Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 55 • Rótgróin bílaleiga með 21 bíl. Auðveld kaup. • Þekktur tölvuskóli. Ársvelta 80 mkr. • Heildverslun með bílavörur. EBITDA 25 mkr. • Sérverslun og heildverslun með tölvurekstrarvörur. Ársvelta 100 mkr. EBITDA 10 mkr. • Þekkt verslun með húsgögn og gjafavörur. • Sérverslun með sportvörur. Ársvelta 120 mkr. • Lítil heildverslun með hársnyrtivörur. Hentugt til sameiningar. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli) sem selur í verslanir um allt land. Ársvelta 160 mkr. EBITDA 15 mkr. • Rótgróið þjónustufyrirtæki í ferðamannaiðnaði. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 25 mkr. • Framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 300 mkr. Góður rekstur í stöðugum vexti. • Innflutningsfyrirtæki, að hluta með eigin framleiðslu erlendis. Ársvelta 450 mkr. • Réttingaverkstæði-sprautun í nágrenni Reykjavíkur. Gott húsnæði og vel tækjum búið. Ársvelta 50 mkr. Góð afkoma. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir í veflægum lausnum. Ársvelta 180 mkr. EBITDA 35 mkr. FRÉTTIR LANDSSAMBANDSFUNDUR Sor- optimistasambands Íslands var haldinn 19. apríl sl. í Gullhömrum í Grafarvogi í umsjá Soroptim- istaklúbbs Árbæjar. Alls sátu tæp- lega 200 félagar fundinn alls staðar að af landinu. Starfsemi samtakanna hefur ver- ið með blóma síðastliðið starfsár og mikið sjálfboðaliðastarf farið fram í klúbbunum. Þar má m.a. nefna að síðastliðið haust dreifðu Soroptim- istar 20.000 lyklakippum til öku- manna með hvatningu um að sýna tillitsemi í umferðinni og aka var- lega. Að auki voru veittir styrkir til margvíslegra málefna bæði innan- lands og utan. Soroptimistar hafa frá upphafi starfað að alþjóðlegum verkefnum og nú er unnið að verkefninu „Pro- ject Sierra“ sem gengur út á það að styðja ungar einstæðar mæður og götubörn í Sierra Leone í Vestur- Afríku, veita þeim menntun og heilsugæsluþjónustu. Íslenskir Sor- optimistar hafa einnig styrkt upp- byggingarstarf í Kigali í Rúanda og eru 12 einstaklingar, þar af átta Soroptimistar, á leið til Kigali til þess að vera viðstaddir árlegt frið- armaraþon þann 11. maí nk. Þar verða þeir einnig viðstaddir vígslu á miðstöð, þ.e. skóla og húsum fyrir munaðarlaus börn og ekkjur sem ís- lenskir Soroptimistar hafa á þátt í að fjármagna. Í fundarlok flutti Guðrún Jóns- dóttir, talskona Stígamóta, áhrifa- mikið fræðsluerindi um mansal. Íslenskir Soroptimistar eru að undirbúa fræðslu og vitundarvakn- ingu til þess að vinna gegn mansali og er ætlunin að vinna það í sam- starfi við Zonta á Íslandi. Einnig er ætlunin að standa að sameiginlegri baráttu gegn mansali í samstarfi við öll hin Norðurlöndin. Norrænir vinadagar Soroptim- ista verða haldnir í Reykjavík í byrjun júní nk. Þetta er í fjórða sinn sem slík ráðstefna er haldin á Ís- landi og er hún ætluð norrænum Soroptimistum. Vegna þátttöku gesta frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen verða allir fyrirlestrar á ensku undir yfirskriftinni „Trans- forming lives – Empowering women and girls.“ Reiknað er með góðri þátttöku enda hefur verið fengið einvala lið fyrirlesara á fundinn. Forseti Evrópusambands Soroptimista, Mariet Verhoef- Choen, hefur boðað komu sína ásamt fleirum úr stjórn Evr- ópusambands Soroptimista. Nýjum upplýsingabæklingi um starsemi Soroptimista var dreift á fundinum en Soroptimistar eru al- þjóðasamtök fyrir konur í stjórnun og öðrum sérhæfðum störfum. Þessar upplýsingar eru einnig að- gengilegar á nýjum vef samtak- anna, www.soroptimist.is. Ásgerður Kjartansdóttir bóka- safns- og upplýsingafræðingur er að ljúka tveggja ára starfstíma sem forseti Soroptimistasambands Ís- lands og við tekur Guðrún Erla Björgvinsdóttir aðstoðarskóla- stjóri. Fjölbreytt starf Soroptimista Sjálfboðaliðar Til vinstri er Guðrún Erla Björgvinsdóttir, verðandi for- seti, og t.h. er Ásgerður Kjartansdóttir, núverandi forseti Soroptimista. MIÐSTJÓRN Samiðnar hefur sent frá sér eftirfarandi samþykkt um stöðu efnahagsmála: „Kjarasamningarnir sem undirrit- aðir voru 17. febrúar sl. voru ekki síst hugsaðir til að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika og til að tryggja kaupmátt til lengri tíma. Síð- ustu vikur hafa einkennst af miklum efnahagslegum óstöðugleika, hækk- andi verði á nauðsynjavörum og spáð er vaxandi atvinnuleysi þegar kemur fram á haustið. Miðstjórn Samiðnar lýsir yfir miklum áhyggj- um af þessari þróun og varar við af- leiðingum hennar ef ekkert verður að gert. Miðstjórnin kallar eftir víðtæku samstarfi stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins til að koma á styrkri efnahagsstjórn sem tryggi stöðug- leika og gott rekstrarumhverfi at- vinnulífsins. Einnig krefst miðstjórn- in þess að stjórnvöld grípi nú þegar til aðgerða og beiti öllum þeim tækj- um sem þau ráða yfir til að koma í veg fyrir að hér skelli á atvinnuleysi með öllum þeim hörmungum sem því fylgir. Miðstjórnin bendir á að Ísland er ríkt samfélag sem á að geta staðið af sér skammvinna niðursveiflu, en aukið atvinnuleysi og hækkandi verðlag á nauðsynjavörum kemur verst niður á þeim sem lakast standa.“Kalla eftir víð- tæku samstarfi STEFÁN Pálsson, formaður Sam- taka hernaðarandstæðinga, hefur ákveðið að sækja um starf forstjóra nýrrar Varnarmálastofnunar. Í yfirlýsingu frá Stefáni segir m.a.: „Í mínum huga eru engir hagsmuna- árekstrar fólgnir í því að gegna sam- tímis stöðu forstjóra Varnar- málastofnunar og formennsku í Samtökum hernaðarandstæðinga. Kunni utanríkisráðuneytið að vera á annarri skoðun er ég til umræðu um að láta af þeim félagsstörfum.“ Vill stýra Varn- armálastofnun SÉRA Sigfús Jón Árnason, fyrr- verandi sóknarprestur og prófast- ur á Hofi í Hofsárdal í Vopnafirði, predikar við guðsþjónustu í Graf- arvogskirkju kl. 11. í dag, sunnu- dag. Sigfús er Skagfirðingur og vígð- ist til Miklabæjar í Skagafirði 1965. Hann þjónaði síðan að Hofi í aldarfjórðung en er nú sestur í helgan stein í Grafarvogi í Reykja- vík. Sr. Sigfús predik- ar í Grafarvogi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.