Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 60

Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 60
60 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is Frá kr. 24.990 – báðar leiðir Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Takmarkaður sætafjöldi. Verð getur breyst án fyrirvara. E N N E M M / S IA / N M 3 3 3 0 8 Verðdæm i – lægstu verð* 9. maí frá kr. 24. 990 21. maí frá kr. 24. 990 28. maí frá kr. 29. 990 4. og 11. júní fr á kr. 39.9 90 18. júní frá kr. 34. 990 25. júní frá kr. 29. 990 2. og 9. jú lí frá kr. 29.99 0 16. júlí frá kr. 34. 990 * Lægstu verð sem í boði eru á viðkoman di brottfö r. Verð er netverð á mann. T akmarkað sætafram boð á þessu v erði. Verð getur bre yst án fyrirvara. N ánar á ww w.heimsfe rdir.is. Alicante Bókaðu strax á www.heimsferdir.is og tryggðu þér lægsta verðið! Heimsferðir bjóða þér beint flug til Alicante í vor, sumar og haust eins og undanfarin 16 ár. Við bjóðum frábær kjör og þjónustu á íslensku alla leið – fyrir þig! Enn er tækifæri til að tryggja sér flugsæti til Alicante með Heimsferðum á frábærum kjörum. Nánar á www.heimsferdir.is. á frábærum kjörum Undanfarið hefur BjörkGuðmundsdóttir verið áferð um heiminn aðkynna síðustu breiðskífu sína, Volta. Tónleikaferðin hefur gengið bráðvel, aðsókn framúrskar- andi og umsagnir mjög jákvæðar. Platan hefur líka farið hátt á vin- sældalista og víðast farið hærra en aðrar plötur hennar. Þrátt fyrir það hefur sala á henni ekki verið nema í meðallagi víðast hvar og í raun langt frá því sem maður myndi ætla af listastöðu og umfjöllun. Þetta er sá veruleiki sem tónlist- armenn búa við orðið, ekki síst þeir sem náð hafa hvað lengst. Aðallega bitnar þetta þó á stórstjörnunum vestan hafs og austan, millj- arðamæringum á við Madonnu og Paul McCartney, sem hafa farið halloka á markaði og leita fyrir vikið leiða til að tryggja hag sinn. Jað- artónlistarmenn sem eru á mála hjá stærri fyrirtækjum hafa ekki fundið eins fyrir samdrætti nú, enda ekki úr háum söðli að detta. Þeir njóta þess og að alla jafna er stærra hlut- fall af þeirra tekjum af tónleikahaldi og þar hefur samdráttur verið minni. Nýjar leiðir Stórstjörnurnar hafa sumar grip- ið til nýstárlegra leiða til að vekja at- hygli á verkum sínum og afla sér tekna; Prince dreifði nýrri plötu sinni, Planet Earth, í Bretlandi síð- astliðið sumar með því að láta hana fylgja dagblaði. Fyrir vikið náði hann að dreifa plötunni í 2,6 millj- ónum eintaka (síðasta plata hans þar á undan, 3121, seldist í 80 þúsund eintökum í Bretlandi og um 500.000 eintökum vestan hafs) og selja 120.000 tónleikamiða á tónleikaröð sinni í O2 Arena í Lundúnum (21 tónleikar alls, samtals um 400.000 tónleikagestir). Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að í mörgum tilfellum sé meira uppúr tónleikahaldi að hafa en plötuútgáfu og má rifja það upp er Rolling Stones voru á mála hjá Virg- in og sendu frá sér hverja breiðskíf- una af annarri sem seldust dræmt, svo ekki sé meira sagt. Sem tón- leikasveit standa þó fáir Rolling- unum á sporði og á þessum árum höfðu þeir hitann úr hverjum met- túrnum af öðrum, ævinlega uppselt um allan heim og skipti engu hve salirnir voru stórir. Músík í kaffihúsum Fleiri stórstjörnur hafa farið ný- stárlegar leiðir til að ota sínum tota og þannig er ekki langt síðan Paul McCartney gerði samning við Star- bucks-kaffihúsakeðjuna um útgáfu á nýrri plötu, en Starbucks stofnaði nýverið plötuútgáfu, Hear Music, sem selja mun plötur í kaffihús- unum. Áður hafði Starbucks samið um einkasölu á Bob Dylan-plötunni „Live at the Gaslight 1962“ og geng- ið bráðvel, aukinheldur sem skífa Ray Charles, „Genius Loves Comp- any“, seldist í um 700.000 einstökum í kaffihúsum Starbucks sem var um fjórðungur af heildarsölu plötunnar. (Starbucks ætlar ekki bara að semja við gamla lúða því það hyggst einnig kynna nýja tónlistarmenn undir merkinu Hear Music Debut og byrj- ar á hljómsveitinni Antigone Ris- ing.) Fleiri verslana- og veitinga- húsakeðjur hafa fetað sömu slóð, til að mynda Wal-Mart sem samdi við Garth Brooks, en einnig hafa stjörn- urnar samið við annarskonar fyr- irtæki eins og sjá má á milljóna- samningi Madonnu við tónleika- haldarann Live Nation, en með þeim samningi kynnti fyrirtækið deild sem kallast Live Nation Art- ists. Í framhaldi af því hafa fleiri fylgt í kjölfarið, nú síðast írsku elli- smellirnir í U2 sem sömdu til tólf ára. Vörumerkið „Madonna“ Samningur Madonnu við Live Na- tion var merkilegur um margt, þar á meðal það að samkvæmt honum á Live Nation vörumerkið „Madonna“ næstu tíu árin og getur notað það til að selja varning ýmiskonar, tónlist mynddiska, og sjónvarpsefni svo fátt eitt sé talið. Hún fær og nokkuð fyrir sinn snúð; um níu milljarða króna. Live Nation hefur haldið sig við tónleikahald fram að þessu, en nú bætist við ýmiskonar starfsemi. Fyrirtækið, sem er stofnað út úr út- varpsrisanum umdeilda Clear Channel Communications, stendur að tugþúsundum uppákoma á hverju ári, aðallega tónleikum en líka leik- sýningum og íþróttaviðburðum. Það á um tvö hundruð tónleikasali, að- allega í Bandaríkjunum en líka í Evrópu, en hefur einnig einkasamn- ing um tónleikabókanir í tugum tón- leikastaða til viðbótar. Það gefur augaleið að ekki eiga allir kost á að semja við Live Nation eða álíka fyrirtæki og eins að ekki vilja stórverslanir og kaffihúsa- keðjur semja nema við þá sem gefa mesta hagnaðarvon. Miðlungs- stjörnurnar sitja því uppi með plötu- fyrirtækin eða eiga jafnvel engan að en jaðarlistamennirnir una glaðir við sitt. Því hefur verið spáð að netbylt- ingin og frelsið sem hún hefur í för með sér myndi fletja tónlistarmark- aðinn út, þ.e. að sala verði jafnari, risatopparnir hverfi, en sú þróun sem hér hefur verið rakin bendir til þess að enn eigi sviðið eftir að breyt- ast og enginn veit hvernig umhorfs verður í næsta þætti. Hvert ætlarðu? Morgunblaðið/Ómar Lítil sala Þó nýjasta breiðskífa Bjarkar hafi fengið framúrskarandi um- sagnir og tónleikarnir góða aðsókn, þá er plötusalan undir væntingum. Reuters Sviðsmenn Rolling Stones hafa átt léleg sölutímabil en ekki átt í neinum vandræðum með að fylla stærstu tónleikahús, og grætt heilmikið þar. Reuters Á sömu leið? Liðsmenn U2 sömdu við Live Nation líkt og Madonna. Kallar þróun tónlistarmarkaðarins á nýja hugsun í markaðssetningu? TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson arnim@mbl.is Reuters Seld Madonna samdi við tónleikahaldarann Live Nation sem nú á vöru- merkið „Madonna“ næstu tíu árin eða svo. Hún fær formúgu fyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.