Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 53 Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Mánud. 5. maí kl. 13 verður formleg opnun á handverkssýningu þátttakenda í félagsstarfinu. Flott meðlæti til sölu með kaffinu. Föstud. 9. maí verður Vorfagnaður kl. 17 – hátíð- armatur, skemmtiatriði og ball. Verð kr. 3.500. Allir velkomnir. Breiðfirðingabúð | Vorfundur Fé- lags breiðfirskra kvenna verður haldinn mánudaginn 5. maí kl. 20. Félag eldri borgara, Reykjavík | Stangarhyl 4. Dansleikur í kvöld kl. 20. Caprí leikur fyrir dansi. Skráning hafin í Austfjarðaferð 1.-4. júlí, nokkur sæti laus, uppl. og skráning í síma 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Sýning á handunnum skraut- og nytjam- unum, sem unnir hafa verið í Gjá- bakka í vetur, er í dag kl. 13-17. Vöfflukaffi og smiðjur í gangi. Allir velkomnir. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Létt ganga frá Gullsmára um næsta nágrenni kl. 10. Vorsýning kl. 13-17. Handunnir nytja- og skrautmunir, vöfflukaffi og hand- verkssmiðjur. Félagsstarf Gerðubergs | Miðvi- kud. 7. maí verður farið í ferðalag austur fyrir fjall, m.a. í heimsókn á Hótel Eldhesta þar sem snædd verður fiskisúpa. Ekið í Hvera- gerði, ísveisla í Eden o.fl. Lagt af stað frá Gerðubergi kl. 12, áætluð heimkoma kl. 17. Skráning á staðnum og í s. 575-7720. Hæðargarður 31 | Kaffisopi, tölv- ur, Mülllers-æfingar, postulín, hlát- urjóga, bókmenntir, myndlist, ljóð- list, félagsvist, söngur, línudans, gönuhlaup, samræðulist, Bör Bör- son, sniglaganga o.fl., s. 568- 3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sport- húsinu á mánu- og miðvikud. kl. 9.30-11.30. Hringdansar í Kópa- vogsskóla kl. 14.20-15.20. Ringó í Smáranum á miðvikud. kl. 12 og í Snælandsskóla á laugard. kl. 9.30. Línudans í Húnabúð á miðvikud. kl. 17. Uppl. í síma 564-1490. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun verður ganga frá Grafarvogskirkju kl. 10. Kvenfélag Garðabæjar | Vor- fundur félagsins verður haldinn þriðjud. 6. maí kl. 19.30 í Garða- holti. Skrá þarf þátttöku í síðasta lagi sunnud. 4. maí. Nánari uppl. er að finna í fréttabréfi og á heimasíðu félagsins. Skemmti- atriði og fundasölunefnd verður með varning til sölu. www.kveng- b.is Kvenfélag Kópavogs | Í tilefni af Kópavogsdögum er opið hús í dag frá kl. 11, í sal kvenfélagsins, Hamraborg 10, 2. hæð. Kaffiveit- ingar, kökubasar, innkaupapokar o.fl. Málverkasýning. Vorferð fé- lagsins verður 15. maí nk. Lagt verður af stað frá Hamraborg 10 kl. 18. Þátttaka tilkynnist fyrir 10. maí í síma: 553-5858, Elísabet, eða 557-9707/847-7836, Bryn- dís. Lífeyrisþegadeild Lands- sambands lögreglumanna | Fé- lagar fjölmennið á fund deild- arinnar í dag kl. 10 á Grettisgötu 89. Kirkjustarf Grafarvogskirkja | Farið verður í vorferð Safnaðarfélags Graf- arvogskirkju mánudaginn 5. maí. Farið verður frá kirkjunni kl. 19.30. Alþingishúsið heimsótt, land- námssýning í miðbænum skoðuð með leiðsögn. Kvöldkaffi verður í Iðnó, fróðleikur um húsið. Þátt- tökugjald er 1.200 kr., kvöldkaffi innifalið. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Hátúni 2. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Jón Þór Eyjólfsson. International church – biblestudy in the cafeteria kl. 12.30. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður: Vörður Leví Traustason. Gosp- elkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Ald- ursskipt barnakirkja, öll börn 1-13 ára velkomin. dagbók Í dag er sunnudagur 4. maí, 125. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jh. 15, 13.) Dagur upplýsingatækninnar,UT-dagurinn, er 7. maí. Afþví tilefni verður haldin ráð-stefna á Hilton Nordica og kynnt verður ný stefna ríkisstjórnar- innar um hið íslenska upplýsinga- samfélag. Hinn 9. maí kemur svo út UT- blaðið, sem dreift verður með dag- blaðinu 24 Stundum. Guðbjörg Sigurðardóttir er skrif- stofustjóri á skrifstofu upplýsinga- samfélagsins í forsætisráðuneytinu og einn skipuleggjenda UT-dagsins: „Dag- ur upplýsingatækninnar er nú haldinn í þriðja sinn. Í hvert skipti hefur dag- urinn verið með ólíku sniði, en tilgang- urinn alltaf verið sá sami: að skapa um- ræðu um tækifæri Íslendinga á sviði upplýsingatækni og upplýsingaiðn- aðar,“ segir Guðbjörg. „Að þessu sinni er megináherslan á nýja stefnu rík- isstjórnarinnar sem nær til áranna frá 2008 til 20012 og er mjög metnaðarfull. Unnið hefur verið að mótun þessarar nýju stefnu sl. 6 mánuði og hefur stór hópur fólks komið að þeirri vinnu, bæði frá hagsmunaaðilum og stjórnsýslunni.“ Guðbjörg segir Íslendinga mælast með þróuðustu þjóðum á ýmsum sviðum upplýsingatækni, en það á ekki við þeg- ar kemur að framboði á rafrænni þjón- ustu: „Þetta er nokkuð sem tekið er á í nýju stefnunni. Með því að gera t.d. eyðublöð og umsóknir aðgengileg á net- inu, og afgreiðslu þeirra sömuleiðis má stórbæta þjónustu við almenning, spara tíma og ná aukinni skilvirkni í rekstri,“ segir hún. Ráðstefna miðvikudagsins hefst með ávarpi Geirs H. Haarde forsætisráð- herra, umfjöllun um hina nýju stefnu og framkvæmd hennar. „Meðal annarra fyrirlesara má nefna Sigríði Lillý Bald- ursdóttur og Braga L. Hauksson sem segja frá áætlunum um breytingar í þjónustu Tryggingastofnunar ríkisins. Eins má nefna erindi Geirs Ragn- arssonar sérfræðings í samgöngu- ráðuneytinu um rafrænar sveitarstjórn- arkosningar en fyrirhugað er að gera tilraunir með slíka framkvæmd.“ Einnig má nefna af dagskrá ráðstefn- unnar fyrirlestra um rafræn skilríki og um verkefnið Ísland.is. Finna má nánari upplýsingar um ráð- stefnuna, skráningu og þátttökugjöld á www.ut.is Stjórnsýsla | Áhugaverð erindi og ný stefna kynnt á UT-deginum Betra upplýsingasamfélag  Guðbjörg Sig- urðardóttir fædd- ist á Akureyri 1956. Hún lauk kennaraprófi frá KHÍ 1980 og BS- prófi í tölvunar- fræði frá HÍ 1983. Guðbjörg var starfsmaður tölvu- deildar Ríkisspít- ala 1985-1997, verkefnisstjóri í for- sætisráðuneyti og formaður verkefnisstjórnar um upplýsinga- samfélagið 1997-2002, aðstoðarmaður menntamálaráðherra 2002-2003 og skrifstofustjóri á skrifstofu upplýs- ingasamfélagsins frá 2004. Guðbjörg er gift Skúla Kristjánssyni tannlækni og eiga þau tvo syni. Tónlist Iðnó | Í kvöld kl. 20 eru tónsmíða- tónleikar. Þar verða flutt verkin Há- vaðinn í sólinni og Túnfífill eftir Ragn- hildi Gísladóttur sem er að ljúka BA-námi í tónsmíðum frá LHÍ. Lydía Grétarsdóttir frumflytur einnig raf- verkið Bresti en hún er að ljúka BA- námi í nýmiðlum frá LHÍ í vor. Laugarneskirkja | Mánakórinn heldur tónleika í dag kl. 16. Einsöngvarar eru: Unnur Sigmarsdóttir, Sigurður Þeng- ilsson og Þórir Georgsson. Stjórnandi er Violeta Smid og undirleikari er Kry- styna Cortes. Kórinn flytur létta dag- skrá. Miðaverð er 1.500 kr. Ráðhús Reykjavíkur | Í tilefni af 20 ára afmæli Suzukitónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir tvennir vor- tónleikar í dag. Nemendur á aldrinum 3 til 17 ára munu koma fram. Fyrri tón- leikarnir hefjast kl. 13.30 og þeir seinni kl. 15. Allir velkomnir. Salurinn, Kópavogi | Í dag kl. 16 held- ur Helene Inga Stankiewicz tónleika en hún er að ljúka diplómanámi á pí- anó. Á efnisskrá eru verk eftir Beetho- ven, Ravel og Brahms. Uppákomur Þingborg – Suðurlandi | Áhugafólk um samfélags- og umhverfismál í Flóahreppi halda Fræðaþing um Urr- iðafossvirkjun í félagsheimilinu Þing- borg mánudaginn 5. maí kl. 20. Hags- munaaðilar og færustu sérfræðingar þjóðarinnar fjalla um Urriðafoss- virkjun og áhrif hennar á samfélagið og umhverfið. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Kaffihlaðborð á degi aldraðra í Breiðfirðingabúð í dag kl. 14.30. Breiðfirðingakórinn syngur. Sjá heimasíðu Breiðfirðingafélagsins, www.bf.is. Fréttir og tilkynningar Kristniboðssambandið | Basarinn, nytjamarkaður kristniboðsins er á Grensásvegi 7, 2. hæð. Allur ágóði af basarnum rennur til hjálpar- og þróun- arstarfs. Nú er búðin full af nýjum og nýlegum vörum; skrautmunir, húsbún- aður, barnaleikföng, púsl, spil, barna- föt, töskur, slæður o.fl. Opið virka daga kl. 12-17. Verið velkomin. ÞEIR hafa það fyrir sið í Japan að halda keppni um hvaða kornabarnið getur grenjað hæst. Hérna sést vígalegur súmó- glímukappi hræða vart ársgamlan hvítvoðunginn til að veina svo um munar. Keppnin er haldin í Sensoji musterinu í Tok- yo og er tækifærið notað til að biðja barninu heilsu og vaxtar. Reuters Ógn og skelfing Frá og með 1. maí flyst lækningastofa mín úr Lækningu Lágmúla 5, í Læknahúsið Domus Medica, Egilsgötu 3 , 101 Reykjavík. Flutningur á lækningastofu Dr. Karl Logason sérgrein æðaskurðlækningar og almennar skurðlækningar Tímapantanir daglega mil l i kl 9-18 í s íma: 563 1060 3ja ára nám í náttúrulækningum HEILSUMEISTARASKÓLINN School of Natura l Medic ine á Ís landi Heildrænt nám - ND, Naturopat Diploma. Innritun stendur yfir til 15. júní www.healthmastericeland.com school@healthmastericeland.com Upplýsingar í síma 892 6004 ❁ ❁ FRÉTTIR FYRSTU styrkir sem veittir eru úr Styrktar- og verðlaunasjóði Bents Scheving Thorsteinsson voru af- hentir á ársfundi Landspítala í Saln- um í Kópavogi 29. apríl. Sjóðurinn var stofnaður í júlí 2007 með 30 milljóna króna gjafafé Bents Schev- ing. Markmið og hlutverk sjóðsins er að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir, rit- gerðir og skylda starfsemi á sviði hjartalækninga og hjarta- og lungnaskurðlækninga. Úthlutað var tveimur milljónum króna til fjög- urra verkefna en alls bárust þrettán umsóknir um styrk. Hvert verkefni fékk 500 þúsund krónur. Tvö þeirra falla undir lyflækningar en hin tvö skurðlækningar. Eftirtalin verkefni voru valin: 1. Davíð O. Arnar og samstarfs- aðilar – Erfðafræði gáttatifs. 2. Þórarinn Guðnason og sam- starfsaðilar – Samanburður á öllum kransæðaþræðingum og krans- æðavíkkunum sem framkvæmdar voru í tveimur löndum, Íslandi og Svíþjóð, árið 2007. 3. Steinn Jónsson og samstarfs- aðilar – Lungnabrottnámsaðgerðir á Íslandi 1986–2007. 4. Hannes Sigurjónsson og sam- starfsaðilar – Árangur krans- æðahjáveituaðgerða á Íslandi. Styrkir Bent Scheving Thorsteinsson og eiginkona hans, Margaret Ritter Ross Wolfe, ásamt styrkþegum og stjórnarmönnum í sjóðnum. Fyrstu styrkir úr styrktarsjóði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.