Morgunblaðið - 04.05.2008, Síða 55

Morgunblaðið - 04.05.2008, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 55 • Rótgróin bílaleiga með 21 bíl. Auðveld kaup. • Þekktur tölvuskóli. Ársvelta 80 mkr. • Heildverslun með bílavörur. EBITDA 25 mkr. • Sérverslun og heildverslun með tölvurekstrarvörur. Ársvelta 100 mkr. EBITDA 10 mkr. • Þekkt verslun með húsgögn og gjafavörur. • Sérverslun með sportvörur. Ársvelta 120 mkr. • Lítil heildverslun með hársnyrtivörur. Hentugt til sameiningar. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli) sem selur í verslanir um allt land. Ársvelta 160 mkr. EBITDA 15 mkr. • Rótgróið þjónustufyrirtæki í ferðamannaiðnaði. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 25 mkr. • Framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 300 mkr. Góður rekstur í stöðugum vexti. • Innflutningsfyrirtæki, að hluta með eigin framleiðslu erlendis. Ársvelta 450 mkr. • Réttingaverkstæði-sprautun í nágrenni Reykjavíkur. Gott húsnæði og vel tækjum búið. Ársvelta 50 mkr. Góð afkoma. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir í veflægum lausnum. Ársvelta 180 mkr. EBITDA 35 mkr. FRÉTTIR LANDSSAMBANDSFUNDUR Sor- optimistasambands Íslands var haldinn 19. apríl sl. í Gullhömrum í Grafarvogi í umsjá Soroptim- istaklúbbs Árbæjar. Alls sátu tæp- lega 200 félagar fundinn alls staðar að af landinu. Starfsemi samtakanna hefur ver- ið með blóma síðastliðið starfsár og mikið sjálfboðaliðastarf farið fram í klúbbunum. Þar má m.a. nefna að síðastliðið haust dreifðu Soroptim- istar 20.000 lyklakippum til öku- manna með hvatningu um að sýna tillitsemi í umferðinni og aka var- lega. Að auki voru veittir styrkir til margvíslegra málefna bæði innan- lands og utan. Soroptimistar hafa frá upphafi starfað að alþjóðlegum verkefnum og nú er unnið að verkefninu „Pro- ject Sierra“ sem gengur út á það að styðja ungar einstæðar mæður og götubörn í Sierra Leone í Vestur- Afríku, veita þeim menntun og heilsugæsluþjónustu. Íslenskir Sor- optimistar hafa einnig styrkt upp- byggingarstarf í Kigali í Rúanda og eru 12 einstaklingar, þar af átta Soroptimistar, á leið til Kigali til þess að vera viðstaddir árlegt frið- armaraþon þann 11. maí nk. Þar verða þeir einnig viðstaddir vígslu á miðstöð, þ.e. skóla og húsum fyrir munaðarlaus börn og ekkjur sem ís- lenskir Soroptimistar hafa á þátt í að fjármagna. Í fundarlok flutti Guðrún Jóns- dóttir, talskona Stígamóta, áhrifa- mikið fræðsluerindi um mansal. Íslenskir Soroptimistar eru að undirbúa fræðslu og vitundarvakn- ingu til þess að vinna gegn mansali og er ætlunin að vinna það í sam- starfi við Zonta á Íslandi. Einnig er ætlunin að standa að sameiginlegri baráttu gegn mansali í samstarfi við öll hin Norðurlöndin. Norrænir vinadagar Soroptim- ista verða haldnir í Reykjavík í byrjun júní nk. Þetta er í fjórða sinn sem slík ráðstefna er haldin á Ís- landi og er hún ætluð norrænum Soroptimistum. Vegna þátttöku gesta frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen verða allir fyrirlestrar á ensku undir yfirskriftinni „Trans- forming lives – Empowering women and girls.“ Reiknað er með góðri þátttöku enda hefur verið fengið einvala lið fyrirlesara á fundinn. Forseti Evrópusambands Soroptimista, Mariet Verhoef- Choen, hefur boðað komu sína ásamt fleirum úr stjórn Evr- ópusambands Soroptimista. Nýjum upplýsingabæklingi um starsemi Soroptimista var dreift á fundinum en Soroptimistar eru al- þjóðasamtök fyrir konur í stjórnun og öðrum sérhæfðum störfum. Þessar upplýsingar eru einnig að- gengilegar á nýjum vef samtak- anna, www.soroptimist.is. Ásgerður Kjartansdóttir bóka- safns- og upplýsingafræðingur er að ljúka tveggja ára starfstíma sem forseti Soroptimistasambands Ís- lands og við tekur Guðrún Erla Björgvinsdóttir aðstoðarskóla- stjóri. Fjölbreytt starf Soroptimista Sjálfboðaliðar Til vinstri er Guðrún Erla Björgvinsdóttir, verðandi for- seti, og t.h. er Ásgerður Kjartansdóttir, núverandi forseti Soroptimista. MIÐSTJÓRN Samiðnar hefur sent frá sér eftirfarandi samþykkt um stöðu efnahagsmála: „Kjarasamningarnir sem undirrit- aðir voru 17. febrúar sl. voru ekki síst hugsaðir til að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika og til að tryggja kaupmátt til lengri tíma. Síð- ustu vikur hafa einkennst af miklum efnahagslegum óstöðugleika, hækk- andi verði á nauðsynjavörum og spáð er vaxandi atvinnuleysi þegar kemur fram á haustið. Miðstjórn Samiðnar lýsir yfir miklum áhyggj- um af þessari þróun og varar við af- leiðingum hennar ef ekkert verður að gert. Miðstjórnin kallar eftir víðtæku samstarfi stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins til að koma á styrkri efnahagsstjórn sem tryggi stöðug- leika og gott rekstrarumhverfi at- vinnulífsins. Einnig krefst miðstjórn- in þess að stjórnvöld grípi nú þegar til aðgerða og beiti öllum þeim tækj- um sem þau ráða yfir til að koma í veg fyrir að hér skelli á atvinnuleysi með öllum þeim hörmungum sem því fylgir. Miðstjórnin bendir á að Ísland er ríkt samfélag sem á að geta staðið af sér skammvinna niðursveiflu, en aukið atvinnuleysi og hækkandi verðlag á nauðsynjavörum kemur verst niður á þeim sem lakast standa.“Kalla eftir víð- tæku samstarfi STEFÁN Pálsson, formaður Sam- taka hernaðarandstæðinga, hefur ákveðið að sækja um starf forstjóra nýrrar Varnarmálastofnunar. Í yfirlýsingu frá Stefáni segir m.a.: „Í mínum huga eru engir hagsmuna- árekstrar fólgnir í því að gegna sam- tímis stöðu forstjóra Varnar- málastofnunar og formennsku í Samtökum hernaðarandstæðinga. Kunni utanríkisráðuneytið að vera á annarri skoðun er ég til umræðu um að láta af þeim félagsstörfum.“ Vill stýra Varn- armálastofnun SÉRA Sigfús Jón Árnason, fyrr- verandi sóknarprestur og prófast- ur á Hofi í Hofsárdal í Vopnafirði, predikar við guðsþjónustu í Graf- arvogskirkju kl. 11. í dag, sunnu- dag. Sigfús er Skagfirðingur og vígð- ist til Miklabæjar í Skagafirði 1965. Hann þjónaði síðan að Hofi í aldarfjórðung en er nú sestur í helgan stein í Grafarvogi í Reykja- vík. Sr. Sigfús predik- ar í Grafarvogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.