Morgunblaðið - 15.06.2008, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.06.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 33 Söluaðilar: www.bygg.is Stórglæsilegar, vandaðar íbúðir • Vandaðar innréttingar úr eik frá Brúnás • Borðplötur og sólbekkir úr steini frá S. Helgasyni • Innihurðir og flísar frá Agli Árnasyni • AEG eldhústæki frá Ormsson • Innfelld hitastýrð blöndunartæki á böðum • Gólfhiti í íbúðum • Einangrun í gólfum milli hæða • Álklæðningar utanhúss • Rafmagnsopnun á aðalhurðum í anddyri og millihurðum í stigahúsi • Svalahandrið úr áli, klætt með gleri • Flísalagðar svalir • Sameign með útsýni úr lyftu og handrið úr ryðfríu stáli • Íbúðir 1. hæðar með stórum sólpöllum og skjólveggjum Sími 562 4250 www.fjarfesting.is FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF BORGARTÚNI 31 Sími 594 5000 STÓRHÖFÐI 27 akkurat.is að Löngulínu 9-11 Opið hús Fullbúnar, glæsilegar íbúðir í Sjálandi í Garðabæ frá kl. 15-18 í dag 2ja-5 herbergja íbúðir í 30 íbúða húsi við Löngulínu 9-11 og Vesturbrú 1 í Sjálandi í Garðabæ. Bílageymsla með flestum íbúðum. Mjög góð staðsetning í nálægð við skóla, leikskóla og fallegt umhverfi, svo sem baðströnd, smábátahöfn og góðar gönguleiðir. Fullbúin sýningaríbúð með innréttingum frá Brúnás innréttingum og gólfefnum frá Agli Árnasyni. BYGG – fremstir í íbúðabyggingum Aðalhönnuðir: Guðmundur Gunnlaugsson og Gunnar Páll Kristinsson E N N E M M / S IA / N M 3 42 84 MIKIÐ hefur verið í umræðunni að kenn- arar séu að hverfa frá störfum sínum vegna lágra launa og mikils álags í skólum landsins. Ég hef heyrt að kenn- arar sem hafa starfað sem slíkir í áratugi séu að hverfa frá í önnur störf því þeim blöskrar ástandið. Allir þekkja einhvern kennara sem núna starfar sem smiður, í verslun, er farinn að mennta sig til annarra starfa eða er hreinlega fluttur úr landi. Þar sem ekki fást menntaðir kenn- arar til starfa hafa sífellt fleiri ómenntaðir kennarar komið að kennslu í skólakerfinu. Hvernig viljum við horfa upp á skóla lands- ins okkar eftir nokkur ár? Verða einhverjir menntaðir kennarar eftir til að kenna börn- unum okkar? Er þetta þróunin sem við viljum sjá? Í þeim kjarasamn- ingum sem gerðir hafa verið, hafa sífellt verið tekin af ýmis ,,réttindi“ til að réttlæta nokkrar krónur í launahækkun. Kennarar fá ekki lengur löng sum- arfrí, þeir þurfa að sinna viðveru- skyldu í skólum – sem þeir gátu áður klárað í heimahúsi. Í dag er staða kennara þannig að þeir fá hærri laun við að vinna störf sem krefjast engrar menntunar. Hvað segir þetta kennurum? 1. Menntun þeirra er einskis met- in. 2. Álagið sem fylgir kennslu er einskis virði. 3. Það góða starf sem unnið er skiptir vinnuveitandann engu máli. Þessu þarf að breyta og það fljótt. Við þurfum að færa kennarastarfið til vegs og virðingar á ný. Þegar bæjarfélögin segjast ekki standa undir því að bjóða kennurum mannsæmandi laun verður það að teljast léleg afsökun. Hvað myndi þjóðfélagið gera ef kennarar neituðu að taka þátt í kjarasamningum, segðu upp og færu að gera eitthvað annað. Myndu bæjarfélögin þurfa að semja við hvern og einn kennara, til þess að fá einhvern menntaðan kenn- ara til starfa? Þetta myndi að sjálf- sögðu rífa upp laun kennara þar sem þá væru þeir orðnir samkeppnisfærir við opinn markað og þá myndu þau bæjarfélög sem byðu bestu launin fá bestu kennarana. Við stöndum á tímamótum varð- andi kennara og þörf er á breyt- ingum! Ég get ekki séð að það að auka við menntun kennara, til að réttlæta smálaunahækkun, geri gæfumuninn. Að mínu mati þarf ekki endilega að breyta menntuninni, heldur þarf að breyta kerfinu. Kennarastarfið er virðingarvert starf og við ættum að óska þess að þessi starfsvettvangur sé eftirsókn- arverður og þannig launaður að gott fólk sækist eftir því að starfa með börnin okkar. Það er ástæða fyrir því að nánast engir karlmenn starfa lengur sem kennarar. Þegar ég var barn var annar hver kennari í skólanum mínum karl- maður. Það þótti eftirsóknarvert að vera kennari því að starfsumhverfið var gott. Samt hefðu launin mátt vera hærri þá líka. Ég er svo heppin að hafa góðan kennara fyrir son minn og yrði eft- irsjá að ef svo góður kennari hyrfi frá störfum. Ekki er nóg að ég segi hon- um að hann sé að vinna gott starf. Hann þarf líka að fá þau laun og starfsumhverfi sem honum sæmir. Ég á einnig dóttur sem byrjar í skóla eftir tvö ár. Ég hef áhyggjur af því að fá ekki jafn færan kennara fyr- ir hana. Er þetta eitthvað sem for- eldrar vilja hafa áhyggjur af? Ég hvet ykkur foreldrar til að standa saman vörð um menntun barna okkar. Við foreldrar þurfum að láta í okkur heyra og láta þjóðfé- lagið sjá og heyra að okkur er ekki sama. Jafnframt hvet ég ríkisstjórn Ís- lands til að grípa inn í þetta ferli með afgerandi hætti, þannig að sveit- arfélögum verði gert kleift að hækka laun kennara, færa þeim aftur þau réttindi sem gerðu kennarastarfið að eftirsóknarverðu starfi. Það hefur eflaust stungið í augu einhverra að kennarar fengju lengri sumarfrí en aðrir, en nú verða þeir aðilar að hugsa sinn gang og íhuga hvernig kennara þeir vilja hafa í skólunum okkar. Með von um viðbrögð frá for- eldrum og yfirvöldum. Foreldrar, stöndum vörð um menntun barna okkar Harpa Magn- úsdóttir skrifar um kjör kennara » Verða einhverjir menntaðir kennarar eftir til að kenna börn- unum okkar? Harpa Magnúsdóttir Höfundur er foreldri barns í Hraun- vallaskóla í Hafnarfirði. , ,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.