýju stefnunni. Með því að gera t.d. eyðublöð og umsóknir aðgengileg á net- inu, og afgreiðslu þeirra sömuleiðis má stórbæta þjónustu við almenning, spara tíma og ná aukinni skilvirkni í rekstri,“ segir hún. Ráðstefna miðvikudagsins hefst með ávarpi Geirs H. Haarde forsætisráð- herra, umfjöllun um hina nýju stefnu og framkvæmd hennar. „Meðal annarra fyrirlesara má nefna Sigríði Lillý Bald- ursdóttur og Braga L. Hauksson sem segja frá áætlunum um breytingar í þjónustu Tryggingastofnunar ríkisins. Eins má nefna erindi Geirs Ragn- arssonar sérfræðings í samgöngu- ráðuneytinu um rafrænar sveitarstjórn- arkosningar en fyrirhugað er að gera tilraunir með slíka framkvæmd.“ Einnig má nefna af dagskrá ráðstefn- unnar fyrirlestra um rafræn skilríki og um verkefnið Ísland.is. Finna má nánari upplýsingar um ráð- stefnuna, skráningu og þátttökugjöld á www.ut.is Stjórnsýsla | Áhugaverð erindi og ný stefna kynnt á UT-deginum Betra upplýsingasamfélag  Guðbjörg Sig- urðardóttir fædd- ist á Akureyri 1956. Hún lauk kennaraprófi frá KHÍ 1980 og BS- prófi í tölvunar- fræði frá HÍ 1983. Guðbjörg var starfsmaður tölvu- deildar Ríkisspít- ala 1985-1997, verkefnisstjóri í for- sætisráðuneyti og formaður verkefnisstjórnar um upplýsinga- samfélagið 1997-2002, aðstoðarmaður menntamálaráðherra 2002-2003 og skrifstofustjóri á skrifstofu upplýs- ingasamfélagsins frá 2004. Guðbjörg er gift Skúla Kristjánssyni tannlækni og eiga þau tvo syni. Tónlist Iðnó | Í kvöld kl. 20 eru tónsmíða- tónleikar. Þar verða flutt verkin Há- vaðinn í sólinni og Túnfífill eftir Ragn- hildi Gísladóttur sem er að ljúka BA-námi í tónsmíðum frá LHÍ. Lydía Grétarsdóttir frumflytur einnig raf- verkið Bresti en hún er að ljúka BA- námi í nýmiðlum frá LHÍ í vor. Laugarneskirkja | Mánakórinn heldur tónleika í dag kl. 16. Einsöngvarar eru: Unnur Sigmarsdóttir, Sigurður Þeng- ilsson og Þórir Georgsson. Stjórnandi er Violeta Smid og undirleikari er Kry- styna Cortes. Kórinn flytur létta dag- skrá. Miðaverð er 1.500 kr. Ráðhús Reykjavíkur | Í tilefni af 20 ára afmæli Suzukitónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir tvennir vor- tónleikar í dag. Nemendur á aldrinum 3 til 17 ára munu koma fram. Fyrri tón- leikarnir hefjast kl. 13.30 og þeir seinni kl. 15. Allir velkomnir. Salurinn, Kópavogi | Í dag kl. 16 held- ur Helene Inga Stankiewicz tónleika en hún er að ljúka diplómanámi á pí- anó. Á efnisskrá eru verk eftir Beetho- ven, Ravel og Brahms. Uppákomur Þingborg – Suðurlandi | Áhugafólk um samfélags- og umhverfismál í Flóahreppi halda Fræðaþing um Urr- iðafossvirkjun í félagsheimilinu Þing- borg mánudaginn 5. maí kl. 20. Hags- munaaðilar og færustu sérfræðingar þjóðarinnar fjalla um Urriðafoss- virkjun og áhrif hennar á samfélagið og umhverfið. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Kaffihlaðborð á degi aldraðra í Breiðfirðingabúð í dag kl. 14.30. Breiðfirðingakórinn syngur. Sjá heimasíðu Breiðfirðingafélagsins, www.bf.is. Fréttir og tilkynningar Kristniboðssambandið | Basarinn, nytjamarkaður kristniboðsins er á Grensásvegi 7, 2. hæð. Allur ágóði af basarnum rennur til hjálpar- og þróun- arstarfs. Nú er búðin full af nýjum og nýlegum vörum; skrautmunir, húsbún- aður, barnaleikföng, púsl, spil, barna- föt, töskur, slæður o.fl. Opið virka daga kl. 12-17. Verið velkomin. ÞEIR hafa það fyrir sið í Japan að halda keppni um hvaða kornabarnið getur grenjað hæst. Hérna sést vígalegur súmó- glímukappi hræða vart ársgamlan hvítvoðunginn til að veina svo um munar. Keppnin er haldin í Sensoji musterinu í Tok- yo og er tækifærið notað til að biðja barninu heilsu og vaxtar. Reuters Ógn og skelfing Frá og með 1. maí flyst lækningastofa mín úr Lækningu Lágmúla 5, í Læknahúsið Domus Medica, Egilsgötu 3 , 101 Reykjavík. Flutningur á lækningastofu Dr. Karl Logason sérgrein æðaskurðlækningar og almennar skurðlækningar Tímapantanir daglega mil l i kl 9-18 í s íma: 563 1060 3ja ára nám í náttúrulækningum HEILSUMEISTARASKÓLINN School of Natura l Medic ine á Ís landi Heildrænt nám - ND, Naturopat Diploma. Innritun stendur yfir til 15. júní www.healthmastericeland.com school@healthmastericeland.com Upplýsingar í síma 892 6004 ❁ ❁ FRÉTTIR FYRSTU styrkir sem veittir eru úr Styrktar- og verðlaunasjóði Bents Scheving Thorsteinsson voru af- hentir á ársfundi Landspítala í Saln- um í Kópavogi 29. apríl. Sjóðurinn var stofnaður í júlí 2007 með 30 milljóna króna gjafafé Bents Schev- ing. Markmið og hlutverk sjóðsins er að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir, rit- gerðir og skylda starfsemi á sviði hjartalækninga og hjarta- og lungnaskurðlækninga. Úthlutað var tveimur milljónum króna til fjög- urra verkefna en alls bárust þrettán umsóknir um styrk. Hvert verkefni fékk 500 þúsund krónur. Tvö þeirra falla undir lyflækningar en hin tvö skurðlækningar. Eftirtalin verkefni voru valin: 1. Davíð O. Arnar og samstarfs- aðilar – Erfðafræði gáttatifs. 2. Þórarinn Guðnason og sam- starfsaðilar – Samanburður á öllum kransæðaþræðingum og krans- æðavíkkunum sem framkvæmdar voru í tveimur löndum, Íslandi og Svíþjóð, árið 2007. 3. Steinn Jónsson og samstarfs- aðilar – Lungnabrottnámsaðgerðir á Íslandi 1986–2007. 4. Hannes Sigurjónsson og sam- starfsaðilar – Árangur krans- æðahjáveituaðgerða á Íslandi. Styrkir Bent Scheving Thorsteinsson og eiginkona hans, Margaret Ritter Ross Wolfe, ásamt styrkþegum og stjórnarmönnum í sjóðnum. Fyrstu styrkir úr styrktarsjóði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.